Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 11
mmmiuaagur ra. jum i»o»
MORC.rNnT 4T)TÐ
11
I. ji wimmj
•■v^r-sfwríflpfi^.
Skotlandshréf frá Magnúsi Magnússyni:
í BRÉFKORNUM mínum hefur
mér jafnan verið efst í hug að
segja ykkur frá þeim atburðum,
sem einkum setja svip sinn á
þjóðlíf Skota nú á tímum. Þó
mun ég bregða af þeirri venju
minni í þetta skipti og þess í
stað fjalla ofurlítið um löngu
liðna tíma á einum afskekktasta
hluta Skotlands. Það er einkum
tvennt, sem veldur þessari ráða-
breytni. í fyrsta lagi er ég ný-
kominn úr ferðalagi frá Hjalt-
landi, og þar heimsótti ég hinar
merku fornminjar að Jarlshoíi.
Og í öðru lagi var ég að lesa ný-
útkomna bók um þennan for-
vitnilega stað (J.R.C. Hamilton:
Excavations at Jarlshof, Shet-
land). Hvorugt mun líða mér úr
minni um langan aldur, og er þá
einungis eftir að vita, hversu vel
mér gengur að lýsa því, sem fyr-
ir mig bar á fornum slóðum. vík-
inga og svo snilldarlega er skýrt
í bók Hamiltons um þetta efni.
Jarlshof er syðst á meginlandi
Hjaltlands. Nafnið er ekki fornt,
þótt svo líti út í fljótu
bragði. Skozki rithöfundurinn
Sir Walter Scott gaf staðnum
þetta heiti, og hefur það síðan
haldizt við, og er það ekki illa
til fallið. Að Jarlshofi er hægt
að lesa slitrótta sögu hjaltlenzkra
manna frá því á öðru árþúsundi
fyrir Krist og fram á 16. öld.
Elztu rústirnar eru með stein-
aldarsvip, svo koma aðrar frá
bronzöld, og enn aðrar frá járn-
öld, margar minjar frá víkinga-
öld og síðan fram til sextándu
aldar. Auk rústanna hefur margt
komið í ljós, sem eykur þekk-
ingu okkar á fornum lifnaðar-
háttum Hjaltlendinga, en okkur
íslendingum hlýtur að þykja
mest til þess koma, sem okkur
er skyldast, og því mun ég
einkum spjalla um víkingaöld-
ina í þessu bréfi.
Um það leyti, sem Hrafna-
Flóki heimsótti Hjaltland á leið
sinni til íslands, höfðu norrænir
menn búið þar um tvo manns-
aldra eða lengur. Hjaltlenzk ör-
nefni sýna, að byggð norrænna
manna hefur hafizt þar miklu
fyrr en á íslandi. Og elztu húsa-
leifar norrænna manna að Jarls-
hofi virðast vera frá því um 800
Þegar Norðmenn komu til Hjalt-
lands, voru Péttar þar fyrir, sem
flutzt höfðu þangað löngu fyrr
frá meginlandi Skotlands. Sér
enn minjar þeirra í hjaltlenzkum
örnefnum, þar eru til að mynda
Péttavatn og Péttadalur. Auk
Péttanna voru Papar þá á Hjalt-
landi, eins og sést af örnefnun-
um Papey og Papýli. Papar þess-
ir voru eins og allir vita einsetu-
menn, sem komið höfðu frá Ir-
landi eða Suðureyjum. Þeir voru
farnir að heimsækja ísland seint
á 8. öld, en til Hjaltlands munu
þeir hafa komið miklu fyrr.
Að Jarlshofi getum við kynnzt
lifnaðarháttum víkinga frá því
um 800 og fram á 11. öld. Húsa-
rústirnar þar og aðrar fornminj-
ar eru því mikilvægar hverjum
þeim, sem kynnast vijl ytri menn
ingu norrænna manna á þessu
tímabili. Hefur svo verið sagt,
að næst á eftir íslendinga sögum
veiti Jarlshof okkur bezta vit-
neskju um hætti norrænna
manna á víkingaöld.
Elztu norrænu húsarústirnar
á Jarlshofi eru frá því um 800,
eins og fyrr var sagt. Þar getur
að líta leifar af bæ með útihús-
um, sem byggður var í þann
mund, sem afi Kveldúlfs var upp
á sitt bezta. Bærinn sjálfur er
með svipuðu sniði og síðar tíðk-
aðist á íslandi. Rétthyrnt hús,
70 fet á lengd og 20 feta breitt
Veggir.hlaðnir úr torfi og grjóti,
meðfram suðurveggnum er stétt
Húsinu var skipt í tvennt: skála
og eldhús, og var skálinn miklu
stærri, eða tæp 40 fet á lengd.
Meðfram veggjum sjást leifar af
pöllum, og á miðju gólfi var
langeldur. í eldhúsinu sjáum við
eldstó á miðju gólfi, en inn í
vegginn var hlaðinn ofn. Er senni
legt, að steinar hafi verið hitaðir
í eldinum, og svo var þeim skot-
ið inn í ofninn til að baka við
brauð.
