Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 12
12
MORGVHBLAÐ1Ð
F-'mmtnflagur 19. iúní 1958
Aðe/ns góður íslendingur gefur orð-
góður Kanadamaður
Spjalloð við Vestur-íslendinginn
Bjarna Kolbeins
VESTUR-ÍSLENDINGURINN
Bjarni Kolbeins, húsasmíðameist
ari í Voncouver á vesturstrónd
Kanada, hefur dvalizt hér á iar.di
undanfarið. Bjarni er sonur séra
Eyjólfs Kolbeins, sem var prest-
ur á Staðabakka og síðar á Mel-
stað. Er Bjarni fæddur á Staða-
bakka árið 1897, en fór vestur um
haf 16 ára að aldri, og hefur átt
heima þar síðan. Tíðindamaður
Mbl. hitti Bjarna að máli heima
hjá bróður hans, Páli Kolbeins
yfirbókara, og spurði hann margs
að vestan. Var Bjarna greitt um
svör og talaði hann lýtalausa ís-
lenzku eftir 45 ára dvöl vestra.
— Ég fór vestur árið 1913, fyrst
til Winnipeg og átti heima í Mani
toba fyrstu fimm árin. Þar vann
ég við landbúnað og fiskveiðar,
en fékkst einnig dálítið við smið-
ar. Svo var það árið 1918 að ég
fór í skyndiferð vestur á Kyrra-
hafsströnd og kom aldrei til baka.
Þar settist ég að og fékk vinnu
við skipasmíðar, þaí sem byggð
voru seglskip fyrir frönsku stjórn
ina. Þau voru öll úr timbri^ 3000
fjórði er í útlendingaeftirlitinu.
'Svo eigum við eina dottur, sem er 1
gift símavirkja.
— Er margt íslendmga í Van-
couver?
— Þegar ég kom þangað fyrst,
var þar vart íslending að sjá,
en nú eru um 5—6 þús. íslend-
ingar í Voncouver og þar í
grennd. Þar er bæði íslenzk
kiikja og eilliheimili. Prestur er
séra Eiríkur Brynjólfsson frá Út-
skálum. Félagsiífið er mjög gott.
Séra Eiríkur messar tvisvar
hvern sunnudag, fyrst á ensku,
svo á isienzku. Þá er starfandi í
Vancouver þjóðræknisfélag og
auk þess mörg smærri íslendmga
félög. Elliheimiiið á stórt og gott
bókasafn. Því voru gefin tvö stór
íslenzk bókasöfn úr byggðum
þar sem íslenzkan er horfin, Það
sem m. a. veldur því, hve fjöl-
mennt er á íslenzka elliheimilinu
i Vancouver, er að margir flytjast
vestur í blíðuna þegar þeir eld-
ast.
— Hvernig er almenn afkorna
í Vancouver?
— Það má segja að afkoman
sé mjög góð. Ég get sagt þér sem
þeir of tekjuháir og greiða bara
þeim mun meiri skatt, en trygg-
inguna hafa þeir skattfrjálsa. En
þegai hið opinbera gefur út at-
vinnuleysisskýrslur sínar eru
þesir menn skráðii atvinnulaus-
ir. Þegar ég fór frá Vancouver
um daginn, voru allir nýkomnir
Islendingar þar í vinnu, en þang-
að hafa mjög margir landar
komið síðustu fimm árin. Munu
flgstir íslendingar, sem hafa farið
til Ameríku upp á síðkastið hafa
setzt að í Vancouver.
— Hvernig gengur mönnum nú
að aðlagast nýja umhverttnu?
— Þegar menn koma til lands
eins og Kanada, geta þeir ekki
búizt við að allt sé lagt upp i
hendurnar á þeim. Og íslend-
ingur sem ætlar að verða Kanada
maður verður að læra að þekkja
hugsunarhátt og lifnaðarhætti
landsins. En til pess að verða
góður Kanadamaður, verður
hann iíka að vera góður íslend-
J.H.A.
tonn hvert. Eftir að við vorum dæmi, að British Columbia var
komnir vel í gang, var lokið einu
skipi á viku, en við þessar skipa-
smíðar vann ég á annað ár. Eft-
ir það lagði ég mig eftir húsa-
byggingum og hef unnið að þeim
síðan.
— Þú vildir kannske segja mér
eitthvað nánar um þig og þína
fjölskyldu?
