Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 16
íe
MORGlJiyni. 4ÐIÐ
Fimmtudagur 19. júní 1958
I.
í>EGAR frú Irene gekk niður
tröppurnar á íbúð elskhuga síns,
varð hún enn einu sinni gripin
hinum skyndilega ótta. Henni
sortnaði fyrir augum og hún skalf
svo ofsalega í hnjáliðunum, að
hún varð að grípa báðum hönd-
um um handriðið, til þess að verj-
ast falli.
Þetta var ekki í fyrsta skiptið
sem hún hætti sér í þessa áhættu
sömu heimsókn og á leiðinni heim
varð hún alltaf giipin sama á-
stæðulausa og heimskulega óttan-
um, þrátt fyrir ýtrustu tilraunir
hennar til að verjast honum.
Á leiðinni að heiman var allt
miklu auðveldara. Þá lét hún vagn
inn nema staðar á vegarbrúninni,
hljóp hratt og án þess að líta í
kringum sig, að húsdyrunum og
fJýtti sér svo upp á næstu hæð,
þar sem þessi ótti, sem jafnframt
var blandinn brennandi óþreyju,
var kæfður í eldheitum faðmlög-
um endurfundanna.
En þegar hún fór að hugsa til
heimferðar, vaknaði sama ofboðs-
lega og undarlega skelfingin aft-
Ur í huga hennar, ásamt nagandi
sektarvitund. Hún taldi sjálfri
sér tl'ú um þá fjarstæðu, að hver
einasti maður á götunni gæti les-
ið í huga hennar, séð hvaðan hún
kæmi og svaraði vandræðum henn
ar og fáti með ósvífnu glotti.
1) „Dayíð gamli er nokkuð fast
ur fyrir“, sagði Brjánn lögfræð-
ingur. — „Hann er samt ekki
nógu sterkur“, sagði Tryggvi.
„Ég veit að nann þarfpast pen-
inga“. — 2) „Og þessi bjálfi
Síðustu mínútur samvei'ustund-
arinnar voru eitraðar af vaxandi
óróleika þessa hugboða. Hendur
hennar skulfu af óþreyju og hún
hlustaði annars hugar á orð hans,
ái. þess að gera sér nokkra grein
fyrir því sem hann var að segja.
Nú varð það efst í huga hennar að
komast sem fýrst af stað, úr í-
búð hans, út úr húsi hans, kveðja
æfintýrið og hverfa aftur til hins
kyrrláta, borgaralega lífs síns.
Svo komu síðustu hughreystingar-
orðin, sem hún heyrði naumast sök
um hugaræsings, meðan hún stóð
innan við luktar dyrnar og reyndi
að heyra hvort nokkur væri á leið-
inni upp stigann eða niður hann.
En fyrir utan beið óttinn þess
óþolinmóður og albúinn að hrífa
hana á sitt vald og hindraði svo
hjartaslög hennar, að hún stóð á
öndinni af mæði, þegar hún hafði
gengið niður nokkrar tröppur.
Hún staðnæmdist eitt andartak
og dró djúpt að sér svalt og hress
andi útiloft forstofunnar, sem
barzt á móti henni. En þá var
skyndilega skellt hurð einhvers
staðar í húsinu. Hún kipptist við
og dró ósjálfrátt þykku slæðuna
betur fyrir andlitið. Svo flýtti hún
sér í dauðans ofboði niður stig-
ann.
Nú var komið að því sem erfið-
ast var og _sem hún hafði alltaf
kviðið mest fyrir: að ganga út
þarna, Markús, sem hefir hjálpað
honum“, hélt Tryggvi áfram“,
getur það ekki lengur þv! honum
hefir verið sagt upp hjá tímarit-
inu, sem hann starfaði við. Við
fáum veginn. Hér eru það pen-
um forstofudyrnar og út á göt-
una. Hún setti undir sif; höfuð-
ið, eins og hlaupari á spretti og
hraðaði sér með skyndilegri ein-
beittni í áttina að hálfopnum dyr-
unum.
