Morgunblaðið - 23.05.1958, Page 18

Morgunblaðið - 23.05.1958, Page 18
18 MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 23. maf 1958 Þannig er hinn nýi golfvöllur Golfklúbbs Reykjavíkur að verða. Það er 18 holu völlur, fullkominn að gerð. VöMurlnn verður sunnan Gratarholts og verður ekið af þjóðveginum í krikanum við Grafarholt. Á myndinni má sjá brautirnar 18, skálabygginguna, æfingasvæði og bílastæði. — Sænskt firma, R. Sundblom & Co. annaðist teikninguna og vann N. Skiold arkitekt að henni. Hefur hann komið hingað til mælinga og fleira. Kristinn Gnðm IHinningarorð KRISTINN Guðmundur Guð- bjartsson vélstjóri verður jarð- settur í dag frá Fossvogskirkju. Hann er fæddur að Sléttu í Aðalvík 1. september 1895, dáinn 16. mai 1958. Hann var af góðu bergi brotinn í báðar ættir, og skal hér í fáum dráttum rakin ætt hans og uppruni. Foreldrar hans voru þau Guðbjartur Péturs son, sem lézt á s. 1. ári, háaldr- aður, og kona hans Kristjana Kristjánsdóttir ljósmóðir, (hún var systir Svanhvítar móður Rakelar ljósmóður Pétursdóttur að Blátúni, hún dó fyrir nokkr- um árum). Faðir Kristjönu er Kristján, Eldjárnsson Sigurðs- sonar. Eldjárn átti Sigurfljóð f. 1800 Pétursdóttur bónda á Hrafn fjarðareyri f. 1771, Jósepssonar bónda á Marðareyri f. 1735, Sig- mundssonar bónda á Hóli f. 1702, Magnússonar Pétur á Hrafnfjarð- areyri átti Sigríði f. 1767, Sig- fúsdóttur Bjarnasonar f. 1675, Ketilssonar bónda á Ósi Jóns- sonar á Hóli Magnússonar. Kristján Eldjárnsson átti Svan- hvíti f. 1844 Gítionsdóttur, Bjarna sonar bónda Brandssonar. Gítion átti Ingibjörgu Stígsdóttur bónda á Bakka í Króksfirði Jónssonar bónda sama stað. Þau Kristjana og Guðbjartur fluttu með börnin ung til Bolung- arvíkur, og þar sem Kristinn var þeirra elstur kom það einkum í hans hlut að styrkja heimilið með vinnu sinni, svo hann réði sig til sjós strax og hann mátti. 18 ára gamall hóf hann vélstjóra- nám, að náminu loknu varð hann vélstjóri á ýmsum mótorbátum, Framkvœmdir hafnar við hinn nýja völl Colfklúbbs Rvíkur Firmakeppni klúbbsins að hefjast GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur stendur í miklum stórræðum um þessar mundir. Lokið er teikn- ingu að nýjum, fullkomnum 18 holu velli við Grafarholt en klúbburinn missir sinn 9 holu völl og félagssvæði við Öskju- hlíð. Eru hafnar mælingar vegna framkvæmda á hinum nýja velli. í sumar verður allt landið brotið og girt. Sáð verður í grassvæði næsta vor. Þessar framkvæmdir Golf- klúbbsins eru fjárfrekar mjög. Ein helzta tekjulind klúbbsins hefur á undanförnum árum verið firlnakeppnin, en Golfklúbburinn hóf fyrstur félaga slika keppni. Að þessu sinni hefst firmakeppn in á morgun, 24. maí og stendur til 7. júní. Þátttaka firmanna og velvild þeirra í garð klúbbsins hefur alltaf verið honum ómetanleg- ur stuðningur. Væntir klúbbur- inn áframhaldandi skilnings og velvildar þessara aðila, ekki sízt nú þegar staðið er í slíkum stór- ræðum sem áður er getið. Fyrsta keppnin Hvítasunnukeppnin hófst s.l. laugardag. í fyrstu umferð sigr- aði Jóhann Eyjólfsson með 72 högg (keppt var með forgjöf). Eftir tvær umferðir í milliriðlum standa leikar svo að 4 menn eru eftir og keppa þeir í undanúrslit um í dag. Þorvaldur Ásgeirsson (forgjöf 4) keppir við Gunnár Þorleifsson (forgjöf 22) og Helgi Jakobsson (forgjöf 14) keppi við Guðmund Halldórsson (forgjöf Ármann vann NÝLEGA er lokið meistaramóti íslands í sundknattleik. Tóku aðeins tvö lið þátt í keppninm, Ármann og Ægir. IJrsiit urðu þau að Ármann vann með 6:0. Er þetta í 18. sinn í röð sern Ar mann vinnur íslandsmót i þess- ari grein. 