Morgunblaðið - 02.11.1958, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.11.1958, Qupperneq 13
Sunnudagur 2. nóv. 1958 nIORCVHBLAÐ1Ð 3 REYKJAVÍKURBREF ! I LaugarcL 1. nóv. Verðskuldaður heiður Lagadeild háskólans tilkynnti á háskólahátíðinni sl. laugardag, að hún hefði kjörið Ólaf Lárus- son heiðursdoktor í lögfræði. Þetta er hinn mesti sómi, sem deildin getur sýnt nokkr- um manni. Hann er Ólafi Lárussyni sannarlega veittur að verðleikum. Engum manni á lagadeildin meira upp að inna en honum. Hann hefur helgað lagadeildinni ævistarf sitt. Ólafur var meðal fyrstu stúd- enta, er innrituðust í Lagaskóla íslands haustið 1908. Allir lög- fræðingar, sem próf hafa tekið hér á landi, eru ýmist skóla- bræður eða nemendur hans. Skólabræðurnir þó að sjálfsögðu örfáir miðað við fjölda hinna. Allur sá mikli hópur mælir ein- um rómi um ágæti Ólafs Lárus- sonar- sem vísindamanns, kenn- ara og vinveitts ráðgjafa. Svo sem menn minnast, eru nú 50 ár liðin frá því að laga- kennsla var hafin hér á landi. Stofnun lagaskóla var á sínum tíma eitt af helztu sjálfstæðismál- um íslendinga. Danska stjórnin stóð á móti lagaskólanum á með- an hún gat. Lögin um lagaskól- ann voru hins vegar önnur í röð- inni af þeim, sem lögfest voru eftir að íslendingar fengu inn- lendan ráðherra 1904. Með því vildu menn sýna mikilvægi þeirrar ákvörðunar. Danir sáu það réttilega, hvílíkur styrkur þeim var að því, að allir verð- andi lögfræðingar dveldust mörg ár í Danmörku og lærðu dönsk lög en ekki íslenzk. Hafa níi ehki allir fengið nóg? Oft eru það litlir, einfaldir at- burðir, sem ráða aldaskiptum. Bönn á blaði eða fundahaldi hafa t .d. oft leitt til blóðugra bylt- inga. Enginn býst við því að þróunin sé enn komin á það stig í Rússlandi, að ofsóknirnar gegn Nóbelsverðlaunarithöfundinum Pasternak, lögregluvörðurinn um hann og þar af leiðandi afsal hans á Nóbelsverðlaunum muni leiða til þess, að rússneska þjóð- in varpi nú þegar af sér því oki, sem hana hefur þjakað undan- farna áratugi. Ríkisvaldið er þar samanþjappað í hendi lítillar klíku, sem hefur um sig vopn- aða sveit hermanna, lögreglu- manna og spæjara, auk þess sem hún hefur í hendi sér líf og af- komu hvers einasta manns inn- an endimarka hins mikla ríkis. Aldrei fyrr hafa nokkrir harð- stjórar búið svo rækilega um sig til kúgunar þegnanna eins og nú er í Rússlandi. Almenningur fær ekki vitneskju um annað en það, er valdhöfunum líkar. Þar er allt fært í þann búning, sem þeim hentar bezt. Óvíst er þess vegna, hvort almenningur í Rússlandi gerir sér grein fyrir, hversu kúgararnir hafa nú orðið sér eftirminnilega til háðungar. Rússar hafa a. m. k. margar af- sakanir, þó að þeir geti ekkert aðhafzt í bili til að rétta hlut sinn og þvo smánarblettinn af þjóð sinni. Kommúnistar utan Rússlands hafa ekki þær afsak- anir, sem hin undirokaða rúss- neska þjóð hefur. Enda furða flestir Islendingar sig á því, hversu mjög þurfi að ganga fram af mönnum til þess að þeir landar okkar, sem ánetjazt hafa kommúnismanum, átti sig á iiinu sanna eðli hans. Ýmsir höfðu von um, að Ungverjalands- málin myndu opna augu þeirra. Svo varð þó um færri en skyldi. Við þá atburði alla kom samt hik. á ýmsa, sem ekki höfðu k.: .. í sér til að rífa sig úr heljarklónum. E. t. v. voru at- burðirnir í Ungverjalandi oí margslungnir og