Morgunblaðið - 23.09.1958, Page 12

Morgunblaðið - 23.09.1958, Page 12
YZ M O R C V N fí r 4 n / Ð Þriðjudagur 23. sept. 1958 Ríkarður Jónsson myndhöggv- ari — sjötugur HTNTN 20. þ. m. varð einn vor- manna þessarar aldar, Ríkarður Jónsson myndhöggvari, sjötugur. Ríkarður hlaut í vöggugjöf, það sem frændur okkar á Norður- löndum kalla humor, en við ís- lendingar eigum, þrátt fyrir mikla orðgnótt, naumast nógu gott orð yfir. Þessi náðargjöf er að jafnaði ríkust í fari mikilla vitmanna, sem skynja í ríkum mæli alvöru lífsins en hafa karl- mennsku og iéttlyndi til þess að túlka hana á gamansaman hátt, þannig að spaugið liggi hverjum manni í augum uppi, en alvaran blasi við þeim, sem skyggnast lengst í dýpt verkanna, sem humoristarnir iáta frá sér fara. Glæsilegan námsferil Ríkarðar hirði ég ekki að rekja í þessari grein. Þeir, sem vilja kynnast honum svo og helztu æviatriðum listamannsins geta heyjað sér fróðieik um hann í bókinni „Rikarður Jónsson", sem út kom í Reykjavík fyrir tveimur árum. Ríkarður ólst upp í því and- rúmslofti, sem ég myndi vilja kalla baðstofumenningu íslend- inga. Hann drakk í sig þjóðlegan fróðleik af vörum greindra al- þýðumanna austur við Búlands- tind. Ættjarðarljóðin voru sung- in inn i vitund hans þegar á barnsaldri en ástin á litum og lögun var honum greinilega í blóð borin. Meistarinn var ekki hár í lofti þegar hann gekk á vit nátt- úrunnar og sprengdi ásamt Finni bróður sínum litríka steina úr fjalllendinu í nánd við æsku- heimilið Strýtu. Steina þessa muldu bræðurnir, hrærðu duftið í fernisolíu og notuðu til máln- ingar. [ sál og gefið því líf í myndum sínum. Hvert handtak, hver vinnu- staða, hvert svipbrigði, hver hug- blær íslenzkra heimila er honum nákunnugur og hefur ef til vill aldrei birzt eins vel og í íslenzku baðstöfunni, sem hann hefur ný- lega skorið út handa Kennara- skóla fslands. Þar hefur Ríkarð- ur varðveitt frá gleymsku sanna mynd af þjóðarskólanum, menn- ingarmiðstöð íslendinga um fimm aldir. Hin sama glöggskyggni og vandvirkni birtist í mannamynd- um Ríkarðar sem nú skipta hundruðum. Með þeim hefur Ríkarður forðað frá gleymsku svipmóti fjölda manna, sem hófu þjóðina úr eymd og fátækt og gerðu hana bjargálna. Fer vel á því að hugsjónamaður skyldi bjarga sálblæ þeirra frá gleymsku, enda ekki á annarra færi en þess, sem er fæddur sál- fræðingur en hefur hlotið vin- áttu Iistadísanna. F,nn er þó ógetið þess, sem al- menningi er síður kunnugt úr starfi Ríkarðar en það er sá aragrúi snilldarlegra teikninga sem hann á í fórum sínum og bíða þess að eitthvert menningar- forlag sjái sóma sinn í því að gefa þjóðinni kost á að njóta þeirra. Verk listamanns eins og Ríkarðar eiga helzt að vera til sem víðast um byggðir landsins en því verð- ur aðeins viðkomið á þann hátt að gefa út myndir af þeim. Bóndasonurinn frá Strýtu er svo sannur sonur sinnar þjóðar, að almenningur þarf að geta notið verka hans í sem ríkustum mæli. Þótt Ríkarður sé nú kominn á þann aldur þegar opinberir starfs menn fá lausn j náð er vinnu- dagur hans enn langur og lista- verkin skapast eins og fyrr eitt af öðru. Ég á ekki aðra ósk betri Ríkarði til handa en að hann megi fram- vegis sem hingað til tvímenna við humorinn og hafa listadísirn- ar að föruneyti. Ólafur Gunnarsson. Ríkarður Jónsson Hlustað á útvarp Á bernskuslóðum Ríkarðar er náttúrufegurð mikil og fólkið stóð föstum fótum í þjóðlegum fróðleik, kunni góð skil á gömlum siðum og sögnum. Að gera rétt en þola eigi órétt þótti sjálfsögð dygð hverjum góðum dreng austur þar og hefur Ríkarður jafnan verið minnugur þess. Þegar hann hafði lært að beita bitvopnum sínum af mikilli snilld utanlands og innan lagði hann til orrustu einnar mikillar við harðviðu, sem hann flutti heim til íslands með ærnum kostnaði og fyrirhöfn frá fjarlægum lönd- um. Hafði Ríkarður jafnan sigur í viðureigninni við viðu þessa og