Morgunblaðið - 23.09.1958, Page 18
18
MORGUNBLAÐ1Ð
■Þriðjudagur 23. sept. 1958
Alsírmálið tekið á dag•
skrá Allsherjarþingsins
NEW YORK, 22. sept. — NXB. —
AFP. — Allsherjarþing SÞ sam-
þykkti í dag að taka Alsírmálið
Gúmverksmiðja
í Pai ís sprengd
í loft upp
París, 22. september.
— NTB — Reuter. —
MIKIL sprenging varð í dag í
gúmmíverksmiðju í úthverfi Par-
ísarborgar Tveir menn fórust, 20
særðust — 8 menn alvarlega -- og
verksmiðjan hrundi til grunna.
Lögreglan.í París telur, að hér
sé um skemmdarverkasfarfsemi
Serkja að ræða, og allir Serkir,
búsettir í nágrenni við verk-
smiðjuna voru handteknir og
yfirheyrðir. Sprengingin var svo
öflug, að veggur í húsi hinum
megin við götuna hrundi.
Samtímis gaf franska innan-
ríkisráðuneytið skipun um að
rannsaka nákvæmlega farangur
allra farþega, er ferðast með flug
félaginu Air France. Einkum fer
fram nákvæm rannsókn í sam-
bandi við flugferðir til Norður-
Afríku og Miðausturlanda Varð
þetta til þess, að tafir urðu á
flugsamgöngum.
á dagskrá yfirstandandi þings.
Var samþykktin gerð án þess, að
nokkrar umræður færu fram um
málið, en dagskrárnefnd þings-
ins hafði mælt með því, að fjallað
yrði um Alsír. Enginn fulltrúi
greiddi atkvæði gegn þessari sam
þykkt.
★ • ★
Er dagskrárnefndin hafði mál-
ið til meðferðar s.l. miðvikudag,
benti franski utanríkisráðherr-
ann Couve de Murville á, að
franska sendinefndin óskaði ekki
eftir að taka þátt í neins konar
umræðum um Alsírmálið. Sagði
utanríkisráðherrann, að slíkar
umræður væru í ósamræmi við
stofnskrá SÞ og yrðu Alsír í óhag.
Enginn franskur fulltrúi tók
til máls á Allsherjarþinginu í
dag, og verða þeir ekki viðstadd-
ir, þegar Alsírmálið verður rætt
í stjórnmálanefndinni og síðar í
•Vllsherjarþinginu sjálfu.
r
Utlagastjórnin
ÚTLAGASTJÓRN Alsír upplýsti
í gær í Kairó, að hún hafi sent
utanríkisráðuneytum 84 ríkja orð
sendingar og mælzt þar til viður-
kenningar. Kínverska alþýðulýð-
veldið viðurkenndi útlagasfjórn-
ina í gær. Til þessa höfðu aðeins
Arabaríki viðurkennt stjórnina.
— Chehab
Framh. af bls. 1
yggisráðstafanir, og útgöngubann
sett um gjörvallt landið.
★
Orsök þess, að svo mikil spenna
ríkir milli Múhameðstrúarmanna
og kristinna manna er sú, að rænt
hefur verið blaðamanni, er starf-
aði við eitt af blöðum falang-
ista. Falangistar hafa hvatt
verkamenn til að gera verkfall
í mótmælaskyni við ránið, sem
þeir kenna stjórnarandstöðunni
og Múhameðstrúarmönnum. Leið
togar stjórnarandstöðunnar full-
yrða, að þeir eigi engan þátt í
brottnámi blaðamannsins. Frétta
menn í Beirut benda á, að stjórn-
arandstöðunni geti ekki verið
neinn akkur í því að lenda nú
í átökum við falangista.
í mörgum þorpum í grennd við
Beirut voru í dag farnar mót-
mælagöngur, og kváðu falang-
istar telja, að hlutur þeirra hafi
verið algjörlega fyrir borð bor-
inn, en hins vegar hafi stjórnar-
andstæðingar fengið öllum sínum
kröfum framgengt.
