Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 1
20 síður
Imre Nagy og Pal Maleter teknir at lífi
Viðursýyggilegt morð á ungversk-
um frelsishetjum
AÐFARANÓTT hins 17. júní
var birt bæði í Búdapest
og Moskvu fregn þess efnis,
að Imre Nagy, Pal Maleter og
tveir ungverskir blaðamcnn
hefðu verið teknir af lífi að
undangengnum leynilegum
réttarhöldum.
Sagði í fréttinni, að mennirn-
ir, sem allir stóðu í fylkingar-
brjósti ungversku þjóðarinnar í
uppreisninni gegn hinu rússneska
kúgunarvaldi árið 1956, hefðu
verið fundnir sekir um landráð,
þeir hefðu „stutt heimsvalda-
sinna og vopnaða andbyltingar-
menn í uppreisn, sem miðaði að
því að steypa hinu löglega stjórn-
skipulagi landsins.“ — Fregnin
kom eins og reiðarslag yfir
frjálsar þjóðir heims og < Ung
verjalaildi varð fólk skelfingu
lostið og harmþrungið. Frétta-
stofufregnir herma, að í Búda-
pest hafi margir brostið í grát
Frakkar halda
Bizerta
TÚNIS, 18. júní — Undirritaður
hefur verið samningur Frakka og
Túnismanna um brottflutning
herafla Frakka úr ýmsum virkj-
um í Túnis, en Frakkar munu
áfram hafa herafla i flotahöfn-
inni Bizerta.
á götum úti, er þeir lásu fregn-
ina í morgunblöðunum. 1 Ung-
verjalandi voru Imre Nagy og
Pal Maleter orðnir þjóðhetjur,
meðal ungversku þjóðarinnar
hafa þeir verið tákn þeirra fórna,
er hún færði í árangurslausri bar-
áttu fyrir frelsi sínu — í barátt-
Pal Maleter
unni við hið rússneska kúgunar-
I vald. Hinn frjálsi hcimur mun
I og lengi minnast örvæntingar
t fullra hrópa Imre Nagy á hjálp
, í Búdapestarútvarpinu aðfaranótt
{ hins 4. nóvember árið 1956, er
Rauði herinn gekki milli bols og
* höfuðs á smáþjóðinni, sem vildi
fórna öllu til þess að endur-
heimta frelsi sitt.
□ O □
Imre Nagy var 63 ára. Hann
var forsætisráðherra í Ungverja-
landi 10 örlagaríka daga, er upp-
reisnin gegn Rússum stóð yfir
seint á árinu 1956. Hann bar
fram þær kröfur fyrir hönd þjóð-
ar sinnar, að Rússar flyttu her-
afla sinn úr Ungverjalandi og
landaðist öðlaðist sjálfstæði —
og hlutleysi. Þegar ungverska
þjóðin hafði í upphafi uppreisnar
innar 1956 knúið Rauða herinn
til stundarundanhalds myndaði
Nagy stjórn. Þetta voru ekki
fyrstu afskipti hans af ungversk-
um stjórnmálum. I upphafi hafði
hann verið jafnaðarmaður, varð
síðan kommúnisti — og dvaldist
langdvölum í Rússlandi. Er styrj
öldinni lauk hélt Nagy til Ung-
verjalands, var skipaður ráð-
herra — og varð brátt einn æðsti
maður innan flokksins. En Nagy
þótti full-þjóðernissinnaður og
féll brátt í ónáð — og var svipt-
ur öllum embættum. En hagur
hans óx brátt aftur og árið 1953
var hann talinn annar valdamesti
maður landsins, næstur Rakosi.
En svo fór, að Nagy missti trúnað
flokksbræðra sinna öðru sinni,
árið 1955. Var hann þá skyndi-
lega sviptur öllum embættum —
og talinn flokknum hættulegur,
þar eð hann hafði enn hneigzt
til þjóðernisstefnunnar og var
ekki trúaðri á samyrkjubúskap-
inn en það að hann fordæmdi
hann. Við þetta vann hann mikla
hylli meðal almennings — og þv!
meir sem Rakosi og æðsta flokks-
klíkan rægði Nagy, þeim mun
Imre Nagy og kona hans. Myndín var tekin, er Ungverjar fögn-
uðu brottför rússneska hersins úr Búdapest, nokkrum dögum
áður en Rússar létu til skarar skríða.
vinsælli varð hann meðal þjóð-
arinnar. Um þær mundir er
stefnubreytingin gagnvart Stalin
varð í Kreml, var Rakosi orðinn
mjög óvinsæll í Ungverjalandi og
hafði hann þá á prjónunum að
koma Nagy fyrir kattarnef fyrir
fullt og allt. öðru vísi fór þó,
því að valdaklíkan í Kreml setti
Rakosi frá völdum en hampaði
hins vegar Nagy sakir vinsælda
hans.
□ O □
Ólafur
Sig. Ólafsson
Ingólfur
Ari
Bjarni
Þorvaldur
Magnús
Jón Kjart.
Birgir
Jóhann
Jón Sig.
