Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 20
VEDRIÐ
S eða SA kaldi og rigning fram
eftir nóttu. Léttir sennilega til
QUEMOY
Sjá bls. 11
jv' íj
jf'
k fWy?: 'JH 5
Myndir þær, sem hér birtast eru
teknar síðastliðinn föstudag í
Skeiðaréttum. Skeiðaréttir munu
vera hinar stærstu á landinu og
þar var réttað nú í fyrstu göng-
um fast að tuttugu þúsund fjár
að því er fróðir menn þar eystra
telja. Þarna var saman kominn
meginhluti fjárins milli Þjórsár
og Hvítár nema það sem dreg-
ið var sundur í réttunum í Gnúp-
verjahreppi og Hrunamanna-
hreppi, en þar var réttað daginn
áður. Féð sem þarna er saman
komið er því úr Flóa, af Skeiðum
og úr Hreppum. önnur myndin
er tekin í almenningnum og sýn-
ist svo sem fólkið sé ekki færra
en féð í réttinni. Hin myndin
sýnir hvar verið er að reka féð
úr gerðinu og inn í almenning-
inn. (Ljósm. vig).
Verðhœkkanir á kartöfl-
um, gulrófum og eggjum
Allt að 50*^0 frá i fyrrahaust
t GÆR auglýsti Framleiðsluráð landbúnaðarins haustverð á kartöfl-
um, gulrófum og eggjum. Gildir hið nýja verð frá og með deginum
* gær. Eftirfarandi verð hefur verið ákveðið á kartöflum. —
Tölurnar í svigunum sýna verðið á kartöflum í fyrrahaust og
prósentutölurnar sýna hækkunina frá sama tíma í fyrra.
Kartöflur:
Úrvalsflokkur
1. flokkur
2. flokkur
Heildsöluverð:
2.20
1.48
1.08
Smásöluverð:
2,80 (2,25)
1,90 (1,40)
1,40
Hækkun í %
24.44%
32.14%
Ofan á smásöluverðið má leggja sannanlegan flutningskostnað
og er því ekkert því til fyrirstöðu að smásöluverðið hækki enn
meira en hér er sagt. Verðið er að öðru leyti miðað við óbreyttar
niðurgreiðslur á hvert kg.
Eftirfarandi verð hefur verið ákveðið á gulrófum:
Heildsöluverð kr. 3.45 hvert kg.
Smásöluverð kr 4,50 kg. (um 3.00 kr.) hækkun ca 50%.
Þá hefur eftirfarandi verð verið ákveðið á eggjum:
Heildsöluverð kr. 30.00 kg. (26.50) hækkun 13.2%
Smásöluverð kr. 37,50 kg. (31,00) hækkun 20.97%
Maður drukknaði við
bryggju á Siglufirði
Verkstjóri bíður bana
um borð í norsku skipi
SIGLUFIRÐI, 20. sept. — Sá
hörmulegi atburður varð hér um
kl. 10 í gærkvöldi, að Kristinn
Sigurðssón, bryggjuformaður á
Bíll eyðilagðist
á Keflavíkurflug-
velli
KEFLAVíKURFLUGVELLl, 22.
sept. — Klukkan 1,30 síðd. í dag
varð harður árekstur hér á flug-
vellinum milli jeppabilsins J-ll
sem er eign flugmálastjórnarinn-
ir og fólksbifreiðarinnar Ö-7,
sem er leigubíll frá Keflavík.
Varð áreksturinn á veginum milli
aðalhliðs flugvallarins og hótels-
ins. Var jeppinn á aðalbrautinni,
en leigubíllinn kom af hliðar-
braut og skullu bílarnir saman
með þeim afleiðingum að J-ll
gjöreyðilagðist, en leigublíllinn
skemmdist mikið. — Tveir menn
voru í jeppanum og meiddust
báðir lítilsháttar, en farþegi og
bílstjóri leigubílsins sluppu
ómeiddir. Stanz merki var ekki
á gatnamótunum, því merkið
hafði verið tekið niður í sumar
er malbikun fór fram og var ekki
farið að setja það upp aftur þó
liðinn sé fullur mánuður síðar
malbikun fór fram. Leigubíllinn
kom á vinstri hlið jeppans, sem
kastaðist til við höggið um 5—6
metra. — B.Þ.
söltunarstöð Reykjanessins h.f.,
féll af bryggjunni í sjóinn og
drukknaði. Lítill vélbátur, sem
var á höfninni, náði Kristni fljót-
lega, en lífgunartilraunir báru
ekki árangur.
Kristinn heitinn var fæddur 3.
ágúst 1899. Hann var einhleypur.
Kristinn var hinn vænsti maður
og er að honum mikill mann-
skaði. — Fréttaritari.
KNATTSPYRNUKAPPLEIKUR
var háður á Bíldudal þann 8. sept.
milli Patreksfirðinga og Bílddæl-
inga og lauk með sigri Bílddæl-
inga, sem skoruðu 4 mörk gegn
3 Leikurinn var á vegum fþrótta
félagsins á Bíldudal. Leikurinn
var nokkuð jafn og fór vel fram
af beggja hálfu Dómari var Hai't-
dór Helgason forstjóri á Bíldudal.
BOLUNGARVÍK, 22. sept. — Nú
eru um það bil þrjár vikur síðan
reknetjabátar byrjuðu ' síldveið-
ar héðan. Sjö bátar hafa stund-
að þessar veiðar í haust. Er
stutt að sækja á miðin þar sem
þeir leggja net sín eða um tveggja
SKÖMMU fyrir hádegi í gær
varð dauðaslys hér í Reykjavíkur
höfn, er bóma féll niður í norsku
vöruflutningaskipi. Vildi þá svo
hörmulega til að Sigurður Gísla-
son, verkstjóri Birkihlíð við
Reykjaveg varð fyrir bómunni og
beið samstundis bana af. Annar
maður meiddist á höfði.
