Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 7. maí 1958 M n R r. T' \ r* r 11 Dr. Matthías Jónasson: Mittisskýlan Hugleiðingar um Roðasteininn og prentfrelsið i. 1 FRÁSÖGN Gamla testamentis- ins um syndafallið er fólgin ein djúpfærasta skýring á mannlegri verund. Hún er beint framhald sköpunarsögunnar. Sköpun heimsins er ekki lokið, fyrr en maðurinn er kominn til sjálfs sín í syndinni. Hinn nafnlausi spek- ingur, sem endur fyrir löngu reyndi að skýra fyrir sér tilorðn- ingu mannsins, bregður skæru ljósi yfir tvo þætti í verund hans: þekkingarþrána, sem ekki sættir sig við guðlega takmörkun, en seilist yfir dauðann til vizkunn- ar, og blygðunarkenndina, sem vex af þeirri vitund manns, að hann hefir vald.yfir líkamshvöt- um sínum, getur staðið gegn þeim, leikið með þær. I syndafallinu leysist maður- inn úr álagafjötrum dýrseðlisins. Hann öðlast vit og frjálsan vilja, hann brýtur þær skorður, sem eðlisávísunin setur. Engri lífveru annarri varð þessa auðið. Mað- urinn einn hætti sér út á veg- leysur frelsisins. Þar vaknar í- hygli hans og beinist að honum sjálfum. Einn allra lífvera finn- ur hann að hann er nakinn og hann kennir blygðunar. Saga manns og menningar hefst a fíkjuviðarblaðinu. Við tilkomu andans varð mað- urinn fær um að greina milli góðs og ills. Og andinn gerbreytti allri verund hans, síðan er hann engu dýri líkur. Jafnvel líkams- eðlið, sem manni og dýri er sam- eiginlegt, öðlast í verund manns- ins aðra og æðri þýðingu, af því að andinn gegnlýsir það. Af þeim sökum er kynhvötin aðeins yfir- borðssamkenni manns og dýrs. Dýrið er á valdi hennar, þjónar henni í blindni, því er ekki gefið að taka afstöðu til hennar. Hja því er hún einber líkamshvöt. Mannsandinn aftur á móti hefur kynhvötina á æðra stig, hún samþættist sálarlífi hans, verð- ur hugást. Þannig leysist maður- inn úr viðjum líkamshvatarinnar, ræður yfir henni, setur full- nægingu hennar ákveðið form, sem ekki er"í samræmi við lík- amshvötina eina, heldur við mannlega verund í heild. Yfir ástsnauðum kynmökum dýra hvílir engin leynd, en kyn- mök karls og konu gerast í ein- rúmi. Þessum reginmun í atferli veld- ur afstaða andans. Maðurinn veit um vald sitt yfir kynhvötinni, dýrið er á valdi hennar. Það leiðir til villu að misskilja þenn- an mun. „Meðan önnur spendýr fullnægja eðli sínu af því lát- leysi, sem jafnan fylgir sjálf- sögðum hlutum, stendur maður inn í sífelldu pukri og stíma- braki með sjálfan sig“. 1 þessum orðum Jóhannesar úr Kötlum (Roðasteinninn og rit- frelsið, bls. 9) felst nokkur á- fellisdómur um þá leynd, sem mannleg kynhvöt er umvafin. Hann hvílir þó á röngum for- sendum. Aðeins ef við gleymum því, að öll verund manns er gegn- lýst af andanum, getum við kraf- izt þess, að kynmök karls og konu gerist með sama einfaldleik og hjá ’dýrum og að af þeim skuli svipt allri leynd. Formælendur slíkr- ar kröfu eru einmitt „að sund- urgreina líkama og sál“ (bls. 11), hvort sem þeirri sundurgreiningu fylgir siðgæðislegt mat eða ekki. En maðurinn er heild, órjúfan- lega