— Það er velkomið. Ég gifti
mig 4. febrúar 1920 konu af ensk-
um ættum og eigum við fimm
börn og 11 barnabörn. ' Elzti
sonur okkar er rafmagnsfræðing-
ur og vinnur við að skipuleggja
lýsingar í skólum og öðrum stór-
byggingum. Sá næsti er verk-
fræðingur. Hann rekur fyrirtæki
og byggir pappírsmyllur og stór
brýr. Þriðji bróðirinn vmnur í
skrifstofu hjá hoirum, en sá
íngur.
Bjarni Kolbeins og Mrs. Kolbeins
fyrsta fylki í Kanada, sem kom
á ókeypis sjúkrahúsvist. Enn
borga menn læknum, það mun
taka nokkur ár að koma því
í gegn að lækinshjálp
verði ókeypis. Ellilifeyrir
hefur einnig hækkað á síðustu
tímum, enda vann Deafenbaker
sinn mikla kosningasigur fyrst og
fremst á því, að hann lofaði
að hækka ellilífeyrinn. Þá vil
ég nota tækifærið úl að benda a
að atvinnuleysi er ekki eins mikið
í Kanada og af er látið. MissKÍin-
ingurinn stafar af því, að í land-
inu eru um 40—50 þúsund skóg-
arhöggsmenn. Þeir vinna að jafn
aði ekki nema átta mánuði árs-
ins, en eru á tryggingu hina 4
mánuðina. Það borgar sig ekki
fyrir þá að vinna lengur, þa verða
Framleiðsla sauðfjár-
afurða óx mjög hjá S.S.
Frá aðalfundi Sláturfélags Suðurlands
FULLTRUAFUNDUR og aðal-
fundi Sláturfélags Suðurlands
voru haldnir í Reykjavík fyrir
skóömmu.
Á fulltrúafundinum voru mætt
ir um sextíu fulltrúar úr flestum
hreppum á félagssvæðinu auk
nokkurra gesta. Félagssvæðiö
nær yfir Vestur-Skaftafellssýslu,
Rangárvallasýslu, Árnessýs’u,
Gullbringu- og Kjósarsýslu og
Borgarfjarðarsýslu. Formaður fé-
lagsins, Pétur Ottesen, alþm.,
setti fundinn og var kosinn fund-
arstjóri, en fundarritari var Þor-
steinn Sigurðsson, form. Búnaðar
félags íslands.
Forstjóri félagsins, Jón H.
Bergs, hdl.. flutti skýrslu um
starfsemina á árinu 1957. Sauð-
fjárslátrun var meiri í siátur-
húsum íélagsins á árinu en
nokkru sinni í 50 ára sögu fé-
lagsins, og öll önnur starfsemi
var hin umfangsmesta. Fram-
leiðsluaukning sauðfjárafurða
jókst einnig verulega. Búizt er
við mjög mikilli framleiðsluaukn
ingu sauðfjárafurða hjá félaginu
á komandi hausti.
Félagið á og rekur slátur-
hús í Reykjavík, við Laxárbrú
í Borgarfjarðarsýslu, að Selfossi,
Heilu, Djúpadal, Vík og Kirkju-
bæjarklaustri. Félagið rekur einn
ig írystihús í Reykjavík og að
Kirkjubæjarklaustri, og pylsu-
gerð, niðursuðuverksmiöju, reyk-
hús og 7 kjötverzlanir í Reykja-
vík og eina á Akranesi. Á siðast-
liðnu ári voru gerðar miklar end-
urbætur á stærstu verzlun félags-
ins, Matardeildinni, Hafnar-
stræti 5, Reykjavík. í kjallara
var innréttað stórt og fullkomið
eldhús, kæliklefar, pökkunarher-
bergi, vörugeymsla og skrifst.oía
fyrir verzlunina. í byrjun þessa
árs var lokið við breytingar á
búðarhæðinni, og er sölubúðin
sjálf nú stærri og að verulegu
leyti með sjálfsafgreiðslufyrir-
komulagi. Einnig hefir verið uno
ið að því að endurbæta aðrar
verzlanir félagsins og afla tii
þeirra fullkomnari áhalda og
tækja.
Eins og áður getur starfrækir
félagið pylsugerð og niðursuðu-
verksmiðju í Reykjavík. Hefur
sala þessara deilda félagsins farið
mjög vaxandi hin síðari ár, og
hefir verið leitast við að auka
afköst þeirra með betri fram-
leiðsluaðferðum og fullkomnari
vélum.
Auk þess, sem að ofan greinir.
rekur félagið Uilarverksmiðjuna
Framtíðin í Reykjavík.
Á aðalfundi áttu að ganga úr
stjórn samkvæmt íélagsiögu..j.n
Ellert Eggertsson, Meðalfelli, ug
Sigurður Tómasson, Barkarstiiö-
um, en voru báðir endurkosnir.
