Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 2
2 Moncvnnr ifíin T'immtudagur 19. iúní 1958 g&t ungversks flóttafólks hefur sent út áskorun til allra íþróttamanna hins frjálsa heims utn að taka ekki þátt í mótum, sem ung- verskir kommúnistar ættu futl- trúa á. í Kaupmannahöfn réðist mikill mannfjöldi að rússneska sendi- ráðinu og grýtti það. Stúdentar í Osló fóru hópgöngu til ungverska og rússneska sendi- ráðsins, en lögregla kom í veg fyrir allar óspektir. í ungverska sendiráðmu var dregið fyrir alia glugga, en þó var tveimur full- trúum stúdenta hleypt inn. Vildu j þeir afhenda mótmselaorðsend- ingu stúdentasamtakanna, en sendiráðsstarÍ6maður neitaði að l taka við henni. Var orðsending- sóu ( in síðan lögð i póstkassa sendi- ráðsins. Fór á sama veg í rúss- , ir um neinar misgjörðir, sagði hann. Þeir börðust fyrir föður- land sitt til þess að reyna að binda endi á eða draga úr ógnarstjórn Rússa í landi þeirra. Við megum ekki gleyma þessum atburði, sagði hann. Þá taldi hann og líkurnar fyrir ríkisleiðtogafundi minni eftir atburðinn en áð'ur. Bandaríkjastjórn hefur og form lega fordæmt aftökurnar mjög harðlega á þá leið, að með þess- um glæpi hafi Ráðstjórnin og leppstjórn hennar í Ungverja- landi þverbrotið allar siðferðis- regiur og verði að gangast undir dóm samvizku mannkyns. Rússar hafi hér myrt menn, sem kusu frekar að þjóna föðurlandi sínu en Ráðstjórninni og þeir, sem svikið hafa Ungverjaland ekki hinir myrtu, heldur böðlar þeirra. □ O □ Um allan hinn frjálsa heim eru viðbrögðin hin sömu: Stjórn de Gaulle hefur gefið yfirlýsingu þess efnis, að hún líti atburð þennan mjög alvarlegum áugum — og forystumenn allra stjórnmálaflokka utan kommún-. ista hafa „fordæmt morðin". Alþjóðasamband jafnaðar- manna gaf út yfirlýsingu í dag þar sem sagði, „að morðin í Ung- verjalandi væru verkamönnum um allan heim, líka kommúnist- um, mikið áfall“. Ungverjalandsnefnd S. Þ. hef- ur byrjað rannsókn málsins, enda þótt lítil gögn séu enn fyrir- liggjandi. Á fundi alþjóða vinnumála- stofnunarinnar í dag gengu full- trúar lýðræðisríkjanna úr saln- um, er ungverski fulltrúinn hóf máls. Kristilegir demókratar í V- Þýzkalandi hafa ákveðið að eiga engan þátt í þingmannasendi- nefnd, sem Rússar hafa boðið heim í haust. Samband íþróttamanna meðal neska sendiráðinu, sögðu sendi- ráðsmenn, að hér væri um inn- anrikismál Ungverjalands að ræða — Rússum óviðkomandi. í brézka þinginu verður borin fram tillaga um að lýsa vítum á Ráðstjórnina fyrir „hryllings- verknaðinn“. Utanríkisráðherra Ítalíu kvað atburðinn minna á stalinstímann eins og hann hefði verið verstur — og allt bendi til, að annar „stalinstími" væri í aðsigi. Lange, utanríkisráðherra Nor- egs hefur lýst því yfir, að S. Þ. verði að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að slíkar hefndaraðgerðir breiðist út. Talsmaður v-þýzku stjórnar- innar sagði, að hinn frjálsi heim- ur hefði ógeð á — og hryllti við þessum blóðuga harmleik. Alþjóðasamband frjálsra lög- fræðinga hefur og fordæmt at- burðina harðlega. í höfuðborg Urugay réðist múg ur manna að rússneska sendi- ráðinu og varpaði sprengjum að því, en lögreglu tókst að koma í veg fyrir stórfelit tjón. Fórn ungversku þjóðarinnar var stór — og hún ætlaði að vinna stóran sigur: Fndurheimta frelsi sitt. Tugþúsundir manna hiriwuðu ástvinamissi — missi þeirra manna, sem fórnuðu sér fyrir frelsið. Enda þótt ungverska þjóðin hafi ekki unnið lokasigurinn enn, þá hefur hún sigrað — hún hefur sýnt þeim. sem við frelsi búa, hversu frelsið er þjóðunum dýrmætt, hversu miklu er fyrir það fórnandi. Nú syrgir ungverska þjóðin frelsishetjur sínar, rússneski glæpurinn í Ung- verjalandi er fullkomnaður. Landhelgisviðrœður