Morgunblaðið - 05.11.1958, Page 3

Morgunblaðið - 05.11.1958, Page 3
Miðviltudagur 5. nóv. 1958 MORGVISBL 4 ÐIÐ 3 Davíð les Ijóð sín á hljómplötur FYRIR hálfu öðru ári skýrði Haraldur Ólafsson, forstjóri Fálkans h.f., fréttamönnum frá því, að Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi hefði fallizt á að lesa úrval ljóða sinna á His Master’s Voice hljómplötur til út- gáfu á sölumarkaði. Nú eru þessar plötur, þrjár talsins, komnar á markaðinn, og hefst þar með nýr þáttur í íslenzkri listmiðlun. Þetta eru fyrstu ís- lenzku hljómplöturnar, sem á sölumarkað hafa komið, þar sem Ijóðskáld flytur sjálft verk sín. Er að þessu mikiil og augljós menningarauki, því hér fáum við ekki aðeins ljóðin, eins og þau liggja fyrir, heldur og túlkun skáldsins sjáifs á þeim. Davíð Stefánsson. Ekki er að efa, að ljóðavinir hafi mikinn áhuga á þessari ný- breytni, bæði vegna þess að Davíð Stefánsson er orðlagður upplesari, og ekki síður vegna hins að mörg ljóð hans njóta sín einmitt betur í upplestri vegna þess hve kliðmjúk og hljómfögur þau eru. Plöturnar sem um er að ræða eru þrjár, ein 10” hæggeng og tvær sjö-tommu 45 snúninga UM síðustu helgi var haldið þing Landssambands vörubifreiða- stjóra. Þingið var haldið í Reykjavík og sátu það 36 full- trúar frá 26 félögum víðs vegar af landinu. í samtökunum eru nú um 2 hundruð vörubifreiða- stjórar. Þingið ræddi ýmiss hagsmuna- mál stéttarinnar og voru gerðar samþykktir um þau. Einnig var samþykkt tillaga. sem fól í sér Bóndi í Borg ar- firði fótbrotnar illa AKRANESI 1. nóv. — Hjörleifur Vilhjálmsson, bóndi frá Tungu- felli í Lundarreykjadal, er búinn að liggja í 1% mánuð hér I sjúkra húsinu, frá því vikunni fyrir réttir. Hjörleifur er geldingamaður uppi í Borgarfj.dölum. Skömmu fyrir réttir, er hann var að starfi sínu og var búinn að binda fola og ætlaði að fara að gelda hann, var Hjörleifur svo óheppinn, að verða undir hestinum með annan fótinn, og brotnaði hann illa. Var Hjörleifur fluttur í sjúkra- húsið hér og hefur legið rúmfast- ur síðan. Er líðan hans eftir atvikum. —Oddur. plötur, samtals um 70 minútna lestur. Þá hefur verið ákveðið að upplesturinn í heild verði gefinn út á einni stórri 12” hæg- gengri plötu með Parlophone- merki, og kemur sú plata á mark aðinn hér fyrir jól. Markaður í Vesturheiml Tilgangurinn með því að gefa út öll verkin á einni Parlophone- plötu er sá, að hún komist á markaðinn vestan hafs, og þá einkum í Kanada, þar sem bú- ast má við að Vestur-íslending- ar hafi mikinn áhuga á að eign- ast hana. Til að hægt sé að koma plötunni á markað í Kanada verður hún að vera með Parlo- phone-merki í þessari ákveðnu stærð. Vestur-íslendingar hafa einstakan áhuga á íslenzkri tón- list, og hafa íslenzkar hljóm- plötur til þessa verið nær ófáan- legar í Kanada. Af þessum sök- um hefur Fálkinn gert samning við His Master’s Voice í London þess efnis, að framvegis verði klassísk íslenzk tónlist gefin út með báðum merkjum, His Mast- er’s Voice og Parlophone Úr mörgum ljóðabókum Ljóðin