Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 17
FimmftirT^ur 19. Juní 1958
Moncinsnr aðið
17
— Blaðaummæli
Framh. af bls. 8
ríks forms, sem svartar útlírmr
eiga ríkastan þátt í að skapa. ís-
lenzka listakonan, Nína Tryggva-
dóttir, sýnir 2 glugga, þar sem
litirnir takmarkast við þríhljóm
í gráu, bláu og gulu. í hreinum
abstrakt anda hefur Júlíana
Sveinsdóttir unnið lítil teppi, sem
hafa tekizt með ágætum, þar sem
fullt tillit hefur verið tekið til
efnisins frá fyrstu byrjun — Með
al mósaíkverkanna skal sérstak-
lega bent á verk Valtýs Péturs-
sonar úr íslenzkum bergtegund-
um. — Meðal ísl. myndhöggvara
vekur Sigurjón Ólafsson mesta
eftirtekt.
Verdens Gang, Osló: — „Ekk
ert land er sneyddará hvers kon-
ar tilraunum í höggmyndalist en
Noregur. Hinn pólinn myndar
ísland, þar sem listamennirnir
virðast helteknir óhemju smá-
borgaralegri hrifningu á öllu, sera
ber keim af „modernisma", og
með þessum heitu og róttæku til-
finningum skapa þeir bæði at-
hyglisverð verk og jafnframt
verk, sem bera vott um fullkom-
inn misskilning á efni og mögu-
leikum höggmyndarinnar. En það
kemur einnig fyrir, að af hug-
myndinni fæðist hjá þeim ný
tegund formsins, eins og t. d. í
verki Ásmundar Sveinssonar,
„Rafmagn“, enda þótt táknorðið
skorti ef til vill almennt gildi og
verkið færist yfir á svið skreyti-
listarinnar. — Meðal athyglis-
verðustu sýnenda í svartlistar-
deildinni má nefna íslendinginn
Braga Ásgeirsson, sem sameinar
mannleg tjáningarform sterkum
abstrakt formum. — Að síðustu
má benda á, að hin „geometriskt
nonfigurativa“ list virðist finna
sín eðlilegu heimkynni í skreyti-
listinni, og kemur það glöggt
fram í verkum fsiendinganna,
Nínu Tryggvadóttur, sem sýnir
glermyndir, og Valtýs Pétursson-
ar, sem sýnir mósaik".
Aftenposten, Osló: — „List-
kóngar Islands og Svíþjóðar, þeir
Jóhannes Kjarval og Sv. Ericson,
sýna góðar myndir, sem varpa
skýru ljósi á sérkenni þeirra, og
skipa þeir hóp með Dananum J.
Söndergaard í list sinni“.
Morgenbladet, Osló: — „f
skreytilistardeildinni vekja eink-
um athygli hin hreinu og fínu
mósaikverk Valtýs Péturssonar,
sem unnin eru úr íslenzkum berg
tegundum“.
Politiken, Köbenhavn: —
„Einkum eru það 2 saiir sýning-
arinnar, sem festast manni í
minni. í öðrum þeirra hanga verk
K. Rumohr o. fl., í hinum myndir
I. Wrangel, Sverris Haraldssonar
o. fi. Þessir salir eru ekki aðeins
í fínu og fallegu samræmi, en
sýna einnig, hversu ólík viðfangs-
efni abstraktlistarinnar eru og
túlkun mismunandi. Komið ekki
og talið um einhæfm, eftir að
hafa skoðað þá Knut Rumohr
o. s. frv. . . Sverrir Haraldsson
byggir verk sín á áhrifum frá
kubismanum og Ben Nicholson“
Berlingske Tidende, Köbenhavn:
— „Áhugi íslenzku listamann-
anna á „abstraktion" kemur
í ljós strax í fordyri safnsins,
þar sem allmörgum verkum úr
málmi hefur verið komið fyrir.
— Meðal hinna ungu íslenzku
málara vekja eftirtekt þeir Sverr
ir Haraldsson og Valtýr Péturs-
son, sem sýnir litfagrar og frísk-
legar kompósítionir í mósaik.
