Morgunblaðið - 19.06.1958, Blaðsíða 18
MORCViyiiTAÐlÐ
Fimmtudagur 19. júní 1958
18
Hilmar Þorhjörnsson vann forseta
bikarinn fyrir 100 metra hlaup
ÞÁTTUR íþi'óttamanna í hátíða-
höldunum 17. júní var stór að
venju. Þegar aðalhátíðinni á Aust-
urvelli lauk um miðjan dag var
gengið fylktu liði suður á íþrótta-
völl, og á leiðinni staðnæmzt við
leiði Jóns Sigurðssonar forseta og
Iagður þar blómsveigur frá Rvík-
ingum. Fyrr um.daginn hafði for
seti ÍSl lagt blómsveig að leiði
hans frá .þróttamönnum svo sem
venja hefur verið um áratugi.
Fulltrúar íþróttafélaganna
gengu fylktu liði inn á íþróttaleik
vanginn og voru í skrúðgöngu
þeirri fimleikastúlkur á ýmsum
aldri, fimleikamenn, frjálsíþrótta-
menn, glímumenn. Var gangan fá
mennari en venja er, t.d. var þar
enginn knattspyunumaður.
Að göngunni lokinni hófust sýn
mgar og iþróttakeppni. Sýndu
fimleikastúlkur úr Ármanni,
stjórnandi Guðrún Níelsen, og pilt
ar úr IR undir stjórn Valdimars
Örnólfssonar. Sýningarnar tókust
vel og vöktu álmenna athygli og
ánægju, en voru helzt til langar,
einkum sýning kvennaflokksins.
Þá fór fram glímusýning og
bændaglíma. Stjórnandi var Lár-
us Salómonsson og bændur Ár-
mann J. Lárusson og Kristján
Heimir Lárusson synir hans. Ár-
mann vann.
íþróttakeppnin var með dauf-
ara móti og mótið hið daufasta til
þessa á þessu ári. Vera kann að
sýningar og annað er fram fer
hafi truflandi áhrif á afreksmenn-
ina, en slíkt verða þeir að venja
sig við, til að vera viðbúnir stór-
mótum og annarlegum aðstæðum.
En hins er og að gæta að frjáls-
íþróttamenn okkar hafa af áhorf
endum verið stórlega vanræktir,
miðað við t.d. knattspyrnumenn,
sé borið saman við afrekin og vera
kann að sumir þeirra séu feimnir
þegar áhorfendur eru fari ir að
skipta þúsundum, eins og var 17.
júní. En afrek frjálsíþróttamanna
eru fyllilegá þess verð að þúsund
ir gefi þeim gaum á hverju móti
og þá mun væntanlega ekki
standa á afrekunum.
Keppni í hlaupum bar af þenn-
an dag. Er þar fyrst að teija 100
metra hlajpið sem Hilmar Þor-
björsson vann með yfirburðum —
slíkum að þeir færðu honum for-
setabikarinn, en hann veitist fyr-
ir það afrek er flest stig gefur
eftir stigatöflu alþjóðasambands
frjálsíþróttamanna. Afrek Hilm-
ar's er mjög gott, því að honum
virtist ekki takast eins vel upp og
stundum áður, en aðstæður voru
góðar.
Vilhjálmur Einarsson var
„þungur“ í þrístikkinu. Kann þar
um að valda, jð Vilhjálmur er nú
hjá nýjum þjálfara, sem ýmsu
vill breyta um stökk hans. En
ekki þarf að örvænta um afrek
Vilhjálms, það sýnir jöfn stökk-
lengd hans og öryggi við plank-
ann. Hann er í góðri þjálfun, og
„langa stökkið" getur komið hve-
nær sem er.
Hiaup Svavars Markússonar í
800 m vakti athygli. Hann sýndi
að hann er vel búinn undir sum-
arið og á vafalaust eins og í
fyrra eftir að varpa ljóma á nafn
Islands.