samslungin af efni og anda. Þess vegna geta kynmök karls og konu ekki verið líkamleg ein- göngu né heldur orðið jafn lát- laus og sjálfsögð og hjá dýrinu. Sú er þrautalending lítilla skálda að krydda með misna- kvæmum lýsingum á kynmökum manna texta, sem þeim tókst ekki að blása listrænu lífi í. Kjósa nú æ fleiri léttan brimróður í þá vör í stað þess að freista vandameiri lendinga. Að því ráði hvarf Agnar Mykle í bók sinni „Sangen om den röde rubin“, sem síðastliðið ár olli allmiklum deilum í Noregi, svo að vakið hafa bergmál hér heima. En í nefndum bæklingi sínum leitast Jóhannes úr Kötlum við að halda skildi fyrir Mykle. „Söngurinn um roðasteininn“ er ekki mikið listaverk. Stíllinn ber víða viðvaningsblæ, ofhlað- inn og reikull, afbragðsgóður á köflum, en hrapar víða niður í frumstætt mas. Meginefni bókar, lýsing á lífi ungs stúdents einn skólavetur, er þurrt og langdreg- ið, frásögnin vænglama á köflum. öllu ljósi er beint að söguhetj- unni, en hún er klofin að eðli, haldin væminni tilfinningasýki gagnvart sjálfri sér, en gróf og kaldrifjuð gagnvart öðrum. Lik- amlegu lífi Asks er lýst nákvæm- lega, t. d. matgræðgi hans, iðra- kveisu og dvöl hans á salernmu, en hinn sálræni og sér í lagi hinn listræni þáttur í eðli hans verður óskýrari og undir sógu- lok, þegar reynir á að lýsa sterkri tilfinningu ,missir höfundur tök- in á persónu sinni og lesandinn verður að kyngja undrinu gamla, að Sálus verði Pálus á yfirskil- vitlegan hátt. Ef hér væri upp talið efni bók- arinnar, hefði hún vakið litla at- hygli. Góðviljaðir ritdómendur myndu hafa talað um hæfileika, sem ekki nytu sín enn þá að fullu, óskað höfundi vaxandi þroska og að sama skapi vax- andi frama í listinni. Doffen og aðrir beztu kaflar bókarinnar sýndu, hvað höfundurinn gæti, ef hann gerði nægilega strangar kröfur til sjálfs sín. í stuttu máli: Góðlátlegt mas um mis- heppnað verk. En Roðasteinninn hefir sinn sérstæða ljóma: kynlífslýsing- arnar. Þær hafa vakið almenna athygli á bókinni. Mykle flettir ofan af kynlífsatferli söguhetj- unnar Asks, svo að yfir því hvíl- ir engin dul. Lýsingarnar eru grófar og lostafengnar, í flatyrð- um og frumstæðum, ólistrænum endurtekningum, t. d. minnir of- notkun orðsins „og“ á masfengn- ar ritsmíðar skólakrakka. Þetta póetiska orð kemur fimmtíu sinnum fyrir í fyrstu lýsingunni! Þegar Mykle byrjar að lýsa kyn- mökum, formyrkvast sjónarmið listarinnar fyrir ofurmagni efn- isins. Því verða kynlífslýsingarn- ar lökustu kaflar bókarinnar. Auðvitað dingla þær ekki í lausu lofti, heldur spretta fram úr reikulli, andstæðufullri lífs- skoðun höfundarins. Hann lítur á sig sem stríðsmann gegn römmu afturhaldi og setur of- stæki gegn hamremmi. Allt frá lögmálssetningu Móse hefir mannkyninu verið boðað siðgæði, sem því reyndist ofvaxið að raun- hæfa; sá siðgæðisboðskapur er „meginorsök þess, að síðan líta allir menn á sig sem dulbúna glæpamenn, og að flestir neyta með sætri hefndartilfinningu hvers minnsta tækifæris, sem þeim býðst, til þess að dýrka aðra guði, leggja nafn