Morgunblaðið - 02.11.1958, Qupperneq 23
Sunnudacrur 2. nóv. 1958
MORGVlVTtTAÐIÐ
23
— Dagskráin
Framh. af bls. 22.
— Ég rakst á hana í Vesturveri,
fór að blaða í henni og fannst
hún skemmtileg. Það er allt og
sumt. Ég frétti seinna, að hún
hafi verið dramatíseruð í útvarp
vestanhafs og auk þess sett á
svið í Teater Courage í París.
— Hvað segir þú um reiðina,
sem leikritið hefur valdið?
— Mér finnst það bara ágætt,
að einhver skuli vera reiður. Það
er nauðsynlegt fyrir hvern mann
að „lofta svolítið út“. Ég hef feng
ið þrjú bréf í tilefni af flutningi
fyrsta þáttar. Eitt var frá „reiðri
rnóður", annað frá „reiðum föð-
ur“------
— — en það þriðja?
— Það var frá einhverjum, sem
er ekki reiður. Þeir eru líka til.
Annars get ég sagt þér, að mér
datt í hug þessi vísa Egils, þegar
ég fékk bréfið frá „reiðri móð-
ur“: „Þat mælti mín móðir ... “ ,
en ég vil geta þess, að í leikritinu
eru börn hvorki hvött né lött til
„at vega mann ok annan“. Og ef
foreldrar eru hræddir um, að
börnin spillist við að hlusta á
þáttinn, þá er ekkert annað en
að setja þau í rúmið á venju-
legum háttatíma.
Þegar við fórum á fund Knúts
Skeggjasonar og Sigurðar Þor-
steinssonar, höfðum við heyrt, að
þeir hefðu samið geimiararsögu,
sem flutt verður, eða öllu heldur
leikin í útvarpið í vetur. Mun
þetta vera fyrsta „geimsagan",
sem skrifuð hefur verið á ís-
lenzku, að minnsta kosti svo
okkur sé kunnugt. — Þegar þeir
Knútur og Sigurður komu upp
á ritstjórnarskrifstofur Morgunbl.
sagði sá fyrrnefndi:
— Það er svo heitt hér, að
manni gæti helzt dottið í hug, að
maður væri kominn til Venusar.
— Ekki verður svona heitt í
geimskipinu okkar, sagði Sig-
urður.
— Geimskipið, hvað heitir
það?
— Óskírt ennþá.
— Eruð þið búnir að ráða skip-
stjóra?
— Nei, ekki ennþá.
— Kannski þú takir það að þér,
Knútur?
— Nei, guði sé lof.
— Heldur hver?
— Ja, við höfum ekki fundið
neinn heppilegan skipstjóra enn
þá. Islenzkir leikarar eru flestir
svo jarðbundnir.
— Hvað viljið þið segja um
söguna?
— Við semjum hana í samein-
ingu. Hún hefst á íslandi og henm
lýkur hér.
— Hvert er ferðinni heitið?
— Til tunglsins. En það er svo
annað mál, hvort karlinn í tungl-
inu tekur á móti skipinu. Ann-
ars getum við bætt því við, að,
að sagan verður aðallega á ís-
lenzku, en þó bregður fyr'r
„geimmáli", ja, það er ekki
ósvipað því, sem heyrist í Þjóð
leikhúskjallaranum, Naustinu
eða Borginni, ekki svo afleitt að
skilja það.
— Hversu margir verða leik-
ararnir?
— Fimm eða sex, en svo er þess
að gæta, að við sögu kemur laumu
farþegi, sem gerir strik í reikn-
inginn.
— Er það Haraldur Á?
•— Nei, þetta er lítið geimskip.
Og nú þótti okkur nóg komið af
„geiminu", svo við fórum loks á
fund Andrésar Björnssonar í leit
að alvarlegra efni. Ilann sér um
„Lestur fornsagna" og tekur til
meðferðar: Mágus sögu Jarls.
Andrés sagði um söguna:
— Þetta er riddarasaga frá 14.
öld. Hún er full af ævintýrum,
kurteisi og riddaramennsku.
Telja má fullvíst, að sagan sé
rituð á Islandi, en fyrirmyndin
er franskt miðaidakvæði, sem
fylgt er mjög lauslega, að sögn
þeirra, sem gerst þekkja.
Ýmislegt fleira mætti nefna
hér, en þetta verður látið nægja
að sinni. Við fréttum að vísu, að
útvarpið hygðist taka upp sér-
staka leikfimitíma í vetur, en það
á heima á íþróttasíðu blaðsins
Togararnir lönduðu alls
um 2700 tonnum af karfa
Mafreiðslukona
í GÆRDAG var verið að landa
fiski úr þrem togurum hér í
Reykjavík, en þeir höfðu allir
verið á Nýja Fylkismiðum við
Nýfundnaland. — Voru þessir
togarar alls með um 900 tonn.
Áður í vikunni höfðu aðrir tog-
arar landað um 1800 tonnum af
karfa, svo að segja má að viku-
aflinn sem kom hér á land hafi
orðið um 2700 tonn alls.
Segja má að aflabrögðin á hin-
um fjarlægu miðum sé svipuð
því sem þau hafa verið undanfar-
ið, og er karfinn sem togararnir
hafa landað í senn prýðilegur
og fallegur fiskur. Enn sem kom-
ið er hafa togararnir ekki orðið
fyrir neinum teljandi töfum.
Hér á heimamiðum héfur tog-
urunum, sem nú veiða fyrir er-
lendan markað gengið erfiðlega,
því stöðug ótíð er fyrir sunnan
land og fiskur lítill.
