Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 11
Sunnuclagur 18. mai 1958 MORGVWBLAÐIÐ H Guð/ón lllugason, skipstjóri, segir frá Jbví þegar Indverjinn týndi stjörnunni og mörgu fleiru úr viðburðaríkri Indlandsdvöl HAFNARFIRBI — Fyrir nokkr- um dögum er kominn hingað til lands frá Indlandi Guðjón Illuga- son skipstjóri, til heimils að Norð urbraut 15 hér í bae. Hefir hann verið þar um alllangt skeið, eða rúm 4 ár, ef frá er skilinn nokk- ur tími, sem hann var á síld- veiðum hér fyrir Norðurlandi með vélbátinn Fák í fyrrasumar. Áður en Guðjón lagði upp í Ind- landsferðina, hafði hann um ára- bil verið formaður á smáum og stórum bátum, og jafnan með aflahæstu og dugmestu skipstjór um hér, en sjómennsku hefur hann stundað frá barnæsku. Til Indlands var hann ráðinn af Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) til að kenna þar indverskum sjó- mönnum ýmislegt, er að fisk- veiðum lýtur, en þar í landi eru þær stundaðar á mjög frumlegan hátt. — Um dvöld sína á þessura fjarlægu slóðum, segir Guðjón eilt ágætt. Hann hefur alveg sloppið við hina ýmsu kvilla, sem herja þarna á Evrópumenn, svo sem hitaveiki og magakvillar, en aftur á móti oft kom- izt í hann krappan: lent í sjávarháska, verið bitinn af sjáv- arslöngu, sem talin er baneitruð. o. s. frv. ■— Ég hélt héðan af landi í jan úarmánuði árið 1954, og var fyrsti áfangastaðurinn London. Varla þarf að taka það fram, að ferð - ast var alla leiðina með flug- vélum. Eftir skamma hríð var ferðinni haldið áfram og nú tii Rómar á ftalíu. þar sem Hilmar Kristjánsson, sem er starfsmað- ur Sameinuðu þjóðanna, tók á móti mér. Var ég í taepan mánuð þar, á meðan verið var að setja mig inn í væntanlegt starf, og naut ég þar einstæðrar gestrisni Hilmars og konu hans, frú Önnu Óiafsdóttur. Frá Róm fór ég tíl Bombay, sem er norðarlega á vesturströnd Indlands, en hafði viðkomu í Kaíró. Tók ferðin alls um 19 klst. í Bombay hafði ég viðdvöl í tvo daga, en fór síðan til staðar, sem er um 50 km frá borginni og nefnist Saparti og er lítið fiskimannaþorp. En þar voru fiskimenn lengst komnir með notkun vélknúinna báta við veiðarnar, og var því hugmynd- in að ég kynnti mér fiskveiðar þeirra áður en ég tæki upp starf mitt í Indlandi. Það varð bó ekk- ert úr því, að ég færi á sjómn þar, því að veiðum á þessum slóð um, er þann veg háttað, að bát- arnir eru úti fjóra daga í einu og voru einmitt að koma að þeg- ar ég birtist í þorpinu, en ég mátti ekki tefja þarna nema tvo daga. Ferðinni var nefnilega fyrst og fremst heitið til Madras á austurströndinni. — Annars skal ég geta þess, að á þessum slóðum á vesturströndinni er gerð ur út hinn mesti sægur báta, sem eru um 39 fet á lengd. Nota fiski- mennirnir reknet, og veiða í þau afarstóran fisk, sem Dara nefn- ist, og ég get hugsað mér, að sé á við stærsta þorsk hér heima í þessu sama þorpi komst ég hins vegar í kynni við annað, sem rn'g rak í ro-gastans yfir. Ég var sem sé boðinn til hádegisverðar og kynntist þá ósköp algengurr rr.at þar í Iandi, en það var grjón og karrý, sem borið er íram á kókós hnetublöðum og blandað ýmsum afarsterkum efnum. Sátum við nokkrir saman á gólfinu með krosslagðar fætur á meðan borð- að var, en það er siður þar í landi. Ég reyndi að vísu að koma einhverju af þessu góðgæti niður, en vegna þess hversu braðsterk - ur maturinn var, gat ég ómögu- lega kyngt honum. Þessa tvo daga. sem ég var á þessum slóðum, gat ég ekki nærst á neinu öðru en vatni úr kókóshnetum, tn það er mjög