guðs við hégóma, vanhelga hvíldardaginn, svívirða föður sinn og móður, myrða, drýgja hór, stela, ljúga, öfunda náungann af húsi hans, ágirnast asna hans, uxa og þjón og tæla máka hans til saurlífis (bls. 53). í þessum anda lifir og hrærist söguhetjan; hann mótar skilning hennar á konunni. Ask orti að eins eitt kvæði: Over alle paa Guds jord hater jeg min egen mor. Öðrum konum kynnist hann með því að skoða kynfæri þeirra. Af öðrum þáttum í eðli þeirra er hann ósnortinn. Kynfærin svífa honum stöðugt fyrir hug- arsjónum, allt minnir hann á þau, líka hin stóru bláu augu Emblu; umgjörð þeirra hefir sama lit og skaut konunnar. Norræn skáld hafa víða leitað líkinga til að lýsa augum ástmeyjarinnar, hin- um „björtu stjörnum kulda og fyrst gegnum huga þess, enginn horfir á, hvernig hugsjónin kveikir fyrsta neistann. Eðli mannlegs sköpunarmáttar er leynd. Ef verund manns væri gagnsæ allra augum, myndi grósku hennar kala. Því gerist faðmlag elskenda í einrúmi, að kynhæfnin er ekki eintóm nautna lind, hún er sá neisti, sem nýtt líf kviknar af, tímgunarhvöt, eins og Jóhannes úr Kötlum nefnir hana. Mykle kemst aldrei þannig að orði. Fyrir söguhetju hans er kynhvötin einber nautnalmd, um leið og nýtt líf kviknar af sambandi hans flýr hann ástkonu sína hræddur. Frá alda öðli hafa skáldin um- vafið ástina rómantiskum ljóma, lofað fegurð og yndisþokka, tign og tryggð ástmeyjarinnar. En þau hafa varast að svipta burt þeim glóðar“, en Mykle mun hafa tek- , , , ., , . ... , _ f. _ ’... . dularhjup, sem hylur likamleg xzt að hitta a frumlega likingu. ; mök Þau skildu lö t að um Andspæms kluryrðum kynfæra , leið gú dul er rofin glatast og samfaralýsmganna stendur væmin tilfinningasemi gagnvart sjálfum sér og Asks hinni nýju ást. „Skyndilega, í einu vetfangi, hafði honum skilizt, að ástin og dauðinn spinna örlaga- þráð lífsins. Af því að skilning- hans á lífinu va» að mestu vaxinn af skáldsagnalestri, hafði hann álitið, að ástin væri björt og létt, dans á blómskrýddu engi. Nú situr hann og veit, að ástin er gerfi dauðans (at paa bunden av kærligheden er döden“, bls. 313). Þannig glottir lífsleiðinn við hinum 23 ára stúdent, einmitt þegar hann þykist hafa fundið hina sönnu ást. III. Mykle hefir ekki tekizt að gæða samfaralýsingar sínar list- rænum þokka. Áhrif þeirra eiga að felast í nektinni. Samt hafa þau orð fallið, að hér sé hug- djarfur brautryðjandi að hasla listinni nýtt svið. Eigum við þá að vænta þess, að skáld fram- tíðarinnar keppist um að lýsa sem nákvæmlegast kynmökum sögupersónanna? Verður skarp- skyggni þeirra fyrst og fremst einbeitt að kynfærunum, á hug- dirfskuraun þeirra að vera sú, hvort þeim tekst að draga maga- beltið af skækjunni? Hvílík endurlausn hlytu slíkar bókmenntir að verða æskunni! Unglingur og ungmær myndu þá ekki lengur svífa í draumórum hugásta og tilhugalífs, heldur gjalda líkamanum það sem líkam ans er, að fordæmi Asks. Slíkt ætti þó líklega að vera brota- minna, þegar söguhetjur skáld- listarinnar sýna hvert tilbrigði eins og á