hefjast von bráðar Qv'ist um svar Islendinga — Ungverjaland Frh af bls 1 hendur óvinanna leitaði Nagy ásamt 10 stjórnmálamönnum, 15 konum og 17 börnum hælis í júgóslavneska sendiráðinu í borg inni. Höfðust þau þar við nokkra daga, en kvislingastjórn Kadars tjáði júgóslavneska sendiráðinu, að Nagy og félögum hans væri heimilt að fara frjálsir ferða sinna úr sendiráðinu — hvei heim til sín, þeim yrði ekkert mein gert. Enda þótt Nagy þekkti eðli kommúnismans, þá lét hann blekkjast — og hélt úr sendiráðinu eftir að samið hafði verið við kvislingastjórnina um að skerða ekki hár á höfði þeirra, sem leitað höfðu á náðir Júgó- slava. En drengskaparloforð reynd ist jafnheilagt Kadar og hin u.n kommúnisku höfuðpaur- um og sannleikurinn. Við hlið júgóslavneska sendiráðsins var Nagy handtekinn ásamt vin- um sínum, fluttur úr landi „samkv. eigin ósk“ — og síð an hafa engar öruggar fregn- ir borizt af honum, fyrr en nú, að leppstjómin ung- verska hefir tilkynnt, að Nagy hafi verið tekinn af lífi — og þar með er fullkomnað- ur hinn rússneski glæpur í Ungverjalandi. □ O □ Pal Maleter, hershöfðingi, var 37 ára. Hann var ekki meðal þeirra, sem leituðu fylgsms i júgóslavneska sendiráðinu. Hann var tákn dirfskufullrar baráttu ungverska hersins og alþýðunnai gegn rússneskri kúgun *=• og hann fór til fundar við rússnesku herstjórnina til þess að semja um brottflutning Rauða hersins af imgverskri grund. Hann var þa landvarnaráðherra ; stjórn Nagy —og áður en hann fór til fund- ar við Rússa, ásamt nokkrum ungverskum frelsisvinum. fékk hann loforð herstjórnarinnar fyrir því, að Ungverjarnir fengju að hverfa óáreittir aftur af fund- inum. En þeir komu aldrei aftur. Uoforð kommúnista reyndust þar jafn einskisvirði og ann ars staðar — og Maleter hafa þeir nú líflátið með leynd. □ O □ Margt þykir benda til, að rétt- arhöldin og aftaka Nagy hafi ver- ið afleiðing af hríðversnandi sambúð og ósamkomulagi Ráð- stjórnarinnar og Júgóslava. Talið er, að ákveðið hafi verið að láta til skarar skríða í máli Nagy eft- ir að Titó setti hnefann í borðið og hafnaði allri annarri sam- vinnu við Rússa en á jafnréttis- grundvelli. Talsmaður ungverska utanríkisráðuneytisins staðfesti og er tilkynningin um aftökuna var birt, að hún hefði farið fram mjög nýlega, en ekki gat hann gefið neina skýringu á því hvers vegna réttarhöldin fórú fram með leynd. . □ oa í tvennu reka Rússar hnefann í andlit Júgóslava með hinni sví- j virðilegu málsmeðferð. Lepp- ' stjórnin og kvislingsstjórn Kad ars hétu júgóslavneska sendi- herranum því, að Nagy yrði ekki gert neitt mein, er hann hvarf ■ úr sendiráðinu — og síðan, er j hann hafði verið handtekinn — þá var Tító heitið því, að réttar- j höldin færu fram fyrir opnum tjöldum og yrðu hlutlaus að öllu j leyti. I öðru lagi þá kveður svo á í j dómnum yfir Nagy, sem birtur var, að hann hefði stundað þjóð-1 hættulegar aðgerðir allt þar til | hann var handtekinr — þ e. einnig á meðan hann naut hælis í júgóslavneska sendiráðinu. Talsmaður júgóslavnesku stjórnarinnar neitaði þessari dómsniðurstöðu harðlega í gær — og kvað hana lygar einar. Jafn- framt bar hann fram harðorð mót mæli við ungversku stjórnina vegna griðrofanna á Nagy. Af- taka Nagy og Maleter hefur haft djúp áhrif á stjórnmálamenn í Júgóslavíu — og í fréttastofu- fregnum segir, að margir hátt- settir kommúnistar hafi látið svo um mælt, að framvegis geti Júgó- slavar ekki treyst neinu komm- únistarikjanna í einu eða neinu. □ «□ 1 Belgrad eru aftökurnar túlk- aðar á þá lund, að stalinistarnir hafi nú aftur náð undirtökunum — og ekki sé þess langt að bíða, að gömlu stalinistarnir með Molotov í fararbroddi fái aftur yfirhöndina í Kreml. Telja marg- ir, að aðstaða Krúsjeffs