Morgunblaðið - 02.11.1958, Side 12

Morgunblaðið - 02.11.1958, Side 12
12 M O R C V N B l 4 Ð 1 Ð Sunnudagur 2. nov. 1958 fflttlpfðfrifr Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Áskriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. MORGUNBLAÐIÐ 45 ÁRA Idag eru 45 ár liðin síðan fyrsta eintakið kom út af Morgunblaðinu. Stofnun þess var merkur atburður í sögu íslenzkrar blaðamennsku. Útgáfa dagblaðs hafði að vísu áður ver- ið reynd hér á landi, en með úí- gáfu Morgunblaðsins birtist sá stórhugur og það raunsæi, sem átti eftir að skapa nýjan tíma í blaðaútgáfu á íslandi. Þegar Morgunblaðið var stofn- að var íslenzka þjóðin fátæk og naut ekki fulls frelsis. Útgáfa hins nýja dagblaðs hlaut því að verða margvíslegum erfiðleikum bundin. Enda þótt almenningur fagnaði útgáfu þess og kynni vel að meta ýmiskonar nýbreytni, má þó segja að það hafi átt erfitt upp dráttar fyrstu áratugina. Stofnendur Morgunblaðsins, þeir Ólafur Björnsson og Vil- hjálmur Finsen, voru bjartsýnir og áræðnir menn. Þeir trúðu á framtíð þjóðarinnar og mörkuðu þá stefnu blaðsins að það skyldi jöfnum höndum hafa það hlut- verk að flytja góðar og áreiðan- legar fréttir, standa trúan vörð um fornan menningararf þjóðar- innar og flytja henni boðskap hins nýja tíma á sviði framfara og verkmenningar. Þessari stefnu hefur Morgun- blaðið jafnan verið trútt. Þátttaka í ur»nbvofpfir»oriinni Morgunblaðið hefur viljað taka virkan þátt í uppbyggingu hins íslenzka þjóðfélags. Það getur í dag fagnað þeirri stórfeldu breyt- ingu, sem orðið hefur á þessum 45 árum. fsland hefur öðlast freisi sitt, lýðveldi hefur verið stofnað, sjálft landið hefur verið bætt og veitir nú þjóð sinni betri aðstöðu í lífsbaráttunni en nokkru sinni fyrr. íslenzka þjóðin hefur þrá.t fyrir mörg víxlspor í fortíð og nútíð risið úr öskustó fátæktar og umkomuleysis til frjálsræðis, fjölþætts menningarlífs og góðra lískjara. Enda þótt margvíslegir erfiðleikar steðji að þjóðinni í bili á sviði efnahagsmála og stjórnmála, er það von allra góðra fslendinga að úr þeim ræt- ist og þessi litla og kjarkmikla þjóð geti sigrast á vandkvæðun- um og mætt framtíðinni hugrökk og hamingjusöm. Nú, eins og fyr- ir 45 árum, blasa mikil verkefni við íslenzkri æsku. Enn þarf að auka ræktun landsins, breyta mýrum og melum í iðgrænan töðuvöll, hagnýta vatnsafl og jarðhita, til framleiðslu ljóss og yls, byggja upp stóriðnað, smíða ný skip, verja íslenzk fiskimið, sigla íslenzkum skipum um heimshöfin, auðga íslenzkt at- vinnulíf, efla vísindi og listir, sanna menntun og menningu með þjóðinni. Á sama hátt og Morgunblaðið hefur á liðnum áratugum viljað styðja hvert gott mál, er horfir til heilla og þroska fyrir íslenzku þjóðina, mun það halda barátt- unni áfram, trútt þeirri stefnu, sem hefur verið leiðarstjarna þess á liðnum áratugum. Merkum áfanga náð Morgunblaðið hefur vaxið og dafnað með þjóð sinní. Megin hluta starfsævi sinnar hefur það búið við þröng og ófullkomin húsakynni. Á þessu varð mikil breyting fyrir rúmum tveimur árum, þegar blaðið flutti með alla starfsemi sína í nýtt og glæsi- legt hús. Jafnframt var vélakost- ur þess bættur