Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 10
10 MOnCUNTiT 4 ÐTf) Firr-tntudagur 19. júní 1958 tJtg.: H.í. Arvakur, ReykjavlK. Framkvæmdastjóri: aigfus Jónsson. Aðalritstjörar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarm Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Eínar Asmundsson Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Augfysingar: Arni Garðar Kristxrisson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Símx 22480 Askriftargjalci kr. 30.00 á mánuði tnnaniands. 1 iausasolu kr. 1.50 eintakið. I MORÐIN BAK VIÐ JARNTJALDIÐ r Aþjóðhátíðardaginn flutti Ríkisútvarpið fregn um aftökurnar í Búdapest. Þannig voru íslendingar minntir á það á sínum eigin frelsisdegi hvernig önnur þjóð, sem -einnig telst til smáþjóða, er kramin undir járnhæl kommúnista. Þeg- ar slíkar fréttir berast, verður mönnum enn ljósara en áður hví- lík gæfa það er að mega njóta friðar og frelsis í vestrænu rétt- arríki. En fregnin um aftökurnar minnti líka á að hættan — komm- únistahættan — sem ógnar mann- réttindum og mannfrelsi, er ná- læg. Enn einu sinni hafa vestræn- ir menn frétt um glæpina sem drýgðir eru bak við járntjaldið. En þessu tjaldi er ekki lyft, eng- um er leyft að sjá hvað raun- verulega gerist þar. Myrkraverk- in eru framin í hljóði. Engin opinber réttarhöld voru haldin yfir Maleter og Nagy og þeim öðrum, sem drepnir hafa verið. Ekkert var gert kumnugt fyrr en aftökurnar höfðu farið fram. Það er líka sérstaklega táknrænt í þessu sambandi að það er ekki stjórn Ungverjalands, sem til- kynnir að morðin hafi verið fram in. — Útvarpið í Moskvu flutti fréttina. Það hæfði lika bezt, því það eru rússneskú kommúnist- arnir, sem haldið hafa á þeirri böðulsöxi, sem felldi þá menn að velli, sem vildu frelsi lands sins. Blóð þessara manna kemur yfir höfuð Rússa. Það eru þeir sem bera ábyrgðina á þjóðarmorðinu ungverska og þeim aftökum, sem nú hafa verið tilkynntar. Bæði Pal Maleter og Imre Nagy voru kommúnistar en allt um það risu þeir upp gegn því oki, sem Moskvu-kommúnisminn lagði á land þeirra og urðu í augum þjóðar sinnar tákn frelsis og sjálfstæðis. Báðir voru þessir menn sviknir í tryggðum af Rússum. Á þeirn voru rofin grið á hinn svívirðilegasta hátt, Pal Maleter, sem Ungverjar telja nú frelsishetju sína, stjórnaði upp- reisn fólksins gegn rússnesku böðlunum. En Rússar lokkuðu hann í gildru, þóttust ætla að ræða við hann um frið og frelsi þjóð hans til handa, en rufu grið- in og handtóku hann þegar hann kom til fundarins. Síðan hefur ekkert frétzt af Pal Maleter fyrr en fregnin um aftöku hans barst. Rússar höfðu líka lofað Nagy, að hann mætti fara frjáls ferða sinna, en það loforð var svikið. Það var sýnilega ekki til einskis, að Lenin innprentaði lærisvein- um sínum að „loforð eru gefin til að brjóta þau“. í sambandi við fréttina um af- tökurnar má hugleiða af hverju hún hafi einmitt verið birt 17. júní, en þann dag, fyrir fimm árum gerðu Austur-Þjóð- verjar blóðuga uppreisn, sem kæfð var af rússnesku skrið- drekaliði. Var dagurinn valinn vegna þess að Rússar óttuðust að Austur-Þjóðverjar mundu hefja uppreisn á ný þennan dag? Ólgan undir niðri vex þar eystra