sem Davíð Stefánsson hefur valið til flutnings á þess- um hljómplötum eru sundurleit, enda tekin úr mörgum Ijóðabók- um skáldsins á rúmlega 30 ára tímabili. Elzta kvæðið er „Ég sigldi í haust“, sem var upphafs- kvæðið í „Kveðjum" (1924). — Næstelzt er „Hallfreður vand- ræðaskáld" úr „Nýjum kvæð- um“ (1929). Úr þessari bók er einnig ljóðið „Konan, sem kynd- ir ofninn minn“. Þá ber að nefna hið fræga og skemmtilega kvæði „Sálin hans Jóns míns“ úr ljóða- bókinni „1 byggðum" (1933). Úr sömu bók er einnig „Lofsöngur", annar kafli hátíðaljóðanna, sem hlutu fyrstu verðlaun á Alþing- ishátíðinni 1930. Þriðja kvæðið úr þessari bók er „Höfðingi smiðjunnar“, hið þróttmikla kvæði um skapandi mátt hins trausta verklundarmanns. mótmæii gegn afkomu Breta í landhelgismálinu. Á þinginu var kjörin stjórn Landssambandsins til næstu tveggja ára, en hún er þannig skipuð: Forseti, Einar Ögmunds- son, Rvík og meðstjórnendur: Pétur Guðfinnsson, Rvík, Sigurð- ur Bjarnason Hafnarfirði, Magnús Þ. Helgason, Keflavík og Sigurður Ingvarsson, Árnes- sýslu. Varastjórn: Þorsteinn Runólfsson, Rang.. Þorsteinn Kristinsson, Höfnum, Svein- björn Guðlaugsson, Rvík, Gunn- ar Ásgeirsson, Akranesi og Ár- sæll Valdemarsson, Akranesi. Blíðskaparveður - en lítið um rjúpu HÚSAVÍK, 4. nóv. — Undan- farið hefir verið hér mesta blíð- skaparveður. Þó að snjór hafi fallið nokkrum sinnum á lág- lendi, hefir hann tekið upp aftur jafnharðan. Mjög lítið hefir sézt hér umb slóðir af rjúpu saman- borið við undanfarin ár. Sézt rjúpan varla nema mjög hátt í fjöllum, og þeir, sem farið hafa til rjúpna, hafa borið lítið úr býtum. Má vera, að gott tíðarfar valdi hér nokkru um, og rætast kynni úr rjúpnaveiðunum, ef tíð- in versnaði. — Fréttaritari. Þá eru níu kvæði úr seinni ljóðabókum skáldsins. Úr „Nýrri kvæðabók“ (1947) eru ljóðin „Kvæðið um fuglana", sem fjall- ar um eðli og aðal skáldsins og skáldskaparins, og „Askurinn". um hið stórbrotna alþýðuskáld Bólu-Hjálmar, sem löngum bjó við kröppustu kjör, var þjóð- hagur myndskeri og magnað ljóðskáld. Dregur Davíð upp ó- gleymanlega mynd af Bólu- Hjálmari í þessu máttuga kvæði. Úr „Ljóðum frá liðnu sumri“ (1956) eru eftirtalin sjö ljóð: „Húsmóðir", „Vornótt“, „Sorg“, „Karl og kona“, „Við hreindýra- vatn“, „Segið það móður minni“ og loks „Minning", hið fagra tregakvæði, sem lagt er í munn Þóru Gunnarsdóttur, sextán ára stúku, sem varð samferða norður í land tvítugum skólapilti, Jónasi Hallgrímssyni (1928). Felldu þau hugi saman, en fengu ekki að í GÆR var útbýtt á Alþingi nefnd aráliti frá meiri hluta allsherjar- nefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um biskups- kosningu. Nefndarálitið er á þessa leið: Nefndin hefur athugað frum- varpið og ekki orðið ásátt um afgreiðslu þess. Meiri hlutinn mælir með samþykkt frumvarps- NÝLEGA voru brautskráðar frá Hjúkrunarkvennaskóla íslands 15 hjúkrunarkonur. Myndin hér að ofan sýnir þennan myndarlega hóp, talið frá vinstri, fremri röð: Steinunn Guðmundsdóttir frá Akureyri, Sigurborg