Jyllands Posten: — „Sigurjón
Ólafsson sýnir tilraunir unnar i
tré og bronz og fallega, „natural-
iska“ mynd af prestinum Frið-
rik Friðrikssyni, L. Rohde, Sví-
þjóð, Hjörleifur Sigurðsson, ísl.,
Finninn Sam Vanni og Ole Bonn-
ier, Svíþjóð, eru fulltrúar „kon-
kretismans" þeirra, sem nota
reglustiku og óblandaðan lit við
myndgerð sína, búa til málverk,
sem ekki eru annað en málverk
— og þess vegna „konkret" og
„realistisk“. En skelfing er hann
fátækur og einhliða þessi „real-
ismi“. Langtum innihaldsríkari
eru óhlutræn verk Sverris Har-
aldssonar og norsku listakonunn-
ar, I Sitter. Einnig þau nota
frumformin, ferhyrninga og
hringi, en þau kunna að fá formi
og lit þann margbreytileika, að
maður finnur verkurn þeirra stöð
ugt ný gildi. Verkið verður ekki
aðeins andartaks fyrirbrigði, held
ur lífgandi, sjálfstætt verk sem
á gildi sitt í sjálfu sér. — ísland
á mikinn hæfileikamann í Gunn-
laugi Scheving. Hann grípur við-
fangsefnin djörfum og „real-
iskum“ tökum, málar fiskimenn-
ina á sjónum eða bóndafjölskyldu
með rauðskjöldóttri kú, í báðum
tilfellum á risastór léreft, þar
sem hann múrar niður litinn í
breiðum og hyrndum flötum. í
hans augum fær hversdagsleik-
inn og starfandi almúgamaður-
inn á sig hetjusvip. Það væri
hægt að kalla hann sögumann
og „socialrealista“, en fyrst og
fremst er hann afbragðs málari,
sem gengur til móts við viðfangs-
efnin með lífsgleði og látleysi,
sem smitar út frá sér,
Mjög illa hefur tekizt til um
val á verkum J. Söndergaards.
Myndirnar sem sýndar eru eftir
hann eru of slakar, einkum þar
sem þeim er Komið fyrir með
hvellsterkum, risastórum verkum
A. Klindt Sörensen og sterkum
og sérkennilegum myndum eftir
Jóhannes Kjarval, einn af
mestu málurum sögueyjarinnar".
Kristeligt Dagblad: — „íslend-
ingarnir sýna æðruleysi, ramm-
saltan kraft og sögutilfinningu.
Gunnlaugur Scheving meitiar
myndir sinar af sjómönnum líkt
og líkneski frá Páskaeyjunni,
maður hefur nærri því á til-
finningunm, að iitaspjald hans sé
grjótnáma, sem hann vinni .ir
jarðlitina, og Jóhannes Kjarval
sýnir svo undursamlegt samlyndi
við náttúruna. Bragi Ásgeirsson
sýnir í litríkum litografium, að
skylt er á milli fjalla og fólks.
Það er undarlegt að jafnfámenn
þjóð skuli geta haldið jafn
persónulegri og dásamlega óþægi
legri afstöðu til myndheimsins.
Það er tær og hreinn klukkna-
hljómur í íslenzku röddunum í
hinum stóra kór sýningarinnar
í Gautaborg“.
Tvœr somliggjandi eignarlóðir !
við Laugaveg eru til sölu. Byggingarlína með götu
ca. 40 m. Upplýsingar gefur:
Ólafur Þorgrímsson, lirl.,
Austurstræti 14, sími 15332.
4ra herbergja hæð
ásamt tveim herbergjum og snyrtiherbergi í risi og
stórum bílskúr, er til sölu nú þegar.
Ólafur Þorgrímsson, hrl.,
IIMNFLYTJEiMDUR
Athugið að nauðsynlesrt er að reikna yfirfærslugjaldið til við-
bótar fob. verði innfluttrar voru sein vaiú jggö er í íslenzKum krón-
um.
8KIPAEIGEMDUR
Athugið að hækka vátryggingarverð skipa yðar sem vátryggð eru
í íslenzkum krónum til þess að þér lendið eigi í undirvátryggingu.
Eðlileg hækkun e«r allt að 55%.
Hægt er að breyta upphæðun um hvenær sem er á tryggingar-
árinu og gerið það því strax í dag.
SjóvátrqtyMla) lslands!
Sími 1-1700
Blöndunarfœki
fyrir baðherbetrgi,
eldhús og læknastofur.
HEIGI MAGKÚSSON & CO.
Hafnarstræti 19 — Sími 1-3184.
Austurstræti 14, sími 15332.
Kaupsýslumenn!
Láfið ekkl
sambandið
við
viðskipfavlnl
yða- rofna
Mikilvægasti þátturinn í afkomu veral-
uuarinnar er að vera í góðum tengslum
við fólkið. — Hagsýnn kaupsýslumaður
augiýsir því að staðaldri í útbreiddasta
blaði landsins.
JltofiitittMðfrifr
S i m
2-24-80
Schweizer Bast, Ijósir litir
1ÓMSTUNDABUÐIN
Austurstræti 8
Sími 24026, Pósthólf 822