harmþrungnir til þess að allir gætu gert sér grein fyrir eðli þeirra. En við- brögðin gegn Nóbelsverðlauna- veitingunni til Pasternaks eru svo ljós, en um leið ömurleg, að enginn getur lokað augunum fyr- ir því, sem nú er að gerast. „Hundrað sinnum á dag hér vestra64 Halldór Kiljan Laxness sagði um Pasternakmálið við Morgun- blaðið: „Ég get nú ekki séð að þetta hafi verið nein sérstök ádeila á Sovétríkin. Þeir eru tilfinninga- næmir þarna austur frá. Þessir hlutir eru sagðir hundrað sinn- um á dag hér vestra og kippir sér enginn upp við það.“ Halldór játar þarna muninn á viðbrögðunum í heimi frjálsra manna og kúgaðra. Og þó vildi hann ekki gera sér til fulls grein fyrir, hversu illa er komið þar eystra, því að hann lauk um- sögn sinni með þessum orðum: „Ég á bágt með að trúa öðru en hann fari til Stokkhólms, þó að rithöfundaféiagsskapurinn sé honum andvígur." Þarna byrgðu fordómarnir Laxness sýn, enda bað hann Krúsjeff í símskeyti sínu til hans fyrir alla muni að „þyrma vinum Ráðstjórnarríkjanna við þessu óskiljanlega og mjög svo ósæmi- lega fargani“. Hið snjalla skáld skilur ekki enn eðli einræðisins, þó að maður honum miklu ó- kunnugri í Rússlandi, en auðsjá- anlega skilningsbetri á skugga- hliðar kommúnismans, Guð- mundur Daníelsson, segði á sömu síðu í Morgunblaðinu: „— — — og spái því nú, að Pasternak fái ekki að fara til Stokkhólms að veita verðlaun- unum viðtöku“. Margir hinna íslenzku komm- únista eru greindir og góðviljað- ir menn. Þeir ættu nú að hafa manndóm til þess að rífa lokurn- ar frá augum sínum og virða hlutina fyrir sér, eins og þeir raunverulega eru. Með því móti gerðu þeir sjálfum sér sæmd og íslenzku þjóðinni gagn, því að ýmsir þeirra gaétu orðið nytsam- ir borgarar, ef þeir losuðu sig úr hinni rússnesku ánauð. Leiðr étting Hermanns I síðasta Reykjavíkurbréfi var minnzt á þau ummæli Hermanns Jónassonar forsætisráðherra á Kirkjuþingi, að hann vildi láta fiytja Alþingi íslendinga til Þingvalla, eða a. m. k. láta at- huga þá hugmynd nánar. Nú í vikunni bað Hermann tíðinda- mann Morgunblaðsins á kirkju- þingi að geta þess, „að ekki hafi mátt skilja orð hans svo á kirkju þingi um daginn, er rætt var um frumvarp um biskupskjör, og ráðherrann minntist á endurreisn fornra sögustaða, að hann vilji láta flytja Alþingi frá Reykja- vík og austur til Þingvalla." Þessi leiðrétting var að sjálf- sögðu birt strax í blaðinu, en rétt þykir, að hún komi einnig hér fram. Ætíð er skylt að hafa það, er sannara reynist. Her- manni er það til lofs, að hann hefur ekki gefið sig á vald slxk- um hugarórum sem flutningur Alþingis til Þingvalla er. Nóg er nú samt. Engin stjórnar- frumvörp Annars er það eftirtektarvert, hversu erfitt er oft að átta sig á, hvað Hermann Jónasson í raun og veru meinar. Á Alþingi því, sem nú situr, hefur hann ekki tekið ýkjaoft til máls. — E. t. v. hefur hann ekki talið sig hafa mikið tilefni til þess, því að þótt þingið sé búið að sitja í fullar 3 vikur, hefur sjálf rík- isstjórnin ekkert mál flutt ann- að en fjárlagafrumvarpið, eins og það var nú úr garði gert, og 4 frumvörp um endurnýjun gam- alla skatta. Frumkvæði stjórnar- innar er því ekki til. I þeim fáu málum, þar sem Hermann hefur talað, hefur ver- ið ákaflega erfitt að skilja hvað hann væri að fara. Svo var t. d. um tillöguna um aukna