Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 2
2 MORCT’NTU 4Ð1Ð Sunnudagur 18. maí 1958 JVIs. Dacia siglir út úr höfninni i Grindavík. Ólafur E. Einarsson: Merkur viðburBur í af- vinnulífi Crindavíkur Fyrsta vöruflufningaskipiÖ leggst jbar að bryggju SNEMMA morguns sl. miðviku- dag sigtdi fiskflutningaskipið Ms. Dacia inn í hina nýbyggðu höfn í Grindavík, Iagðist þar við bryggju og var á emum degi fnQ- fermt af saltfiski. Óbætt er að segja, að hér sé um merkan viðburð í atvinnnlífi Grindavíkur að ræða. Fyrir örfáum áratugum voru flutningsörðugleikar eitt erfið- asta viðfangsefni, sem Gnndvík- ingar áttu við að stríða. Hafnleysi var þá algjört. Engin tök voru á, að gera út stærri báta, en sem draga mátti á Iand, að afloknum róðri Flutningaskipin sem þá fluttu vörur til og frá Grindavík þurftu að liggja úti á víkinni og var varningurinn fluttur til og frá landi á smábátum. Var þao oft rniklum erfiðleikum bundið. Allt fram til 1920 var Grindavík eitt afskekktasta kauptún á land- inu, en komst þá í vegasamband fyrir harðfylgi góðra manna. — Var það til mikilla hagsbóta. Upp úr 1930 er byggð hafskipa bryggja í Keflavík. Fra þeim tíma bafa afurðir Grindvíkinga svo að segja eingöngu verið flvtt- ar þangað til afskipunar. Ekki verðiTr því neitað. að sú bryggja hefur verið Grindvíkíngum sem öðrum Suðurnesjamönnum til mikils gagns. En þótt vegalengd- in miMi Grindavíkur og Kefla- víktir sé ekki löng, hefur það þó ænð rnikinn kostnað í för með str, að flytja milli kaupstaðanna allar afurðir og neyzluvörur stcrr ar verstöðvar. Þeir, sem ekki þekkja annað en að búa vtð góð hafnarskilyrði, geta lagt það nið ur fyrir sér hvernig þeim mundi líka, ef þeir þyrftu að greiða 80 krónur í flutningskostnað af hverri smálest af salti, sem þeir kaupa og fiski, sem þeir af- skipa. Hafnarskilyrði i Hópinu í Grindavík eru mjög góð frá nátt úrunnar hendi. Nokkur ár eru liðin síðan hafizt var handa um að grafa ósinn og dýpka höfnina. Miklu fé hefur verið varið til þessa mann- virkis og mörg handtök unnin. En skilyrði tn atnafna hafa lika batnað með hverju ári, sem liðið hefur. Auk þess sem Grindavxk er að verða einn bezti útg“rðar- staður á Suðurtatdi, vav það áþreifanlega vottur framfara, þegar Grindvík'ngar horfðu í fyrsta sinni í sögimni á milli- landa flutningaskip hal-ia úr heimahöfn fullhisðið afurðum, beint á markað suðlægra landa. Stutt samtal við skipstjórann á m.s. Dacia. — Þér eruð fyrsti skipstjórinn, sem siglið flutningaskipi inn í þessa höfn, Caspersen? — Já, mér hefur verið sagt það. — Er það rétt, að þér hafið í fyrstu haft á móti þvi að sigla hingað? — Já, ég athugaði höfnina og innsiglinguna á kortinu og þá l'eizt mér ekki sem bezt á. Ég var þá staddur í Reykjavík svo að ég ók suður og skoðaði stað- hætti með eigin augum. Leizt mér þá betur á ailar aðstæður, en kortið gaf tilefni til. — Og þá ákváðuð þér að reyna? — Já. — Nú, þegar þér liggið hér við Óréttmætor ósokonir ú verzlunor stýrn út td meiniri vörnrýrnun Á, MIÐJU ári 1955 fór KRON} þesa á leit við raxmsóknarlögregl una að hafim yrði rannsókn á rekstri einnar af búðum félagsins. Yar á sínum tíma frá þessu skýrt í blaðinu. Forsaga málsins