★
Orðrómur er á kreiki um, að
falangistar muni reyna að koma
í veg fyrir, að Chehab taki við
forsetaembættinu á morgun. Her
vörður er við bygginguna, þar
sem þingið hefir aðsetur sitt. og
vopnaðar varðsveitir eru á verði
viða í borginni. »
Öllum bandarískum hermönn-
um, sem ekki gegna nauðsyn-
legum störfum, hefur verið skip-
að að halda sig í herbúðum sín-
um.
Hin ólöglega útvarpsstöð hægri
manna, Rödd Líbanons, sagði í
kvöld, að sennilega standi nú yfir
samningaumleitanir í þeim til-
gangi að koma á fót frjálsri stjórn
í Libanon, sem tryggt geti rétt-
læti og frelsað landið úr hönd-
um svikara.
Camille Chamcoin forseti verS-
ur ekki viðstaddur, er Chehab
tekur við embættinu. Chamoun
tilkynnti í dag, að hann muni
halda áfram pólitískri baráttu í
landinu sem leiðtogi nýs flokks
óháðra þjóðernissinna.
♦-------♦
í skeyti frá AFP segir, að í
kvöld hafi verið gerðar ráðstaf-
anir til að flytja á brott útbúnað
bandarískra herja í Líbanon, en
talsmaður Bandaríkjahers þar
upplýsti, að engar liðssveitir yrðu
að sinni fluttar á brott. Til þessa
hafa aðeins landgönguliðssveitir
úr bandaríska flotanum farið frá
Líbanon, og engar áætlanir hafa
verið gerðar um brottflutning
8000 bandarískra hermanna, sem
þar eru staðsettir.
Holldór frú Hrountúni 80 drn
f DAG verður áttræður Halldór
Jónasson fyrrum bóndi og bók-
sali frá Hrauntúni í Þingvalla-
sveit.
Halldór er borinn og barn-
'íæddur Þingvellingur, fæddist
að Hrauntúni 23. sept. 1878. Þar
var hann fram á fullorðinsár, því
hann tók við búinu af föður sín-
um, er var fjárbóndi, og hélt Hall
dór búið fram til þess tíma að
lögin um Þjóðgarðinn komu til
framkvæmda og bændurnir á
bæjunum inni í Þingvallahrauni,
urðu að bregða búi. Þá hætti
Halldór að fást við búskap flutt-
ist hingað til Rykjavíkur og gerð
ist hér bóksali. Lengi vel rak
hann bókaverzlun á Klapparstígn
um, rétt ofan við Laugaveginn.
Þangað komu margir menn fleiri
en þeir sem gagngert komu þang
að til bókakaupa, því Halldór á
margt vina og kunningja hér í
bænum og komu margír til hans
til skrafs um daginn og veginn
Halldór hefur ætíð verið mikill
áhugamaður um gang landsmála
og þykir gaman um að ræða,
ekki aðeins við skoðanabræður,
heldur ekki síður við þá menn
sem þá eru á öndveðri skoðun
við hann sjálfan. Hér í gamla
daga var hann einn þeirra er
skipuðu sér fastast við hlið Hann
esar Hafstein og kann hann vel
að segja frá stjórnmálaerjum
þeirra tíma.
Halldór ferðaðist mikið hér
fyrr á árum um landið, hefur
ætíð haft gaman að lestri góðra
bóka og er vel að sér um íslenzk-
ar bókmenntir, einum hin klass-
ísku rit.
Halldór er mikill mannkosta-
maður, sannur vinur vina sinna,
og á langri lífsleið eru þeir orðnir
margir. — Þeir munu samfagna
honum í dag á þessu merkisaf-
mæli hans, en Halldór er nú vist-
maður í Hrafnistu, þar sem hann
m. a. hefur á hendi bókavörzlu
safnsins. — S.