Þó síðast sé talið af árangri í
hlaupunum afrek Kristleifs í 5
km hlaupi, er það engar veginn
sízt. Hinn kornui.gi hiaupari sýndi
þar slík tilþrif að sjaldan eða
aldrei hefur slíkt sézt hér áður.
Hann lét hinn reyndari mann,
Kristján Jóhannsson, hafa for-
yscuna fyrst, en leiddist þófið og
tók forystur.a rétt um miðbik
hlaupsins og hélt henni út og jók
bilið þannig að hann var hreinn
yfirburðasigurvegari á giæsilegust
um hlaupastíl — og getur marg-
falt betur að því er bezt verður
séð. Þarna er okkar n.esta og
bezta efni í hlaupum.
Þar með er engri rýrð kastað á
hina, Kristján, er verið hefur
Hilmar Þorbjörnsson
okkar „konungur" í langhiaupum
undanfarin ár og Hauk Engil-
bertsson er hreppti þriðja sætið
og á margt enn ósagt í hlaupun-
um er hann lærir betra hlaupa-
lag. Þar e. og efni á ferðinni
sem meðhöndla þarf vel.
1 köstum varð árangur lélegri
en oft áður og er kringlukastið
helzta undantekningin. Þar var
um tvísýnt sentimetrastríð að
ræða. 38 cm skildu þrjá fyrstu
að.
Urslit einstakra greina urðu
þessi 17. júní-
100 m lilaup: Hiimar Þor-
björnsson Á 10,5. 2. Guðjón Guð-
mundsson KR 11,0. 3. Brynjar
Halldórsson UMÞ 11,8.
EINS og frá var skýrt áður,
þurftu að fara fram þrír auka-
leikir í úrslitakeppni heimsmeist-
arakeppninnar í knattspyrnu um
það hvaða 8 lið ættu að komast
áfj-am í keppninni. 16 lið mættu
til úrslita og sar skipt í 4 riðla.
Áttu tvö að komast upp úr hverj-
um riðli en er keppni lauk í ríðl-
um þurfti að efna til aukaleika um
annað s*tið í þrem riðium af fjór
um og sýnir það glöggt hve keppni
er hörð og jöfn.
1 1. riðli komst Svíþjóð áfram
eftir þrjá leiki en Ungverjaland
og Wales þurftu að leika um það
hvoru landinu bæri annað sætið
og áframhald í keppninni. Leik-
ur sá var harður og tvisýnn en
lauk með sigri Wales 2:1. Var'
staðan 1:1 í háifleik en Wales
tókst að tryggja sigur í hinum síð
ari.
1 öðrum riðli komust Frakkland
og Júgósiafía áfram og þar var
.ekki úm aukaleiki að ræða.
1 þriðja riðli urðu Rússland og
Engiand að lpika um annað sætið
í riðlinum og vann R.'.ssland með
1:0. Var þetta í þriðja sinn er
þessi lönd mættust á fáum dögum
og loks fengust úrslit. Þó var þetta ,
300 m hlaup: Svavar Markús-
son KR 1:53,4". 2. Sigurður Guðna
son IR 2:01,6. 3. Rafn Sigurðsson
UIA 2:02,6.
5000 m hla' p: Kristleifur Guð-'
björnsson KR 15:06. — Nýtt ung
lingamet (gamla var 15:38,8). 2.
Kristján Jóhannsson ÍR 15:26,4.
3. Haukur Engilbertsson UMSB
1 :33,4.
110 m grindahlaup. Pétur Rögn |
valdsson KR 15,0. 2. Guðjón Guð-
mundsson KR 15,5. 3. Sigurður
Björnsson KR 16,1.
Kúluvarp: Gunnar Huseby KR
15,62. 2. Skúli Thorar.i.sen 15,61.
3. Friðrik Guðwundsson 14.51.
Kringlukast: Hallgrímur Jóns-
son Á 48,48. 2. Friðrik Guðmunds
son KR 48.29. 3. Þorsteinn Löve
iR 48.10.
