Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1958, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 18. maí 1958 MOKCl'WTtl 4Ð1Ð „Old boys“ úr Val og Víking á æfingu á Iþróttavellinum. Sumir halda því fram að þessir „strák- ar“ séu allra tíma beztu knattspyrnumenn, en þeir eru, talið frá vinstri, í aftari röð: Xhor G. Hall- grímsson, Sigurður Ólafss«n, Anton Erlendsson. Gunnlaugur Lárusson, Björgúlfur Baldursson, Frímann Helgason, Sigurpáll Jónsson og Geir Guðmundsson. Fremri röð: Helgi Eysteinsson, Her- mann Hermannsson og Gunnar Hannesson. Merkilegur knatfspyrnuviðburður: Unglingaúrval keppir við Akurnesinga Camlir knattspyrnugarpar úr Val og Víking mœtast í afmœlisleik á vegum Víkings Kolbeinn Guðmundsson Stórn-Asi Minningarorð ANNAN í hvítasunnu kl. 8,30 fe.r fram stórleikur á íþróttavell- inum í Reykjavik í tiiefni af 50 ára afmæli Vikings til ágóða fyr- ir íþróttasvæði félags:ns. Aðal- Unglinga-„landsliðs“ sem lands- meistaranna frá Akranesi og unglinga „landsliðs" sem lands- liðsnefnd K.S.Í. velur. Er það í annað skipti í knattspyrnusögu okkar, að slíkt unglingaval leik- ur. Hinsvegar er það föst venja erlendis og talið nauðsynlegt að landsleikir fari fram milli úr- valsliða unglinga. Félögin ráða nú yfir svo mörg- um ungum, efnilegum knatt- spyrnumönnum eins og befir komið í ljós í vor, að nauðsyn- legt er að gefa þeim tsekifæri til þess að leika í úrvalsliði og verður fróðlegt að sjá þennan leik, sem getur orðið til þess, að aðallandsliðið í sumar fái „nýtt blóð“ liðinu tii styrktar. Strax og landsliðsnefndm hefur valið liðið, mun það verða birt. Dómari verður Guðjón Einars- son og línuverðir Hannes Sigurðs son og Guðbjörn Jónsson. Á undan aðalleiknum eða kl. 8, fer fram leikur, sem án efa mun draga ,,gamla“ áhugamenn um knattspyrnu á íþróttavöi.inn. Þá mætast íslandsmeistarar Vals frá 1940 og Reykjavíkurmeistar- ar Víkings frá 1940. 18 ár eru nú liðin, og skemmtilegt verður að sjá þesa gömlu kappa aftur Að vísu hafa margir breyzt og eru ekki eins léttir á fæti og þá, en eitt hafa þeir sameiginlegt enn í dag, þeir dá knattspyrnuíþrótt- ina og flestir starfa þei- að knatt spyrnumálum félaganna enn í dag. Margir minnast enn með ánægju hinna snjöllu leikmanna þessara félaga, og er nóg að geta Hermanns, Frímanns, Sigurðar Ólafssonar og Ellerts úr Val og Hauks, Brands, Berndsen, Steina Ólafs o. fl. úr Víking. Allir þeir, sem fylgdust með knattpyrnu í gamla daga, þekkja þessi nöfn. Allir eru menn þessir að sjálf- sögðu löngu hættir þjálfun, en vilja nú heiðra Víking 50 ára, með því að sýna sig aftur í þess- um afmælisleik. Dómari í þessum „Old boys“ leik verður hinn gamalkunni dómari og knattspyrnumaður Þorsteinn Jónsson (K. R > og línuverðir þeir Hans Kragh og Sigurjón Jónsson. PARÍS, 13. maí — í dag lauk hér fjögurra daga fundi sendiherra Bandaríkjanna í Evrópu. Fund- inn sátu sendiherrar í Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, V-Þýzkalandi, Ítalíu, Luxemburg, Hollandi, Portugal, Spáni, Sviss og Rússlandi. KOLBEINN Guðmundsson lézt að heimili sínu Stóra-Ási 9. maí s.l. Með honum er mætur dreng- skaparmaður til moldar hniginn. Kolbeinn fæddist að Kolstöð- um í Hvítársíðu 21. sept. 1882 sonur hjónanna Guðmundar Sig- urðssonar bónda á-Kolstöðum og konu hans Helgu Hjálmarsdótt- ur. Langafi hans var Guðmundur Hjálmarsson bóndi á Háafelli. Við hann er Háafellsætt í Mýra- sýslu kennd. Helga móðir Kolbeins var ætt- uð frá Húsafelli. Móðir hennar var Halldóra dóttir Jakobs Snorrasonar. Hér í þessari stuttu minningar- grein verður Kolbeins ekki minnzt nema með örfáum orðum og aðeins drepið á nokkur atriði varðandi starf hans og mannkosti. Mér færari menn munu væntanlega minnast hans á verðugan hátt. En ég vil með línum þessum votta þakkir mínar fyrir þá kynningu, sem é'g átti við hann og fjöl- skyldu hans. Kobeinn var sá bezti nágranni sem ég hefi nokkurn tíma átt, —af mörgum góðum. Mér, sem var aðflúttur í sveitina voru þau Stóra-Ás hjónin slíkir nágrann- ar að þó ég hefði verið sonur þeirra þá hefðu þau vart getað verið mér betri eða hjálplegri á allan hátt. Svo hygg ég, að þau hafi verið öllum sínum nágrönn- um og lýsir þetta vel hjartalagi þeirra Stóra-Ás hjóna. Kolbeinn vandist snemma mikilli vinnu. Guðmundur bóndi á Kolstöðum var mikill áhuga- maður til allrar vinnu. Hefur mér verið sagt að