Hún sá ekki konuna, sem rétt
í sömu andránni ætlaði að snar-
ast inn um dyrnar, og gekk því
beint á hana. — „Afsakið, sagði
hún vandræðplega og reyndi að
smeygja sér framhjá henni, en ó-
kunna konan stanzaði í miðjum
dyrunum og starði á haná með
reiðilegum fyrirlitningarsvip.
„Loksins tókst mér að standa
yður að verki“, hrópaði hún með
grófri, næstum ruddalegri röddu.
— „Auðvitað, heiðvirð og siðsöm
eiginkona — eða þykist vera það
— sem lætur sér ekki nægja að
eiga einn mann og auð og alls-
nægtir, heldur verður líka að tæla
elskhugann frá aumri og umkomu
lausri stúlkukind. . .“
„í guðs bæi um . . . Hvað eigið
þér við . . . Yður hlýtur að skjátl-
ast. . .“, stamaði frú Ireme og
gerði um leið klaufalega tilraun
til að komast leiðar sinnar, en kon
an varnaði henni algerlega út-
göngu og æpti með skerandi
röddu:
„Nei, mér skjátlast ekki . . . ég
þekki yður . . . þér eruð að koma
frá Eduard, vini mínum . . . Loks
ins tókst mér að hafa hendur í
hári yðar og nú veit ég hvers
vegna hann hefur sinnt mér svona
lítið í seinni tíð . . . það er sem
sagt vegna yðar. . .“
„I guðs bænum“, greip frú Ir-
ene framí fyrir henni, með ör-
væntingarfullri röddu. — „Hrópið
þér ekki svona hátt“, og um leið
hörfaði nún inn í forstofuna aftui'.
Konan horfði háðslega á hana.
Þessi lamandi ótti, þetta augljósa
úrræðaleysi, virtist á einhvern
hátt hafa góð áhrif á hana, því
að hún virti fórnardýr sitt fyrir
sér með drýgindalegu og sjálf-
glöðu hæðnisglotti og röddin varð
næstum vingjarnleg. — „Þannig
lítur hún þá út, þessi gifta frú,
hin göfuga hefðarkona, sem stel-
ur mönnum annarra kvenna. . .
Dulbúin, auðvitað dulbúin, svo að
ingarnir sem ráða“. — 3) „Ég
hefi áhyggjur af þessu pabbi“,
sagði Sirrý. „Hvað átti Tryggvi
við með því að segja að vegamála-
stjórnin myndi taka landið eign-
arnómi?" — „Bf hægt er að sanna
hún geti svo haldið áfram að leika
sömu siðsömu, heiðvirðu konuna“.
„Hvað . . . hvað viljið þér mér
eiginlega? . . . Ég þekki yður alls
ekki neitt . . . Nú verð ég að
fara . . .“
„Fara . . . já eðlilega . . . heim
til hins ástkæra eiginmanns . . .
heim í hlýju, notalegu stofuna til
þess að leika þar hina tignu hefð-
arfrú og láta þjónustufólkið snú-
ast í kringum sig. . . En það kem-
ur ekki svona göfugri hefðarkonu
við hvað ég og mínir líkar verða
a. þola, -hvort við deyjum af
hungri eða . . . “
Irene þreif í skyndi peninga-
buddu sina, knúin af einhverjum
óljósum innblæstri, og greip alla
þ peningaseðla, sem fingur henn-
ar náðu til. — „Hérna . . . Hérna,
takið þér við þeim . . . en látið mig
svo í fi'iði. . . Ég skal aldrei koma
hingað framar. . . Þér megið trúa
því. . “
Konan hrifsaði seðlana með ill-
úðlegum svip — um leið og hún
tautaði „skækja“ fyrir munni sér,
en þó svo hátt að Irene heyrði það
greinilega. Á næsta andartaki vék
hún úr dyragættinni og frú Irene
þaut eins og kólfi væri skotið, út á
götuna, óttaslegin og örmagna,
eins og morðingi út úr fangelsi.
