Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 8
8
MORCl/NBr. 4 ÐIÐ
Fimmtudagur 19. júní 1958
Blaðaummæli um jbátt Islend-
inga í Gautaborgarsýningunni
BLAÐINU hefir borizt til birt-
ingar eftirfarandi grein og blaða-
ummæli um áttundu norrænu list
sýninguna, sem var haidin í
Gautaboi’g sl. haust, en hún var
opnuð 12. október og lauk 17.
nóvember sl.
Að þessu sinni var sýningunni
sniðinn nokkuð annar stakkur en
hún hefur áður borið. Á öllum
fyrri sýningum Norræna list-
bandalagsins var verkunum skip-
að saman eftir löndum, en nú var
verkunum blandað saman og
komið fyrir í sýningarsölunum
eftir listsögulegum reglum, en
ekki landfræðilegum. Þá hefur
og að þessu sinni verið hafður
á sá háttur, að sýningin hefur nú
á að skipa fleiri verkum eftir
færri listamenn. Ef dæma má
eftir ummælum Norðurlanda-
blaða um þessa nýbreytni, hefur
þetta fyrirkomulag vakið ósKipta
athygli og almenna ánægju jafnt
sýningargesta sem gagnrýnenda.
Gotthard Johansson segir í
Svenska Dagbladet, Stockholm,
um heildaráhrif sýningarinnar:
„Yngri kynslóðin er í meiri-
hluta, og fyrst og fremst sá hluti
hennar, sem hefur orðið fyrir
áhrifum abstrakt listarinnar,
hvort heldur hann hefur alger-
lega tileinkað sér hugsjónir henn
ar, eða haft í frammi hin ólíkustu
viðbrögð gegn henni — algerlega
ósnortinn af henni er því sem
næst enginn. Það er ef til Vill
dálítið einhliða, en fyrir mitt
Ieyti, kann ég því bara vel. Jafn
ríka og margþætta mynd af þess-
ari list, með jafnmiklum þjóð-
legum umbrotum, hefur tæpast
nokkur fyrri sýning gefið. Þar
sem teflt er saman jafnólíkum
brotum og skaplyndi, verður
heildarmyndin auðug og gefur
— a. m. k. hvað mér viðvíkur —
glöggt til kynna samstöðu kyn-
slóðarinnar, þrátt fyrir aiit, sem
aðskilur. — Ég álít, að meira
að segja hefði verið hægt að
gefa enn skýrari mynd af tak-
mörkunum milli kynslóðanna, og
á ég þar auðvitað við þau list-
rænu, en ekki þau, sem vtðkoma
aldursárum. Þeir fulltruar eidri
kynslóðarinnar, sem fyrir siða-
sakir voru teknir með, falla auð-
veldlega út úr heildarmyndir.ni,
og eru ekki heldur sýndir á þar.n
hátt, að þeim séu gerð rétt skil.
— Höggmyndunum hefur verið
ætiað allgott rúm á sýningunni,
en vegna niðurröðunnar þeirra í
hina ýmsu sali, verður heildar-
myndin mjög óijós. Það hefur
jafnan verið vandásamt að koma
höggmyndum fyrir til sýningar.
Með allmikilli undrun kemst mað
ur að raun um, að hin gamla og
margreynda aðferð, sem svo oft
hefur sætt harðri gagnrýni, þ. e.
að koma höggmyndunum fyrir
innan um málverkin, er þrátt
fyrir allt það, sem bezt hefur
reynzt. En auðvitað er það þó
undir því komið, hvernig valið
er saman“.
Þetta sýnishorn af ummælum
um heildaráhrif sýningarinnar
verður látið nægja.