ljúffengt og svalar vel | þorsta. Þetta með mataræðið breyttist þó mjög fljótlega, og vandist ég brátt indverskum mat, sem mér þykir bæði ljúffeng- ur og góður. Áður en ég skil við Bombay, langar mig að geta þess, að þar í borg sá ég fullkomnasta fiskmarkað á ferð minni um Indland. — Nú, og svo var ferðinni hald ið áfram til Madras. Þú hefur þá farið með flugvél hér um bil þvcrt yfir Indland? ---Já, og var 4 tíma á leiðinm í borgirmi, sem stendur við Ben- galflóann, eru sagðir vera um: 3% milljón íbúar. Þar af eru 32 þús., sem stunda fiskveiðar, og það á ákaflega frumstæðum bát- usi eða réttara sagt flekum, er nafnast Catamarans. Eru það þrjú til 8 tré sem bundin eru saman., Flekarnir eru notaðir á um 400 mílna strandlengju og eru heppilegir þarna að því leyti hversu vel þeir duga við þessa víðóttu miklu brima- og sand- strönd. Á þessum flekum veiða Indverjarnir tvær tegundir sraá- fiska og nefnist önnur ,Silfurbell,‘ sem er um 3—4 torrrmur á lengd. Einnig veiðrst rækja og makríll. Þessa veiði fá þeir á grunnu vatni, 8—10 faðma, en svo fara þeir á flekum þessum hka út á 50—60 faðma, sem er 3 tíma sigl- ing, og þar nota hinir indversku fiskimenn handfæri. Á þau fá þeir stóran fisk, sem ekkí er ó- líkur karfa, en liturinn pó annar. Fær hver fleki yfirleitt 50—60 pund á dag. — Þú hefir líklegast farið út mcð þessum ílekum? — Já, og nú skal ég segja þér fiskimennirnir, sem voru 4 að tölu, stóðu upp og beygðu sig móti brotinu. Nú, og auðvitað gerði ég slíkt hið sama, þaut upp af stólnum og stakk mér í öld- una, er yfir flekann gek«. En þegar brotið halði riðið ytir. tók ég eftir því, að stóllinn vav kom- inn a. m. k. hálfa leið til lands, og var hann sem betur fór látinn eiga sig þar. Indverjarnir vildu hins vegar ólmir ná í harui aftur. En ef við förum nú fljótt yfir sögu, þá skal ég segja þér það, að úti á miðunum, sem voru 18 —19 sjóm. frá landi, og þriggja tíma sigling á þessum fleks, vorum við 12 tíma, og var vera mín þar öll hin bágbornasta. Ég var lítt klæddur í steikjandi sól- arhita og brann illa af sólinni. Og það, sem verra var, að ég hafði ekkei-t að gera, því að þeg- ar ég ætlaði að fá lánað færi hjá Indverjunum, hrisstu þeir aðeins hausinn og bentu á kollinn á sér, eins og þeir vildu segja, aö á slík- um veiðarfærum hefði ég ekki hið minnsta vit — kannske nokk- ur sannleikuT í því. .Þegar að landi kom, var þar fyrir túlkur minn, sem spurði hvernig mér litist á þessa veiðiaðferð. — Já, og hverju svaraðir þú? — Ég sagði honum álit mitt með þessari sögu: Þegar ég var 7 ára gam- all fór ég fyrst á sjó og hafði sjálfur útbúið færið mitt. Ég renndi því nú ’ sjóinn, en þegar ég tók það aftur inn, tók fóstri minn fyrst eftir færinu, sneri sér að mér þegar hann hafði virt það fyrir sér, og sló mig utan- undir með blautum sjóvettlingn- um. Það gerði gamli maðurinn vegna þess, að honum fannst Hér er Guðjón Illugason á einum bátnum, sem hann hafði til umráða. Stendur hann fyrir aftan fremsta manninn, og við hlið hans Mr. Davidson Thomas, sem er eftirlitsmaður fiskimála í Madras. Dvaldist hann hér á landi á vegum SÞ nokkrar vikur í vetur og kynnti sér fiskiveiðar og fleira. Einn liðurinn i starfi Guðjóns var að kenna indverskum sjó- mönnum netjahnýtingar o. fl. í skólum. Var mynd þessi tekin fyrir utan einn siíkan skóla í bæ, er nefnist Nagapattinam. frá fyrstu ferð minn! með þeim. Mér var boðið að skreppa út með indverskum fiskimönnum á ein- um slíkum fleka tl að kynna mér veiðiaðferð