Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. sept. 1958 iuoncvNnr 4 ÐiÐ 3 Samninganefnd verkamannafélagsins Dagsbrúnar, talið frá vinstri: Tryggvi Emilsson, Kristján Jóhannsson, Hannes Stephensen, Guðmundur J. Guðmundsson, Jónas Haligrímsson, Hjálmar Jónsson, Eðvarð Sigurðsson og Tómas Sigurþórsson. - Dagsbrún Framh. af bls. 1 skips eftir hádegi, skal verka- mönnum tilkynnt það og ráðn ingu þá lokið eigi síðar en kl. 14. Ef ráðgert er að vinna yfir- vinnu, skal verkamönnum til- kynnt það eigi síðar en kl. 15,30. 7) Aðilar lýsa því yfir, að samkomulag hafi orðið um að halda áfram samningaumleit- unum milli Dagsbrúnar og veinnuveitenda um að sam- ræma vinnutíma þeirra verka, manna, sem vinna að staðaldri í járniðnaði og við bifreiða- viðgerðir, vinnutíma sveina í nefndum starfsgreinum. Aðdragandi hinna nýju samninga Aðdragandi hinna nýju samn- inga var sá, að Dagsbrún sagði samningum sínum við atvinnu- rekendur upp í lok apríl sl. Hóf- ust viðræður milli aðila fyrri hluta júnímánaðar og var haldið áfram öðru hverju allt sumarið. Hinn 6. ágúst var vinnudeilunni vísað til sáttasemjara ríkisins. Um miðjan sept. var sáttanefnd skipuð. Áttu sæti í henni þeir Torfi Hjartarson sáttasemjari rík isins, Gunnlaugur Briem, ráðu- í DAG ræddi Allsherjarþingið um, hvaða mál skuli tekin á dag- skrá þingsins. Búizt var við löng- um og áköfum umræðum um það, hvort aðild Kína að SÞ skuli rædd á þinginu. Af 72 málum, sem samþykkt var, að tekin skyldu á dagskrá, urðu aðeins umræður um eitt — Ungverja- landsmálið, en samþykkt var með 61 atkvæði gegn 10, að fjallað skyldi um það á þinginu. Tíu fulltrúar sátu hjá. Ungverski utanríkisráðherrann og sovézki fulltrúinn Valerian Zorin mótmæltu samþykkt þess- ari á þeim forsendum, að mál þetta heyrði ekki undir SÞ. Er aðild Kína að SÞ kom til umræðu, tók Krishna Menon ' fyrstur til máls, enda standa Ind- verjar að baki tillögunni um að ræða aðild Kína að SÞ á þessu þingi. Sagði hann, að undir þessu máli væri kominn friður í heim- inum og jafnvægi í Austur-Asíu. — Sovézki utanríkisráðherrann Gromyko flutti ræðu og sagði, að árásarmennirnir yrðu þegar að verða á brott af kínversku yfir- ráðasvæði og krafðist þess, að að- ild Kínverska alþýðulýðveldisins að SÞ yrði tekin á dagskrá þings- neytisstjóri og Jónatan Hallvarðs son, hæstaréttardómari. Hinn 15. sept. sl. var verkfall boðað, ef ins. Aðild Kína að SÞ væri nauð- synleg, ef takast ætti að leysa vandamálin í Austur-Asíu. — ♦ — Bandaríski fulltrúinn Henry Cabot Lodge sagði, að afstaða dag skrárnefndarinnar væri óbreytt frá því, sem áður var. Bandaríkin leggja til, að þingið vísi á bug tillögu Indverja um að aðild Kína að SÞ verði rædd á þinginu. Forseti þingsins Charles Malik hvatti rseðumenn til að gæta tungu sinnar og segja ekkert, er gæti orðið til þess, að ástandið eystra versnaði. Fulltrúi þjóðernissinna sagði í ræðu sinni, að engin stjórn hefði barizt meir gegn heimsveldis- Skólarnir í Little Roek opnaðir nk. mánudag LITTLE ROCK, 22 sept. — NTB — Reuter — Fylkisstjórinn í Arkansas, Orval Faubus, mun ætla að opna gagnfræðaskólana í Little Rock á ný nk. mánudag samkvæmt áætlun, sem sennilega mun leiða til aðgerða af hálfu Bandarík j ast j órnar. samningar hefðu ekki tekizt að- faranótt