Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. júní 1958 MOnnT'MIT 4 fítÐ 3 Þjóðhátíðin í Reykjavík 14. lýðveldisafmælinu fagnað i fögru veðri REYKVÍKINGAR gátu verið for sjóninni einsiáiaega þakklátir, fyrir veðurblíðuna, er þeir héldu heim af þjóðhátiðarhöldunum „gengnir upp að hjám“, eins og einn maður komst að orði, er hann hélt heim á leið upp Banka- strætið, eftir að hafa tekið þátt í 2 skrúðgöngum, horft á íþrótta- keppni, barnaskemmtun og hlýtt á kórsöng. Hið ákjósanlegasta veður til slíkrar hátíðar var hér í bænum allan daginn og veðrið um kvöldið var að sama skapi fagurt. Allan daginn var mikill og ræddi einkum um landhelgis- málið Taldi hann að eriendis hefði nú verið tekin upp hörð bar átta gegn ákvörðun íslendinga um að víkka fiskfriðunarsvæð- ið í 12 mílur, og væri falsrökum og slagorðum beitt í þessum áróðri. Ráðherrann kvað erlenda og innlenda vísindamenn hafa sannað að fiskstofninn hér við land sé að eyðast eftir harða ásókn hinna stóru togara. Síðan komst ráðherrann m.a. svo að orði. Við getum og bent á, að mestur Frú Helga Bachman las ávarp Jónsson, snjallt mannfjöldi á götum bæjarins, og þátttakan í hinum ýmsu samkom um og skemmtunum því mjög mikil. Mun þó mestur mannfjöldi hafa verið saman kominn á Arn- arhóli þar sem barnaskemmtun fór fram. Lögreglan sem var fjölmenn á götunum, til að stjórna hinni miklu umferð, handtók um dag- inn nokkra af fastagestum „Kjall arns“ og stakk þeim inn, en að auki voru nokkrir aðrir tekmr og settir þar inn, loks voru nokkr ir er hinn þröhgi Kjallari var orð inn fullur geymdir í lögreglu- stöðinni. Yfirleitt var þó lítið um ölvun á almannafæri allt fram yfir miðnætti, en þá tók nokk- uð að bera á drykkjuskap. Er það áberandi orðið nú hin síðari ár, að dryklíjuskapurinn á götun um á þessum mikla hátíðisdegi verður ekki áberandi fyrr en um og eftir miðnætti. Formaður þjóðhátíðarnefndar, Eiríkur Ásgeirsson, lét þau ofð falla er hann sleit hátíðinni á Lækjartorgi klukkan 2 um nótt- ina, að hátíðin hefði farið mjög vel fram í alla staði og verið bæj- arbúum til sóma. Skrúðgöngurnar voru fjöl- mennar og var skemmtilegt að sjá svo margt prúðbúið fólk. Bær inn var allur fánum skrýddur að vanda og í sóskininu og norðan golunni, voru allir í sínum beztu sumarfötum. Ungu stúdentarnir og hópur skáta settu svip sinn á skrúðgönguna frá Alþingishús- inu, er farið var suður á íþrótta- völl. Óþarft er að rekja lið fyrir lið einstök atriði hátíðahaldanna, en margt var þar vel gert og ánægjulegt á að hlýða. Forsætisráðherra Hermann Jói.---ii flutti aðalræðu dagsins fjallkonunnar, eftir Einar M. og skörulega. • hluti eða um 95% af því, sem við þurfum að kaupa frá öðrum löndum, er keypt fyrir fiskaf- urðir. Við getum sannað með þessu og vitnisburðum gleggstu manna erlendra og innlendra að naumast er lífvænlegt fyrir þjóðina nema hún njóti allra Forseti íslands leggur blómsveig að fótstalli styttu Jóns Sigurðssonar. gæða, sem landinu tilheyra, þar á meðal verndaðra fiskimiða, Hvernig geta sumar stórþjóðir