Hlíf Magnús dóttir frá Seyðisfirði, Gróa Ingi- mundardóttir frá Hvallátrum við Patreksfjörð, Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir frá Reykjavík, Ólöf Þórunn Hafliðadóttir frá Örlygs- höfn í Barðastrandasýslu, Bjarn- fríður Sigurðardóttir frá Hamra- endum í Borgarfirði. Aftari röð: Hertha Wendel Jónsdóttir frá Reykjavík, Gerða Ásrún Jónsdótt ir frá Akureyri, Ragnheiður Kon- ráðsdóttir frá Reykjavík, Ragn- hildur Jónsdóttir frá Reykjavík, Guðný Björgvinsdóttir frá Rauða bergi í Vestur-Skaftafellssýslu, Guðrún Emilsdóttir frá Hafnar- firði, Auður Jónsdóttir frá Reykjavík, Agnes Jóhannesdótt- ir frá ísafirði. Á myndina vant- ar Elínu Hólmfríði Svanhildi Jónsdóttur frá Reykjavík. - ♦ - f Hjúkrunarkvennaskólanum eru nú rúmlega 100 nemendur, eigast. Hins vegar varð þessi för þeirra tilefni einhvers fegursta ljóðs, sem listaskáldið orti, „Ferðaloka". Öll eru þessi kvæði lesin með þeim skaphita og þunga sem skáldinu er eiginlegur. Mun það mál flestra að fáir fari betur með bundið mál en Davíð Stefánsson. Merkilegt menningarframlag. Plöturnar sem Fálkinn hefur komið með á markaðinn að þssu sinni eru merkilegt menningar- framlag og hljóta að verða kær- komin viðbót við plötusafnið á hverju heimili. Um hverja plötu er smekkleg hlíf með mynd af skáldinu og nöfnum kvæðanna á framhlið- inni, en æviágrip skáldsins og greinargerð fyrir ljóðunum á bak síðunni. Davíð Stefánsson las kvæðin inn á hljómplöturnar í Kaupmannahöfn í júní sl. Það var dr. Helgi Tómasson sem átti hug- myndina að þessari ágætu ný- breytni. ins, en einstakir nefndarmnn áskilja sér rétt til að flytja breyt ingartillögur eða fylgja þeim, ef fram koma. Fjórir nefndarmenn allsherjar- nefndar skrifa undir frumvarpið. Pétur Pétursson, form., með fyr- irvara, Bjarni Benediktsson, frsm., Ásgeir Sigurðsson og Gunn ar Jóhannsson. Einn nefndar- manna, Gísli Guðmundsson, sktif ar ekki undir nefndarálitið. að því er skólastjórinn tjáði blað inu í gær. Skólinn hefir undan- farin tvö ár verið starfræktur í nýjum húsakynnum í húsi Hjúkrunarkvennaskólans á Land- spítalalóðinni. Húsið er þó ekki fullgert, og hefir það valdið ýms- um erfiðleikum við rekstur skól- ans. T.d. eru kennslustofur skól- ans enn óbyggðar, og hefir því orðið að koma kennslustofum fyr- ir til bráðabirgða. Veldur slíkt eðlilega töluverðum óþægindum, þröngvar kosti skólans og verð- ur jafnvel til að takmarka þann fjölda hjúkrunarnema, sem hægt er að taka inn í skólann. Eins og flestum mun kunnugt, er mikill skortur á hjúkrunar- konum, og er því full ástæða til að reynt sé að gera skólanum kleift að starfa við sem bezt skilyrði. - ♦ - Að svo miklu leyti sem skólinn er fullgerður, er hann mjög myndarleg bygging. Enn er eftir að reisa álmu norðvestan við skólahúsið, og þar eiga m.a. kennslustofurnar að verða. — Heimavist er mjög vel úr garði gerð, og í alla staði er reynt að búa eins vel að nemunum og kostur er á. STAKSTEI!