Þríslökk: Vilhjálmur Einarsson
'ÍR 15,45. 2. Jón Pétursson KR
13,98. 3. Helgi Björnsson lR 13,73.
Stangarstökk Heiðar Georgsson
ÍR 3,80 (Fleiri komust ekki yfir
þá hæð sem þeir byrjuðu á).
Skátamót við Rauf
arhólshelli
HVERAGERÐI, 18. júní—Héraðs-
samband skáta í Árnessýslu
heldur hið árlega mót sitt n. k.
laugardag og sunnudag. Hefur
öllum skátafélögum á Suðvestur-
landi verið boðin þátttaka og
munu þau flest efna til hópferða
á mótið.
Verður það haldið í námunda
við Raufarhólshelli, sem liggur
fyrir norðan Hlíðardalsskóla í
Ölfusi. Er hellirinn 700—800 m
langur, mjög fagur og sérkenni-
legur. Skátum, sem ætla á mót-
ið, skal bent á, að hafa með sér
vasaljós til að fara með í hellinn
— Þess skal getið að ungling-
um og öðrum, sem heima eiga
þar sem skátafélög starfa ekki,
er heimil þátttaka, hafi þeir
áhuga á að kynnast skátahreyf-
ingunni. —GM.
fyrsti leikurinn er Bretar áttu
meira í. En svona er knattspyrn-
an. Nú unnu Rússar, og komust
áfram.
1 fjórða riðli urðu Irar og Tékk
a_ að keppa um það hvorum bæri
annað sætið. Sá leikur var með
eindæmum harður og það svo að
einum leikmanna var vísað út af
og dómari var að því kominn að
hætta störfum og yfirgefa völlinn
vegna óláta og lögbrota leik-
manna. En það varð ekki og leik-
urinn var til lykta leiddur með
sigri íra 2:1. Kannski eru þau
úrslit óvæntustu úrslit keppninn-
ar til þessa, en engum kemur á
óvart þó Irar beiti hörku, því að
fyrri leikir þeirra í undanriðlum
heimsmeistarakeppninnar enduðu
með hreinum ósköpum og slags-
málum. Er írska líðið frægt fyrir
slíkt og jafnvel írskir áhorfendur
einnig, því að ekki sízt á heima-
velii hafa leikir þeirra faiið „upp
í ioft“.
Liðin 8 sem eftir eru í heims-
meistarakeppninni eru því þessi
og léika þannig:
Svíþjóð leikur gegn Rússlandi.
Þýzkaland gegn Júgóslafíu.
Wales gegn Brasilíu.
Frakkland gegn Irlandi.
Heimsmeisfarakeppnin:
Óvœnt úrslit í
aukaleikunum
— Blabamótið
Framhald af bls 6.
ekki fundið einhverja aðra leið
til að koma skoðunum sínum á
framfæri, en sérstök frétrablöð.
Allar fréttir gætu menn fengið í
v=inu góðu blaði.
Umræðum lauk nokkru fyrir
hádegi í fyrradag. Áður en fund-
inum var siitið, ávarpaði Carsten
Nielsen Valtý Stefánsson aðal-
ritstjóra og minntist mikiis starfs
hans í þágu íslenzkrar biaða-
mennsku. Risu fundarmenn úr
sætum og hylltu Valtý, sem er
einn af þátttakendunum í mót-
inu. Mótsfólkið fylgdist síðan
með þjóðhátíðinni. í tilefni henn-
ar sendu forsetar mótsins heilia-
óskaskeyti til forseta íslands.
Fréttaáróður
í gærmorgun flutti E. Norén
forstjóri í Osló ýtarlegt erindi
um neytendaupplýsingar og
fréttaáróður (konsumentopplysn-
ing og tekstreklame).
Hann benti á, að í nútímaþjóð-
félagi er mikil þörf fyrir upp-
lýsingastarfsemi um vörur og
þjónustu, sem á markaðnum eru.