land- helgisgæzlu, sem Sjálfstæðis- menn fluttu. Þar voru orð Her- manns mjög á reiki. Hann virt- ist að vísu vilja láta skilja sig svo sem búið væri að semja um kaup á nýju varðskipi. En þó forðaðist hann að nefna nokkr- ar ákveðnar dagsetningar eða staðreyndir. Gaf það óneitanlega til kynna, að allt væri óráðnara en forsætisráðherrann vildi láta menn ætla. Trú sumra öflugustu stuðningsmanna stjórnarinnar á athöfnum hennar í þessu var og ekki meiri en svo, að fyrir skömmu stakk einn þeirra upp á því í Alþýðublaðinu, að efnt yrði til almennra samskota um kaup á nýju varðskipi. Sú tillaga hefur þó fengið daufar undir- tektir, því að almenningur telur, að ríkið megi ekki bregðast svo sjálfsagðri skyldu sem þessari. Vörn Tímans er hér hin vana- lega: Að skrökva lofi á sína menn en skömmum á aðra. í dag (laugardag) leynir blaðið t. d. því, hvaða ráðherra beitti sér fyrir öflun flugvélar til land- helgisgæzlunnar. Um þá gerbylt- ingu til bóta, sem þá varð í land- helgisgæzlunni þarf ekki að fjöl- yrða. En á þetta minnist Tím- inn alls ekki af því að Bjarni Beneditksson á í hlut. Varalilutar í vmnuvélar í umræðunum, sem sl. mið- vikudag urðu á Alþingi um til- lögu Framsóknarmanna um að bæta úr skortinum á varahlut- um í vinnuvélar, kom fram hinn umræddi óskýrleiki forsætisráðh. Ásgeir Bjarnason, þingmaður úr Dölum, lýsti rækilega þeim skorti, sem verið hefði, bæði í fyrra og nú á ýmiss konar vara- hlutum, sem á þarf að halda, þegar vinnuvélar taka að slitna. Hermann Jónasson .lét svo sem ekki hefði á sínum atbeina stað- ið. Hann hefði skrifað gjaldeyr- isyfirvöldunum um málið og síð- an reynt að reka á eftir. Hann komst þó ekki hjá því að játa, að lítið hefði sér orðið ágengt, en las upp ýmsar tölur furðu- lega þvöglulega og þannig framsettar, að þær vöktu fleiri spurningar en þær gáfu svör við. Raunverulegur áhugi forsætis- ráðherra á málinu lýsti sér e. t. v. bezt í því, þegar hann sagði sér með öllu ókunnugt, af hverju margra milljón króna leyfi til þessa innflutnings hefði ekki ver ið notað. Ef málinu átti að fylgja eftir af nokkurri alvöru, hlaut þó að vera ljóst, að sérstök á- stæða var til að kynna sér, hvað úr lagi hafði farið einmitt um þetta atriði. Ábending Jóns á Reynistað Við þessar umræður hélt Jón á Reynistað skörulega ræðu. Hann sagði m. a.: „Nú vita allir, sem nokkuð þekkja til þessara mála, að inn- flutningur varahluta í vélarnar er hreint framkyæmdaatriði, sem er algerlega á valdi núverandi ríkisstjórnar og stuðningsflokka hennar. Nína. Sæmundsson er nú að ljúka við höggmynd af pater Jóni Sveinssyni (Nonna). Þegar núverandi ríkisstjórn var sezt að völdum, var það eitt af hennar fyrstu verkum að skipa þannig málum, að hún réði öllu í bönkunum og um innflutning- inn. Stjórnin með stuðnings- flokkum sínum ræður því inn- flutningnum og gjaldeyrisúthlut- uninni algjörlega og fer með þessi mál eftir vild sinni. Þegar svona er í pottinn búið furðar mig á, að flutningsmenn þessarar tillögu, skyldu ekki snúa sér til ríkisstjórnarinnar og sam- starfsflokka sinna á Alþingi fyr- ir löngu, jafnvel strax í vor áður en þingi sleit, og knýja fram það, sem þingsályktunartillagan fer fram á. Því þá þegar var kunnugt að jarðýtur og fleiri vél ar, sem kosta hundruð þús. kr. kæmust ekki til vinnu, nema varahlutir fengjust frá útlönd- um. Að