þeirra. Var ég mætt- ur á hinni sendnu strönd all- snemma einn morguninn, eða kl. 6, og var þá tilbúkm að leggja upp í ferðina. Sá ég, að á flek- anum höfðu fiskimennimir kom- ið fyrir stól, sem ég komst að litlu seinna, að mér var ætlaður. Þetta gerðisít, þegar ég var ný- kominn til Indlands og gat þvi ekki talað málið og g-trt Indverj- unum skiljanlegt, að ég kærði mig ekki um stól- inn. Staðhættir eru þann- ig á þessum slóðum, að um 50—100 faðma frá ströndirni er sandrif, sem fara verður yfir en á því brýtur geysilega þegar sjór er ósléttur. Verða fiskimennirnir að sæta lagi tii að komast yfir rifið, sem þó er ekki breiðara en 5—7 faðmar og dýpið um 3 fet. Þegar við komum að þessu sandrifi, urðum við fyrir því ó- happi, er við vorum komnir miðja vegu yfir það, að ólag skall á flekann. Ég veitti því þá athygli, að færið svo herfilega úr garði gert og fjarri lagi að hægt væri að veiða með því fisk. Eftir að ég hafði lokið þessari stuttu sögu, sagði ég túlkinum að slíkt hið sama hefði ég gert, ef ég hefði stjórnað einhverjum um borð í þessum fleka. — Hvernig var þeirra útbún- aður eiginlega? — Þannig, að þeir höfðu gaml- ar rær sem sökku, og í rærnar var bundinn taumur, að vísu úr nælon, og á hann festur einn krókur. En ofan við þessar rær með faðms millibili, voru enn afir ir taumar festir með krókum, sem voru fimm á færinu. En það, sem einkum vakti athygli mína, var að enginn segulnagli var við taumana, sem þýddi það, að það fór meiri tími í að vinda ofan af taumalínunni en draga upp færið. — Eru ekki notaðir þarna á strandlengjunni aðrir bátar, en þessir réítkölluðu fiekar? — Jú, það eru aðallega fjórar tegundir báta, sem notaðir eru, og að útliti alveg eins og þeir hafa verið um aldaraðir Þegar ég kom til Madras, var aðeins einn vélbátur á allri strandlengj- unni, sem Matvæla- og landbún- aðardeild SÞ hafði sent þangað. Hafði hann 10 hestafla vél og var 22 fet á lengd og 7 á breidd. Að vísu átti fiskideildin í Mad- ras 11 trillur, en þær voru með öllu ónothæfar til fiskveiða, því að vélar þeirra voru staðsettar í miðjum bátunum, þannig að ekk- ert vinnupláss var þar. — Hefur nú ekki verið hafizt handa um byggingu véibáta á þesum slóðum, sem henta lands- mönnum? — Jú, einn liðurinn í að mennta indverska fiskimtnn, er einmitt fólginn í að koma upp góðum fiskiflota. Á sama tíma og ér var í Madras, dvaldist þar norskur arkitekt, Ziener að nafni, á vegum sömu stofnunar og ég. Var starf hans fólgið í að kynna nýjar teikningar af báttm, sem þekktir eru í Evrópu. Líka faefur hann breytt þarlendum bátum fyrir vélaútbúnað. Og nú hafa verið smíðaðir 39 bátar af þrem- ur mismunandi gerðum eftir leiðbeiningum hins norska manns. — í hverju var starf þitt aðal- lega fólgið fyrst þegar þú komst til Indlands? — Það var að kynna vélknúna báta með nýjum veiðiaðferðum af erlendri gerð, breyta þarlend- um veiðiaðferðum og skipuleggja fiskveiðar með tilliti til stað- hátta. Og eins og fyrr segir, byrj aði ég með einn bát, sem send- ur var af FAO-stofnuninni, er ég starfaði hjá. Síðan bættust við þrír bátar frá sömu aðilum og voru þá þessir fjórir bátar, rem ég hafði umsjón með, notaðir til kennslu. Sígldi ég þeim víða um Indlandsströnd, og hafði yfirleitt þann hátt á, að ég tók 20 menn á alla bátana í hverju fiskiþorpi, sem ég kom í, útbjó sjálfur netin og kenndi þeim svo allt, sem nauðsynlegt var að læra viðvíkj- andi fiskveiðarnar. — Varstu lengi í hverju þorpi? — Um tveggja mánaða skeið, og var