Hún skynjað' andlit þeirra er
framhjf gengu, eins og afmynd-
aðar skrípamynair og hugsaði um
það eitt að komast sem fyrst og
sem lengst í burtu frá þessari
hræðilegu íanneskju.
Hún flýtti sir allt hvað hún gat
að bifreið, sem stóð á götuhorni,
þar skammt frá og hneig mátt-
vana og utanvið sig niður í mjúkt
sætið. Hun kom ekki upp einu
orði og hugsanirnar þyrluðust
stjornlaust upp í höfðinu á henni
og þegar hinn undrandi ekíll
spurði þennan kynlega farþega,
hvert ferðinni væri heitið, þá
starði hún bara á hann, sljólega
og skilningsvana. Að lokum virt-
ist samt spurningin ná til hins ör-
þreytta heila — „Til Sudbahnhof"
flýtti hún sér að segja og bætti
svo við, þegar sú hugsun hvarflaði
að henni, að ókunna konan kynni
að veita sér eftirför: — „Og akið
eins hratt og bér mögulega getið“.
Nú fyrst varð hún þessvör, hversu
mikil áhrif þessi atburður hafði
raunverulega haft á hana, bæði
andlega og líkamlega. Hendurnar
hengu niður með síðunum, mátt-
lausar og ískaldar, eins og ein-
hverjir dauðir hlutir og brátt greip
hana svo ofsa’egur skjálfti, að all
ur líkami hennar hristist og titr-
aði. Henni arð þungt um andar-
drátt. Hún fann til megnrar ó-
gleði, en jafnframt taumlausra.r,
trylltar reiði, sém brauzt um í
brjósti hennar, eins og krampa-
flog og krafðist útrásar. Helzt
hefði hún viljað gleyma þessum
að það sé til almenningsneilla, að
vegur liggi um landið er hægt að
neyða okkur til að selja“, sagði
Davíð. — Úff, ég vildi að
Markús væri hérna“, stundi Siggi.
hryllilegu endurminningum, sem
sátu fastar og óhagganlegar í
huga hennar — gleymr þessu hat
ursfulla og viðbjóðslega andliti
með hæðnisglottinu, þessum ógeðs
lega munni, sem hrækt hafð’ þess
um ódrengi. gu og særandi orð-
um út úr sér, og þessum uppreidda
rauða hnefa, sem hafði ógnað
henni. Ógleðin fór alltaf vax-
andi og svo hristist vagninn svo
ofsalega og kastaðist til á götunni,
að hún ’-ar alveg að því komin að
biðja ökumanninn að aka örlítið
hægar, en þá datt henni það
skyndilega í hug, að kannske hefði
hún ekki nógu mikla peninga við
hendina, til þess að borga honum,
þar sem hún hafði látið þennan
andstyggilega fjárkúgara tænia
budduna sína.
Hún flýtti sér því að gefa öku-
manninum merki um að stanza og
steig út úr bifreiðinni, ökumann-
inum til enn meiri undrunar. Til
allrar hamingju hafði hún þó enn
næga peninga eftir í buddunni, til
að greiða ökugjaldið. En nú var
hún stödd í framandi umhverfi,
innan um fjölda af starfandi mann
eskjum, sem juku á vanlíðan henn
ar með hverju orði og hverju til-
liti. Þar að auki var allur líkami
hennar eins og lamaður og magn
þrota eftir óttann og geðshræring-
una, svo að hcnni fannst hún varla
geta stigið í fæturna, hvað þá
gengið nokkur skref. En heim varð
hún að komast og með því að beita
allri vilja orku sinni, tókst henni,
með næstum ofurmannlegri á-
reynslu, að staulast áfram, úr
einni götu í aðra, eins og hún
væri að vaða í mýrarfeni eða hné-
djúpum snjó.