\1AR Vísitöluskerðing eða stórauknar niður- greiðslur Einstakir ráðherrar vinstrl stjórnarinnar eru að koma út úr þokunni um fyrirætlanir stjórn- arinnar í efnahagsmálunum. Ey- steinn sagði á ftmdinum að Gunn. arshólma fyrir nær tveimur mán- uðum að „nýjar ráðstafanir i efnahagsmálunum" væru óhjá- kvæmilegar. Var helzt að skilja á honum að nýir skattar væru eins og fyrri daginn eina úrræð- ið, sem hann eygði út úr öng- þveitinu, sem f jármálastefna hans og vinstri stjórnarinnar hefur leitt yfir þjóðina. Sl. laugardag heyrðist svo rödd félagsmálaráðherrans, forseta A1 þýðusambands Islands. Mælti hann fyrst og fremst með því að kaupgjaldsvísitalan yrði skert um 20 stig. Kvað hann líklegt að höfð yrðu samráð við iaun- þegasamtökin um þetta. Sami ráðherra kvað þá hug- mynd einhig ofarlega á baugi hjá stjórninni að stórauka niður- greiðslur á verðlaginu og halda vísitölunni þannig niðri. En til þess að framkvæma þessa leið þyrfti stóraukna skatta og teldu margir þá leið lítt færa. Lúðvík Jósefsson mun þó mjög hafa haidið skatta- og niður- greiðsluleiðinni fram á fundum sem hann hefur haldið undan- farið út um land. Upplausnin uppmáluð Allar bera þessar bollalegging- ar leiðtoga vinstri stjórnarinnar svip þess upplausnar- og öng- þveitisástands, sem hún hefur leitt yfir þjóðina. Ráðherrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Hanni bal talar um 20 stiga skerðingu kaupgjaldsvísitölunnar, Lúðvík ráðgerir hundruð milljóna króna nýrra skatta á almenning og Ey- steinn talar om „nauðsyn nýrra ráðstafana“. Þetta er þá árangurinn af rúm- lega tveggja ára völdum vinstri stjórnar á íslandi! Kapphlaupið heldur áfram En á meðan stjórnarherrarnir útmála sína eigin niðurlægingu heldur kapphlaupið áfram milli kaupgjalds og verðlags. Verð á brauði hækkar um 10%, togara- sjómenn fá 22% kauphækkun, farmenn segja upp samningum. Þannig snýst verðbólguhjólið með ofsahraða, fjármálaöng- þveitið magnast og íslenzk króna heldur áfram að falla. Á sl. vori felldi vinstri stjórnin krónuna um 55%, en reyndi að dulbúa þá ráðstöfun með álagningu yfir- færslugjalds. Síðan þetta gerðist hefur ís- lenzk króna ennþá orðið fyrir stóráföllum. Er ekki annað sýnt en að vinstri stjórnin sé þess al- ráðin að leiða algert gengishrun yfir þjóðina. Hvergi örlar á já- kvæðri viðleitni af hálfu leið- toga hennar til þess að stöðva verðbólguskrúfuna. Öllum er Ijóst, nema vinstri stjórninni, að nýjar. hundruð milljón króna álögur í sköttum og tollum þýða að vörmu spori hækkun verðlags og kaupgjalds með því skipulagi, sem nú ríkir. Það er svo kaldhæðni örlag- anna að stjórnin þykist vera að bíða tillagna Alþýðusambands- þings í þessum málum. Fylgdi hún tillögum þess haustið 1956 eða vorið 1958? Var það ekki „lágmarksskil- yrði“ A.S.Í. að ekki yrðu lagðar nýjar álögur á „alþýðu manna“? Þingi Landssambands vörubifreiöastjóra lokið Ýmsar samþykktir gerðar um hags- munamál samtakanna Meiri hluti allsherjar- nefndar mœlir með frv. um aldurshámark biskups Rúmíega 100 stúlkur við nám í Hjúkrunarkvenna- skólanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.