Hér sést yfir hraunbollann, sem Hafnfirðingar hafa augastað á fyrir knattspyrnuvöll. Ef að lík-
um lætur, verður þarna risinn grasvöilur eftir fá ár. Vallarstæðið er hið ákjósanlegasta.
(Myndirnar tók Ingim. Magnússon).
Hafnfirðingar hyggjast koma
upp fullkomnum grasvelli v/ð
Engidal
Mikill áhugi og framkvæmdavilji
hjá 3 ára gömlum knattspyrnuflokki
KNATTSPYRNA sumarsins
er senn lokið. Á mikilsverð-
asta móti ársins, íslandsmót-
inu, hafa þó verðlaun eigi ver
ið afhent því ýmsar deilur er
varðað geta úrslitum í mótinu
eru óútkljáðar. En að öllu
óbreyttu fer bikarinn aftur til
Akraness og Hafnfirðingar
hverfa úr 1. deild en Keflvík-
ingar koma í staðinn.
En þó Hafnfirðingar hafi i
bili kvatt 1. deild hefur þó
áhugi á knattspyrnu sízt dvín-
að þar syðra. Það kom greini-
lega í ljós á ánægjulegum
fundi er knattspyrnuráð Hafn
arfjarðar átti með fréttamönn
um s.l. laugardag.
— Við stöndum á tímamót-
um. Þau þrjú ár sem við höf-
um átt knattspyrnuflokk hef-
ur gengið á ýmsu, en í ljós hef
ur komið að í Hafnarfirði er
mikill og góður jarðvegur fyr-
ir knattspyrnuíþróttina. Við
ætluðum engan veginn að gef-
ast upp þó á móti blási í bili,
heldur þvert á móti að herða
róðurinn.
Þessi orð mælti Axel Kristjáns-
son forstj. Rafha og Bæjarút-
gerðarinnar en hann er form.
knattspyrnuráðsins.
Og þeir félagar í knattspyrnu-
ráðinu Albert Guðmundsson og
Vilhjálmur Skúlason auk for-
mannsins, sýndu blaðamönnum
skilyrðin sem knattspyrnumenn
hafa verið að skapa sér og skýrðu
nokkuð frá framtíðaráformum.
Framtíðarverkefni
Stærst framtíðaráformanna er
bygging nýs_ og fullkomins knatt-
spyrnuvallar, og ef dæma má
eftir öðrum framkvæmdum sem
knattspyrnuflokkurinn ■ hefur
komið í framkvsemd á þeim þrem
árum sem hann hefur verið við
lýði, þá mun ekki langt um líða
þar til nýr og glæsilegur leik-
völlur hefur risið í hrauninu
skammt frá Engidal — um 8 km
frá Reykjavík. Þetta er þó bund-
ið því skilyrði að knattspyrnu-
ráðið fái þá lóð sem það hefur
augastað á, en vallarstæði þar
er mjög ákjósanlegt.
★ Vallarstæðið
Vallarstæðið er í hraunbolla
sem er um 100 metrar á breidd
og 2—300 m á lengd. Bolli þessi
er grasi gróinn og virðist í fljótu
bragði vera mjög ákjósanlegur
til ræktunar. Til allra hliða rísa
hraunkambar sem eru ákjósan-
legar undirstöður áhorfenda-
bekkja. í einu orði sagt virðist
þarna vera eitt ákjósanlegasta
vallarstæði sem komið hefur til
greina til slíks þar sem íþrótta-
fréttamenn er þarna voru hafa
séð til hér á landi.
Slíkur grasvöllur með áhorf-
endasvæði fyrir 5—10 þús.
manns myndi leysa úr brýnni
þörf. Iðulega hefur það komið
fyrir, að utanbæjarfélögin s.s.
Akranes, Akureyri og fleiri hafi
farið fram á að láta erlend lið,
er þau hyggjast bjóða heim leika
í Reykjavík, en vellir þar verið
fullsetnir af slíkum leikjum og
afnotum í þágu Reykjavíkurfé-
Iaganna. Hafnfirðingar gætu með
nýjum velli haft nokkrar tekjur
af að leigja hann, tekjur sem
renna myndu til íþróttaiðkana í
Hafnarfirði. Þannig má ætla að
málin snúizt er völlur er tilbúinn.