tízkusýningu. Nákvæm- ustu samfaralýsingarnar mætti svo gefa út í myndskreyttri antologií. Your pocket manual in sexual behaviour. Matreiðslubók kynhvatarinnar. Eða mun sá tími renna, að litið verði á þessa fíkn skálds í billega æsingu sem fráhvarf og fUítta frá hinum æðri og tor- leystari viðfangsefnum listar- innar? Yfir allri sköpun hvílir dul. Enginn var sjónarvottur, þegar maðurinn greindist frá meiði al- lífsins, enginn mældi hrifningu skáldsins, þegar kvæðið leiftraði ástin sem listrænt viðfangsefni. Yfir kynmökum dýra er engin dul og þess vegna ekki nein rómantik. Aðeins mannleg ast tekur lýriskum töfrum,. en þeir verða magnlausir um leið og hún er dregin niður í nakið dýrseðlið og hætt að virða þá dul, sem skýlir samförum karls og konu. IV. Mykle-deilan í Noregi varð gífurleg auglýsing fyrir bókina, sem færði höfundi og útgefarda stórgróða. Til slíkrar hval- fjöru fýsir margan. Duglegur út- gefandi hófst handa, svo að ís- lenzkur almenningur færi ekki á mis við þessa forvitnilegu bók. Jóhannes skáld úr Kötlum sett- ist við að þýða, og myndi orð- snilli hans hafa komizt að því fullkeyptu að snara klámyrðum Mykles á frambærilega íslenzku. Sú þolraun fékk þó skjótan endi, þegar dómsmálaráðuneytið til- kynnti, að það myndi leita úr- skurðar dómstólanna, ef gefa ætti bókina út. Vegna útbreidds mis- skilnings er ástæða til að leggja áherzlu á það, að viðvörun dóms- málaráðuneytisins um væntan- lega málshöfðun jafngildir ekki banni. I lýðfrjálsu landi er dóms- málaráðherra ekki rétthærri aðili fyrir dömstóli en hver annar þegn þjóðarinnar. En líklega má það teljast táknrænt fyrir mat bókaútgefenda á listrænu gildi Roðasteinsins, að þeirri áskorun, sem felst í tilkynningu dóms- málaráðuneytisins, hefir enn ekki verið tekið. Að sjálfsögðu þykir hverjum frjálshuga manni nærri sér höggvið, ef ritfrelsið er skert. Með því væri raskað meginstoð lýðræðis og menningar. Fyrir rit- frelsi hafa framsýnustu menn þjóðanna barizt um aldir, en rit- skoðun var löngum skjöldur ein- ræðis og kúgunar. Jóhannes úr Kötlum mun því mæla fyrir margra munn, þegar hann fer bitrum orðum um ritskoðun og útgáfubann. En þótt persónufrelsið sé gott, getur það ekki verið ótakmarkað í menningarsamfélagi. I hinum eldlega frelsisboðskap sínum tak- markar Rousseau einstaklings- frelsið við réttmæta hagsmuni annarra. Ritfrelsið er ekki und- anþegið þessari takmörkun. Hana leiðir beinlínis af því hlutverki, sem ritfrelsinu er ætlað í fram- þróun mennmgarinnar. Svo er um frelsið á fleiri sviðum. ís- lendingar háðu miklu harðari baráttu um verzlunarfrelsið en um ritfrelsið. Samt myndi enginn maður krefjast þess í alvöru, að í verzlunarmálum ríkti algert frjálsræði einstaklinganna, t. d. um sölu eitur- og nautnalyfja. Lágkúruleg fégræðgi getur auð- veldlega misnotað ótakmarkað. frjálsræði, hvort sem er um sölu eiturlyfja eða klámrita og ann- arra sorprita. Engum heiðarleg- um rithöfundi er misboðið með þeim takmörkunum prentfrelsis, sem leiðir af samfélagsskyldu allra manna. Það er að vísu fjarstætt að