tekið sér 12 mílna landhelgi? Hvers vegna fá aðrar þjóðir að slá eign sinni á hafsbotninn allt að 200 mílur frá ströndum út, og hvers vegna á smáþjóð bá ekki fiskinn, sem syndir fyr'ir ofan hafsbotninn, þótt hann sé veiddur með því að skafa hann með botnvörpu? Og hvers vegna skyldu einmitt þær stór- þjóðir, sem léleg fiskimið eiga eða hálfeydd vegna eigin ofveiði halda fast við 3 mílur. — Við íslendingar getum ekki borið virðingu fyrir þessar teg- und af réttlæti. Forsætisráðherrann kvaðst ekki mundu lengja mál sitt „með því að elta ólar við ýmis erlend fals rök, sem beitt er gegn málstað íslands. Eitt slagorðið er um „frelsi á hafinu“, sem ekkert kemur þessu máli við, því að ís- lendingar hafa aldrei rætt um annað en útfærslu fiskveiðiland- helginnar“. Síðan sagði ráðherrann: „Sumir tala um samninga, sem við erum bundnir við Atlants- hafsbandalagið. Vitanlega kemur ekki annað til máia en að við höldum alla samninga meðan þeir eru haldnir við okkur. . . . Og engin breyting hefur orðið á hefðbundinni virðingu þjóðarinnar fyrir gerðum samn- ingum. — Hitt er annað mál, að við teljum okkur geta ætlazt til þess af nábúum okkar að þeir skilji að þótt verndun lífs í styrjöld og frelsis fyrir þá, sem kunna að lifa, sé mikils virði, þá er það naumast minna virði, að viður- kennt sé, að við eigum þau verð i mæti, sem landinu tilheyra með | réttu og við sannanlega þurfum til þess að geta lifað í landinu þann tíma, sem ekki er heims- I styrjöld. Það ætti varla að undra ! neina þjóð, þótt íslendingar ! líti almennt svo á“. I Að lokum sagði forsætis- ráðherra m.a. þetta. „Við skulum ekki láta deilur við aðrar þjóðir leiða hugann frá innlend-1 um vandamálum — efnahagsmál unum. Þótt við fáum réttláta við- urkenningu á því, að við eigum það, sem okkur ber, hrekkur það ekki til, ef við erum ekki menn til að skipa efnahagsmálum okk- ar eins og sjálfstæðri þjóð sæm- ir“. Fallegur var blómsveigurinn sem Ásgeir Ásgeirsson forseti lagði að fótstalli styttu Jóns Sig- urðssonar á Austurvelli í nafni þjóðarinnar. Var þar þá saman- kominn við styttuni mikill fjöldi ljósmyndara og þar voru t.d. sjónvarpsmenn frá Milanó á íta líu, sem voru á harðaspretti allan daginn við myndatöku. Á barnaskemmtuninni skemmtu börnin sér vel yfir því að sjá og heyra vin sinn Konna. litla stund og þar kom fram telpa sem söng gamanvísur af miklu fjöri. Kór- söngur var á eftir barnaskemmt- uninni og þar tóku Norðmenn- irnir frá Álasundi lagið. Kvöldvakan á Arnarhóli var mjög fjölsótt. Þá var loft orðið skýjað svo kvöldfegurðarinnar naut ekki fullkomlega, en logn var og hlýtt. Söngurinn setti mestan svip sinn á þennan þátt Framh. á bls. 18. Fjöldi fólks Ieitaði upp á túnin við Lækjargötu og hvíldi slg þar eftir Iýjandi göngu á malbikinu. Röð af veitingatjöldum er þar fyrir fraiuan. STAKSTEIiAR Slagorð Hermanns Hermann Jónasson nefndl stjórn sína á árunum 1934—1938 oft „stjórn hinna vinnandi stétta“. Að þessu sinni verður honum tíðræddara um „vinnu- stéttirnar". Hvort heitið, sem val- ið