20 högg). Þeir tveir er sigra keppa til úrslita á morgun. Golfkennsla Á vegum Golfklúbbsins er haf in kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari er Bandaríkjamaður, H. Gillisbie að nafni. Hafar margir hafið nám hjá honum eða látið skrá sig, en ennþá geta þó fleiri komizt að. Golfklúbburinn átti von á nokkrum atvinnugolfmönnum til sýninga hér í maílok. Þetta hefur nú breytzt og koma þeir ekki fyrr en um miðjan júnímánuð. Þessir þrír eru af mörgum taldir vera beztu „aftasta vörn“ sem ísl. Iið hefur haft á að skipa. Það er Sigurður Ólafsson, núver- andi landsliðsnefndarmaður, bakvörður, Hermann Hermanns- son, markvörður og Frímann Helgason, bakvörður. — Þeir leika í liði Vals n. k. mánudagskvöld. Hvor sigrar Valur eða Víkingur? í KVÖLD eru síðustu forvöð að hafa skilað seðlum í getraun í- þróttasíðunnar um það hvernig fari leikurinn milli liðs Vals og víkings frá 1940 er liðin mæt- ast n. k. mánudag. Þetta er leik- ur sem flestir munu hafa gaman af að sjá, því þarna eigast við þeir menn sem af sumum eru taldir hafa sýnt betri knatt- snpyrnu en dæmi eru til á Is- landi fyrr og síðar. Að vísu eru þeir ekki í fullri þjálfun, en flest- ir þeirra munu þó enn ekki hafa gleymt list sinni. Seðlarnir skulu sendast Mbl. merktir Iþróttasíð- unni og berast í síðast lagi í kvöld. Dómarar og iinu- verðir i vikunni 27. maí Háskólavöllur kl. 20. 2. flokkur, KR — Fram. D. Frí- mann Helgason. Lv. Sigurður Karlsson og Sigmundur Eiríks- son. 27. maí Háskólavöllur kl. 21. 2. flokkur Valur — Þróttur. D. Sigurgeir Guðmannsson. Lv. Baldvin Ársælsson og Friðbjörn Guðmundsson. 29. maí Melavöllur kl. 20,30. M.fl. KR — Valur. D. Þorlákur Þórðarsson. Lv. Bjarni Jensson og Valur Benediktsson. , SPURNING VIKUNNAR: Haraldur tekur vítaspyrnu, en knötturinn hittir þverslá og fer út á völl, hann nær knettinum og skorar sitt glæsilegasta mark til þessa, enn hvað skeður þegar dómarinn flautar. Spursmál vikunnar: Má horn- flagg vera undir einum metra á hæð? Dómarar vinsamlegast tilkynn- ið forföll eigi síðar en tveim dög- um fyrir þann leik sem þið eig- ið að starfa við og forðizt að lenda í „straffi“ félagsins vegna vanrækslu — um leið léttið ,ið starfið fyrir stjórnina. Ath: Sækið aðgöngumiða að leik Í.A. — Unglingaliðið fyrir kl. 17 laugardag 24. til vallarvarðar. Sar við spurningu síðustu viku. Mark. . Guðbjortsson einnig vann hann við vélar á togurum. Seinna varð hann með- eigandi í tveimur mótorbátum og var jafnframt vélstjóri á þeim í mörg ár. Skipin voru „Jón Þor- láksson“ og „Rifsnes". Kristinn kvæntist 1928 Salvöru Gissurardóttir, mestu merkis- konu, hann missti hana 1937. Þau bjuggu lengst af á Laufásvegi 20 og eignuðust fallegt og mynd- arlegt heimili. Þau hjón voru sérlega hamingjusöm og samhent um allt. Á heimili þeirra var jafnan gestkvæmt og veitt af mikilli rausn, því Kristinn var örlátur og hjartagóður, hann vildi hvers manns vanda leysa er til hans leitaði. Hann var góður félagi. Svo það fór ekki hjá því að hann eignaðist marga vini, sem leituðu jafnan á hans fund. Kristinn var ljúfur og góður heimilisfaðir, sem lét sér annt um börnin og vildi allt fyrir þau gera. Eins og áður er að vikið, var hann mikill athafnamaður, og átti þá miklu karlmannslund að hann æðraðist aldrei á hverju sem gekk, sem kom einkarvel í Ijós eftir að hann missti heils- una. Hann keypti jörðina Hurðar- bak í Kjós og rak þar nokkurn búskap í 5 ár, jafnframt ■ sem hann sótti sjóinn. Þau hjónin eignuðust tvö mannvænleg börn: Kristjönu Lilju, gíft Héðni Jónssyni mál- ara, þau búa á Óðinsgötu 25, en það hús hafði Kristinn keypt eftir að hann komst í sæmileg efni. Hér má skjóta því inn í, að það sýnir hugulsemi hans og manngæzku að það húsnæði sem hann leigði út lét hann jafnan barnafjölskyldur sitja fyrir, sem því miður er fremur sjaldgæft. Annað barn þeirra er Gissur Jörundur, sem vinnur á umferða- skrifstofunni, en er jafnframt eftirlitsmaður með sérleyfishöf- um. Hann er kvæntur Ástu Hannesdóttur. Kristinn kvæntist í annað sinn Helgu Ólafsdóttur, en þau skildu eftir nokkra sambúð, og áttu ekkert barn. Á seinni árum, sótti á hann heilsuleysi og í ágúst-mánuði s. 1, kom hann af sjónum sárþjáður, sá sjúkdómur dró hann til dauða 16. þ. m. eins og áður er sagt. I banalegunni, sem endranær, sýndi hann frábært þrek, og bar þjáningar sínar með miklu æðru- leysi. Hann kvartaði aldrei og hélt glaðværð sinni til hinztu stundar. Hans er sárt saknað af öllum sem kynntust honum. Og þá ekki sízt börnum hans, sem eiga á bak að sjá ástríkum föður. Og móðir hans, aldurhnigin og far- in að heilsu, minnist sonarins góða, sem allt frá bernsku var hennar stoð og stytta og vildi allt fyrir hana gera. Sá sem þetta ritar, sendir þeim öllum sínar beztu samúðarkveðj- ur. Jón Þorleifsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.