Hann kvað það skoðun sina, að
blöðin sjálf gætu ekki komið því
við að annast slíka starfsemi,
upplýsingar þeirra ættu að koma
frá neytendasamtökum eða jafn-
vel frá framleiðendum og þá í
auglýsingum.
Síðan vék Norén að starfsemi
blaðafulltrúa (public relation
manna) fyrirtækja og stofnana,
en hún hefur aukizt mjög uncP
anfarið. Blaðafulltrúarnir eru
hvort tveggja í senn — góðir og
hættulegir samstarfsmenn. Þeir
eru leiksviðsstjórar nútímans,
sem skipuleggja sýningar, kynn-
ingar ýmsar, blaðamannafundi
o. s. frv. Þeir kunna einnig að
nota sér öll tækifæri til hátíða-
halda og eru hvorki klaufskir né
ágengir úr hófi, og eru yfirleitt
hið mesta vandamál í augum
blaðamanna. En þeir eru það
einnig í augum þeirra, sem hugsa
um fjárhag blaðanna. Ræðumað-
ur benti á, að í frásögnum blaða-
fulltrúanna er oft efni, sem hef-
ur mikið gildi, én hins vegar yrði
að muna, að það, sem felur í sér
auglýsingu, á að fara í pappirs-
körfuna.
R. Holmberg (D) sagðist álíta,
að blöð ættu að koma sér upp
sérstakri sameiginlegri stofnun
til að gera úr garði neytendaupp-
lýsingar. Þá sagði hann, að blöð
ættu aldrei að taka greinar frá
blaðafulítrúum, heldur skrifa
sjálf um hvert efni — og að þau
ættu aldrei að þiggja boð í ferða-,
lög. Hallvig (S) taldi samnorræn-
ar reglur um ábyrgð á auglýs-
ingum æskilegar og P. Koch
Jensen (D) taldi, að ritstjórar
blaðanna ættu að ákveða, hvort
auglýsingar fengju inni eða ekki.
Per Monsen (N) sagði, að ekki
mætti gera of mikið úr hættunni
af blaðafulltrúunum. Sletten (N)
taldi biaðamenn mundu geta
leiðbeint neytendum með því að
afla sér upplýsinga á sama hátt
og þeir gera nú um önnur efni.
Gedal (S) sagði, að sænsk blöð
hefðu ekki getað orðið ásátt um
afstöðu til blaðafulltrúanna.
Christensen (D) vildi ekki telja
vandamálið eins alvarlegt og sum
ir aðrir og frú Ursula Monsen
(N) taldi of langt gengið í Noregi
í að sleppa nöfnum fyrirtækja úr
fréttum. Að lokum tók frummæl-
andi til máls aftur.
Höfundarréttur að blaðaefni:
Fulltrúarnir á mótinu snæddu
í gær hádegisverð í boði Emils
Jónssonar, forseta sameinaðs Al-
þingis, og konu hans.
Síðan hófst lokafundur móts-
ins. Flutti þá Kurt Heineman,
skrifstofustjóri finnska blaða-
sambandsins erindi eftir Allan
Viranko um höfundarrétt að
blaðaefni, einkum frá sjónarmiði
finnskrar löggjafar. Hann sagði,
að höfundarréttar nyti hluti af
því efni, sem í blöðum birtist:
spjall, teikningar og annað, sem
er merkt höfundi, gagnrýni, yf-
irlitsgreinar, leiðarar og greinar,
þ. á. m. greinar fréttaritara, sem
ekki eru venjulegar fréttir.
Þá var í fyrirlestrinum vikið að
því, hvort höfundarrétturmn
væri í höndum blaðamannsins
eða útgefanda blaðsins og
hvernig ráðstöfunarrétti í sam-
bandi við einstakar greinar væri
farið. Þessi kafli erindisins oili
miklum deilum á fundinum í
gær. Þótti ýmsum ræðumönnnum
að höfundurinn hefði talið rétt-
indi útgefendanna meiri en rétt
væri. Til máls tóku Sletten (N),
Elsnab (D), von Bonsdorff (F),
K. Næss (N), Hellvig (S), Holm-
berg (D), Öisang (N), Gedal (S)
og loks frummælandi, en hin
ýmsu sjónarmið verða ekki rak-
in hér.