með hverjum degi og hefur enn magn- azt eftir að það sýndi sig að af- nám matvælaskömmtunarinnar reyndist tóm blekking. Ef til vill hafa ræður Títós um sviksemi Rússa og óorðheldni þeirra vakið hræringar í leppríkjunum, sem Rússar óttast og telja því rétt að sýna andlit sitt enn á ný. Þetta er ekki vitað með vissu, en það er víst að aftökur Ungverjanna munu enn á ný vekja samvizku heimsins og rifja upp hetju- baráttu ungversku þjóðarinnar. Um leið og íslendingar hug- leiða fréttina um seinustu morð kommúnistanna ættu þeir að líta í eigin barm. Það er smánar- blettur á íslenzkum stjórnmál- um — íslenzk smán — að komm- únistar skuli sitja í ríkisstjórn landsins. Við mættum líka hug- leiða hvílík glæframennska það er að tengja ísland sífellt nán- ari viðskiptalegum- og fjárhags- legum tengslum við Rússa og leppríki þeirra. Rússar eru alltaf tilbúnir til að svíkja orð og eiða og íslenzka þjóðin vill ekki ánetjast Rússum. — Mikill meirihluti hennar vill ekki hafa kommúnista í ríkisstjórn. Ef stjórnarflokkarnir hefðu þor til að spyrja þjóðina mundu þeir fá eindregna neitun. Og þá, eftir nýjar kosningar, væri unnt að afmá þann blett, sem seta komm- únistanna í íslenzkum ráðherra- stólum er og bægja burt þeirri hættu, sem af henni stafar. NORRÆNIR GESTIR ItNDANFARNA daga hafa | blaðamenn frá Norður- • lóndum setið á þingi í Reykjavík ásamt íslenzkum stétt- arbræðrum sínum. íslenzkir blaðamenn fagna mjög komu hinna góðu gesta frá Norður- löndum. Á þessu móti blaða- mannanna eru ýmis mál rædd sem varða starf þeirra og stétt og hefur allt slíkt sína þýðingu, enda er samstarf millj blaða- manna, sem eiga svo margvísleg skipti saman, hið nauðsynlegasta. Þeir eiga líka mörg sameiginleg vandamál og úrlausnarefni við að etja. En það sem mestu varðar er þó kynningin sem skapast miili blaðamannanna. íslenzkir blaða- menn eru því fegnir að fá að kynnast stéttarbræðrum sinum hér heima og það er mikils virði fyrir íslenzku þjóðina að stór hópur norrænna blaðama na skuli nú hafa gist land þeirra og með því fengið betra tæki- færi en þeim hefur gefizt áður til að kynnast landi og þjóð. Það hefur löngum viljað bera á ýmiss konar misskilningi í erlendum blöðum, og þá jafnvel í blöðum frændþjóða okkar á Norðurlönd- um, um margt, sem ísland hefur varðað. Þetta hefur verið vegna þess hve landið hefir lengi verið afskekkt. ísland er nú ekki lengur langt frá öðrum þjoöum ems og tekxð er til orða í alkunnu kvæði. Samgöngur tengja það nú við umheiminn á þann hátt sem ó- þekkt var áður. Hingað koma nú miklu fleiri gestir en áður var. Meðal þeirra hafa verið margir erlendir blaðamenn frá hinum ólíkustu þjóðum, en íslendingar fagna aiveg sérstaklega komu hinna norrænu blaðamanna. UTAN UR HEÍMI Morðingi leysir frá skjóðunni Hitamál í London „Ég, Donald Hume, játa hér með fyrir Sunday Pictorial, að hafa um nóttina hinn 4. október árið 1949, myrt Stanley Setty í íbúð minni við Finchley-road í Lon- don. Ég stakk hann til bana í slagsmálum við hann“. Þannig hóf Lundúnablaðið Sunday Pictorial blóðuga frásögn sína á forsíðu á dögunum. Morð- inginn sjálfur sagði frá — og fékk 3,600 sterlingspund að laun- um. Donald