Skammt frá húsinu eru aðrar
rústir, sem annaðhvort eru leifar
af hofi eða baðstofu. Þar Jiefur
brunnið langeldur. Helzt mætti
hugsa sér, að þetta hafi verið
lítið heimilishof, og hefur því
verið jafnað til slíkra hofa, sem
munu hafa tiðkazt á íslandi.
Hér sjáum við einnig rústir af
smiðju og fjósi, og loks er hér
útibúr, sem ætla má, að notað
hafi verið til að hýsa þræla. Á
gólfinu í útibúrinu voru kljár,
snældusnúðar og önnur tæki,
sem benda til þess, að þrælarnii
hafi ekki verið látnir sitja auð-
um höndum.
í þessum elztu leifum rekumst
við einnig á frumstæðar tilraunir
norrænna manna til myndlistai.
Einhver listamaður af nörsku
bergi brotinn hefur stytt sér
stundir með því að grafa mynd
sennilegri, enda vottar fyrir
hjaltnesku handbragði á sumum
íslenzkum klébergshlutum. Má
það vel vera, að sumar sögur
okkar hafi verið skrifaðar við
glætuna frá hjaltneskum lampa-
kolum, en lýsið var þó altjent ís-
lenzkt eins og bókfellið, sem á
var ritað, og höndin, sem penn-
anum stýrði.
1 rústunum að Jarlshofi fund-
ust tvær mannamyndir, ristar í
stein. Önnur var af ungum
manni, hrokkinhærðum og snar-
eygum. Honum er sprottin grön,
en skeggstæði lítið. Á sama
steinninn er rist mynd af hænu.
Hin myndin er af gömlum
manni, tannlausum með innfall-
inn munn. Hann horfir yfir hell-
una á ungan sel. Gamli maðurinn
er í veiðihug. Myndir þessar
munu hafa verið gerðar á 9. öld,
ef til vill áður en dóttir Hrafna-
Flóka drukknaði hér á Hjalt-
landi. Myndir þessar færa menn
nær hinum horfnu tímum. Þótt
við getum ekki vitað, hverjir
Bændabýli og gömul hús við Sumburgh
þessir menn voru, þá er það mikil
raunabót að sjá myndir af tveim
frændum okkar fornum, sem
byggðu þessar slóðir.
Á einum stað í rústunum
fannst lítill hringur úr steinvöl-
um. Hér hefur barn verið að
leik, en svo hefur sandur fokið
yfir það mannvirki, sem ungat
Landnám norskra víkinga 9 alda gamalt
hendur gerðu fyrir meir en þús-
und árum.
Þegar ég kom til Jarlshofs
fyrir skemmstu og reikaði um
mannlausar rústirnar, var eins og
hulu væri lyft af fortíðinni um
stund. Hér var Rögnvaldur jarl
að veiðum úti fyrir, dulbúinn
sem fiskimaður. Það var hér, sem
hann gaf fátæklingum hlut sinn,
þegar hann kom á land, og hlust-
aði á hjaltneska konu gera gys að
honugi, þegar honum varð fóta-
skortur. Ég fór í veiðferð með
nokkrum Hjaltlendingum daginn
eftir, og við rerum á sömu mið.
Bátur þeirra var sönn eftirmynd
hinna fornu víkingaskipa, langur
og borðlágur, með hásteíni. I
honum var kjölfesta mikil úr
blýi, svo að hann myndi sökkva,
ef mikið gæfi á hann. Hjaltlend-
ingar komast aldrei á kjöl.
í vesturátt frá Jarlshofi rís
Friðarey úr bláu hafi. Þar bjó
forðum Dagviður bóndi, vinur
Kára Sólmundarsonar. Ef það er
rétt hérmt, að Kári hafi dvalizt
hjá Dagvið eftir Njáls-brennu, er
ekki ósennilegt, að hann hafi
skroppið hingað yfir sundið til
Jarlshofs, og ef til vill hefur
hann gist í einhvei'ju húsanna,
sem teikningin sýnir.
Eftir víkingaöld var enn byggt
í Jarlshofi, fyrst bóndabær og
síðan veglegri bústaður á 16. öld..
Sú bygging stendur enn að
nokkru leyti, og hefur hún orðið
fræg í skozkum bókmenntum af
skáldsögu þeirri, sem Sir Walter
Seott samdi um Hjalt.land.
af víkingaskipi í grjót. Og ann-
ars staðar sjáum við teikningar
af dýrum og drekahöfði. Fagur-
skornar nælur úr dýrabeinum
bera vitni um öruggt og listrænt
handbragð, og glysgjarnar konur
hafa kembt hár sitt með útskorn-
um beinkömbum.
Norræna nýlendan að Jarlshofi
hefur tekið töluverðum stakka-
skiptum, þegar kom fram um
miðja 9. öld. Gamli bærinn
stendur þá enn og gegnir sama
hlutverki og fyrr, en hofið er
búið að leggja niður, og nýjum
útihúsum hefur verið aukið við.