hann hafi vaknað snemma til vinnu sinnar, farið á fætur kl. 4 að nóttu út í túnið til sláttar ef ég man rétt og ekki mun hann hafa látið sonu sína sofa til hádegis. Minnist ég þess er Kolbeinn minntist á æsku daga sína, að þá hafi ekki verið sofið á verðinum. Þegar Kolbeinn var 24 ára gamall hóf hann járn- smíðanám hjá Þorsteini Jónssyni járnsmiði í Reykjavík. Það hefi ég fengið staðfest að á þeim árum sem Kolbeinn stund aði járnsmíðarnar hjá Þorsteini hafi hann oftlega lokið við að smíða 50 skeifnaganga á venju- legum vinnudegi og sýnir þetta hvílíkur kapps og afkastamaður hann hefur verið. Að járnsmíða- námi loknu snéri Kolbeinn aftur heim að Kolstöðum og dvaldist þar til ársins 1914, en á þv^ ári hóf hann búskap á Þorvalds- stóðum í Hvítársíðu. . Árið 1918 kvæntist hann konu sinni Helgu Jónsdóttur Magnús- sonar frá Stóra-Ási hinni mestu myndar- og ágætiskonu og bjuggu þau á Þorvaldsstöðum þar til þau vorið 1924 fluttust að Stóra-Ási í Hálsasveit og hófu þar búskap. Stóri-Ás er ein með fegurstu jörðum Borgarfjarðarhéraðs. Þar hafa löngum búið góðir bændur, sem gert hafa þennan ágæta garð frægan. Kolbeinn var athafna- samur og hugkvæmur. Fyrstur bænda Borgarfjarðar kom hann upp rafstöð hjá sér. Mun það hafa verið 1928 og var það í mik- ið ráðist. Síðar hitaði hann bæ sinn með hveravatni. sem hann varð að leiða langa leið úr heitri laug í Stóra-Aslandl. Jarðabætur framkvæmdi hann í stórum stíl. Síðasta stórátak hans var það að byggja stórt og vandað íbúðar hús, á jörð sinni. Færði hann bæ- inn ofan af ásnum og niður á rennisléttar grundir, sem eru neðan við ásinn er það þægilegra bæjarstæði en hitt sem áður var. Kolbeinn í Stóra-Ási var við- mótsgóður, glaður og reifur í tali, greindur vel og hinn mesti dreng- skaparmaður. Honum datt oft ýmislegt í hug sem öðrum hug- kvæmdist ekki og hafði mikinn áhuga til framfara og fram- kvæmda, en mest met ég hann íyrir góðvilja hans. Kolbeinn var gæfumaður. Hann átti sér þá konu sem er búin hinum beztu mannkostum. Góð og efnileg börn, og hafa syn- ir hans tveir nú tekið upp merki hans í Stóra-Ási. Kolbeinn var þátttakandi í hinu mikla land- námi ræktunar og framkvæmda, sem að íslenzk bændastétt hefur verið að framkvæma nú um skeið. Hann verður jarðsettur að Stóra-Ási mánudaginn 19. maí. Ég þakka þér, Kolbeinn fyrir öll okkar samskipti. Það er gott að hafa kynnzt slíkum mönnum sem þér. Kjartan Bergmann. Karlakór Akureyrar Akureyri, 16. maí. I GÆR efndi Karlakór Akureyr- ar til samsöngs Nýja bíói. Er það fyrri söngskemmtun hans á Akureyri á þessu vori, en hin síð- ari verður n.k. laugardag. 1 byrj un næsta mánaðar hyggst kórinn efna til söngfarar til Suðurlands og syngur þá m.a. í Reykjavík. Á söngskrá eru lög eftir Pál Isólfsson, Skúla Halldórsson, Osc- ar Rasbach, Karl O. Runólfsson, May H. Brahe, Schubert, Pál H. Jónsson, Árna Thorsteinsson, Björgvin Guðmundsson, G. Reic- hardt, G. Bizet, Áskel Snor rason, Jóhann Ó. Haraldsson og G. Boe. — Söng kórsins var mjög vel tek- ið. Varð hann að syngja aukalög. Einsöngvarar með kórnum voru Eiríkur Stefánsson, Jóhann Kon- ráðsson og Jósteinn Konráðsson. Við hljóðfærið var Guðrún Krist- insdóttir. Söngstjóra, Áskeli Snorrasyni, einsöngvurum og und irleikara bárust ' fagrir blóm- vendir. — vig. Smurstöðin Sœtúni 4 Selur allar tegundir af smurolíu. — Fljót og góð afgreiðsla. Sími 16227. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 6., 7. og 8. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1958, á hluta í Engihlíð 8, hér í bænum, talin eign Kristjáns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri, fimmtu- daginn 22. maí 1958, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Stúlka óskast nú þegar. Efnalaug Reykjavikur Laugaveg 32B 17 ára þýzkur mennta- skólapiltur óskar eftir dvalarstað hér á landi, helzt í sveit n.k. sumar, frá 8/8.—22/8., gegn vinnu. Skipti á íslenzkum pilti til dvalar næsta sumar í Regensburg í Bayern, geta komið til mál. Þeir, sem vilja sinna þessu skrifi eða tali við Einar Ásmundsson hrl., Hafnarstræti 5, símar 15407, 19813. Málverka- og listmunauppboð Þeir, sem vilja selja málverk á næsta uppboði (síðasta upp- boði á þessu vori) þyrftu að láta vita um það sem fyrst. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, Austurstræti 12 — Sími 13715.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.