Hume var dreginn fyr- ir rétt árið 1950, sakaður um morð Stanley Setty, bifreiðasala. En Hume var sýknaður af ákær- i unni, en hins vegar fundinn sek- ! ur um að hafa átt þátt í því að koma líki Setty fyrir kattarnef Fékk kaf- hát í vörp- una LUNDÚNUM, — Reuter-NTB — Talsmaður brezka flotans stað- festi í dag, að brezkur togari hefði sl. miðvikudag fengið kaf- bát í vörpuna 9 sjómílur út af suðausturhorni Cornwall. Tog- J arinn, St. Ciair, hafði fengið lít- i inn afla þann dag, en allt í einu urðu togarasjómennirnir þess varir, að mikill afli var kominn í vörpijna. Var varpan nú dreg- in inn af mikilli gætni, en brátt kom í Ijós, að „aflinn" var kaf- báturinn Teredo, sem er 1500 lestir og með 59 manna áhöfn. Var nú kafbáturinn í flýti los- nður við vörpuna. Skipstjórinn á kafbátnum sagði síðar svo frá, að hann hefði verði á 90 feta dýpi, er hann skyndilega varð þess var, að báturinn var fastur. Til að koma í veg fyrir, að vélin eyðilegðist var strax gef- in skipun að fara hægt upp á yfir borðið. —• varpa því út úr flugvél yfir Thames. Hume sat í fangelsi í allmörg ár, en fyrir skemmstu var hon- um sleppt lausum. Sunday Pictorial hefur verið á hnotskógi eftir honum um skeið, því að ritstjórana hefur grunað, að eitt- hvað meira og alvarlegra lægi að baki — eitthvað, sem aldrei fékkst upp úr Home. Og loks féllst hann á að leysa'frá skjóð- unni. Sims, einn af fréttariturum | Sunday Pictorial dvaldist með | Hume og ritaði frásögn hans nið- ur. Hume sagðist svo frá, að hann hefði í æsku orðið fyrir miklu mótlæti og raunum, móðir hans var hirðulaus og hafði horn í síðu hans, en hann var föður- laus. — I uppvextinum hafði hann eignazt marga óvini — og hann hafði jafnan fundið, að bezt var að losna við alla óvini við fyrsta tækifæri, sem I gafst. Hann hafði gert þetta að eins konar boðorði — og eftir að hann var sjálfur giftur — og frétti, að Setty bílasali var far- inn að eiga vingott við konu hans — greip hann hníf og hugð- ist gera út af við Setty í ofsa- bræði. Leikar fóru líka svo, að Hume gekk að bílasalanum dauð- Þessi frásögn Sunday Pictoral vakti geysimikla athygli í Bret- landi — og ekki einungis sex milljónir lesenda blaðsins ræddu málið sin í milli, heldur hófu hin blöðin að ræða það af kappi. „Grípið morðingjann", „Handtak ið manninn", „Það er ekki gott fyrir þjóðina, að morðingi geti gengið laus og hagnazt á morð- inu“ — sögðu blöðin. En Hume er á grænni grein. Ekki er hægt að draga hann fyrir dómstólana öðru sinni og ákæra hann fyrir sama morðið og hann hefur ver- ið sýknaður af. Ef honum verð- ur hins vegar stefnt fyrir dóm- stóla fyrir meinsæri getur hann bjargað sér með því að staðhæfa, að frásögn Sunday Pictorial sé einungis uppspuni, sem birtur hafi verið í gróðaskyni. Brezka konungsfjölskyldan hefir mikinn áhuga á hestum og veðreiðum. Hér á myndinni sést Elizabet drottning i áköfum samræðum við hert ogann af Beaufort um hlaupið, sem þau eru að horfa á. Elízabet drottningarmóðir er einnig með al áhorfenda. „Stúkan" er heyvagn þar sem öðru er ekki til að dreifa við hlaupabrautina, sem er eign hertogans af Beaufort.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.