Morgunblaðið - 24.05.1958, Síða 23

Morgunblaðið - 24.05.1958, Síða 23
Laugar'dagur 24. maí 1958 MORC, 11 yUTAÐlÐ 23 — de Gaulle E'ramh. a£ bls. 1 nú gæti aSeins de Gaulle bjargaS einingu frönsku þjóðarinnar. Bidault, fyrrum forsætisráðherra tók í sama streng í dag, enda þótt hann segðist eiga erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfum sér. ★ ★ ★ Það er því sýnt, að fylgi de Gaulle hefur aukszt mjög síð- ustu dagana, ekki sízt af ótta við að franski herinn í Frakk- landi geri uppreisn gegn stjórn Pflimlin tii þess að hrinda baráttumáli herstjórn arinnar í Aisír íframkvæmd. í dag hvíldi ró yfir búgarði de Gaulle. Hann vann fyrrihluta dagsins að minningum sínum, en síðari hlutann fór hann í langa gönguför um skóginn í grennd- inni. Hann mun ekki hreyfa hönd til þess að jafna ágreininginn með frönsku stjórninni og herstjórn- inni í París fyrr en eftirfarandi skilyrðum hefur verið fullnægt: ★ að Coty forseti biðji hann að mynda stjórn ★ að hann fái að flytja þjóð- þinginu stefnuskrá sína án þess að til atkvæðagreiðslu né umræðna komi um hana á þingi ★ að hann fái að mynda stjórn án íhlutunar stjórnmálaflokk anna og fái að velja þá menn í stjórnina, sem honum líkar ★ að þingið samþykki að leggja niður störf í l1A—2 ár Á meðan hyggst hann breyta lögum um starfsemi þingsins, rétta þjóöarhaginn við — og af- sala sér síðan völdum í hendur þeim þingmanni, sem þingið fel- ur að mynda stjórn. ★ ★ ★ Við þetta má því bæta, að sam- bandið milli stjórnar Marokko og Túnis annars vegar og frönsku stjórnarinnar hins vegar hefur farið mjög versnandi síðustu dag- ana — og það er margra mál, að engum væri treystandi betur en de Gaulle til þess að jafna á- greininginn þar í milli sakir vin- sælda hans í Afríku. Pflimlin flutti útvarpsávarp til frönsku þjóðarinnar í kvöld og skoraði á hana að sýna stillingu og einhug í því að bjarga Frakk- landi — og láta Alsír ekki ganga Frökkum úr greipum. Nú riði mjög á að þjóðin virti lýðræðið og lögin — og ekkert yrði gert, sem kollvarpað gæti þingræðinu. ★ ★ ★ Síðari fregnir herma, að Pinay hafi sannfært bæði Coty og Pflimlin og meiri- hluta stjórnar hans — um að nú gæti ekkert annað bjargað Frökkum en de Gaulle. Fast- lega er búizt við því að Pflim lin sendi fulltrúa sinn til fundar við de Gaulle á morg- un eða hvítasunnudag til þess að undirbúa viðræðufund, en lausafregnir herma, að þegar sé búið að koma á sambandi með þeim de Gaulle og Pflim- lin — og muni þeir ræðast við leynilega í kvöld eða fyrra- málið. 'k 'k 'tc í Frakkiandi eru ekki allir jafnhrifnir af því að de Gaulle taki við, enda þótt svo virðist á yfirborðinu sem mikill hluti þjóðarinnar vilji nú kalla de Gaulle til valda. Kommúnistar telja tilkomu de Gaulle reiðarslag fyrir sig —- og viðbúið er, að þeir reyni að lama allt atvinnulíf landsins með verkföllum, ef svo fer að hann taki við. Sex miðflokkar í franska þinginu mynduðu i dag „þjóðarnefnd" til verndar lýð- veldinu og ríkisstjórninni og eru jafnaðarmenn þar á meðal, en ekki kommúnistar. Er ásetningur þeirra sá, að berjast gegn öllum, sem sýna munu franska þinginu og þingræði landsins óhlýðni __ og skorar nefndin á alla sanna Frakka að bregðast ekki málstað lýðveldisins. Talið er, að þessi nefnd muni veita de Gaulle einna harðasta andstöðu, ef hann verð- ur kvaddur til valda. 400 börn í barnaskóla ísafjarðar í vetur ISAFIRÐI, 21. maí. — Barna- skóla Isafjarðar var slitið laugar- i_^ 17. maí í Skátaheimilinu hér, að viðstöddum þeim nem- endum, er luila barnaprófi, for- eldrum þeirra og nokkrum öðrum gestum. í byrjun minntist skólastjórinn Jón H. Guðmundsson, fyrrver- andi skólastjóra Björns H. J'rns- sonar og konu hans, Jónínu Þór- hallsdóctur, sem létu af störfum við skólann sl. vor. Höfðu þau starfað við skólann í um 30 ár. Las skélastjórinn upp skeyti er skólinn sendi þeim skólaslita- daginn. Þá greindi skólastjóri frá vetr arstarfinu. í skólanum voru 400 börn og luku 62 barnaprófi. 