var sú að verzl unarstýrunni Guðrúnu Sigfúsdótt ur var tilkynnt það af forstjóra KRON að í verzlun hennar hefði orðið vörurýx'nun árið áður (1954) sem næmi 300 þúsund krónum. Þar sem verzlunarstýran hafði ekki verið við starf aitt nema hálft umrætt ár, vildi hún ekki una þessu og óskaði þess við dóms- málaráðuneytið að rannsókn færi fram á rekstri verzlunarinnar er hún stýrði. Við framburð hennar vif dómsmálaráðuneytið kom í Jjós að matvæli höfðu verið sótt 1 geymslur verzlunarinar að henni forspurðri og ýmislegt fleira kom í ijós er benti til óreiðu á heild- arstarfi KRON. Er Sakadómarinn hafði iátið fara fram dómsrannsókn út af hinni meintu vörurýrnuxx og dómsmálaráðuneytið fengið öll skjöl málsins birti það eftirfar- andi bréf til sakadómarans: „Eftir viðtöku bréfa yðar herra sakadómari, dgs. 1. febr. 1957 er fylgdi, ásamt 2 fylgiskjölum, end- urrit af dómsrannsókn er fram hefnr farið út af meintri vöru- rýrnun í verzlttn KRON, Vestur- götu 15, tekur ráðuneytið fram, að það fyrirskipar ekki frekari aðgerðir í máli þessu“. Þar með er staðfest að ákæra forstjóra KRON á hendur Guð- rúnu Stefánsdóttur, verzixmar- stýrn, áttu ekki við rök að styðj- ast. 1200 Sýrlendingar hand- teknir í Libanon í gœr bryggju og allt hefur gengið vel, hvað viljið þér þá sagja um höfn ina? — Innsiglingin er að vísu 'pi-öng, en þegar inn er koirúð, er höfnin göð. — Viljið þér benda á nokkuð sérstakt, sem rétt væri að hafa til hliðsjónar við næstu skips- komu? — Já, ég tel mikilsvert að leggja baujum eða belgjum, sem vísa leiðina inn í höfnina. Það er mun hægara að sigla eítir þeim, ef þröngt er, en eftir inn- siglingamerkjum, sem eru langt uppi í landi. Ég þakka Caspersen skip- stjóra fyrir komuna til Grinda- víkur og óska honum góðrar ferðar. Caspersen er mesti mynd- ar skipstjóri, með margra ára reynslu að baki, hefir m. a. starfað í 8 ár sem lóðs í Súez, en fór þaðan þegar Nasser tók skurðinn eignarnámi. Sendiherra Japana kominn til Islands ÁKVEÐIÐ hefur verið, að ísland og Japan skiptrst á sendiherrum. Fyrsti sendiherra Japana hér á landi, Shigenohu Shima, var vænt anlegur hingað til lands í gær, og mun hann afhenda forsetanum embættisskilríki sín á þriðjudag. Sendiherrann er búsettur í Stokk- hóimi. BEIRUT 12. apríl. — Allsherjar- verkfallinu hefur enn ekki verið aflétt í Líbanon. Herinn hefur nú töglin og hagldirnar í höfuðborg- inni, en í nokkrum fjarlægum héruðum er ástandið mjög óljóst. Allt hefur verið með kyrrurn kjörum í stærstu borgunum í morgun, en nokkrar sprengjuv sprungu í borginni í gærkvöldi án þess að valda tilfínnanlegu tjóxú. Stjórnin hefur framlengt bann á útkomu þriggja dagblaða, sem andvig eru vesturveldunum. Lúbanstjóru hefur enn einu sinni borið fram mótmæii við stjórn arabíska sambandsríkisins og sakað hana um að vera valda að ófremdarástandinu í landinu — og hafa látið frexuja skemmd- arverk og reyna að steypa hinni löglegu stjórn landsins. Mikill fjöldi Sýrlendinga hefur verið handtekinn í Líbanon síðustu dagana — og í gærkvöldi voru 1,200 Sýriendingar reknir úr Iandi. Allir þessir menn hafa komið inn i landið á ólöglegan hátt siðustu dagana með vopn og fé tit þess, að berjast gegn Liban