breytti þeim í haglega gerða muni, en fyrirmyndir sínar sótti hann í íslenzka náttúru og þjóðar sögu raunverulega og ímyndaða. Þjóðsagnamyndir hans eru tví- mælalaust það snjallasta, sem nokkur íslendingur hefur enn gert á því sviði og er hann hvað þær snertir Kittelsen fslands. Segja mætti, að Ríkarður hefði skynjað margt af því bezta, sem blundað hefur í íslenzkri þjóðar- LAUGARDAGINN 13. sept. las Jóhannes Helgi upp, í þættinum Raddir skálda, kafla úr skáld- sögu, sem bráðum er væntanleg frá honum og nefnist „Og jörðin snýst“. Ekki veit ég hvort þetta var upphaf sögunnar eða annar kafli, einhvers staðar úr henni. Sviðsetning er mjög einkennileg, en hugmyndin þó ekki ný, efnið er tviskipt, gerist til skiptis á jörðu og utan við jörðu í hug- myndaheimi, að nokkru leyti, þar sem eitt kalt og allt skiljandi auga, horfir á örlítinn hnött. Þar eru mannverur, smáar eins og vírusar — auga, sem horfir gegn- um stækkunargler. Eg hef ekkert lesið eftir Jóhannes Helga, svo ég muni og út frá þessum sögu- kafla verður ekkert um hann dæmt. Maðurinn er ungur og er hugsanlegt að hér sé á uppsigl- ingu mikið skáld — aðeins þó, ef hann varar sig á stíl þeirra Þórbergs og Laxness — að verða ekki bergmál. En, sem sagt, sag- an kemur bráðum, og þá sér maður hvað úr verður — hvort Getum hreiusað föiin yðar á tveim til þrem dögum Efnalaugin Perla Hverfisgötu 78 Poplínkápur peysufatafrakkar koma í dag. — Hagstætt verð Kápu- og dömuhuðin Laugaveg 15 hér er um sjálfstæðan, efnilegan höfund að ræða. ★ Leikrit Vilhelms Mobergs, „Kvöldið fyrir haustmarkað“, er létt og lipurt gaman, skilur lítið eftir. Ég held að ég hafi heyrt það fyrr í útvarpinu hér? Þýð- andi er Elías Mar, leikstjóri Har- aldur Björnsson. Var ágætlega leikið. ★ Margrét Jónsdóttir, rithöfund- ur, flutti í vikunni sem leið (11. sept.) erindi frá aldarafmæli Nóbelsskáldsins Selmu Lagerlöf. Það sýnir vel hverflyndi heims- ins, að nú les ungt fólk (sem á annað borð les nokkuð læsilegt) ekki mikið eftir hana. Saga Gösta Berling og Jerúsalem eru ekki lengur í tízku. Undarlegt var það, að enginn af stórskáld- um okkar mætti á 100 ára af- mæli Selmu Lagerlöv. Finnst mér vel hefði átt við að rithöfunda- félögin hefðu sent sitt stórskáld- ið hvert, t. d. þá Kristmann Guð- mundsson og Þórberg Þórðarson, svo ég nefni einhverja. ★ A sunnudaginn, 14. sept., flutti Helgi Hjörvar, skáld, erindi, sem hann nefndi „íslandsráðherra í tukthúsið“. Kosningahríðin 1903 og Alberti-málið. Af því að ég var það ár (1908) í Reykjavík og tók nokkurn þátt I hinum eftir- minnilegu kosningum, sem eld- heitur Landvarnamaður og upp- kastsandstæðingur, er mér þessi dagur mjög minnisstæður. — Það er ekki eðlilegt að H. Hjörvar hafi tekizt að ná í fregnmiðann fræga, því miðinn var jafnóðum rifinn niður og hann var límdur upp. En ætli hann sé ekki til í Benediktssafni í Háskólabóka- safninu? Benedikt Þórarinsson átti flesta slíka miða. Ekki held ég að þessi fregnmiði hafi haft nein áhrif á úrslit kosninganna hér á landi, neins staðar, hitt má vera, að einhverjir hafi notað það sem áróður að kunningi H. Hafsteins, Alberti, reyndist stór- glæpamaður og fáeinir bjánar og vitgrannir menn hafi tekið slíkan áróður til greina. — Ég man orð Guðmundar Björnssonar á Aust- urvallarfundinum, hann stóð á svölum Hótel Reykjavíkur, er hann mælti þau. Bezt þótti mér Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóðólfs, tala gegn sambandslaga- frumvarpinu, á þeim fundi. — Flestir ungir menn voru þá frum-' varps-andstæðingar, kosninga réttur var þá bundinn við 25 ára aldur. 