Hér verða á eftir tilfærð um-
mæli blaðanna um ísienzka þátt-
töku í sýningunni og einstaka
ísienzka listamenn: —
Svenska Dagbladet, Stockholm:
„Það eru fyrst og fremst íslend-
ingarnir, sem halda uppi merhj-
um abstrakt stefnunnar í högg-
myndalist á þessari sýningu. Það
er ekki eins einkennilegt og virð-
ast kann í fyrstu, þar sem þjóðin
hefur nýlega losnað úr viðjum
einangrunarinnar og er ef til vill
aðeins nýbyrjuð að átta sig á
hinum nýja ftma. Það er ekki
nema eðlilegt, að ýmislegt af þess
um áhuga komi fram’sem fremur
ómelt áhrif frá evrópskum og
amerískum afburðamönnum. 'Sá
eizti í þessum brautryðjendahópi
er Ásmundur Sveinsson, sem
þegar hefur náð sextugsaldri við
látlausar tilraunir í ólíkar áttir.
en mesti gáfumaðurinn í þessum
hópi er þó Sigurjón Ólafsson, sem
er allmiklu yngri maður. Eftir
hann er myndin af íslenzku krí-
unni með rauða nefið og stái-
þráðsvængi, en hann stendur
einnig framarlega í „naural-
iskum“- verkum, fyrst og fremst
í andlitsmyndum sínum".
— Um myndvefnaðinn segir:
„Almennt má segja, að beztur
árangur hafi náðst, þar sem iista-
maðurinn. sem myndina skóp, og
vefarinn, sem óf hana, hafa verið
einn og sami maður. Fyrst og
fremst gildir þetta um Hannah
Ryggen, sem skapar mjög per-
sónulega frásagnarlist í veínað)
sínum, en þetta á einnig við im
íslenzku listakonuna Júlíönu
Sveinsdóttur, sem lengi hefur
verið búsett í Danmörku Hún
nær dásamlegum efnisáhrifum í
litium abstrakt kompósitionum".
— Þar sem talað er um ab-
strakta list með ijóðrænum (lyr-
iskum) einkennum, segir m. a.:
— „Verk unga íslenzka málarans
Sverris Haraidssonar. hafa við-
kvæm og fínleg einkenni, en að
þessum viðkvæma fínleika und-
anskildum — sem er mjög óvana-
legur hjá íslendingum — á mjúk-
ur og ljóðrænn tónn verka hans
eitthvað sameiginlegt með verk-
um Danans, Vogel-Jörgensen,
sem er meira en 40 árum eidri
xncður".
Morgen Tidningen, Stockholm:
— „Sýningin heíst, ef svo mætti
segja, á verkum þeirra Yrjö Saar
inen og Jóhannesar Kjarvals,
sem báðir eru fæddir fyrir alda-
mót, og mála áhrifaríkar lands-
lagsmyndir. Pensill Kjarvals læt-
ur eftir sig skrift, sem liðast og
hringast. Hann inniheldur kraft,
sem einungis með erfiðleikum
er hægt að beizla, þanmg að
ekkí verði um ótamið eldgos að
ræða“.
Ny Tid, Göteborg: — Fyrr í
greininni er taiað um áhrif enska
málarans Nicholson á Svíann
Torsten Andersson. Siðar segir:
„Nicholson hefur þegar verið get-
ið. Hví ekki nefna hann aftur, og
í þetta skipti í sambandi við Is-
lendinginn Sverri Haraldsson?
