Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 16
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. maí 195fc 1 I i SKÁK i 1 i 16 — Reykjavlkurbréf Framh. af bls. 13 um missögn að ræða, Því Sjálf- stæðismenn fengu ekki að sjá frumv. um bjargráðin fyrr en um hádegi á laugardag, en frum varpið var svo tekið fyrir mið- vikudaginn þar á eftir. Þegar þingflokki Sjálfstæðisflokksins var afhent frumvarpið, voru margir þingmenn fjarverandi úr bænum og ekki unnt að halda um það fund í flokknum fyrr en á mánudag. En álitsgerðirnar og til lögurnar, sem lágu til grundvall- ar þessu frumvarpi fengu Sjálf- stæðismenn aldrei að sjá og hafa aldrei séð til þessa, eins og getið var um hér á undan. Úr því að Alþýðublaðið er farið að birta slíkar missagnir, er rétt að segja frá því, að sjálfur fjármálaráð- herrann mun ekki einu sinni hafa ætlazt til þess, að Sjálf- stæðismenn hefðu þessar dags- stundir til að líta á þetta frum- varp, því ætlun hans var að taka málið fyrir án þess að Sjálfstæðis menn hefðu svo sem nokkurt tækifæri til þess að kynna sér efni þess á undan og síðan átti að hespa það af í hinum mesta flýti, sem mögulegt var. Á þessu þarf raunar engan að furða, því að þetta er ekkert annað en hinar venjulegu Framsóknaraðferðir. í greininni í Alþýðublaðinu er ennfremur sagt: „Þegar á allt er litið, hefur • stjórnarandstaðan ekki brugðist þeim trúnaði, sem henni hefur verið sýndur í þetta sinn“. Hvaða trúnað hafa stjórnar- flokkarnir sýnt Sjálfstæðismönn- um í þessu máli? Sjálfstæðis- menn hafa ekki á neinn hátt ver- ið hafðir þar með í ráðum, held- ur hið gagnstæða. Fyrir þeim er haldið leyndum þeim athugunum sem talið er að sérfræðingar haii gert á þjóðarbúskapnum. Það má fremur segja, að það sem komið hafi fram af hálfu stjórnarflokk- anna varðandi þetta mái, áður en frumvarpið kom fram, hafi verið til þess að blekkja heldur en hitt. í því sambandi má á það minna, að sjálfur viðskiptamálaráðherr- ann og sjávarútvegsmálaráðherr- ann, Lúðvík Jósefsson, sagði í blaðagrein í febrúar sl., að ekki vantaði nema 90 millj. kr., þannig að þyngri byrði þyrfti nú ekki að leggja á þjóðina. Alþýðublaðið mótmælti þessu, og sagði að þetta væri rangt hjá Lúðvík, því að það mundu vera allt að 200 millj., sem vantaði til að endarnir gætu mætzt. En hvað kemur svo í ljós? Það eru framt að 800 milljónir. sem lagðar eru á þjóðina og tal- ið er að þurfi til að ná þessum stuttu endum stjórnarflokkanna saman. Þannig hefur þetta verið. Ýmist hafa Sjálfstæðismenn ver- ið leyndir því sem komið hafði fram við athugun á efnahagsmál- unum, ellegar að beinlínis hefur verið skýrt rangt frá og blekkt um það, sem þeim málum kom við. Þetta er í rauninni líka í sam ræmi við eina af yfirlýsingum stjórnarinnar og flokka hennar. þegar hún komst til valda, þvi að þar var talið eitt helzta ráðið til þess að leysa efnahagsmálin, að halda Sjálfstæðismönnum þar algerlega fyrir utan og láta þá hvergi koma nærri. Það var sem sagt talið helzta bjargráðið að stærsti stjórnmálaflokkur þjóðar- innar yrði hvergi til kvaddur í sambandi við þessi lífsnauðsynja- mál þjóðarheildarinnar. Það er þess vegna eitt af því allra fjar- stæðasta, sem hægt er að gera, þegar Alþýðublaðið er nú að reyna að koma einhverju af ábyrgðinni á þeim óskapnaði, sem nú hefur verið afgreiddur i þinginu, yfir á Sjálfstæðismenn. Stærsti stjórnmálaflokkurinn var aldrei til kvaddur. ÉG er búinn að taka þátt í mörg- um hraðskákmótum um ævina, þó ekki sé ég ýkja gamall. 