ótöldum búvélum bænda, sem voru í yfirvofandi lama- sessi. Ef til vill hafa flutningsmenn þingsályktunartillögunnar reynt þetta. — En árangurinn hefur þá orðið algjörlega neikvæður, hafa enga áheyrn fengið, um það ber ástandið nú ljóst vitni. Það getur því lika verið að þingsályktunartillagan sé neyð- arkall þessara fylgismanna rík- isstjórnarinnar, af því að þeim hafi ekkert orðið ágengt. Neyð- arkall til þeirra þingmanna, er ekki styðja stjórnina, um að þeir veiti sitt lið til að fá framgengt þessu nauðsynjamáli bændastétt- arinnar og landbúnaðarins.“ Vantraust F ramsóknarmaima Eins og Jón á Reynistað benti á, er sízt vanþörf á að flytja þessa tillögu um varahluti í vinnuvélar landbúnaðar og sjáv- arútvegs, og Gunnar Thoroddsen sýndi fram á, að sama nauðsyn tæki ekki síður til iðnaðarms. Um leið og viðurkennd er nauð- syn tillöguflutningsins, þá hlýtur að rifjast upp, að hér eru Fram- sóknarmenn að skora á sína eig- in stjórn að gera hluti sem eru svo sjálfsagðir, að ekki ætti að þurfa að hafa orð á. Því að hvaða vit er í því, að flytja inn hundruðum saman á ári nýjar vinnuvélar, en láta þær, sem fyrir eru í landinu, vera óstarfhæfar vegna skorts á varahlutum? Slík eru vinnu- brögðin nú. Með tillögu sinni segja Framsóknarmenn því bet- ur en orð andstæðinganna fá lýst, hvernig þeim í raun og veru líkar við stjórnarfarið nú. Þeir þora ekki berum orðum að gagn- rýna Hermann Jónasson og Ey- stein Jónsson eða handlangara þeirra í innflutningsstofnun, bönkum og SÍS. En þeir flytja tillögu, sem efnislega er beint vantraust á frammistöðu allra þessara aðila. Tíminn er og í al- gerum vandræðum út af öllu sam an og hefur þetta helzt til afsök- unar frammistöðu stjórnarherr- anna: „Á málinu er margir flet- ir.“! Mikill er nú vísdómuririn. Aðrar tillögur, sem Framsókn- armenn hafa flutt á þessu þingi eru svipaðs eðlis. Þær eru um efni, sem þingið nýlega hefur beint til ríkisstjórnarinnar með einum eða öðrum hætti en stjórn in farið þannig með, að fylgis- menn forsætisráðherrans sjá sig í hverju málinu eftir annað neydda til að flytja sömu tillög- urnar og þeir fengu samþykkt- ar fyrir einu eða tveimur ár- um. Stjórnin hefur annað hvort ekkert gert í málunum, eða at- hafnir ráðherranna eru með þeim hætti, að stuðningsmennirnir telja þeim opinberrar áminning- ar þörf. Silkisokkar eða varahlutar Samtímis því, sem Framsókn- armann eru þannig að ýta við sínum eigin mönnum, reka stjórn arflokkarnir hver öðrum duglega olnbogaskot. Á miðvikudaginn skrifaði Alþýðublaðið t. d. með sínu stærsta letri á mest áber- andi stað grein um frammistöðu Lúðvíks Jósefssonar. Greinin hófst á þessari fyrirsögn: „Lúðvík Jósefsson misnotar ráðherrastöðu sína til að tryggja kommúnistafyrirtæki viðskipti“, Efnið er það, að Lúðvík Jósefs- son sé að reyna að misnota ráð- herrastöðu sína til að hjálpa einu fyrirtæki kommúnista um hundr- að þúsund króna gróða. Aðferð- in er sú að selja síld með yfir- verði til Finnlands gegn'því að fá þaðan vörur, einnig seldar yfir verði, og þeirrar tegundar, sem sízt þarf á að halda og nefnir blaðið þar einkum silkisokka. Dómur Alþýðublaðsins er sá, að her hafi Lúðvík gerzt sekur um „reginhneyksli í embætti". Ef þannig er farið að, þá er ekki von að hægt sé að flytja Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.