Fundarstörfum lokið.
Er umræóunum um höfundar-
réttinn var lokið, voru afgreidd-
ar 3 tillögur. Ein fjallaði um
nafnleynd og er hennar áður
getið. Onnur fjallaði um norrænt
blaðamannanámskeið í Árósum,
sem haldið var í vetur. Var Norð-
urlandaráðinu þakkaður stuðn-
ingur við málið og látin í ljós
von um, að það og blaðamanna-
samtökin myndu í framtíðinni
styrkja þessa starfsemi.
Þá var borin upp tillaga frá
öllum forsetum þingsins um að
lýsa andstyggð og hryggð vegna
aftöku ungversku blaðamann-
anna Josep Szilagy og Mikios
Gimes. Var hún samþykkt sam-
hljóða og risu fundarmenn úr
sætum í viröingarskyni við hina
látnu blaðamenn.
Þá tók til máls Sigurður Bjarna
son, íorseti þingsins, þakkaði gest
unum ánægjuiega samveru, fram
sögumönnum og öðrum ræðu-
mönnum fórðlegar ræður og
starfsmönnum þingsins góð störf.
Rainer Sopanen ritstjóri frá
Helsinki bauð til næsta blaða-
móts þar í borg 1961 og þakk-
aði mótsforseti boðið.
Síöan tÓK til máls Vngvar Ahl-
ström aðalritstjóri frá Svíþjóð og
flutti þakkir hinna erlendu gesta
til heimamanna. Sérstaklega
þakkaði hann Sigurði Bjarnasyni
svo og öðrum íslenzkum móts-
nefndarmönnum, þeim Bjarna
Guðmundssyni og Högna Toorla.
syni.
Að því loknu sagði Sigurður
Bjarnason fundum mótsins slitið.
í dag verður farið í Borgar-
fjörð, sementsverksmiðjan skoð-
uð og snæddur hádegisverður í
boði stjórnar hennar Þá verður
komið í Reykhoit og setið kvöld
verðarboð S.Í.S. í Bifröst.
— Þjóðhátíðin
Framh. af bls. 3
hátíðahaldanna ér úrvals óperu-
sóngvarar sugu fram á pallinn og
sungu hvert lagið öðru betur. A
kvöldvökunni flutti borgarstjór-
inn Gunnar Thoroddsen SKemmti
lega ræðu um það sem hann
j sagði að erlendis væri kallað
1 „lungu stórborganna", og átti þar
I við skemmtigarðana í borg-
j unum, en borgarstjórinn gat þess
að Reykjavík hefði nú verið
1 tekin í tölu norrænna stórbo.ga.
j Var ræoa borgarstjórans hm
skemmtilegasta og íróðlegasta.
Að venju lauk hátíðinni með
almennum dansi á götum bæjar-
ins. Leikur og söngur hljóm-
sveitar Kristjáns Kristjánssonar
þótti þar bera af í nýju dönsun-
um, en vist er að Sigurður Ólafs
son er hinn ókrýndi söngkóngur
gömlu dansanna. Guðmundur
Jónsson óperusöngvari var nú
, dansstjóri og minntist þess að
hann hefði nú tekið við því starfj
af hinum mæta Vesturbæingi Er
lendi Ó. Pétúrssyni, sem dans-
fólkið sendi kveðju með öflugu
húrrahrópi. Víðs vegar að bárust
kveðjur frá íslendingum, t.d.
' frá Þýzkalandi, frá sjómönnum á
hafi úti og frá Akureyringum.
Var dansað af miklu fjöri á göt-
unum, unz þessari 14. þjóð-
hátíð í Reykjavík var slitið
klukkan 2 um nóttina.