Hann er málari, sem sameinar
skarpa og. ijósa uppbyggingu
verka sinna hárfínum litastiga í
gráum og brúnum tónum“
— Um skreytilistina segir m. a :
— „Af glermyndum sýningarinn-
ar hafa verk íslenzku iistaKon-
unnar Nínu Tryggvadótlur næst
áhrif. — íslenzka listakonan Júlí
ana 'Sveinsdóttir, sýnir fjögur
mjög fáguð verk, ofin með ein-
földu, en eggjandi munstri"
Göteborgs Tidningen: — „Högg
myndadeildin gefur ekki ástæðu
til fagnaðarópa. Þessi listgrein
lifir nú krepputíma á Norður-
löndum. Losaraleg verk eru þar
í meirihluta, ýmist sem óinnblás-
in eftirlegukind af natúraiisma
eða tilgangslausar og máttlausar
„nonfigurationir". Islendingúrmn
Ásmundur Sveinsson sannar, að
góðar höggmyndir sjá þo enn
dagsins ljós á okkar afskekktu
snjóslóðum með fjörmiklum og
hugmyndaríkum verkum eins og
,,Trúin“ og „Rafmagn“.“
„Af glermyndum sýningarinn-
ar hefur fjörlegt formspil ís-
lenzku listakonunnar Nínu
Tryggvadóttur, þægilegustu áhrif.
Ásgerður Búadóttir og Júliana
Sveinsdóttir sýna næma túlkun
á „nonfigurativum“ viðfangsefn-
um í fögrum listvefnaði.
Mósaikin er ekki sérlega spenn
andi, en kompositionir Vaitýs
Péturssonar úr íslenzkum berg-
tegundum sýna þó glöggt, nversu
vel þessi listgrein getur sam-
ræmzt nútíma byggingarlist“.
Morgonbladet, Stockholm: —
„Bezti listamaður íslands, Nina
Tryggvadóttir, sem þegar hefur
hlotið viðurkenningu í París, á
aðeins 2 glermyndir á þessari
sýningu, en það nægir ekki til að
gera þessari gáfuðu listakonu rétt
skil. — Af íslendingunum hefur
Hjörleifi Sigurðssyni, af óþekkt-
um ástæðum verið gefinn kostur
á að sýna hvorki meira né minna
en 7 „plangeometrísk“ verk sem
bera þess vitni að listamaðurinn
hefur ekki hugmynd um, hvermg
skapa á spennu milli litfiata.
Sverrir Haraldsson og Karl Kvar
an mála laglega „nonfigurativai
kompósitionir“, sem þó ekki geta
talizt sérleg" þýðingarmikii
verk“
— Eftirtektarverðasta glermynd
sýningarinnar er verk íslenzku
listakonunnar, Nínu Tryggvadótt
ur. Hún lætur svartar, breiðar
og beinar línur umiykja ljósb.áa,
gula og gráa fleti. Þetta myndar
rólega „kompósition“, sem þó
dregur ekki athyglina frá glugg-
anum sem slíkum, og skapar lát-
laust og blæbrigðaríkt litróf.
Spurningin er, hvort drýgsta
skerfinn í þátttöku íslending-
anna — sem á öllum sviðum sýna
dálæti á ströngum „nonfigura-
tivum“ vinnuaðferðum — sé ekki
einmitt að finna í glermyndum
Nínu Tryggvadóttur. —
— I svartlistardeildinni sýna
nokkrir ungir íslendmgar tinaun
ir sínar, og má þar nefna Vetur-
liða Gunnarsson, sem sýnir em-
faldar og hugvekjandi landslags-
og bæjarmyndir. — íslendingur-
inn Ásmundur Sveinsson sýnir,
að það er ekki hægt að skapa
höggmynd m^ð hví að re*' 'n að
Valtýr Pétursson: Mosaikmynd gerð í íslenzkar bergteguÚM '.
Dagens Nyheicr, oiockholm:
— „Verk nokkurra ungra íslend-
inga bera vott um hrifningu
þeirra af því róttæka, en því mið-
ur verður að líta á mikið af
þessum verkum sem leiðinlegan
m'isskilning. Hitt er svo annað
mál, að þeir vinna þrátt fyrir
þetta mjög nauðsynlegt braut-
ryðjendastarf í heimaiandi sínu.