1 hvert einasta skipti sem ég hef tekið þátt í undanrásum, þar sem tímatakmörkin eru 10 sek pr. leik, hef ég horft á fjöldan allar. af skákum, sem hafa tapazt á pví að menn kunna ekki að halda andspæni í stöðu, sem þessari. A BCDEFGH Svartur á leik. 1. — Ke7; 2. d6f, Kd7; 3. Kd5, Kd8! Allt annað væri rangt. T. d. 3. — Ke8?; 4. Ke6, Kd8; 5. d7 og vinnur. 4. Ke6, Ke8; 5. d7t, Kd8; 6. Kd6 patt. Á þessu einfalda at- riði flaskar fjöldinn allur af skákmönnum jafnvel þó kJukkan reki ekki á eftir. Reglan um and- spæni felst í því, að fara á sam- litan reit í andspæni við sóknar- kóng. I kjölfar þessa dæmis læt ég svo fyigja flókið og vandasamt peða- tafllok sem gefa mönnum mnsýn í leyndardóma peðataflloka, ef þeir gefa sér nægan tíma til athugunar. ABCDEFGH Hvítur leikur. 1. Kf3, Kc6; 2. Ke2! Fyrsta skrefið til þess að vinna andspænið af svörtum. Ef 2. Ke4 þá Kc5; 3. h4?, Kb6!; 4. Kd4 Kb5 jafntefli. 2. — Kc5; Ekki 2. — Kd5; 3. Ke3, Kc5; 4. Ke4 og tapar. 3. Kf2, Kc6; 4. Kf3, Kd5; 5 Ke3, Kc5; 6. Ke4, h4; Hvítur hefur framkallað leikþvingun og þving að svartan til þess að leika h-peð inu, fram. Hann þvingar nú fram h3 hjá svörtum áður en hann hefst handa. 7. Kf3!, Kd5; 8. Ke3! Vegna hótunarinnar 8. Kg4, varð svartur að leika strax Kd5 og tapar því andspæninu mun fyrr en í fyrsta skiptið. 8. — Kc5; 9. Ke4, Kb5; 10. Kd4, h3; Fyrsta hluta þessa peðsendatafls er nú lokið. Hvítur verður nú að vinna h peðið. 11. Ke3, Kc5; 12. Kf2! Ef 12. Kf3? þá Kd5; 13. Kg3, Ke4. 12. — Kd5; 13. Kf3 Aftur kemur andspæni kónganna við sögu. 13. — Kc5; 14.Kg3, Kd5; 15. Kxh3, Ke4; 16. Kg4, Ke3; 17. Kg3 Þess- um leik er leikið til þess að svart- ur drepi ekki með skák, þegar hvítur brýzt í gegn. 17. — Ke4; 18. h4, Ke3; 19. h5!, gxh5; 20. f5! exf5; 21. g6, fxg6; 22. e6, f5f; 23. Kh2 og vinnur vegna þess að peðið kemur upp með skák. Rétt er að hafa í huga nokkur atriði, þegar tekin er ákvörðun um að fara í peðsendatafl: 1. Reyna að forðast tvípeð. 2. Gæta skal þess að andstæð- ingurinn hafi ekki valdað frípeð. 3. Reyna að koma því svo fyrir, að kóngurinn sé á undan kóng andstæðingsins út á miðborðið. 4. Gæta vandlega að leikþving- unum áður en tekin er ákvörðun um peðsendatafl. IRJóh. — Heuss Framh. af bls. 15 kröftum sínum til þess að reisa aftur við hið gamla og gróna álit Þýzkalands. En það er ekki hægt að kjósa hann aftur, því stjórnarskráin leyfir ekki að sami maðurinn sé kosinn oftar en tvisvar. Nú er það von allra, að myrk ský á himni stjórnmál- anna muni hverfa undir sjón- deildarhringinn, og að prófessor Heuss megi auðnast það gð geta horft á lífið í kringum sig, þar til embættisferli hans lýkur með sama góða og glaða brosinu og verið hefur. SKIPAUTGCRe RIKISINS SKJALDBREIÐ vestur til Flaeyjar á Breiðafirði hinn 22. þ.m. Tekið á móti flutn- ingi til Clafsvíkur, Grundarfjarð- ar, Stykkishólms, Skarðstöðvar, Króksfjarðarness og Flaeyjar á mánudag. Farseðlar seldir á mið- vikudag. I LESBÓK BARNAN.'A rESBÓK BARNA NNA » skilja og hún varð enn reiðari. Gamla, heimska kisa, sagði Ella og stapp- aði niður fótunum, — ég skal aldrei oftar vera góð við þig. Dag nokkurn, þegar Ella kom að líta eftir Brandi, gat hún hvergi fundið hann. Hún leitaði alls staðar, en árangurs- laust. Loks hljóp hún nið- ur að gamla brunninum. Þá heyrði hún einhvers staðar lágt og aumkvunar legt mjá. — Hvar ertu, Brandur, kallaði hún, hvar ertu? — Mjá-á-á-, var henni svarað eymdarlega neðan úr gamla brunninum. • Ella gægðist niður í