Togararnir sem lönduðu í vik-
unni eru þessir: Karlsefni 299
tonn, Egill Skallagrímsson 302.
(hann er farinn á veiðar fyrir er-
lendan markað) Jón forseti 321
tonn, Úranus 290, Austfirðingur
285 og Fylkir 318. — Einnig hafði
hann farið á veiðar fyrir er-
lendan markað, þá er hann lét
úr höfn í gær. Hinir togaranna
fóru aftur á karfaveiðar.
Togararnir sem verið var að
losa í gærdag eru: Askur með
um 293 tonn, Neptúnus með um
330 tonn og Hvalfellið sennilega
með rétt innan við 300 tonn.
Nú um helgina koma af veiðum
Þorsteinn Ingólfsson, Gerpir og
Skúli Magnússon.
Sjaldan meiri
þröng við Iðnó
í KVÖLD verður þriðja sýning
á „Allir synir mínir“ eftir Arthur
Miller í Iðnó. Þetta er fyrsta við-
fangsefni Leikfélagsins á vetrin-
um og hefur hlotið mjög góðar
undirfektir. Það má til tíðinda
teljast, að allir miðar á 3. sýning-
una seldust í gær á þremur
stundarfjórðungum og hefur
sjaldan sést meiri mannþröng við
miðasöluna í Iðnó. Næsta sýning
verður á miðvikudaginn.
Leiðrétting
í FRÁSÖGN af fundi Alþingis,
er birt var á 14. síðu blaðsins í
gær, hafði slæðzt inn meinleg
villa. Rétt er málsgreinin þann-
ig': Flm. teldi óeðlilegt, að Reykja
vík fengi hluta af þeim óvenju-
lega gróða, sem ríkið skammtaði
sér af þessum fyrirtækjum. Hins
vegar fyndist honum ekki óeðli-
legt, að Reykjavík fengi útsvar
miðað við venjulega verzlunar-
umsetningu.
óskast í íslenzkt sendi'ráð erlendis. Upp-
lýsingar í síma 1-7486.
Skáfakaffi
Skátafélag Reykjavíkur gengst fyrir kaffisölu á af-
mælisdegi félagsins 2. nóvember í Skátaheimilinu
kl. 3—6 e.h.
Ýmis skemmtiatriði.
Drekkið síðdegiskaffið í Skátaheimilinu.
SILÁTAFÉLAG REYKJAVlKUR.
Karlmaður
helzt vanur í herrafatabúð óskast nú.
Iiegar. Tilboð merkt: „7159“ sendist Mbl.
fyrir miðvikudag.
Samstarfsfólki, félögum, stofnunum, vinum, kunningj-
um og vandafólki, er sýndu mér margvíslega vinsemd
á sextugsafmæli mínu 29. september s.l. Þakka ég inni-
lega og bið þeim allrar blessunar.
Jón Axel.
Nokkrar
saumastúlkur
óskast strax. Upplýsingar í síma 13637.
Starfssfúlkur óskast
að Vífilstaðahæli nú þegar og í desember. Upplýs-
ingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 50332 kl.
18,30—20 alla virka daga.
Simm 455
til sýnis og sölu í dag, mjög hagkvæmir greiðsluskil-
málar (til dæmis skuldabréf) skipti geta einnig
komið til greina. Upplýsingar í síma 19457.
Foroyingafélagið
heldur aðalfund leygardagin 8. nóv. kl. 9 í Aðal-
stræti 12.
Aftan á fundin verður dansur.
Mötið væl og stundvisliga.
Stjórnin.
N auðungaruppboð
sem fram átti að fara á timburhúsi á Bústaðabletti 8,
hér í bænum, mánudaginn 3. nóvember 1958, kl. 3Vi
síðdegis, fellur niður.
BORGARFÓGETINN I REYKJAVlK.
KON A
sem fengist hefur við matreiðslu óskast
strax. Sími 19611.
Konan mín og móðir okkar
SIGURBJÖRG ÁMUNDADÓTTIR
Freyjugötu 8, andaðist í Sjúkrahúsi Hvítabandsins 31.
október. Jarðarförin ákveðin síðar.
Friðrik J. Ólafsson og börn hinnar látnu.
Maðurinn minn
HALLDÓR ÞÓRÐARSON
trésmíðameistari, Hringbraut 91, Keflavík.
andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 31. okt.
Aðalheiður S. Jóhannesdóttir.
Móðir okkar
HÓLMFRlÐUR JÓNSDÓTTIR
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjud. 4. nóv-
ember kl. 1,30. Jarðarförinni verður útvarpað.
Fyrir hönd okkar systkinanna.
Áróra Guðmundsdóttir.
Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
föður, tengdaföður og afa okkar
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
Hringbraut 76, Keflavík.
Sérstaklega þökkum við öllu starfsfólki sjúkrahúss
Keflavíkurlæknishéraðs góða hjúkrun í veikindum hans.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum hjartanlega öllum þeim sem sýndu okkur
samúð við andlát og jarðarför sonar og bróðurs okkar
HALLDÖRS BENEDIKTSSONAR
Garði.
Guð blessi ykkur öll.
Matthildur Halldórsdóttir, Benedikt Baldvinsson,
og systkini.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
ALDlSAR JÓNSDÓTTUR
Hverfisgötu 65A.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Ólafur Jónasson.'
Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför
JÓNS SIGFÚSSONAR
skattstóra.
Vandamenn.