Fágaðastur abstraktmálaranna er
Sverrir Haraldsson, sem er að-
eins 27 ára gamall. — Hraungrá
mílverk Jóhannesar Kjarvals
vekja athygli, þau sýna sanna
upplifun á sérkennilegu lands-
lagi. — Erfitt er að finna goð
verk í höggmyndadeildinni. on
nefna má þó Finnan Tukianen . I
og verk Sigurjóns Ólafssonar j
„Rauðnefjuð kría“. sem býr yfir .
vissum yndisþokka".
Göteborgs Posten: — „Þjóð- j
legra sérkenna, sem annars eru j
frjótt umhugsunarefni, verð-
ur ekki mikið vart á þessari sýn-
ingu. Ef til vill má þó nefna hin
formföstu og glöggu landslags-
málverk Jóhannesar Kjarvais
sem undantekningu. Um Danann,
Vogel-Jörgensen, segir: — ,,Að
málverk hans ná til svo margra j
ólíkia hópa áhorfenda, er pað j
ekki einmitt vegna þess að þau
innihalda eitthvað, sem er óháð
stíltegundum, eitthvað, sem ef
til vill mætti kalla mýkt og við-
kvæmni — ljóðræna eiginíeika
ef svo rnætu segja? Lík einkenm
hafa „kompósitionir" hins unga
íslendings. Sverrts Haraldssonar.
yfirfæra abstrakt hugtak — eins
og trú — í tré, járn og málmþráð
'Sami listamaður hefur þó með
2 tréskurðarmyndum lagt sitt af
mörkum til að skapa stemningu
í höggmyndadeildina"
Sydsvenska Dagbladet Snáll-
Posten: — „Beztum árangri hef-
ur íslenzk „konkret“ list náð í
glermyndum Nínu Tryggvadott-
ur og vefnaði Esterar Búadóttur
og Júlíönu Sveinsdóttui
Vástmanlands Folkblad, Vást-
erás og Lánsddningen, Öster-
sund: — „Við höfum fengið okk-
ur sadda af hraunstríðum iands-
lagslýsingum íslendingsins Jó-
hannesar Kjarvals, og viljum
losna við lélegar myndir eftir
Danann’Jens Söndergaard, er við
vitum, að var afbragðs málan.
íslenzku myndhöggvararnir
reyna að vinna abstrakt. Árang-
urinn er einna helzt hlægiiegur.
Koparþráður eftir Sigurjón Ól-
afsson ber nafnið „Siðaskiptin"
„Symmetrisk", spennuiaus komp
ósition úr tré, járni og ma.m-
þræði eitir Ásmund Sveiucson
verður ekki hótinu betri, þott hún
sé kölluð „Trúin“:
Stocholms-Tiöningen: — „Is-
lenzku máiararnir hafa jafnan
verið vandræðabörn sýmngar-
innar. Að þessu sinni bregður þó
svo við, að þeir falia ágætiega
inn í heildarm/nd hnmar.
Þó verðum við að biðja Baldur
að varðveita okkur frá andlits-
myndum Kristjáns Davíðssonar
af Laxness og fleirum. Virðingu
vekja jarðvegslýsingar hins aldna
Kjarvals með grjót- og hraun-
breiðum, og frammi fyrir risa-
vöxnu málverki Gunnlaugs Schev
ings, „Menn og kýr“, dettur
manni ósjálfrátt í hug hversu
tilvalið væri að yfirfæra það í
vefnað“.
Hufvudstadsbladet, Helsingfors:
— „Og svo eru það íslendingarn-
ir! Að vísu er ekki ætlunin að
gera hér samanburð á þátttöku-
þjóðunum, en þar sem minnzt er
á íslendingana, get ég ekkj látið
hjá líða að undirstrika einkenni
þeirra. Hina róttækustu af öllum
róttækum er að finna á hinni
eldbrunnu eyju við yzta norður.