hins 23. sept. Sáttanefndin hefir haldið fundi sinnastefnu kommúnista en stjórn hans. Fulltrúar Finnlands og Svíþjóðar hvöttu til þess, að aðild Kína að SÞ yrði tekin á dagskrá þingsins. Umræður héldu áfram fram eftir nóttu, og er síðast fréttist, hafði enn ekki farið fram atkvæðagreiðsla. ÞÓRSHÖFN, 22. sept. — NTB. — RB. — Danski fjármálaráðherr- ann Viggo Kampmann hóf í dag viðræður við landsstjórnina í Færeyjum um málamiðlunartil- lögu Breta í deilunni um fiskveiði lögsögu Færeyja. Viðræðurnar fóru fram fyrir Iuktum dyrum, en samkvæmt góðum heimildum i Þórshöfn er það talið víst, að landsstjórnin muni ekki fallast á tillögu Breta. ★ • ★ Kaupmannahöfn, 21. sept. — Einkaskeyti til Mbl. — Danski fjármálaráðherrann Viggo Kamp mann sagði í dag, að hann muni leggja tillögu Breta um bráða- birgðalausn deilunnar um fisk- veiðilögsögu Færeyja fyrir sjö manna færeyska þingnefnd á fundi í Þórshöfn á morgun. Ræddi Kampmann við blaða- mann um borð í Tjaldi á leið til Þórshafnar. undanfarnar fjórar nætur með deiluaðilum. Stóð síðasti fundur- inn eins og áður er sagt samfleytt í rúmar 30 klst., en þá voru samn ingar undirritaðir. Aðalkröfur Dagsbrúnar voru frá því að verkfall var boðað, 12% almenn grunnkaupshækkun og allmargar breytingar á þá- gildandi samningum. Dagsbrúnarfundurinn í gærkvöldi Kl. rúmlega 10 í gærkvöldi hófst fundur í Dagsbrún. Var hann haldinn í Iðnó og var mjög fjölmennur. Eðvarð Sigurðsson skýrði hina nýju samninga. Kristínus Arndal talaði á eftir honum. Taldi hann stjórn félags- ins hafa haldið óhönduglega á þessum málum. Hún hefði ein- angrað félagið frá öðrum félög- um, sem sagt- hefðu upp samn- ingum á þessu sumri. Litlar umræður urðu um samn ingana og voru þeir samþykktir með samhljóða atkvæðum. LUNDÚNUM. — Orðrómur er á kreiki um, að íranskeisari hafi leitað til páfa um heimild til að kvænast dóttur Umbertos, fvrr- verandi Ítalíukonungs, Maríu Gabríellu prinsessu, sem er 18 ára. Keisarinn er Múhameðstrú- ar, en prinsessan er kaþólsk. Keis arinn er 39 ára og skildi fyrr á þessu ári við drottningu sína Sorayu, af því að þeim hafði ekki orðið erfingja auðið eftir sjö ára hjónaband. Tillaga Breta, sem kom fram í viðræðum Dana og Breta í Lund- únum fyrir 10 dögum, er talin byggjast á uppástungu um 6 mílna landhelgi að viðbættri sex mílna fiskveiðilögsögu, þar sem eyjaskeggar geta haft eftirlit með fiskveiðum, en eins og kunn- ugt er, hefir Lögþing Færeyja gert samþykkt um 12 mílna fiskveiðilögsögu. Talið er, að gert sé ráð fyrir því í brezku tillögunni, að mörkin fylgi strandlengjunni, en Færey- ingar kváðu ekki taka annað í mál en að grunnlínurnar séu bein ar og drengar milli yztu nesja. ★ • ★ Talið er víst, að Kampmann muni lenda í nokkrum erfiðleik- um í viðræðum sínum við nefnd- ina, þar sem einnig muni bera á góma samband Danmerkur og Færeyja í framtíðinni. STAKSTEINAR Magnús heimsækir Guðmund í. Sú fregn, að Lúðvík Jósefsson hefur ákveðið að senda Magnús Kjartansson ritstjóra Þjóðviljans á allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna sem sérlegan fulltrúa sinn hefur að vonum vakið mikla at- hygli. Á ritstjóri Þjóðviljans að fylgjast þar með því sem gerist og þá alveg sérstaklega með orð- um og athöfnum Guðmundar L Guðmundssonar