Að lokum komst hún samt alla
leið heim til sín og flýtti sér upp
tröppurnar, en reyndi samt að sýn
ast róleg, til þess að vekja ekki
tortryggni. En það var samt ekki
fyrr en þjónustustúlkan hafði
hjálpað henni úr kápunni og
hún heyrði glaðværan hláturinn
og masið x litla drengnum sínum
og yngri systur hans, að svipur
hennar varð nokkurn veginn ró-
legur, enda þótt sársaukafullar
öldur æstra tilfinninga ólguðu í
brjósti hennar. Hún tók af sér
slæðuna, gerði sér upp áhyggju-
lausan sakleysissvip og gekk svo
inn í borðtofuna, þar sem eigin-
maður hennar sat við kvöldverðar
boi ðið og las í blaði.
Slllltvarpið
Fimniludagur 19. júní:
Fastir liðir eins og venjulega.
10.00 Synodusmessa og pi'estvígsla
í Dómkirkjunni: Biskup Islands
vígir Kristján Búason theol. til
Ólafsf jai'ðaiprestakalls í Eyja-
f jaiðai'prófastdæmi. 12.50—14.00
„Á fiívaktinni", sjómannaþáttur
(Guðrún Erlendsdóttir). 16.00 Út-
varp frá kapellu og hátíðasal Há-
skólans: Biskup Islands setur
px'estastefnuna). 20.30 Synodus-
‘erindi: Fi'á Palestínuför. (Séra
j Bergur Björnsson prófastur í
j Stafholti. 21.00 Tónleikar (plöt-
1 ui ) 21.15 Upplestur Baldur Pálma
jsoix les þrjú kvæði 21.21 Tónleikar
plötur 21.40 Úr heimi mynd-
listarinnar (Björn Th. Björnsson
listfxæðingur 22,00 íþxóttaspjall
22.15 Þýtt og endursagt: Borgara-
styrjöldin á Spáni 1936—38 (Egg-
ert Proppé). 23.15 Dagskrárlok.
Föstudagur 20. júní:
Fastir liðir eins og venjulega.
19.25 Tónleikar: Létt lög (pl.). 20.
30 Synoduserindi: Prestafélag
Hólastiftis 60 ára (Séra Helgi
Konráðsson pi'ófastur á Sauðár-
króki). 21.00 Tónleikar af segul-
böndum frá sænska útvarpinu. 21.
30 Útvarpssagan: „Sunnufell" eft
ir Peter Fx-euchen; VII. (Sverrir
Kristjánsson sagnfiæðingur). 22.
10 Garðyi'kjuþáttur: Edwald B.
Malmquist talar við Guðrúnu
Hrönn Hilmarsdóttur, húsmæðra-
kennara um grænmetisneyzlu o. fl.
22.20 Frá tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar fslands t Þjóðleik-
húsinu 3. þ.m. Stjórnandi: Paul
Pampichlei'. Eirileikari á selló:
Erling Blöndal Bengtsson. 23.10
Dagskrárlok.
Síldarstúlkur
Nokkrar duglegar stúlkur óskast til Siglufjarðar í
síldarvinnu. Kauptrygging. Fríar ferðir. Gott hús-
næði. Upplýsingar í síma 10004 í dag og á morgun
frá fel. 7—9.
Bílstjóri óskast
hjá brezka sendiráðinu, enskukunnátta nauðsynleg.
Uppfýsingar hjá brezka sendiráðinu, Þórshamri.
Vöruflutningar
á Patreksfjörð og Bíldudal, 3 fastar ferðir í mánuði,
úr Reykjavík þann 1., 10. og 20. hvers mánaðar.
Bændur á þessari leið, athugið, ef verzlanir eða
kaupfélag á ekki þær vörutegundir sem ykkur vant-
ar, tek ég að mér að útrétta það í Reykjavík á hag-
kvæmastan hátt, með því að það sé borgað þegar
komið er með vöruna.
Afgreiðsla á Sendibilastöðinni Þresti, sími 22175.
Ingólíur Arngrímsson.
Stórstúkuþingið 1958
verður haldið í Hafnarfirði og hefst með guðsþjón-
ustu í Fríkirkju Hafnarfjarðar föstudaginn 20. júní
klukkan 2 e.h.
Fulltrúar skili kjörbréfum til stórritara áður en
þingið hefst. —
Benedikt S. Bjarklind,
stórtemplar
Jens E. Níelsson,
stórritari