Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 10
10 MORCVIVBLAÐIÐ Sunnudagur 18. maí 1958 Fólk Unga franska kvikmyndaleik- konan Estella Blain hefir vakið mikla athygli á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Hún er bláeyg og glóhærð með flétting í hnakkan- um. Nú er það hvað mest í tízku að hafa þykkan flétting í hnakk- anum. Ekki er þó ástæða til að safna hári, því að sjálfsagt þyk- ir að nota gerviflétting. Ljós- myndarar þyrptust um Estellu Blain til þess að taka myndir af henni. Og hún vissi svo sann- arlega, hvernig fyrirsæta á að líta út. Hún varð stóreyg af undrun yfir öllum þessum látum, svo að bláu augun nutu sín mjög vel undir dökkum brúnum. Ferðamenn hafa löngum lagt leið sína til Frakklands í sum- arleyfum og endranær m.a. vegna þess, að franskir matsveinar eru manna færastir í sinni grein í öllum heiminum. Margir vara sig ekki á því, að hér hefir orðið nokkur breyting á. Frönskum matsveinum finnst sem sé nú orðið of tíma- frekt að búa til þá gómsætu rétti, sem áður voru alltaf á boðstólum í öll um góðum veit ingahúsum. Þeir hafa því gripið til þess ráðs að búa til - Það má teljast tímanna tákn, að sá matstaður, sem nú er hvað mest í tízku þar einfaldari rétti. samkvæmt sérstakri heilbrigðis- áætlun, er brezkir læknar hafi gert fyrir hana. Á sl. ári léttist hún um 9 pund — úr 118 pund- um niður í 109 pund, en hún hefir líka orðið að sneiða hjá kökum, súkku- laði, steiktum og söltum mat, og rjómaís hef- ir hún aðeins borðað við sérstök tækifæri. Þar að auki hefir hún ekki mátt drekka meira en fjóra tebolla á dag, og það kvað vera mjög lítið á brezka vísu. Læknarnir hafa líka frætt drottninguna um, hvernig hún eigi að forðast of hraðar hreyfingar og of snögg viðbrögð, svo að hún geti komizt í fréttunum í borg, er Brasserie Lipp við Boulevard St. Germain. Þar má sjá Mendes-France með mjólk- urglasið sitt, og þar koma sýn- ingarstúlkur með fölbleikar var- ir og klæddar pokakjólum. Sá sérstaki réttur, sem þetta veit- ingahús býður gestum sínum upp á, er uxasteik og hraukkál. Það er fljótlegt að framreiða þennan rétt, og sé hann vel mat- reiddur, bragðast hann ágætlega — nema menn séu því matvand- ari. Bandarísk læknatímarit segja frá því, að Elísabet Englands- drottning hafi undanfarið lifað Það er ódýrt að nota P/cco/o til allra þvotta. Fæst í næstu búð í eftirtöld- um umbúðum: Gler flöskum. Plast flöskum. Plast dúkkum. Píccolo 1. BRYNJÓLFSSON & KVARAN HRINOUNUM FRÁ hjá því að ofreyna sig. Drottn- ingin hefir ætíð svampsóla í skónum sínum til að hlífa vöðv- unum í iljunum. RAFAEL Trujillo, liðsforingi, sonur einræðisherrans í Domini- kanska lýðveldinu, er sagður hafa gefið kvikmyndaleikkonun- um Kim Novak og Zsa Zsa Gabor sinn Mercedesbílinn hvorri. — Mercedesbílar eru, eins og kunn- mmm ugt er, mjög dýrir. Trujillo for- seti hefir látið son sinn stunda nám i herskóla í Bandaríkjunum og hefir sætt mikilli gagnrýni fyr ir það. Sagt er, að hann hafi greitt rúmlega milljón dali fyrir dvöl sonar síns í Bandaríkjun- um. Það er allt að því eins há upphæð og Dominíkanska lýð- veldið fékk nýlega í efnahagsað- stoð frá Bandaríkjunum. Banda- rískir þingmenn kváðu ekki vera hrifnir af því, hvernig efnahags- aðstoðinni hefir verið varið. NauðungaruppboÖ sem auglýst var í 13., 14. og 15. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1958, á hluta í Rauðarárstíg 3, hér í bæn- um, eign Gunnlaugs B. Melsted, fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og bæjargjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 23. maí 1958 kl. 2.30 síðdegis. Bæjarfógetinn í Reykjavík. Af jólkurkœling Eftirfarandi tafla sýnir glöggt, hve nauðsynlegt er að kæla mjólk vel, ef koma á í veg fyrir, að gerlar nái að aukast í henni. 1. Sé mjólk kæld niður í 5° C, helzt gerlafjöldinn nokkurn veginn hinn sami fyrstu 12 klst. 2. 1 10 stiga heitri mjólk fimmfaldast gerlafjöldinn á 12 kist. 3. í 15 stiga heitri mjólk 15-faldast gerlafjöldinn á 12 klst. 4. 1 20 stiga heitri mjólk 700-faldast gerlafjöhlinn á 12 klst. 5. í 25 stiga heitri mjólk 3000-faIdast gerlafjöldinn á 12 klst. Skulu því allir, sem hlut eiga að máli, hvattir til að kæla mjólkia vel og jafnframt að verja hana vandlega fyrir sól. Reykjavík, 16. maí 1958. MJÓLKUREFTIRLIT RlKISINS. Fátt var um frægar kvikmynda leikkonur á alþjóða kvikmynda- hátíðinni í Cannes. Kvikmynda- leikkonan fræga Sophia Loren dvaldist þó þar í nokkra daga. Fjöldi aðdáenda tók á móti henni, er hún kom þangað, og á mynd- inni sést hún veifa til þeirra. Með henni er eiginmaður hennar, kvikmyndaframleiðandinn Carlo Ponti. Bandarísk blöð hafa undan- farið birt mjög mikið af alls konar sögum um Wernher von Braun, sem átti mestan þátt í að koma fyrsta bandaríska gervitunglinu á loft. Blaða- menn bera hon- um mjög vel söguna og segja. að hann sé ein- staklega sam- vinnuþýður og alúðlegur mað- ur. M.a. hefur verið sögð af | honum sú saga, að hann hafi 12 ára að aldri orðið að þola þá auð- mýkingu að sitja eftir í skólan- um, af því að hann hafði ekki staðið sig nógu vel í stærðfræði og eðlisfræði. , Franski rithöfundurinn Pierre Daninos telur sig nú hafa fundið leið til þess að gera jörðina að Paradís. Vill hann fara þá leið að koma á ákveðinni starfaskiptingu milli þjóða: 1. Bandaríkjamenn eiga að sjá um heilbrigðismálin. 2. Rússarnir eiga að sjá um ferðir milli hnatta. 3. Svisslendingar eiga að sjá um gistihúsarekstur. 4. Frakkar eiga að matreiða. 5. Englendingar eiga að veiða lax og rannsaka fuglalíf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.