Stjórn félagsins skipa: Pétur
Ottesen, alþm., formaður, Ehevt
Eggertsson, Meðalfelli, Helgi Har
aidsson, Hrafnkelsstöðum, Sigurð
ur Tómasson, Barkarstöðum og
Siggeir Lárusson, Kirkjubæjar-
klaustri.
Bretar og íslenzka landhelgin
ALLUR þorri íslendinga er við
sjávarsíðuna býr, enda þjóðin
öll, bíður nú með eftirvæntingu,
að stærsta áhugamálið, útvíkkun
landhelginnar, fái farsællega
lausn fyrir íslenzku þjóðina. Ég
varð undrandi, þegar ég sá í
blöðundum ummæli Wan Prins
forseta ráðstefnunnar í Genf, að
Bretar hefðu áunnið sér réttindi
til að stunda fiskveiðar við ís-
land, því það virðast mér vera
alger öfugmæli. Framkoma
brezku togaranna hér við land
frá árunum 1890 fram að næst-
síðustu heimsstyrjöld 1914—1918,
er með þeim endemum af yfir-
gangi þeirra og frekju, að þeir
hefðu miklu fremur átt skilið,
að fá aldrei að fiska hér meir
við strendur landsins. Minna má
á þegar Hannes Hafstein sýslu-
maður á ísafirði, síðar ráðherra,
fór að beiðni Dýrfirðinga um
borð í brezkan togara 10. okt.
1899. Var togarinn búinn að vera
þar að veiðum upp við land-
steina nokkra undanfarna daga.
Sýslumaður fór um borð við 6.
mann, en móttökurnar voru
þannig, þegar út að togaranum
kom að þrír menn af áhöfn báts-
ins drukknuðu og var því þakk-
að að sýslumaður var vel syndur
og þrekmenni, að hann fór ekki
sömu leið.
í októbermánuði árið 1910 fór
Guðmundur Björnsson sýslumað-
ur Barðstrendinga um borð í
r
Iþróttadagur Ung-
mennafélags
— Hinn
Njarðvíkur
KEIJLAVÍK, 16. júni.
árlegi íþróttadagur Ungmennafé-
lags Njarðvíkur var haldinn í
gær. Þrír kappleikir fóru fram á
hinum g'iæsilega grasvelli félags-
ins í Ytri-Njarðvík. Hátíðin hófst
kl. 14 með keppni í handknattleik
kvenna frá Keflavík og Njarðvík.
Sigruðu Njarðvíkurstúlkur með
þremur mörkum gegn tveimur. Að
því loknu kepptu piltar úr Knatt-
spyrnufélagi Keflavíkur við Ung
mennafeíag Njarðvíkui'. Sigruðu
Njarðvíkingar með einu marki
gegn engu. Að lokum kepptu KR
og ÍBIÍ. Var sá leikur skemmti-
legur og sérstakiega vel leikinn,
einkum KR-iiðinu, sem sigraði
með ö:2. veöur var hið bezta og
skenimtu áhorfendur sér ágæt-
lega. Um kvöldið var dansleikur í
Samkomuhúsi Njarðvíkur fyrir
íþrótafólk. — B. Þ.
brezkan togara er var að veiðum
í landhelgi á Breiðafirði, mót-
tökurnar voru þær, að skipstjóri
togarans kom á móti sýslumanni
með reidda exi, en Snæbjörn
hreppstjóri í Hergilsey, sem var
með í förinni gat þá náð í járn-
flein og kastaði honum á þilfar
togarans og kom sjálfur á eftir,
lét þá skipstjóri exina falla, en
togarinn siglir til hafs, og fer
með báða þessa embættismenn
Islendinga til Englands, Snæ-
björn hreppstjóri skildi járn-
fleininn aldrei við sig á leiðinni
út; hafði hann hjá sér um nætur,
en gekk við hann á þilfarinu,
sem staf á daginn.
Þeim, sem nú eru komnir á
efri ár og hafa alizt upp við
sunnanverðan Faxaflóa, er
minnisstætt yfirgangur og
óskammfeilni togaranna í Garð-
sjónum. í aprilmánuði 1897 skrif-
aði Jón Gunnarsson þáverandi
verzlunarstjóri í Keflavík í eitt
af Reykjavíkurblöðunum um yfir
gang þennan og er það ófögur
en sönn lýsing. Þó að Danir sendu
hingað til málamynda eitt varð-
skip, var sama sem varnarlaust
fyrir því, þar sem það lá dögum
saman í höfn og hafðist ekkert
að.