Gunnar
Jóhann Þ.
Sig. Bj.
Sjálfstœðisflokkurinn heldur II al
menna stjórnmálafundi
Fyrstu fundirnir á Selfossi og Bildu-
dal annað kvöld
1 FRAMHALDI af þeim níu
stjórnmálafundum, sem Sjálfstæð
isflokkurinn efndi til um síðustu
helgi, hafa nú verið ákveðnir
ellefu almennir stjórnmálafundir
á vegum flokksins um næstu helgi.
Verður tilhögun fundanna hin
sama, að fluttar verða framsögu-
ræður og síðan eru frjálsar um
ræður.
Fundirnir verða nú á eftirtöld-
um stöðum: Selfossi, Bíldudal,
Þingeyri, Patreksfirði, Kirkju-
bæjarklaustri, Búðardal, Borgar-
nesi, Flateyri, Suðureyri, Sauðár-
króki og Vestmannaeyjum.
Föstudaginn 20. júní
SELFOSS. Frummæiendur
verða alþingismennirnir Ólafur
Thors, formaður Sjálfstæðisflokks
ins, og Sigurður Ó. Ólafss., alþm.
Fundurinn verður í Selfossbíói g
hefst kl. 8.30 síðdegis
BlLDUDALUR: Frummælend-
Iur verða Ingólfur Jónsson, alþm.,
og Ari Kristinsson, sýslumaður.
Fundurinn hefst kl. 8.30 síðdegis.
Laugardaginn 21. júní
ÞINGEYRI: Frummælendur
verða Bjarni Benediktsson, alþm.,
og Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, lögfræðingur. Fundurinn
hefst kl. 8.30 síðdegis.
PATREKSFJÖRÐUR: Frum-
mælendur verða Ingólfur Jónsson
alþm. og Ari Kristinsson, sýslu-
maður,. Fundurinn hefst kl. 8.30
síðdegis.
Sunnudaginn 22. júní
KIRKJUBÆ J ARKLAU STUR:
Frummælendu. verða alþingis-
mennirnir Magnús Jónsson og
Jón Kjartansson. Fundurinn hefst
kl. 6 síðdegis, að afloknum aðal-
fundi Sjálfstæðisfélag.: Vestur-
Skaftfellinga, sem hefst kl. 5 síð-
degis.
BÚÐARDALUR: Frummælend-
ur verða Sigurður Bjarnason, al-
þingismaður og Birgir Kjaran,
hagfr. Fundurinn hefst kl. 2
síðdegis.
BORGARNES: Frummælend-
ur verða Sigurður Bjarnason, al-
þingismaður og Birgir Kjaran,
hagfr. Fundurinn hefst kl. 8.30
síðdegis.
FLATEYRI: Frummælendur
verða Bjarni Benediktsson, alþm.,
og Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, lögfr. Fundurinn hefst kl. 2
síðdegis.
SUÐUREYRI: Frummælend-
ur verða Bjarni Benediktsson,
alþm., og Þorvaldur Garðar Krist
jánsson, lögfr.
SAUÐÁRKRÓKUR: Frummæl-
endur vei'ða alþingismennirnir
Jóhann Hafstein og Jón Sigurðs-
son. Fundu.inn hefst kn 4 síð-
degis.
Fimmtudaginn 26. júní
VESTMANNAEYJAR: Frum-
mælendur alþingismennirnir Gunn
ar Thc :oddsen og Jóhann Þ.
Jósefsson. Fundurinn hefst kl.
8.30 síðdegis.
Þetta er í stuttu máli íorsaga
þess, að Nagy tók við stjórnar-
taumunum, er ungverska þjóðin
hugðist reka Rauða herinn af
höndum sér og berjast fyrir sjálf-
stæði sínu. En ungverska þjóðin
lítt vopnuð, mátti sín lítils gegn
stríðsvögnum alheimskommún-
ismans og er Búdapest féll í
Framhald á bls. 2.
r
Italir kalla sendi-
herrann heim
frá Budapest
RÓM, 18. júní — ítalska stjórnin
tilkynnti í dag, að hún hefði
ákveðið að kalla sendiherra sinn
heim frá Búdapest vegna aftöku
Nagy og félaga hans. Pella
skýrði frá ákvörðkin þessari í
þinginu — og stóðu allir þing-
menn að kommúnistum undan-
skildum á fætur og hrópuðu
„Lengi lifi frelsið“. Kommúnist-
ar sátu niðurlútir og horfðu í
gaupnir sér á meðan. Að vísu
mun þetta ekki hafa í för með
sér formleg stjórnmálasambands
slit við Ungverjaland, en í
reyndinni leggst stjórnmálasam-
bandið niður jafnskjótt og sendi-
herrann kemur heim.
Danir sýna samúð
KAUPMANNAHÖFN, 18. júní. —
Fánar blöktu í hálla stöng viða
i Kauptnannahöfn i gær, eftir að
fregnin barst út um aftöku Nagy
og Maleters í Ungverjalandi. Á
ráðhúsinu i Höfn blakti fáninn og
í hálfa stöng.