er, lýsir einstakri hræsni, því að verkalýðurinn hefur aldrei verið verr leikinn af neinum inn- lendum stjórnum en þeim, sem Hermann hefur valið þessi heiti. Blaðið Islendingur birti 23. maí sl. eftirtektarverða grein, þar sem vitnað er til orða Ólafs Jons- sonar, ræktunarráðunauts, um þessi slagorð. Grein íslendings hljóðar svo: Hinar „vinnandi stéttir“ 1 nýútkomnu hefti af ársrití Ræktunarfélags Norðurlands, er smágrein um „slagorð" eftir rit- stjórann, Ólaf Jónsson. Gerir hann þar eitt útbreitt slagorð sérstakíega að umtalsefni, er sé svo mikið noíað í áróðri, en það er orðasambandið „vinnandi stéttir“ eða „vinnandi fólk“. Tel- ur hann, að enda þótt sumir noti þetta orðasamband í ákveðnum tilgangi, þá séu þeir þó fleiri „sem farnir eru að nota þetta skrípiyrði algerlega hugsunar- laust eins og einhverja viðtekna speki“. Um þetta segir Ó. J. meðal annars: „Samkvæmt hljóðan sinni fel- ur slagorð þetta í sér, að í landi voru séu tvenns konar stéttir, stéttir sem vinna og stéttir, sem lifa í iðjuleysi. Ég efa ekki að í sérhverju þjóðfélagi er nokkur hópur manna, sem ekki vinna, annaðlivort af því þeir þurfa þess ekki til þess að lifa eða af því þeir nenna því ekki, en eigi er mér kunnugt um, að þessir menn, sem til allrar hamingju eru vafa- laust fáir, tilheyri eða hafi mynd- að sérstaka stétt, heldur munu þeir finnast i öllum stéttum. Þá er að sjálfsögðu nokkur hópur manna, sem vegna sjúkdóma, aldurs eða líkamsmeiðsla getur ekki unnið, en eigi er vitað, að slíkt fari eftir stéttum, eða það ólánssama fólk, er þannig hefur misst verkfærni um stundarsakir eða að fullu, sé talin sérstök stétt. Varla getur hér heldur verið átt við börnin á því reki, sem þau eru ekki vinnufær, eða atvinnu- leysingja, sem að sjálfsögðu til- heyra sinni stétt, þótt þá skorti atvinnu. — Orðatiltækið „vinn- andi stétt“ er því hrein lokleysa og hugsunarvilla“. Þá telur höf. tilraun hafa verið gerða til að láta slagorð þetta merkja þá er vinna líkamlega vinnu og framleiðslustörf og verði þá andstaðan þeir, er vinna andlega vinnu eða mlðl- unar- og þjónustustörf. En út af þessari skilgreiningu heldur greinarhöíundur áfram: „ÖU störf krefjast bæði líkam legrar og andlegrar áreynslu og um það má deila hvort krefjist hlutfallslega meiri líkamsorku að skrifa á ritvél eða stjórna vél- slætti, r.ð annast afgreiðslu í búð eða ýta upp vegi með jarðýtu, og ekki verður aðgreiningin Ijós- ari, ef framleiðslustörfin eru Iögð til grundvallar, því eins og öll bygging þjóðfélagsins hvílir á framleiðslunni, eins er hún líka beint eða óbeint i þjónustu fram- leiðslunnar. Það má deila um það, hvort of miklu eða of litlu sé varið til þessarar eða hinnar greinar þióðfélagsbyggingarinn- ar, svo sem vegagerðar, hafnar- gerðar, heilbrigðismála, síma, skólamála, landbúnaðar- eða út- vegsmála, en það verður ekki deilt um þýðingu þessara greina í þjóðfélagskerfinu eða hvort þeir, sem í þeim starfí séu „vinn an-" < f' ,,ekki vinnandi" stétt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.