að miklum mun. Þessi aðstaða hefur verið notuð til þess að stækka blaðið og bæta ýmsa þjónustu þess við viðskipta- vini sína. Morgunblaðið leggur enn sem fyrr megináherzlu á að vera fjöl- breytt og trúverðugt fréttablað. Það vill geta flutt lesendum sín- um sem fjölbreytilegastar og gleggstar fréttir af því, sem gerist utan lands og innan. Það hefur nú um ' 70 fréttaritara í öllum landshlutum, sveitum, sjávar- þorpum og kaupstöðum. Hvar sem eitthvað gerist á íslandi vaka fréttaritarar Morgunblaðsins yfir því og senda af því fréttir til blaðsins. Þannig leitast blaðið við að skapa náin tengsl á milli fólks ins um allt fsland. Með því, að lesa Morgunblaðið, eiga íslend- ingar að fylgjast vel með því, sem gerist í landi þeirra, á öllum svið- um þjóðlífsins. Margt stendur til bóta Blaðinu er að sjálfsgöðu ljóst að margt stendur enn tii bóta í fréttastarfsemi þess og annari starfsemi. En að því er stöðugt unnið að bæta hana. Til öflun- ar erlendra frétta hefur blaðið tryggt sér þjónustu áreiðanleg- ustu fréttastofnana heimsins. Jafnframt hefur það aflað sér tækja sem gera öflun erlendra frétta stórum öruggari og full- komnari en áður. fslenzka þjóðin hefur sýnt glöggan skilning á viðleitni Morg- unblaðsins til þess að byggja upp fjölbreytt og áreiðanlegt dagblað. Útbreiðsla blaðsis hefur aukizt svo mjög, að segja má að það sé í dag meðal þeirra blaða, sem eru hlutfallslega útbreiddust í heiminum. Sú breyting hefur á orðið á síðustu tveimur áratug- um, að Morgunblaðið er ekki að- eins útbreitt í höíuðborg landsins, heldur og í öllum landshlutum. Það kemur á mörg þúsund heim- ila um allt land, í sveitum, kaup- stöðum og sjávarþorpum. f heil- um byggðalögum má segja, að það sé lesið svo að segja á hverj u heimili. Fyrir þetta traust er Morgun- blaðið þakklátt íslenzku þjóðinni. f að mun halda áfram að bæta þjónustu sína við lesendurna, og gefur það fyrirheit eitt á þessurn afmælisdegi sínum að vanda stöð ugt meira til útgáfu sinnar og þjónustu við lesendur sína og aðra viðskiptavini. Margir menn hafa unnið gott starf við ritstjórn og úígáfu blaðsins. Engum er gert rangt tii, þótt þáttur Valtýs Stefánssonar, sem verið hefur ritstjóri blaðs- ins í 34 ár, sé þar talinn merk- astur. Brautryðjandastarfs hans í íslenzkri blaðamennsku mun og lengi minnzt. Á þessum tímamótum starfs- ævi sinnar óskar Morgunblað- ið öllum lesendum sínum og viðskipatvinum, allri hinni íslenzku þjóð, árs og friðar. IITAN ÚR HEIMI | mmmmmmmmammmmmmmmmrnm^mmm. "■ ' ' *um\mammmmmmmmmmmmmm^mmmmmmrnm^m^ Andlitsblœjan er tákn um lífsvenjur, sem ekki er auðvelt að breyta með valdboði DANSKUR þjóðfræðingur, frú Henny Hansen, ferðaðist nýlega til Kurdistan ásamt nokkrum öðrum þjóðfræðingum. Kurdistan er fjalllendi milli Armeníu og frak. Fyrir skömmu hélt frúin fyrirlestur um stöðu konunnar í löndum Múhameðstrúarmanna, og fer hér á eftir útdráttur úr fyrirlestrinum, lauslega þýddur. Hélt frúin því fram í fyrir- lestrinum, að „vesalings“ Mú- hameðstrúarkonurnar, sem víð- ast hvar urðu til skamms tíma að ganga með blæju — og verðá sums staðar að gera enn í dag — og eru útilokaðar frá umheimin- um, séu