★ Stuðningsmannafélag
Það er engan veginn áhlaupa-
verk að byggja nýjan leikvang.
En Hafnfirðingar hafa í mörgu
farið aðrar slóðir n annarsstaðar
tíðkast, að minnsta kosti í Reykja
vík. Að hugmynd Alberts Guð-
mundssonar er nú í undirbún-
ing stofnun meðal fullorðinna í
Hafnarfirði til stuðnings þessari
framkvæmd. Er það hliðstæða
við hina alkunnu „supporters
clubs“, sem starfa að baki allra
stærri íþróttafélaga víða um
Evrópu, en tilgangur þeirra fé-
laga úti er að styrkja félögin með
fjárframlögum. Albert snýr þess
ari hugmynd við — að féla^s-
menn leggi fram vinnu í stað
beinharðra peninga. Þar sem
kannað hefur verið um áhuga á
þessum félagsskap í Hafnarfirði
hefur hugmyndin fengið góðar
undirtektir. Skapast hugmyndin
svo, að Albert hefur talað við 5
menn um málið og beðið þá
hvern um sig að fá 5 menn með
sér og þannig koll af kolli.
Hér er um svo merkilega hug-
mynd að ræða, að fá dæmi eru
á hinum síðustu timum, þegar
enginn vill leggja neitt fram
nema gegn fullri greiðslu og nær
öll félagsstarfsemi ekki sízt
íþróttafélaganna er mjög ábóta-
vant fyrir þær sakir. Verður það
Hafnfirðingum til mikils lofs ef
verulegur hluti almennrar vinnu
við glæsilegan leikvang verður
unninn af almenningi í sjálfboða-
vinnu. En slíkt er engan veginn
fráleitt.
Bæjarfélagið styður þessa hug-
mynd eftir getu við efniskaup
Hópurinn sem í Hafnarfirði
byrjaði að iðka knattspyrnu fyrir
3 árum taldi 10 pilta, suma barn-
unga aðra helzt til gamla til byrj-
unar á keppnisíþrótt. Nú eru í
flokknum um eða yfir 200 dreng-
ir og piltar á öllum aldri. í flokkn
um fá þeir aðstöðu til félags-
starfs, til að eyða tómstundunum
við íþróttir eða aðra skemmtan
í félagsheimili knattspyrnu-
manna. Þetta hefur mikla upp-
eldislega þýðingu. Það skilja að-
standendur barnanna og ungling
anna og þeir eru af þeim sökum
fúsir að láta eitthvað af mörkum
til samtakanna, t.d. vinnu við
nýjan völl.
Knattspyrnuráð Hafnarfjarðar. Frá vinstri: Murdo McDougalI,
skozkur þjálfari, sem Hafnfirðingar hafa ráðið til 5 ára, Al-
bert Guðmundsson, Axel Kristjánsson, formaður og Vil-
hjálinur Skúlason. —
★ Félagsheimilið
Ja, félagsheimili Það eiga hafn
firskir knattspyrnumenn. Það
ásamt búningsklefum hefur ver-
ið skapað á þessum þremur árum.
Er það fyrir sjálfboðavinnu
margra, sem fu»dið hafa ánægju
af því að hindra í framkvæmd
sameiginlegu áhugamáli. Það eru
glæsilegar byggingar stórar og
vistlegar. Bærinn hefur styrkt
fyrirtækið rausnarlega og í sí-
vaxandi mæli. Bærinn hefur og
mikinn áhuga á að nýi völlurinn
rísi. Sagan um búningsklefana og
félagsheimilið er ævintýri út af
fyrir sig, og vöxtur flokksins úr
10 í 200 á 3 árum. Sú hlið hafn-
firzka ævintýrsins verður að bíða
til morguns.