vilja setja siðadómstól yfir listinni. List á sín eigin rök, hún þróast samkvæmt sínum eigin sérstæðu lögmálum. Hins vegar er listin aðeins einn þáttur okkar fjöl- slungnu menningar og háð þeim örlögum að vera mannleg verk. Jafnvel hinum mesta listamanni tekst ekki að lifa listinni ein- göngu. Hann er bundinn mann- legu eðli og mannlegum ófull- komleika. Listsköpun er því háð, hversu listamanninum tekst að hefjast upp úr mannlegum veik- leika sínum og öðlast ásmegin listarinnar. Sölugengið sker ekki úr um þetta. Metsölubækur hafa oft lítið listagildi. Söluhorfurnar laumast stundum í penna rithöf- undarins, lístinni sjálfri til tjóns. Rithöfundur er á margan veg háður ólistrænum sjónarmiðum. Hann á því alls ekki óskorað sjálfdæmi um það, hvort hann af ólistrænum hvötum hafi farið út fyrir þau takmörk sem samfélags heill og þegnskapur setja ritfrels- inu. í þeim dómi á setu hver maður, sem finnur að sínum hlut til ábyrgðar á framþróun menn- ingarinnar, þó að dómsorð skálda muni jafnan þykja mikilvægast. Ritfrelsið tryggir skáldunum rétt til að boða skoðanir sínar innan þeirra takmarka, sem samfélags- heill setur. Um þann rétt vilja allir frjálslyndir menn standa vörð. En skáld, sem misnotar hann í eigingjörnum tilgangi, svíkst af verðinum, bregzt köil- un sinni og stofnar andlegu frelsi og framþróun menningarinnar i voða. Bættar flugsamgöngur brýn nauðsyn fyrir Yestfirðinga PATREKSFIRÐI, 3. maí — Þann 1. maí byrjaði sumaráætlun Flug- félags fslands og verður þá aft- ur flogið tvisvar í viku hingað til Patreksfjarðar, á mánudögum og fimmtudögum. Er það okkur hér mikið gleðiefni, því satt að segja bjóst maður við að flug- samgöngur við Vestfirði myndu leggjast niður, þar sem þessar tvær sjóflugvélar, sem enn eru í förum milli Reykjavíkur og Vestfjarða, eru orðnar gamlar og kostnaðarsamar í viðhaldi. Þeg- ar þessar vélar verða teknar úr notkun koma ekki sjóflugvélar í þeirra stað, þar eð þær munu vera ófáanlegar. Alþingi samþykkti nýlega til- lögu þess efnis, að láta fara fram hið bráðasta rannsókn á því, hvernig flugsamgöngum við Vest firði verði bezt fyrir komið. Er samþykkt þessarar tillögu enn eitt skref að því marki að búa landflugvélum öruggar flugbraut ir hér á Vestfjörðum. Þegar eru að vísu komnar nokkrar flug- brautir og fleiri munu fyrirhug- aðar á þessu ári. Allar flugbraut- ir eru fremur stuttar, en hafa þó gert mikið gagn við sjúkraflug. Hér á Patreksfirði vantar flug- braut. Sjúkraflugvélin hefur til þessa lent á sandoddanum við Sauðlauksdal, og þarf þá að sæta sjávarföllum. Ennfremur getur hún lent í Breiðavík og á tveimur stöðum í Barðastrand- arhreppi. Þar sem flugið er orðið mjög mikilvægt í samgöngum.. nútím- ans, ríður mjög á fyrir okkur Vestfirðinga, að þessu máli sé sem fyrst fyllsti gaumur gefinn, innan fjórðungsins og hjá við- komandi aðilum í Reykjavík. Ef ekkert verður að gert, drögumst við fljótlega aftur úr í sam- keppni við aðra landshluta, sem njóta batnandi flugsamgangna. —Karl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.