ýmist stunduð neta- eða troli- veiði. — Þú hlýtur að hafa ferðast mikið með þessa báta? — Já, já, ég fór til dæmis hvorki meira né minna en fjórum sinnum frá Mangalore, sem er norðarlega á vesturströndinni. og til Madras. Mun sú vegalengd þar á milli vera um 730 sjómíl- ur. Og á þessari leið kenndi ég í öllum helztu fiskiþorpunum, sem eru anzi mörg. — Lenturðu ekki í ýmsu mis- jöfnu á þessum ferðum þínum með ströndinni, þegar þú varst að flytja þig á milli þorpa? — Það var árið 1955. sem ég var að flytja einn bátinn frá Madras tii staðar, sem nefnist Andhna-fylki og er norðarlega í Bengal, eða um 450 sjórnílur norður af Madras.Lögðum við af stað að kvöldlagi og var ég sjálf- ur við stýrið um nóttina. Hafði ég sett stefnuna á vita nokkum, sem merktur var á kortinu og er út af hinni þekktu Kristnaá, en þar er útgrynni mikið. Áttum við að vera komnir þangað kvöld ið eftir áður en dimmdi. Vitann sá ég aldrei og hætti því að hugsa um landtöku og hélt áfram með fram ströndinni, og hugðist sigla fram hjá stað sem nefnist Narasapur. Þangað áttum við að vera komnir eftir mínum út- reikningi kl. 12 á hádegi, en vor- um þar þó ekki fyrr en kl. 3, eftir 37 tíma siglingu. Þá hafði ég staðið allan tímann við stýrið nema hálfan annan tíma, sem mér tókst að láta einn Indverj- ann taka við stýrmu. Sagði ég honum að sigla eftir mjög bjartri stjörnu, sem ég benti honum á. — Ég hef víst gleymt að segja þér, að við vorum alís fjórir á. En þessum manni tókst ekki betur en svo, að stýra eftir stjörn unni, að hann kom að nokkrum tíma liðnum til mín, vakti mig, og sagðist hafa týnt stjórnunni — himinninn væri bókstaflega allur fullur af stjörnum, sagði hann. — Var veðrið hagstætt? — Já, við höfðum segl uppi allan tím- ann. Nú vorum við komnir að stað, sem nefnist Sacramento- grynningar, sem eru um 5 sjóm. frá ströndinni. Hjá þessum grynn ingum vorum við um 8 leytið kvöldið eftir og myrkur skollið á. Taldi ég mig vera nægilega langt frá grunninu. en þá gerði einn af fiskimönnunum mér það skiljanlegt, að hann væri fædd- ur í námunda við þennan stað, og mér skildist að hann þekkti leið, sem styttri væri. Ég varð að vonum feginn, afhenti honum. stýrissveifina og hugðist nú taka mér hvíld. En einhverra hluta vegna gat ég ekki sofnað, svo að ég settist á stýrishúsið og leít öðru hvoru undir seglið til að íylgjast með _ hvað hann gerði þessi náungi. Ég tók nú eftir því, að hann breytti um stefnu og hélt mjög nærri landinu. Við höfðum svo ekki siglt í meira en eins og 10—15 mínútur, þeg- ar mér varð litið einu sinni undir seglið, og sá þá hvítfyss- andi öldubrot í ekki meira en svo sem bátslengd frá stefninu. Og þá rauk ég upp, tók undir mig stökk að stýrinu og kippti þessu manntetri frá og sneri bátn um á sömú stundu upp 1 vmdinn. Það mátti heldur ekki scinna 'vera, þvi að á sama augna- bliki reið alda undir bát- inn og skrúfan hafði eng- an sjó. Seglið, sem uppi var, byrjaði auðvitað að slást fyrir vindinum, og vildi ég þá gera Indverjunum skiljanlegt -að þeir yrðu að taka það niður. En um leið og ég sleppti orðinu, tók sig upp sjór og skall yfir oát- inn, sem fylltist til meira en hálfs af sjó. Nú var nokkur hætta á ferðum, því að vélin, sem var glóðarhausvél, hefði líklegast stoppað, ef ég hefði ekki verið nógu fljótur að skella hattinum minum yfir hausinn. Það rókst sem betur för, og komumst við eftir stutta stund út úr brim- garðinum. Þegar við vorum úr Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.