Þessi sviplegi atburður átti sér
stað um borð í norska saltflutn-
ingaskipinu Dener frá Osló er
liggur við Faxagarð. Verið var að
setja saltfisk í lest nr. 2, en hún
er rétt framan við yfirbyggingu
skipsins, sem er miðskips. Voru
saltfiskpakkar í trossu, sem ver-
ið var að taka af bíl og láta í
lestina. Bóma, sem dregur aðal-
bómuna inn yfir lestaropið og
slakar hleðslunni niður í lestina,
féll skyndilega ofan á lunning-
una, en við hana stóðu tveir
menn og urðu báðir fyrir bóm-
unni. — Kom hún ofan á höfuð
Sigurðar Gíslasonar verkstjóra
hjá Togaraafgreiðslunni, með
þeim afleiðingum að hann var
örendur samstundis. Maðurinn,
sem við hlið hans stóð var Sig-
valdi Jónsson, verkamaður Soga-
vegi 98. Bóman snart einnig höf-
til þriggja klukkustunda sigling.
Veiðarnar hafa gengið mjög vel
það sem af er og hafa alls borizt
hér á land ellefu þúsund tunnur
af ágætri síld. Er nú búið að
salta í tæpar fimm þúsund tunn-
ur, en hitt hefur farið í fryst-
ingu. — Fréttaritari.
uð Sigvalda og skaddaði það, en
ekki var það högg svo mikið að
hann félli í ómegin. Var hann
fluttur í Slysavarðstofuna og átti
að vera þar til rannsóknar í gær-
dag allan.
Við rannsókn á útbúnaði bóm-
unnar kom í ljós að keðja sem
heldur henni uppi, brast þar sem
gömul sprunga var í hlekk, Skip-
stjórnarmenn gáfu skýrslu um
það til rannsóknarlögreglunnar,
að keðjan hefði verið burðarþols-
reynd hinn 24. ágúst síðastl., og
var þá allt í lagi með hana.
Skipið sjálft er einnig nýlega
komið úr slipp þar sem það var
til viðgerðar og eftirlits.
Sigurður Gíslason verkstjóri
lætur eftir sig konu og sjö börn,
á aldrinum 6—25 ára. Kona hans
er Kristín Þórðardóttir. Sigurður
hefur verið starfsmaður Togara-
afgreiðslunnar allt frá því hún
tók til starfa, en sem einn af föst-
um verkstjórum hennar hefur
hann starfað siðastliðinn 5 ár.
Hann var 53 ára að aldri.
3ÖÖ tunnur í róðri
AKRANESI, 22. sept. — Átján
reknetjabátar, sem róa héðan,
voru úti í nótt. Annar þeirra
tveggja báta, sem ekki komu hing
að inn í dag, fór með slatta til
Sandgerðis, en hinir 16 komu
heim með ágæta síld, sem er
prýðileg til söltunar. Þrír þeir
hæstu fengu um hálft sjöunda
hundrað tunnur og eru þeir: Fylk
ir með 300, Svanur með 200 og
Ólafur Magnússon með 146. Hin-
ir fengu frá 20 til 70 tunnur.
Sementskipið Dacia er komið
í lag og liggur nú við sements-
bryggjuna. Fyrri hluta dagsins í
dag gekk hér á með regnskúrum.
— Oddur.
Lyfjafræðingar
greiða atkv.
um verkfall
í KVÖLD lýkur allsherjarat-
kvæðagreiðslu um vinnustöðvun
lyfjafræðinga í öllum apótekum
landsins.
Lyfjafræðingafélag íslands hef
ur undanfarið staðið í kaup- og
kjaradeilu við eigendur apótek-
anna. Sögðu lyfjafræðingar upp
gildandi samningi frá og með 1.
október. Gera þeir kröfu um 12
prócent -kaunahækkun umfram
hina lögákveðnu 5 prósent hækk-
un. Þá gera þeir kröfur um breyt
ingar á eldri samningi m.a. um
framlag til lífeyrissjóðs félags-
manna. Vilja þeir að hlutur apó-
tekanna verði 6 prósent, en lyfja-
fræðinganna 4 prósent.
Samningar milli deiluaðila
hafa nú strandað a.m.k. í bili.
Komi til verkfalls mun stjórn
Lyfjafræðingafélagsins bo&V það
frá og með 1. október, sama dag
og núgildandi samningar ganga
úr gildi.
Kvikmyndcihús
íKópavogi
Á SEINASTA fundi bæjarstjórn-
ar Kópavogs var samþykkt að
bærinn hefji kvikmyndasýningar
i húsakynnum félagsheimilis
Kópavogs, og að leitað verði eft-
ir úndanþágu á greiðslu á skemmt
anaskatti, enda verði öllum á-
góða af rekstrinum varið til menn
ingarmála.
Fyrsta hæð félagsheimilisins er
nú nærri fullgerð. Þar verður
meðal annars kvikmyndasalur,
sem rúmar allt að 300 manns.
Að auki er á þeirri hæð minni
samkomusalur. Vonir standa til
að hægt verði að hefja bráðlega
byggingu annarrar hæðar húss-
| ins.
Reknetjaveiðar frá Rol
ungarvík ganga vel
11000 tunnur hafa horizt á land