Ég álít þó ekki, að það sé iandið
sjálft, sem skapað hafi þessa á-
þreifanlegu þörf listamannanna
fyrir að undirstrika sjálfa sig,
heldur öllu fremur einangrun
þess, því að með fáeinum undan-
tekningum, hraungráum iands-
lagsmyndum Jóhannesar Kjar-
vals og risavöxnum málverkum
Gunnlaugs Schevings, beinast öll
þeirra verk í róttæka átt. Þeir
vilja á þennan hátt sýna samband
sitt við alþjóðlegt listalíf. — Hér
má m. a. sjá myndir Kristjáns
Ðavíðssonar af íslenzkum rithöf-
undum, fáránleg og hrjúf verk,
máluð af ómótstæðilegri kímni
í grófustu tegund af „naivisma“.
Þó eru það einkum myndhöggvar
arnir, sem lengst ganga með fár-
ánlegum hugmyndufn, sem þeir
vinna úr með jafnt persónulegri
sem einkennilegri hrynjandi, þeir
Ásmundur Sveinsson með verk-
inu „Trú“ og Sigurjón Ólafsson
í myndinni „Rauðnefjuð kría“.
Aftonbladet Stockholm: — „ís_
lendingarnir voru áður undir
dönskum áhrifum í list stnni.
Svavar Guðnason situr nú í dóm-
nefnd í stað þess að sýna hinar
ofsafengnu og sterku myndit sín-
ar, sem venjulega líkjast hams-
lausum hraunstraumum frá undir
djúpum Vatnajökuls. I stað þess
eru okkur nú sýndar hraunmynd
ir Jóhannesar Kjarvals, sem eru
af sömu rótum runnar. — Það
er sjaldséð jafnfjörmikil högg-
myndalist og sú íslenzka rneð
æskufjöri sínu og grósku".
Kvállsposten, Malmö: — Heild
armynd höggmyndadeildarinnar
er það sundurlausasta á sýning-
unni. — íslendingarnir Ásmund-
ur Sveinsson og Sigurjón Ólafss.
virðast næstum því hafa lagt of
mikla áherzlu á að vera róttækir
í verkum sínum. „Finngálkn"
hins siðarnefnda verkar þrátt fyr
ir svöl og róleg einkenni, næst-
um sem forsögulegt verk. — Á
sögueyjunni virðast menn nú á
dögum fremur leita á miðin í
straumiðu evrópskrar nútímalist-
ar en hlusta á hljóða undirtóna
náttúrunnar. Fínast og fágaðast
hefur Sverri Haraldssyni tekizt
að bræða saman áhrif frá kúbist-
unum og eftir manm þeirra Ben
Nicholson — en hárfínt hand-
bragð íslendingsins gerir verk
hans stundum sem ofunnin og of-
fáguð, eins og þau væru fyrst og
fremst unnin út frá eins konar
listskólun. Andstæðu þessarar
svölu og yfirveguðu myndlistar
er að finna í ofsafengnum, ex-
pressioniskum landslagsmál-
verkum landa haris, Jonannesar
Kjarvals“.
Borás Tidning: :— „íslend-
ingar hafa sérstöðu i norrænni
myndlist vegna einangrunar sinn
ar. Engin þjóðleg menning í álf-
unni er jafnhefðbundin og sú
íslenzka, og þau utanaðkomandi
áhrif, sem listamenn eyjarinnar
hafa orðið fyrir, hafa ekki ætíð
sameinazt henni á náttúrulegan
hátt. Viðfangsefni Snorra Arin-
bjarnar tengja hann heimaland-
inu. Hins vegar tekst Sverri Har-
aldssyni að sameina erlenda
strauma íslenzkri hefð. Af öðr-
um málurum tekur maður eftir
Gunnlaugi Scheving, sem er
snarpur og stingandi í list sinni
og Karli Kvaran sem með ein-
beitni hefur fullkomlega tileink-
að sér erlenda reynslu. — Athygli
vekja grafískar myndir Braga
Ásgeirssonar vegna stærðarinnar
og næstum ofsafengins, spennu
tiuum. a bls. 17