utanríkisráð- herra. Er nú eftir að sjá hvernig Guðmundi verður við er hann sér eftirlitsmann Lúðvíks! Á þessari sendiför ritstjóra kom múnista blaðsins af hálfu sjávar- útvegsmálaráðh. eru ýmsar hliðar, sumar býsna spaugilegar. Ástand ið er orðið hálfskrýtið innan ríkisstjórnar íslands þegar ein- stakir ráðherrar eru farnir að senda „eftirlitsmenn,“ hver með öðrum á alþjóðleg þing og sam- komur! Furðulegt lánleysi Það virðist ennfremur sér- kennilegt, að ríkissjóður skuli látinn borga kostnað við ferð fréttamanna frá einstökum blöð- um. Allt á þetta e. t. v. eftir að skýrast nánar. En auðsætt er að. mikið skortir á heilindi og dreng- skap í viðskiptum utanríkisráð- herra og sjávarútvegsmálaráð- herra vinstri stjórnarinnar um landehlgismálið. Er það furðulegt lánleysi og ræfildómur, að ráð- herrar vinstri stjórnarinnar skuli ennþá eiga í illindum innbyrðis um þetta stóra mál, sem öll þjóð- irr stendur einhuga um. Þannig er allt á eina bókina lært hjá þessari ríkisstjórn. Hún getur aðeins komið sér saman um það að sitja, enda þótt hana bresti alla möguleika tií þess að ráða fram úr nokkru vandamáli. Togarakaupin Allir íslendingar vita að eitt helzta úrræðið til þess að treysta efnahagsgrundvöll þeirra er að auka framleiðsluna. Á þessw höfðu Sjálfstæðismenn glöggan skilning er þeir beittu sér fyrir endurnýjun og uppbyggingu tog- araflotans að styrjöldinni lok- inni. Rúmlega 40 nýir togarar voru keyptir til landsiirs fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna. Ilafa þeir síðan verið gerðir út víðs vegar um land og stórkostlcg at- vinnubót orðið að útgerð þeirra. Jafnhliða beittu Sjálfstæðismenn sér fyrir uppbyggingu bátaflot- ans með þeim árangri að þjóðin á nú betri vélbátaflota en nokkru sinni fyrr. Vinstri stjórnin lofaði að láta smíða 15 nýja togara og lét samþ. Iög, sem heimiluðu henni lántöku í því skyni. Fyrir ári lýsti sjávarútvegsmálaráðherra komm- únista því yfir á Alþingi „að næstu daga“ yrðu sendir út menn til þess að semja um lán til bygg- ingar þessara skipa. En ekkert lán hefur ennþá fengizt í þessu skyni og ósamið er ennþá um smíði togaranna. En blað kom- únista talar öðru hverju eins og þeir séu þegar komnir til lands- ins og jafnvel byrjaðir veiðar. Því miður ríkir ennþá tölu- verð óvissa um komu þeirra 12 250 tonna togveiðiskipa, sem rík- isstjórnin samdi um smíði á i Austur-Þýzkalandi. Virðist allur undirbúningur þeirra skipakaupa einnig hinn losaralegasti. Von- andi er þó að þau skip komi áður en Iangt um líður og að þær von- ir rætist, sem við þau eru tengd- ar í þeim byggðarlögum, er þau eiga að fá, og þarfnast meiri og betri framleiðslutækja. Samninganefnd Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna, tal- ið frá vinstri: Ingvar Vilhjálmsson, Guðmundur Vilhjálmsson, Benedikt Gröndal, Kjartan Thors, Gústaf E. Pálsson, Björgvin Sigurðsson, Barði Friðriksson, Guðmundur V. Jósefsson (áheyrnar- fulltrúi Reykjavíkurbæjar), Harry Frederiksen, Guðmundur Ásmundsson og Einar Arnason. Búizt viB miklum umrœð um um, hvort aBild Kína skuli rœdd á þingi SÞ New York, 22. sept. — NTB — AFP. Talið víst, að Fœreyingar hafni brezku tillögunni Viðræður Kampmanns og Færeysku landsstjórnarinnar hafnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.