Og eftir því sem lengra líður á
víkingaöldina, fer húsum fjölg-
andi, unz þar er orðin töluverð
húsaþyrping. Af teikningunni,
sem hér fylgir með, getum við
séð, hvernig Jarlshof hefur litið
út á dögum Ara fróða. Auk húsa-
rústanna, sem grafnar hafa verið
upp, hefur komið í ljós geysi-
mikill fjöl^i af ýmiss konar hlut-
um úr steini, bronzi, járni og
beini. Okkur Islendingum leikur
sennilega einna mestur hugur á
að kynnast hjaltlenzkum áhöld-
um úr klébergi. íslendingar urðu
að flytja klébergið inn, og munu
þeir hafa fengið pað frá Græn-
landi og víðar. En á Hjaltlandi
var engin þurrð á þessu mikil-
væga smíðaefni. Skammt frá
Jarlshofi voru ágætar klébergs-
námur, enda er hér að finna
mikla gnótt af hlutum úr klé-
bergi: snældusnúðum, sökkum,
kerum, kolum og svo framvegis.
Er ekki ósennilegt, að Islending
ar hafi flutt inn eitthvað af hlut-
um úr klébergi eða þá hráefnið
sjálft. Þó er fyrri möguleikinn
150 börn stnnduöu æfingnr hjn
þjóðdnnsnlélngi Reykjnvíkur
Auk þ>ess iðkar fjöldi fullorðinna
dansa hjá félaginu
AÐALFUNDUR Þjóðdansafélags
Reykjavíkur var haldinn mið-
vikudaginn 14. mai s. 1. Vara-
formaður félagsins, Árni Gunn-
arsson, skýrði frá starfsemi
félagsins á liðnu úri, sem var 7.
starfsár þess. Fór starfsemin
fram með líku sniði og að und-
anförnu.
Félagið hélt uppi kennsfti í
gömlu dönsunum og þjóðdönsum
fyrir fullorðna, auk þess voru
starfræktir æfingaflokkur fyrir
börn og sóttu æfingar yfir 150
börn. Eins og að undanförnu fór
meginhluti kennslunnar fram í
Skátaheimilinu við Snorrabraut,
en auk þess háfði sýningarflokk-
ur til afnota fyrir æfingar sam-
komusal í Edduhúsinu við Lind-
argötu.
Sýningarflokkur er starfrækt-
ur sem sérstök deild innan
félagsins og er formaður hans
Guðjón Jónsson og meðstjórn-
endur frú Ingveldur Markúsdótt-
ir og frk. Kristín Guðmunds-
dóttir. Mun flokkurinn halda
áfram æfingum í sumar.
Aðalkennarar s. 1. vetur voru
frk. Mínerva Jónsdóttir, frú
Matthildur Guðmundsdóttir og
Svavar Guðmundsson.
Hin árlega vorsýning félagsins
var að þessu sinni haldin í Skáta-
heimilinu 2. maí og vegna mikill-
ar aðsóknar var hún endurtekin
4. muí.
Stjórn félagsins er nú þannig
skipuð: Frú Sigríður Valgeirs-
dóttir formaður og meðstjórnend-
ur þeir Jón Þórarinsson, Guð-
mundur Sigmundsson, Svavar
Guðmundsson og Sverrir Sverris-
son. Að aðalfundinum loknum
sýndi Sverrir Sverrisson mjög
skemmtilegar þjóðdansakvik-
myndir og auk þess voru veiting-
ar fram bornar fyrir fundarmenn.
ðtgerðorfólag Ahnreyringa ekki
tekið til gjaldþrotaskipta
AKUREYRI, 16. júní. Á fundi
bæjarstjórnar Akureyrar í dag
var m. a. til umræðu bréf Út-
gerðarfélags Akureyringa hf.,
þar sem frá því er skýrt að þeir
lögfræðingarnir Jónas G. Rafnar
og Guðmúndur Skaftason hafi
lokið við athugun á lánamögu-
leikum félagsins og samningagerð
við kröfuhafa ÚA. Með þessu
starfi lögfræðinganna er fullnægt
skilyrðum þeim sem bæjarstjórn
setti fyrir yfirtöku og rekstri fé-
lagsins.
Á fundinum í dag bar Helgi
Pálsson fram tillögu þoss efnis að
bæjarstjórn samþykkti að ganga
í ábyrgðir þær, sem eru skilyrði
fyrir því að lántökur og samning-
ar við kröfuhafa náist. Ennfrem-
ur að bæjarráð taki upp samninga
við stjórn ÚA um það í hvaða
formi reksturinn skuli yfirtekinn.
Samþykkt var tillaga um að vísa
málinu til bæjarráðs og að það
taki upp samninga við stjórn ÚA
um málið. Tók Helgi Pálsson til-
lögu sína til baka Ltrausti þess,
að 010111 verði afgreitt svo fljótt
sem auðið er, en allur dráttur á
málinu skapar erfiðleika fyrir fé-
lagið. Samkvæmt þessu er aug-
ljóst, að félagið muni ekki verða
gert upp til gjaldþrotaskipta, en
bærinn muni í einhverri mynd
annast rekstur þess í náinni fram
tíð. — vig.
Um Jarlshof á Hjaltlandi