Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 18. maí 1958 J/ O R C V N B 1. A »IÐ Landinu verður ekki stjórnað með lognum og fölsuðum tölum Stóraukin dýrtið og launarýrnun er framundan Úr rœðu Angantýs Guðjónssonar á Alþsngi VIÐ umræður á Alþingi í fyrradag um bjargráðafrum- varp ríkisstjórnarinnar tók til máls m. a. Angantýr Guðjóns- son. Ræddi hann um frum- varpið frá sjónarmiði verka- mannsins og fórust honum m. ■ a. orð á þessa leið: Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum gaf hún sérstök fyrirheit um það, að dýrtíðinni skyldi haldið í skefjum og kaup- máttur launa skyldi aukinn og skattbyrði létt af öllum almenn- ingi. Fyrir alþingiskosningarnar 1956 sagði Hannibal Valdimars- son: „Það er bjargföst skoðun núverandi stjórnar Alþýðusam bands íslands, að nú ríði verka- lýðshreyfingunni lífið á að eign- ast svo sterkan þingflokk á Al- þingi — skuldbundinn af stefnu- skrá Alþýðusambandsins — að gengislækkun, lögbindingu kaups, vísitöluskerðingu og nýju skattaflóði verði ekki með neinu móti komið fram á Alþingi“! Margendurtekin svik stjórnarinnar Menn spyrja nú hverjar hafi orðið efndir þessara fögru lof- orða, sem stuðningsflokkar hæst- virtrar núverandi ríkisstjórnar töldu sig skuldbundna af. Fyrsta verk hæstvirtrar ríkis- stjórnar til efnda á loforðunum var vísitöluskerðing sú sem kom til framkvæmda haustið 1956, — en þá voru 6 vísitölustig tekin af launþegum. Um leið var þeim gefið hátíðlegt loforð hæstvirts forsætisráðherra fyrir því, að þetta væri aðeins gert í því skyni, að auðvelda raunhæfar ráðstaf- anir í efnahagsmálunum. Þing Alþýðusambands Islands var haldið rétt fyrir áramót 1956 og var þar rætt allmikið um væntanlegar ráðstafanir i dýrtiðar- og efnahagsmálum þjóðarinnar og þess óskað að rík- isstjórnin gæfi fulltrúum skýrslu um hvað liði efnahagsráðstöfun- um þeim, sem boðaðar hefðu verið. Hæstvirtur félagsmálaráð herra hafði þó ekki aðstöðu til þess að gefa þinginu þessar upplýsingar —. en fullvissaði þingheim enn einu sinni um það, að ekkert yrði gert af hálfu ríkisvaldsins, sem hefði í för með sér auknar skatta- álögur eða rýrnandi kaupmátt launa. En þrátt fyrir þessar marg- endurteknu yfirlýsingar ríkis- valdsins um, að ekki yrði gengið á rétt launþega, taldi Alþýðu- sambandsþingið nauðsynlegt að marka stefnu sína skýrt og á- kveðið í efnahagsmálunum og samþykkti ályktun þess efnis meðal annars, — „að ekki kæmi til mála að auknum kröfum út- flutningsframleiðslunnar yrði mætt með auknum skattaálögum á almenning" — og var 19-manna nefnd kosin á þinginu til þess að fylgja þeirri kröfu fram. En varla hafði þessi nefnd verið kosin og fulltrúarnir kornnir heim af þingi í lok ársins 1956, er birtar voru dýr- tíðarráðstafanir hæstvirtrar núverandi ríkisstjórnar, en þær voru sem kunnugt er 300 milljón króna álögur í nýj- um sköttum á margar helztu neyzluvörur almennings. myndi koma efnahagsmálum þjóð arinnar á réttan kjöl og ekki þyrfti að leggja á þjóðina nýja skatta næstu árin, og verðlag myndi ekki hækka vegna þess að strangt verðlagseftirlit yrði tekið upp í samvinnu við verka- lýðsfélögin. Allir þekkja nú efnd- ir hæstvirtrar ríkisstjórnar á þessum loforðum. Þær sýna sig Angantýr Guðjónsson meðal annars nú í stórkostlegri skattaálögum en nokkru sinni áð- ur hafa verið lagðar á þjóðina. En það var ekki nóg að leggja þannig skatta á allan almenn- ing, heldur var vísitalan fölsuð á skipulagðan hátt. Á þeim árum sagði einn af fulltrúunum í 19- manna nefndinni: „Verið getur að einstakir ráðherrar ætli sér þá dul að stjórna landinu með logn- um og fölsuðum tölum, en reynd - in mun verða sú, að fólkinu geng- ur illa að lifa á þeim. Og kannski líður ekki á löngu þangað til þeir eiga sér formælendur fá“. Ég geri ráð fyrir að öllum al- menningi gangi illa að lifa á bjargráðum hæstvirtrar ríkis- stjórnar og veit að hún á sér formælendur fá, ekki sízt innan verkalýðshreyfingarinnar. Það kom fljótt í ljós, að skatta- álögur þær, sem lagðar voru á um áramótin 1956 og 57, voru lítið „bjargráð“. Vöruverð hækk- aði og kaupgeta almennings rýrn aði. Allstór hópur launþega fékk þó nokkra leiðréttingu mála sinna síðastliðið sumar, með lagfæring- um á kaup- og kjarasamningum, sem bættu heldur aðstöðu ein- stakra starfsgreina, svo sem iðn- verkafólks, verzlunarmanna og sj ómanna. Stjórnin lofar verðhjöðnun. Á síðastliðnu hausti kom það til umræðu í mörgum verkalýðs- félögum hvað gera ætti í kaup- og kjaramálunum. 