Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 24
Reykjavíkurbréf er á bls. 13. Ólafur Thors og Ólafur Björnsson frummælendur á fundi i Sjálf- stæðishúsinu i dag kl. 2 er Óla/ur T hors Sjálfstæðisfélögin ræda efnahagsmál SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík, Vörður, Hvöt, Heim- dallur og Óðinn, halda almennan fund í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 2 síðd. Á fundi þessum verða tillögur ríkisstjórnar- innar í efnahagsrnálunum teknar til meðferðar. Frummæl- endur verða þeir Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokks ins og Ólafur Björnsson prófessor. Þessa dagana ræðir fólk ekki annað meira en lillögur ríkisstjórn arinnar í efnahagsniálunum, sem lagðar voru fram á Alþingi síðast- liðinn þriðjudag. Um langt s'keið hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar Óla/ur Björnsson verið boðaðar og þjóðin hefur ekki átí von á góðu. Þó mun fæsta hafa grunað að ríkisstjórnin legði fram önnur eins „hjargráð“ og nú hefur orðið raun á. Með tillögun- um er stefnl að meiri skattaálög- um og kjaraskerðingu en menn F undur í Kópavogi annað kvöld SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa- vogs hefur fund annað kvöld kl. 8,30 I barnaskólanum á Digra- neshálsi. Magnús Jónsson alþ.m. flytur þar framsöguræðoi um ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar í efna- liagsmálum. óraði fyrir. Jafnframt er engin til- raun gerð til að lækna hið hel- sjúka ástand, sem ríkissljórnin hef- ur komið efnahagsmálum þjóðar- innar í. Þvert á móti er anað keint út í foraðið. Mjög mikilvægt er að alnienn- ingur geri sér grein fyrir þeim áhrifum sem tillögur ríkisstjórnar- innar hafa á alla afkomu lians og lífskjör og ájtand efnahagsmál- anna í heild. Þess vegna efna Sjálf stæðisfélögin til fundar í dag um þessi mál. Mörgum mun áreiðan- lega leika mjög hugur á að heyra hvað frummælendur hafa um þessi mál að segja. Má því bú- ast við miklu fjölmenni á fundin- um í dag og er allt Sjálfstæðisfólk velkomið. Siglufjarðartog- arar afla vel SIGLUFIRÐI, 17. maí — 1 gær losaði togarinn Hafliði hér full- fermi af þorski og karfa, alls 360 tonnum. Á morgun er von á Elliða með fulfermi, bæði af Græn lands- og heimamiðum. Allur þessi afli fer til frysthúsanna hér. Línu bátar eru nú að hætta, enda lítill afli hjá þeim. Gott veður er hér daglega, en lítið hlánar, því frost er um næt- ur. Svo lítið vatn »r hjá Skeiðs- fossaflstöðinni, að mótorvélar rík isverksmiðjanna eru alltaf keyrð- ar með svo plássið geti haft raf- magn. — Guðjón. Handritamálið ÞEIR Pétur Ottesen og Svein- björn Högnason hafa á Alþingi beint eftirfarandi fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar: „Hvað hefur ríkisstjórnin gert til að framfylgja samþykkt Al- þingis um endurheimt íslenzkra handrita, sem geymd eru í dönsk- um söfnum, og hverjar horfur eru um lausn þess máls?“ Hvítasunnuferð Heimdallar HEIMDALLUR FUS efnir til ferðalags um hvítasunn- una á Snæfellsjökul og nágrenni. Lagt verður af stað kl. 2 e. h. á laugardag. Gengið á jökulinn á sunnudag og komið heim á mánu dagskvöld. Þar sem búast má við mikilli þátttöku í ferð þessari eru væntanlegir þátttakendur beðnir að láta skrá sig hið fyrsta á skrifstofu félagsins í Valhöll, við Suðurgötu milli kl. 5—7 dag lega. — Upplýsingar í síma 17100 og 17102 eftir kJ. 5. SÍÐASTI dagur hinnar almenna listsýningar Félags íslenzkra myndlistarmanna er í dag. Ættu Reykvíkingar því að nota tæki- færið til þess að skoða þessa fjöl- breyttu sýningu. Sýningin er í Listamannaskálanum í Kirkju- stræti og er opin frá kl. 1 til kl. 10 síðdegis. Myndirnar, sem hér eru birtar, eru af flosofinni ábreiðu eftir Vigdísi Kristjáns- dóttur og málverkinu „Kaldir morgnar“, eftir Eirík Smith. Nokkrar myndir hafa selzt á sýningunni. En þar sýna 29 listmálarar og 6 myndhöggvarar verk sín. Er langt síðan svo margir lista- menn hafa haldið hér sarnsýn- ingu. Sýningin