7t í stuttu máli, umsjónarmaður Loftur Guðmundsson, skáld. — Hann talaði fyrst við Guðmund Danielsson, skáld. Guðmundur hefur nú afhent útgefendum sín- um nýja skáldsögu. Heitir hún Hrafnhetta. Fjallar að nokkru um söguleg efni, um Níels Fuhr- man, amtmann á Bessastöðum, og Appoloníu Schwartzkopf, unnustu hans. Gerist sagan á ár- unum 1710—1724. Síðasta skáld- saga Guðm. Daníelssonar var Blindingsleikur, sem ég tel hik- laust meðal allrabeztu skáld- sagna, serri ritaðar hafa verið hér á landi — og þótt víðar væri leitað. Blindingsleik er nú verið að þýða á þýzku. — Guðmundur Daníelsson las að lokum upp kvæði kvöldsins, Fangann frá ChiIIon, eftir Byron lávarð, í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Óvíst tel ég að sú þýðing taki fram þeirri er Steingrímur Thor- steinsson gerði. Þá talaði Loftur Guðmundsson við Svein Benediktsson, for- stjóra, eða réttara sagt las upp bréf frá honum, þar sem hann gerði grein fyrir síldveiðunum í sumar. Verðmæti síldarinnar nú, er hér um bil 130—140 millj. kr. (útflutningsverð) eða um 20 millj. kr. meira en í fyrra, vegna þess að nú var meira saltað, en afli var minni nú. Kvað Sv. Ben. lítinn sem engann afla hafa orð- ið, ef menn hefðu ekki haft hin góðu leitartæki. Stöðugar súldir og hvassviðri urðu orsök þess, að síldin óð ekki. Leitarflugvélar urðu að sama sem engu gagni í sumar. Verkakonur við síld höfðu 10—20 þús. kr. kaup í ea. 6 vikur og verkamenn við söltun, um það bil helmingi meira. Má það heita allgott kaup. •k Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, skáld, talaði um daginn og veg- inn, vel og skynsamlega, að vanda. Talaði hann fyrst um haustið, mikinn annatíma, og komandi vetur, sem margir kvíða. Þá ræddi hann um skól- ana og kvað eitthvað bogið við skóla okkar og fræðslukerfi. Fjöldi fólks kemur úr skólum þannig menntað, að það er ekki sendibréfsfært og reiknings- kennsla í barnaskólum er allt of þung fyrir meirihluta barna. ís- lenzk málfræði flókin í nútíma- kennslu og lítt skiljanleg. Jónas Jónsson frá Hriflu talaði um þetta mál í útvarpserindum í fyrra. — V. S. V. taidi hinar nýju aðferðir við kennslu verri en þær, sem áður voru notaðar. Kennarar misjafnir, það er allt annað að útskrifast úr kennara- skóla með góðu prófi, en að vera góður kennari. — Þá talaði ræðu- maður um landhelg.smálið og vill láta skjóta saman til þess að kaupa nýtt varðskin. —- Ég vil bæta því við, út af ummælum V. S. V. um skólana, að ég held að áhugi ungs fólk- að læra sé minni nú en áður var. Þegar ég var barn og unglingur hlökkuð- um við til vetrarin, hlökkuðum til að læra, hlökkuðum til að leika okkur á skaUtum og í snjón- um. Vorið var líka unaðslegt, en sumarið var erfitt, mikið að gera. Síðan ég kom til Reykja- víkur hef ég alltaf kviðið fyrir vetrinum. i' Séra Felix Ólafsson, trúboði, flutti erindi er hann nefndi: Meðal þjóðflokka Saður-Eþíópíu. Fyrir þá, er hlustað hafa á er- indi Ólafs Ólafssonar um sama efni, var ekkert nýtt í erindi þessu, en annars var það skil- merkilegt og vel flutt og fróð- legt. Kímnisaga vikunnar, Prest- urinn á Bunuvöllum, flutt af Ævari Kvaran, er ágæt, gamall kunningi eldri manna. Ekki las Ævar söguna eins ve! og afi hans, Einar H. Kvaran, gerði eitt sinn, er ég hlustaði á. Var það á skemmtun í Bárunni. — Ástráður skólastjóri Sigursteinsson flutti erindi: Hugleiðingar um lands- próf, athyglisvert, en efnið of yfirgripsmikið til þess að gera það að umræðuefni í þessum þætti. — Sigríður Einars flutti frumort ljóð. Mun hún vera all- gott skáld. — Þá var Þýtt og endursagt: Líkklæði Jesú Krists, ótrúleg saga mjög og ólíkleg. Þorsteinn Jónsson. Áiykfun í land« nelgismáiinu ÚTVEGSMANNAFÉLAG Hellis- sands fagnar útfærslu landhelgi íslands Í12 mílur. Skorar félagið á ríkisstjórnina að standa fast á rétti okkar í þessu máli og taka ekki þátt í neinum samningum við einstök ríki um þetta mal. Félagið fordæmir framferði brezku ríkisstjórnarinnar, er hún lætur herskip sín vernda veiði- þjófa í íslenzkri landhelgi. Félagið þakkar íslenzku land- helgisgæzlunni og skipshöfnum varðskipanna fyrir einarða fram komu við skyldustörf sín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.