19-manna nefndin hafði þá secið að rökstól- um og rætt ástandið. Féhst nefndin á það, að énn skyldi ,.verðhjöðnunarstefnan“ reynd, enda lá þá fyrir enn eitt loforð hæstvi’. trar ríkistjórnar g•’*'"* qí forsætisráðherra sjálfum, að geng'S yrði ekki fellt meira en orðið væri. Efndir þessa loforðs sjást nú bezt. í því bjargráðafrumvarpi sem nú liggur fyrir, er gengið raunverulega fellt meiia en nokkru sinni fyrr. — Verka- lýðsfélögin sögðu ekkj upp samningum sínum á síðast- liðnu hausti, þrátt fyrir stór- aukna kjararýrnun vegna þess að margir forystumenn verka lýðsfélaganna trúðu enn full- yrðingum hæstvirtrar ríkis- stjórnar um að ekki yrði um auknar skattaálögur að -æða eða gcngisfellingu — og vildu þeir þess vegna bíða átekta enn um stund. Bjargráðin dragast á langinn. Þegar leið á árið boðaði hæst- Stúlka óskast Snyrtivöruverzlun sem opnar innan skamms á bezta stað í bænum vantar snyrtilega, reglusama og ábyggilega stúlku til afgreiðslustarfa. Aldur 22—35 ára. Það er algert skilyrði að stúlkan hafi áhuga á starfinu og munu þá launin fara eftir því. Stúlkan þarf að nokkru leyti að geta unnið sjálfstætt. Tilboð, ásamt mynd og meðmælum ef til eru, sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir þriðjudagskvöld merkt: „Snyrtivöruverzlun — 3894“. ABalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 20. maí kl. 20. 30 í Tjarnarcafé, uppi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. JárniBnaBarmenn vantar rennismið, vélvirkja, suðumann. Ennfrem- ur koma til greina ófaglærðir menn vanir járniðn- Auknir skattar og fölsun vísitölu , 19-manna nefndin samþykkti þessar ráðstafanir, þrátt fyrir stefnuyfirlýsingu Alþýðusam- bands íslands — enda lofaði nú hæstvirt ríkisstjórn því, að þetta aðarvinnu. JÓN VALDIMARSSON Ytri-Njarðvík, símar 588 og 452, Keflavík. virt ríkisstjórn að bjargráðin frá árinu áður myndu ekki reynast einhlít til björgunar þjóðarbú- skapnum — það myndi því verða nauðsynlegt að leggja nýja skatta á þjóðina. Um upphæð þessara nýju skatta fór svo tvenr.um sögum. Blað stærsta stjórnmála- flokksins, sem styður hæstvirta núverandi ríkistjórn, sagði að álögurnar yrðu aldrei meiri en 90 milljónir króna. Önnur stjórn arblöð létu í það skína að meira þyrfti við. Dagar, vikur og mánuðir liðu. Búizt var við hinum nýju „bjarg- ráðum“ eftir síðastliðin áramót. En tíminn leið án þess að þau sýndu sig. Blöð stjórnarflokk- anna boðuðu „bjargráðin“ viku eftir viku, dag eftir dag, en okk- ert gerðist. Ólgan óx í verka- lýðsfélögunum og mörg þeirra sögðu upp gildandi kaup- og kjarasamningum. Rétt undir síð astliðin mánaðamót var svo 19- manna nefndin loksins kölluð saman og þá aðeins til þess eins að taka afstöðu til bjargráðanna eins og þau lágu fyrir frá hæst- virtri ríkisstjórn. Miklar um- ræður og deilur urðu í nefndinni um málið — en engu fékkst breytt. Niðurstaðan varð svo sú, sem kunnugt er, að atkvæði fé- lagsmálaráðherra og annars manns, sem ekki hafði þó at- kvæðisrétt um málið — réðu úr- slitunum um það að nefndin sam þykkti ekki bein mótmæli gegn „bjargráðunum“. Frumvarpið mun valda versnanál lífsafkomu launþega Augljóst er, að þær tillögur, sem hæstvirt ríkisstjórn hefur nú lagt fram í dýrtíðar- og efna- hagsmálum verða þess valdandi að allt verðlag stórhækkar og lífs- afkoma launþega versnar að sama skapi. Öll loforð hæstvirtr ar ríkisstjórnar um bætta af- komu launþega hafa reynzt blekk ingar einar — og með þessum síðustu ráðstöfunum er stefnt út í hreint öngþveiti í efnahagslifi þjóðarinnar. Kaupgeta almennings rýrnar, allar verklegar framkvæmdir dragast saman með þeim af- leiðingum að atvinnuleysi og skortur eru á næsta leiti. — Su kauphækkun, sem Iaunþegum er heitið, á sér enga stoð i veruleikanum, þar sem vísi- talan er skert strax, sem þeirri upphæð nemur — og reyndar meira en það. Fyrir hina íslenzku þjóð, er framundan stóraukin dýrtíð og launarýrnun, samfara at- vinnulcysi, sem kemur i kjöl- far minnkandi kaupgetu og aukinnar dýrtíðar. — En hve nær rís verkalýður landsins einhuga upp, gegn ráðlausu fálmi þeirra, sem ginntu hann til fylgis við sig með fögrum fyrirheitum? — Sú stund get- ur ekki verið langt undan. Til leigu er 4ra herb. íbúð í Hlíðunum, björt og skemmtileg. Sér hiti. Sér inngangur. Laus strax. EINAR SIGURÐSSON hdl., Ingólfsstræti 4, sími 1-67-67. Aé Ui qóluffl kgffikfa if BRA6A kaffi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.