onstjóm. Loftárásir JAKARTA, 16. maí — Útvarpið í Jakarta sagði í kvöld, að flug- vélar stjórnarhersíns hefðu í dag gert árásir á borgirnar Djailolo og Morotai á Molukkas-eyjum, sem uppreisnarmenn tóku fyrir skömmu. Útvarpið sagði, að flug- vélarnar hefðu valdið miklu tjóni, m. a. eyðilagt hús ag sökkt skipi í Morotai-höfn. Þær hefðu allar koxnið heilu og, höldnu úr leiðangri þessum. Útvarp uppreisnarmanna á Norður-Celebes sagði í dag, að flugher stjórnarinnar hefðu bætzt 15 orrustuþotur frá Rússlandi, af gerðinni MIG-15. Sumual hers- höfðingi, einn af leiðtogum upp- reisnarmanna, sagði í útvarps- ávarpi,í Mexiado í dag, að stjórn- arherinn hefði fengið mikið af hergögnum frá kommúnistaríkj- unum, einkum frá Tékkóslóvakíu. Hefðu Tékkar jafnvelselt Jakarta stjórninni litlar eldflaugar. KVIKMYNDIR + Saga sveita- stúlkunnar ÞESSI þýzka kvikmynd, sem sýnd er nú í Austurbæjarbíóx, er eftir smásögu með sama nafni, eftir hirm mikla snilling, franska rithöfundinn Guy de Maupassant. Fjallar myndin um unga stúlku Rosalie, sem er vinnustúlka á frönsku bændabýli. Verður hún þar fyrir áleitni ungs virmu- manns, sem tekst að vinna ástir hennar, en hverfur á brotc af heimilinu, þegar hann fasr vitn- eskju um að hún er barnshafandi af hans völdum. Rosalie fær leyfi húsbónda síns til þess að fara heim til móður sirmar um tima og þar elur hún barn sitt, fall- egan dreng, sem hún felur um- sjá móður sinnar, því að sjálf verður hún að hverfa aftur tii húsbónda síns, sem hefur misst konu sína. Tekur Rosalie við störf um og stjórn innanhúss og líður ekki á löngu að bóndinn biður hana að giftast sér. Hún neitar í fyrstu, en þó fer svo að þau giftast. Bóndinn hafði ekki átt neitt barn í fyrsta hjónabandi sínu, en þráir ekkex-t he’tara en að eignast barn. Þegar tímar líða án þess að hin unga kona hans verði barnshafandi, reiðist hann og brigzlar henni um að hún sé óbyrja, en þá segír hún honum frá barni sfnu. Hún býst við öllu iTIu frá hendi eiginmanns sins, viðþessa játningu, en hann bregzt við á þann hátt að koma henni mjög á óvart og verðúr það eigi rakið hér. Mynd þessi er mjög efnismik- il og áhrifarík, enda prýðilega gerð, og afbragðsvel leikin. Eink- um er heillandi leikur Ruth Nie- haus í hlutverki Rosalie og Vict- ors Staal í hlutverki Jakobs bónda. Er Ruth óvenju fögur kona og leikur hennar gæddur sterkri innlifun. Victor Staal er karlmannlegur og leikur hans þróttmikill og sannur. Er vissulega óhætt að mæla með þessari ágætu mynd. Ego. k gær var þjóíhátíáardagur Norumanna. Kl. 9,30 í gærmorgun komu Norðmenn og Noregsvinir saman í Fossvogskirkjugarði við varðann, sem þar er til minningar um norska hermenn og far- menn, sem fórust hér við land á styrjaldarárunum. Viðstaddir sungu sálm, en síðan flutti Tor- geir Andersen Rysst sendiherra ræðu og lagði blómsveig að varðanum. Þá talaði Boyesen ráðu- neytisstjóri, talsmaður norsku fulltrúanna, sem hér eru nú á móti stjórngæzlumanna. Lagði hann biómsveig við varðann og hið sama gerði Othar ElUngsen fyrir hönd Nordmanslaget. Að lokum sungu viðstaddir þjóðsöng Noregs. — Myndin er frá athöfninni. (Ljösm. Ól. K. M.j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.