brunninn. Það var dimmt niðri í honum —, en nú gat hún séð tvö gul, lýs- andi augu og aftur heyrði hún mjálmað aumkvunar- lega. Brandur hafði dott- ið í brunninn. — Afi, afi, komdu fljótt, kallaði Ella. Afi kom nú hlaupandi eins hratt og gömlu fæt- urnir hans gátu borið hann. Vesalings Brandur hef- ur dottið í brunninn. Ó, afi, getur þú ekki klifrað niður í brunninn og náð í hann? — Ég er hræddur um að til þess sé ég heldur feitur, svaraði afi. — Má ég þá fara niður og sækja hann?, spurði Ella. — Það getur þú ekki, það er aðeins ein, sem getur sótt Brand niður í brunninn og hérna kemur hún. Það var Flekka, sem kom til þeirra og mjálm- aði sáran. — Flekka, spurði Ella hissa, hvernig ætti hún að geta náð Brandi upp. — Bíddu bara og sjáðu, svaraði afi. Hann fór nú inn og náði í handklæði og langt band. Svo vafði hann handklæðinu utan um Flekku og batt bandinu í það. Því næst lét hann Flekku síga, hægt og gæti lega, niður í brunninn. Eftir skamma stun'd tók afi aftur í bandið og dró Flekku upp. Þegar upp kom hélt hún á Brandi í munninum, eins og þú sérð á myndinni. Ella varð svo glöð, að hún hoppaði og dansaði um. Hún strauk Flekku og vafði hana að sér. Nú reyndi Ella ekki oft- ar að taka Brand frá mömmu sinni. Hún horfði lengi á Flekku og sagði svo: — Það er bezt, að Brandur sé hjá þér fyrst um sinn, því að þú gætir hans betur en ég. Þegar hann stækkar, fæ ég svo að hafa hann. — Mjá, sagði Flekka. Ella skildi vel, að það þýddi: — Nú ertu skynsöm stúlka og mér þykir vænt um, að við erum sáttar aftur. Kæra Lesbók! Ég þakka þér fyrir all- ar sögurnar þínar og Strúturinn Rasmus er mjög skemmtilegur. — Hérna eru tvær skrítlur, sem ég sendi þér. Óli (kemur til mömmu sinnar, mjög íbygginn á svip): „Mamma, á ég að segja þér ævintýri?“. Mamma: „Já, en hvað það verður gaman“. Óli: „Það er er ekki langt, en það er satt“. Mamma: „Lofaðu mér þá að heyra“. Óli: „Það var einu sinni sultukrukka, sem stóð uppi á hillu —, og ég missti hana á gólfið, svo hún brotnaði“. Magga litla er nýkomin af sjúkrahúsi og daginn eftir fer hún í spítalaleik með brúðurnar sínar. Ein þeirra fékk svona áminn- ingu: „Svona, stelpa, vertu nú þæg. Það á bara að taka úr þér hjartað og lifrina og svo er það bú- ið!“ Vertu svo blessuð og sæ!. Sæunn Sigurlaugsdóttir, 12 ára, Ytra-Hóli, Rang. Kæra Lesbók! Um leið og ég þakka þér fyrir alla skemmtun- ina, sendi ég þér tvær stafakerlingar. Tölustafafrúr Hérna á myndinni sjáið þið tvær frúr, sem eru svolítið farnar að reskj- ast, en þær vilja ekki láta vita, hvað þær séu gaml- ar. Þær eru búnar til úr tölustöfunum 3 og 7. Get- ur þú reiknað út aldur þeirra? Vertu svo blessuð og sæl. Ásta Björk Friðberts- dóttir, 10 ára, Súgandafirði. Kæra Lesbók. Við þökkum þér fyrir »llt það skemmtilega, sem bú hefur birt, og okkur Prinsessan og drekinn Drekinn liefur rænt prinsessunni og er hún bundin á stól í dimmum helli. Sá, sem frelsar prinsessuna fær hana og hálft konungsríkið. Margir freista gæf- unnar, en áhættan er mikil. Þú munt brátt komast að raun um, hvernig fer fyrir þeim, sem ékki rata réttu leiðina. Þeir ganga beint í gin drekans! Reyndu að frelsa prinsessuna, en varaðu þig á drekanum! ;angar til að senda þér 1 uerki — 8 hreyfa. 2ina krossgátu. Vonum , _ „ „ ■ « ■ , . Loðrett: 1 fugl — 3 karl- /íð, að hun verði einhverj im til skemmtunar. nannsnafn — 5 strik _ 7 ikammstöfun á áttum. Lárétt: 2 skammstöfun — 1 timamælir — 6 þjóðar- ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.