hefur staðið í réttan hálfan mánuð. Verfíðin var betri en í fyrra Aflahæsti báfur með 1399 skippund SANDGERÐI, 17. maí. — Allir bátar eru nú hættir á vertíð hér í Sandgerði og flestir byrjaðir síldveiðar í reknet. Hefur veiði verið frekar treg, almennt frá 30 til 70 tunnur, en sumir hafa ekki fengið neitt. Heildarafli 2. til 15. maí hefur verið 539 tonn í 101 róðri. Mestur afli í róðri var 2. maí hjá Pétri Jónssyni, 32 tonn í net. Sama dag hafði Svanur 31 tonn og Hrönnin 21 tonn. Bezti línudagur var líka 2. maí. Þá fékk mb. Hamar 9 tonn, en 10. maí hafði Steinunn gamla sama aflamagn. Þessi vertíð hefur verið tölu- vert betri en sl. ár og stafar það aðallega af því, að nokkrir bátar hafa róið með net. Heildar- afli á vertíðinni er 9.068 tönn á móti 7.221 tonni í fyrra. Afli í róðri á þessari vertíð er 6,6 tonn, en varð 5,4 tonn í fyrra. Afla- hæstu bátar eru mb. Guðbjörg með 1.399 skippund í 90 róðrum á línu. Pétur Jónsson með 1.290 tonn í 88 róðrum. Hann rær bæði með línu og net. Þriðji er Víðir II með 1.284 skippund, aðeins í net og fjórði Særún með 1.105 skippund í net. —Axel. L. í. Ú. krefst sömu uppbóta fyrir allar síldar- og fiskafurðir Fulltrúaráð hefur fjallað um bjargráðin FULLTRÚARÁÐ Landssambands íslenzkra útvegsmanna hélt fund á föstudag. Var þar samþ. álits- gjörð, sem síðan var send fjár- hagsnefndum beggja deilda Alþingis, en þar er ýms- um atriðum „bjargráðanna" mót mælt. Sagt var t. d. að verði ekki sömu uppbætur greiddar á síld- arafurðir þá sé fyrirsjáanleg stöðvun. Þá telur fulltrúaráðið að útflutningsuppbæturnar þurfi að vera 85 prósent. Fundurinn gerði þá kröfu, að yfirfærslugjald það, sem lagt verður á nauðsynjavörur samkv. frumvarpinu, verði ákvarðað hið lægsta, sem lagt verður á inn- fluttar vörur, og útflutningsupp- bætur síðan ákveðnar samkvæmt því. Með hliðsjón af þeim athug- unum, sem gerðar hafa verið, taldi fulltrúaráðsfundurinn að útfl.uppbætur á allan fisk annan en síld, þurfi að nema 85% á fob- verðmæti útflutningsins, til þess að afkoma sjávarútvegsins verði ekki rýrð frá því, sem samið var um milli L.Í.Ú. og ríkisstjórnar- innar 30. des. sl. Jafnframt benti fundurinn á, að þessar athuganlr hafa leitt í ljós, að uppbætur á síldarafurðir þyrftu að vera all rniklu hærri en á aðrar fiskaf- urðir miðað við meðaltals af- komu undanfarinna ára. Var það ein krafa fundarins, að frumvarp inu verði breytt á þá lund, að sömu uppbætur verði greiddar á síldarafurðir og greiddar verða á aðrar fiskafurðir. Að öðrum kosti er fyrirsjáanleg stöðvun þessara framleiðslugreina. Þá hafði fulltrúaráðsfundur L. I. Ú. gert ýmsar athugasemdir við frumvarpið. Það var t. d. sett fram krafa um skýlaus ákvæði um greiðsluskyldu útflutnings- sjóðs á útflutningsuppbótum þannig, að við gjaldeyriskil skuli greiddar 55% útflutningsbætur af reikningsinnstæðu útflutnings sjóðs hjá viðkomandi banka, eins og lagt er til um yfirfærslubætur skv. 22. gr. frv., síðan greiði út- flutningssjóður eftirstöðvar út- flutnigsbótanna eigi síðar en einum mánuði eftir gjaldeyris- skilin. Þá er gerð krafa til þess að ríkissjóður beri ábyrgð á skuld bindingum útflutningssjóðs. — Einnig voru gerðar ályktanir varðandi greiðslu nettógjalda vátryggingaiðgjalda o. fl. Síðan segir, að með frumvarpi þessu, ef að lögum verður, eru gerðar vítækar og margbrotnar ráðstafanir, sem erfitt er að átta sig á, hve áhrif muni hafa á af- komu sjávarútvegsins, fyrr en þau koma til framkvæmda. Þess vegna áskilur fundurinn sjávar- útveginum allan þann rétt, sem hann nú hefur samkvæmt gild- andi samningum. í sambandi við ályktun þessa er rétt að geta þess, að þær at- huganir og útreikningar, sem um ræðir í henni, voru miðaðar við þá eina hækkun á aðflutnings- gjöldum af nauðsynjum útvegs- ins, að lagt yrði á 55% yfirfærslu gjald, en ekki að tollar og fieiri gjöld legðust þar á ofan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.