sé nú jafnvel ótrygg, stalinistarnir hafi þröngvað honum til þess að sýna hollustu sína með árásarræðunni í Sofíu á dögunum — og síðan með því að láta taka Nagy af lífi. Þá er og jafnvel ætlað að Júgóslavar muni rjúfa stjorn- málatengsl sín við Ungverjaland upp úr þessu. □ oa Um allan hinn frjálsa heim eru þessar ómannúðiegu aðfarir taldar svívirða við menningiuna — griðrof, leynileg réttarhöld og leynileg aftaka. Enn. einu sinni hafa forystumenn alheimskomm- únismans afhjúpað virðingarleysi sitt fyrir mannslífinu og sann- leikanum. Þessar aðfarir bera ljósan vott um þá mannhelgi og það réttaröryggi, sem einstak- lingnum er búið í löndum komm- únismans. □ «□ Eisenhower forseti lét svo um mælt í gær, að hann minntist einskis atburðar, sem hafi orðið hinum menntaða heimi jafnmik- ið áfall og aftaka Nagys og Mal- eters. Þessir menn voru ekki sek- KAUPMANNAHÖFN, 18. júní. — Einkaskeyti til Mbl. Einhvern næstu daga sendir danska stjórn- in þeirri brezku orðsendingu viðvíkjandi 12 mílna landhelgi við Færeyjar. Unnið er að því að semja orðsendinguna í sambandi við viðræður lljurhuuss dönsku stjórnina — en þar hefur nú náðst samkomulag um 12 mílna landlielgina — og að danska stjórnin hefji viðræður við breku stjórnina í því sambandi. Vonazt er til að viðræður geti hafizt hið fyrsta. —Páll. • ★ • í einkaskeyti til Ríkisútvarps- ins í fyrradag var skýrt frá því, að forsætis- og utanríkisráðherra Dana, H.C. Hansen hefði í viðræð um við færeysku sendinefndina minnt á það, að danska rikis- stjórmn hefði haldið fram þvi sjónarmiði, að þjóðir svo sem Færeyingar, íslendingar og Grænlendingar ættu að mega taka sér fiskveiðilandhelgi, er væri allt að því 12 mílur. Danska ríkisstjórnin væri sammála þvi, að fiskveiðilandhelgi Færeyja ætti að vera 12 sjómílur og væn fyllilega reiðubúin til að reyna að koma fram óskum Færeyinga í þessu máli. Hún myndi nú taKa upp viðræður við brezku stjórn- ina. Danska stjórnin 'hefði gert sér vonir um, að haldin yrði svæðisráðstefna til að leysa mál- ið sameiginlega, en teldi nú ekki lengur líklegt, að þeirri hug- mynd yrði hrundið í fram- kvæmd. Mbl. hafði í gær tal af utan- ríkisráðuneytinu og innti eftir nánari upplýsingum um greinar gerð þá, er sendiherra Danmerk- ur afhenti utanríkisráðuneytinu nýlega, en í þeirri grein er borin fram tillaga dönsku stjórnarinn- ar um að boða til ráðstefnu þeirra ríkja, er land eiga að Norður-Atlantshafi til þess að ræða um stækkun fikveiðilög- sögu íslands, Færeyja og Græn- lands. Sagði sendiráðunautur utan- ríkisráðuneytisins, að á þessu stigi málsins gæti það engar nánari upplýsingar gefið og óákveðið væri, hvernig og hve- nær tillögu dönsku stjórnarinn- ar yrði svarað. Þingeyskir bæntl- ur í för um Breiðafjörð STYKKISHÓLMI, 18. júní. — Þingeyskir bændur og konur þeirra, samtals 60 manns, eru í bændaför um Breiðafjörð þessa dagana. Fararstjóri þeirra er Ragnar Ásgeirsson ráðunautui'. 1 fyrradag ferðuðust þeir um Dala- sýslu, en í gær komu þeir frá Hnúksnesi, með viðkomu í Brok- ey, til Stykkishólms. Voru það 3 bátar, sem sóttu þá til Hnúks- ness. í Snæfellsnessýslu eru þeir í Doði Búnaðarsambandsins, en formaður þess er Gunnar Jónat- ansson ráðunautur í Stykkis- hólmi. Búnaðarmálastjóri, Stein- grimur Steinþóráson, mætti gest- unum í Brokey. Við komuna tii Stykkishólms lék Lúðrasveit Stykkishólms, en mikill mann- fjoldi safnaðist saman við höfn- ina. Meðal peirra, sem tóku á móti þeim þar, var Sigurður Ágústs- son, alþm. Kvöldverðarboð var í hótelinu í Stykkishólmi og margar ræður fluttar. í nótt gistu gestirnir á bæjum í Helgafells- sveit, en i dag skoða þeir sig um í hreppunum sunnan fjalls. — Árni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.