raunverulega alls ekki aumkunarverðar, og margar þeirra séu ekki áfram um, að breytingar verði á stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Þeim sé sýnd virð- ing, og það, sem við köllum kúg- un konunnar í löndum Múham- eðstrúarmanna, sé í rauninni vernd. Þær ráða miklu innan- og umheimsins. Starfssvið kon- unnar er innanstokks. Sér til dærastyttingar og skemmtunar fer hún með börnin sín í heim- sókn til nágrannakvennanna. Karlmaðurinn kemur aðeins heim til að sofa. Á daginn er hann við vinnu sína, situr á kaffi- húsi með vinum sínum eða fer í bænahús. Honum er ætlað lítið rúm á heimilinu — járnrúm til að sofa í, bakki, sem honum er færður matur á, og hanki, þar sem hann getur hengt fötin sín, það er allt og sumt! Eins og áður er sagt, eru það konurnar, sem velja börnum sín- um maka, og þær voru stein- hissa á því, að danska frúin skyldi hafa tíma til að ferðast um heim- inn sem þjóðfræðingur, þar sem hún átti 25 ára gamlan, ókvænt- an son heima .... Ungur, ókvæntur maður hefir ekki tækifæri til að kynnast öðr- um konum en móður sinni og öðrum konum föður síns, systrum sínum og frænkum, sem eru hon- Myndin sýnir kvenbúninga (talið frá vinstri) i Norður-Indlandi, í austasta hiuta Júgóslavíu (sem byggður er af Tyrkjwm), Tyrklandi, Bokhara og Egyptalandi. Flestir eru þeir nú úr sögunni. Ennþá klæðast þó konur í N.-Indlandi búningi í líkingu við þann, sem er lengst til vinstri á myndinni. stokks, og t.d. eru það konurnar — en ekki karlmennirnir — sem velja börnunum maka. I mörg- um löndum Múhameðstrúar- manna hefir konum nú verið bannað að bera andlitsblæju, en margar konur töldu þetta bann ekkert fagnaðarefni. Andlitsblæj- an er ytra tákn um lífsvenjur, sem ekki er auðvelt að breyta með valdboði. f þeim löndum Múhameðstrú- armanna, þar sem fornar venjur ríkja enn, er heimili konunnar lokað fyrir umheiminum. Engir gluggar snúa út að götunni, og séu útidyrnar opnaðar til að hreinsa andrúmsloftið, er þykkt tjald dregið fyrir dyrnar, svo að forvitnir geti ekki glápt inn. Hús- in eru þannig úr garði gerð, að hægt er að veita karlmönnum beina, án þess að þeir komi inn í þann hluta hússins, þar sem konurnar ráða lögum og lofum. Þykku, gluggalausu veggirnir, sem snúa út að götunni, tákna samt ekki, að konan sé algjör- lega innilokuð. Þeir tákna fram- ar öllu mörkin milli heimilisins um svo náskyldar, að hjúskapur kemur ekki til greina. Hann á því ekki annars úrkosti en fela foreldrum sínum að velja sér eiginkonu. Konurnar eru aumk- aðar, af því að þær mega ekki hafa samneyti við karlmennina. En eru ungu mennirnir ekki líka brjóstumkennanlegir? f slíkum löndum er ekkert rúm fyrir piparsvein’a. Menn verða að vera fjölskyldufeður til að njóta álits. Þess vegna er það talið sanngj arnt, að brúð- guminn eða fjölskylda hans greiði ákveðna upphæð, sem sé eins konar heimamund. Meðal efnaðs fólks getur sú upphæð numið allt að 80 þús. ísl. kr. Brúðkaup er f jölskylduhátíð, sem karlar og konur halda sitt í hvoru lagi, áður en brúðurin gengur til fund ar við brúðguma sinn. Hjúskap- arsáttmáli hefir verið gerður löngu áður í samráði við dómara. — Ef brúðurin