Fyrir framan Lónsand í Út-
Garði, er sjávarbotnslag þannig,
að mjótt hraunbelti ei utan við
þaragarðinn, og þá tekur strax
við mjúkur botn. Oft létu togar-
arnir bauju niður við hraunbrún
þessa, þeim til leiðbeiningar við
veiðarnar. Er mér sérstaklega
minnisstætt, að einu sinni var
bauja búin að vera þar í 2 sól-
arhringa um hásumar. Hrepp-
stjórinn, sem þá var hér, biður
föður minn og nágranna hans á
næsta bæ, að fara út og sækja
baujuna. Þar sem fátt var þá um
karlmenn hér heima, allir farnir
í burtu i atvinnuleit, er að heim-
an gátu komizt, urðu þeir að
fara tveir á tveggja manna fari.
Þar sem togarinn var örskammt
frá, var ekki vænlegt að ráðast
á baujuna strax; höfðu þeir þess
vegna handfæri með sér, til að
villa togaramönnum sýn. Þegar
svo togarinn var búinn að toga
talsverðan spöl frá landi, kom-
inn fram undir svokallaða Miða-
brún, gnpu bátsverjar tækifærið,
drógu upp handfærin í snatri og
fóru til baujunnar, togarinn átti
þá eftir að hala upp vörpuna og
talsverð vegalengd orðin a
milli. Ég, barn að aldri, fyigdi'st
með öllu þessu, þar sem ég stóð
í fjörunni. Er mér minnisstætt,
hvað mér fannst þeir vera lengi
að innbyrða baujuna, hún var
stór og þung, með þungum dreka
við, en báturinn iitill. Ég man
hvað ég var feginn þegar ég sá
að þeir voru búnir að ná þessu
öll- inn í bátinn og lögðu út
arar á leið til lands. En um
sama leyti kemur mikill hvítur
reykur úr reykháf togarans, og
vissi ég þá hvað á seyði var, að
nú var hann að hala upp, til
þess að geta verið fljótari að
veita þeim eftirför, og fljótur
hefur hann verið að hala upp,
því eftir örstutta stund var hann
kominn á geysiferð í áttina til
bátsins og lét alltaf eimpípuna
blása, til merkis um að bátsverj-
ar færu ekki lengra. Blásturinn
í eimpipunni og boðaföll fyrir
framan togarann, sem var í mín-
um augum eins og stærsti brim-
sjór, þar sem hann stefndi beint
á bátinn. var nóg til að skjóta
barni skelk í bringu, enda varð
ég yfir mig hræddur. En það er
af bátsverjum að segja, að þeir
tóku stefnuna beint á vörina
(lendinguna) og reru yfir svo-
kallað Davíðssker, sem er aust-
anmegin við Lónsund, báturinn
flaut vel yfir það, af því búið
var að falla að í rúmlega tvær
klst. en hefðu þeir farið að róa
móti straumi vestur á sundið,
hefði togarinn án efa náð þeim.
Mér létti mjög, begar ‘ogarinn
allt í einu breytti um steínu og
beygði vestur um, þá var hann að
komast upp undir skerið og
áræddi ekki að fara grynnra, en
þeir komust heilu og höldnu í
land með baujuna. Það fréttist
á eftir að mönnum sem oft voru
þá um borð í torgurunum til að
fá fisk hjá þeim, að eigandi
baujunnar hefði sagt, að ef hann
hefði náð þeim er hana tóku,
skyldu þeir hafa fengið blátt
auga. Ótal dæmi þessu lík, mætti
víst tína til* um uppivöðslusemi
og yfirgang togaranna hér við
land á þessum árum. Mörg eru
kvörtunarbréfin, sem búið er að
senda úr Gerðahreppi til ís-
lenzku stjórnarvaldanna, allt frá
því að Guðm. sál. Þórðarson í
Gerðum var oddviti og fram til
þess að ákvörðun var tekin i
landhelgismálinu árði 1952 með
að loka flóum og fjörðum, enda
þeim bréfum jafnan tekið með
fullum skilningi og velvild.
Eins og ég miiiiiiiát á i upp-
hafi, bíð ég með eiurvæntingu,
aö þetia sturmal hijoti farsæntga
lausn, en mér íinnst svo mikið
í húfi, að mest af öiiu riði á að
sækja þella með fesiu og gætni,
en taka ekki skyndilega of stór
stökk, sem ef til vrll gætu tafið
fyrir að ná settu marki.
Þorlákur Benediktsson,
Akurnusum, Garði.