12 fastir kennarar starfa við skcl- ann. Heilsufar nemenda var gott, ef frá er talinn infúenzufarai lur sá, er hér gekk í nóvember si., en þá varð að loka skólanum um tíma. Hæztu einkunn á barnapróii hlaut Auður Birgisdóttir, 1. ág. 9,3. Fjögur önnur börn hlutu yf- ir 9 í einkunn á barnaprófi. Þau voru: Jóna M. Guðmundsdóttir, ,2, Auður Matthíasdóttir, 9,1, Jón Þ. Kristjánsson, 9,1 og Kol- brún jhannsdóttir, 9,0. — Allii hiutu þessir nemendur bókaverð- 1. frá skóla..un.. — Sýning á liandavinnu og teikningum nem- enda var sunnudaginn 11. maí. Var hún fjölbreytt og vel sótt. ■—Guðjón. Stutt ræða um „bjargráðin" FUNDIR voru settir í deildum Alþingis kl. 1,30 í gær, en þeim var þegar frestað til kl. 3, vegna flokksfunda. Hófust þá umræður. „Bjargráðin“ voru tekin fyrir í neðri deild. Framsögumaður 1. minnihluta fjárhagsnefndar deiid arinnar, Skúli Guðmundsson, tók til máls og flutti stutta ræðu. Lýsti hann því yfir, að þeir Emil Jónsson gerði það að tillögu sinru, að frv. ríkisstjórnarinnar yrð. samþykkt með nokkrum brey - ingum. Lýsti hann 9 breytinga- tillögum, sem þeir flytja í sam- ráði við stjórnina. Skipta þær fæstar miklu, helztu tillögurnar eru um, að kauptrygging sjó- manna hækki um 5% frá 1. júní. heimilt skuli að greiða vátryg^- ingariðgjöld fiskibáta úr útflutt’ inssjóði allt þetta ár og að laun útlendra manna skuii undanþegin yfirfærslugjaldi, ef fyrir þeim er unnið fyrir 1. júní. Að loklum sagði Skúli örfá orð um frv. al- mennt. Síðan frestaði forseti deildarinnar umræðu og sagði fundi slitið. Öllum þeim sem sendu mér hlýjar kveðjur á 65 ára afmæli mínu, þakka ég fyrir sýndan vinarhug til mín bæði fyrr og síðar. Ásmundur Sveinsson. N Ý T T vandað sófasett og géBfteppi vegna flutnings. Tækifærisverð. Góðir greiðslu- skilmálar. Upplýsingar í síma 32226 næstu daga. Skriístofnheibergi óskast 3 góð skrifstofuherbergi í Miðbænum óskast til leigu. Upplýsingar í síma 16694. MEISTARAS AMBAND BYGGINGAMANNA. OpeB Capitani 1955 tii solu Bíllinn er keyrður að mestu leyti erlendis. Er vel með farinn og í fyrsta flokks ásigkomulagi. Upplýsingar í síma 34082 í dag til kl. 19. K.F.U.M. K.F.U.M. ! I Hótíðissamkoma verður í húsi félaganna á Hvítasunnudagskvöld kl. 8,30 í tilefni af 90 ára afmæh sr. Friðriks Friðriks- sonar. Lokað vegno jorðafaror þriðjudaginn 27. þ.m. Björgvin Schram uiuboðs- og heildverzlun Öilum skyldum og vandalausum sem á margan hátt sýndu mér vinsemd og hlýhug á áttræðisafmæli mínu 11. maí sl. sendi ég innilegar þakkir og árnaðaróskir. ^ Kristín Jósefsdóttir, Staðarhóli. í Hjartanlega þakka ég börnum mínum tengdabörnum og öðrum vinum og frændum sem á margvíslegan hátt glöddu mig á 75 ára afmælisdegi mínum. Guð blessi ykkur öll og farsæli lífsins veginn. Jón II. Gíslason. Konan mín MAGDALENA SCHRAM andaðist 22. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. þ.m. kl. 10.30. Eliert Kr. Schram. Hjartkær dóttir mín, systir og mágkona ÞÖKEY MAGNCSDÓTTIR lézt í Landsspítalanum 23. maí. Magnús Gíslason, Ingibjörg Magnúsdóttir, Hermann Þorsteínsson. Maðurinn minn og faðir okkar INGIMUNDUR GUÐJÓNSSON Garðstöðum, Garði, andaðist 22. þ.m. Jónina Guðmundsdóttir og börn. Maðurinn minn ÁGÚST GUÐJÓNSSON málarameistari verður jarðsunginn frá kapellunni í Foss- vogi miðvikudaginn 28. þ.m. kl. 1.30 Pálína Magnúsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir aðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför SÆMUNDAR STEINGRlMSSONAR málarameistara. Iinstjana Katarínusdóttir, Ilörður Sæmundsson, Kristín Steingrímsdóttir, Jónas Halldórsson, Ingunn Steingrímsdóttir, Alfreð Lilliendahl. •iHiininiiBanaMmnnuMaaMaannnaanraiini Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jaröarför GUNNVARAR PÁLSDÓTTUR Vandamenn. Mínar dýpstu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför móður minnar JÓHÖNNU SIGRlÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Fyrir mína hönd og skyldmenna. Sigurþór Eiríksson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við frá fall og jaröarför TEITS STEFÁNSSONAR trésmíðameistara, Akranesi. Vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við frá- fali og jarðarför ÓLAFS A. BJARNASONAR Erla Erlendsdóttir og börn, Bjarni Ólafsson. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu samúð sína og hjálpsemi við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og bróður CARLS EMILS OLE MÖLLERS JÓNSSONAR Sérstaklega viljum við þakka Sláturfélagi Suðurlands og starfsmönnum þess fyrir rausnarlegar gjafir og aðstoð. Guð launi góðan hug og blessi ykkur öll. Hrefna Ólafsdóttir og börn og systur hins látna. Þökkum auðsýnda samúð við útför mannsins míns og föður okkar JÓNS GUÐMUNDSSONAR skipstjóra. Aðalheiður Maguúsdóttir og börn hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.