óskar þess, get- ur hún fengið að vera viðstödd — með þykka blæju fyrir andlit- inu — er samningurinn er gerð- ur. Gefst henni þá kostur á að sjá brúðgumann, sem hún hefir oftast aldrei augum litið fyrr. Ef henni lízt ekki á mannsefnið, eru mótmæli hennar oftast tek- in til greina, þar sem foreldr- arnir vilja sjaldnast gifta dæt- ur sínar nauðugar. í samningnum skuldbindur maðurinn sig til að standa straum af kostnaði við heimilisrekstur- inn og láta konunni í té föt og aðrar þær nauðsynjar, sem hún á heimtingu á. Konan tekst á hendur að ala manni sínum börn. Maðurinn getur ekki krafizt þess, að þær tekjur, sem konan aflar með vefnaði, leirkeragerð eða öðru slíku, renni til heimilisins. Einnig er af miklu raunsæi gert ráð fyrir því, að hjónin kunni að skilja þegar eftir giftinguna. Ef maðurinn vísar konu sinni á dyr — en hann hefir fullan rétt til þess — verður hann að greiða henni hluta af heimanmundin- um, sem hann lagði sjálfur til, og hún hefir á brott með sér allt lauslegt á heimilinu og alla skartgripi. Konan má ekki gift- ast aftur fyrr en eftir þrjá mán- uði, og verður eiginmaðurinn fyrrverandi að sjá fyrir henni þann tíma. Ef konan er þunguð, verður maðurinn að sjá henni farborða, þar til hún hefir alið barnið. Konan getur líka skilið við mann sinn annaðhvort með því að sleppa öllu tilkalli til heimanmundarins eða með því að leggja fram sönnunargögn fyr ir því, að maðurinn hafi ekki séð eins vel fyrir henni og gert hafði verið ráð fyrir í hjúskaparsátt- málanum . . . Maðurinn getur aldrei yfirgefið heimili sitt eða leyst það upp. Börnin eiga alltaf heima á heimili föður síns. Kon- urnar geta yfirgefið heimilið, en heimilið leysist ekki upp þrátt fyrir það. Samkvæmt Kóraninum má maður eiga í mesta lagi fjórar konur í einu — og með því skil- yrði að hann geti séð fyrir þeim öllum. Hugtakið rómantísk ást er ekki til í heimi Múhameðs- trúarmanna — og þar af leiðandi ekki þau vonbrigði, sem kunna að fylgja í kjölíar þess. Tengda- dóttirin getur verið nokkurn veg- inn viss um, að tengdamóðirin muni taka henni vel, þar sem tengdamóðirin hefir sjálf valið tengdadótturina. Af samtölum við konur í Kúr- distan komst frú Hansen að þeirri niðurstöðu, að konurnar teldu sig hafa eins mikil þjóðfélagsleg réttindi og karlmennirnir — rétt- indin væru aðeins alls óskyld. Þeim finnst þær ekki búa við neina kúgun, og örsjaldan heyrði ég þær láta í ljós óskir um, að breytingar yrðu á kjörum þeirra, sagði frú Hansen. — Ég hefi einnig rætt þessi mál við unga menn í Kúrdistan, sem höfðu verið við nám á Vest- urlöndum, sagði frú Hansen. Þeir vildu gjarna, að á þessu yrði breyting, svo að þeir gætu valið sér þá konu, sem þeim litist bezt á — úr stórum hópi kvenna, sem gerðu sitt bezta til að líta vel út — konu, sem þeir þyrftu ekki að kaupa dýru verði og legði það fé, sem hún aflaði til heimilisins. Raunverulega ástæðan fyrir ósk þeirra um breytingu hefir ef til vill verið sú að losna við konú- ríkið, þar sem allar konurnar í kvennabúri mannsins gera margs konar ráðstafanir án þess að hann eigi nokkurn þátt í þeim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.