Morgunblaðið - 27.01.1959, Page 1
20 síður
46. árgangur
21. tbl. — Þriðjudagur 27. janúar 1959
Prentsmiffja Morginblaðsina
Júgóslövum einum ekki
hoðið til Kreml
Krúsjeff einn á mælendaskrá
MOSKVU, 26. janúar. —
í fyrramálið verður 21. þing
rússneska kommúnistaflokks-
ins sett að viðstöddum fjöl-
mörgum gestum frá öllum
kommúnistaflokkum öðrum
en þeim júgóslavneska.
Vestrænum fréttamönnum
verður nú í fyrsta sinn heimilað
að verða viðstaddir setningu
flokksþingsins og er því ætlað,
að Krúsjeff muni þar kynna hina
nýju 7 ára áætlun sína, en þar er
miðað að því að Ráðstjórnarrík-
in verði fyrir 1970 orðin efna-
hagslega öflugri en nokkurt ann-
að ríki.
Krúsjeff er aðeins einn á mæl-
endaskrá á þessum fyrsta fundi
þingsins, en á síðasta þingi, árið
1956, var hann ásamt mörgum
öðrum æðstu mönnum ríkisins á
mælendaskrá fyrsta fundar. Er
þessi breyting talin bera glögg-
an vott um þær breytingar, sem
orðið hafa í æðstu stjórn Ráð-
stjórnarríkjanna.
—★—
Það var á síðasta þingi, sem
Stalin var afhjúpaður — og ferill
hans og persónudýrkun fordænid.
Og eins og menn rekur minni tii,
þá var það Krúsjeff, sem hafði
forgönguna í því máli — og 1/sti
hryðjuverkum Stalíns í margra
klukkustunda ræðu.
—★—
Hinir æðstu foringjar Rússa,
sem þá voru, hafa nú týnt töl-
unni. Bulganin, fyrrum forsæt-
isráðherra, Maienkov fyrrum
forsætisráðherra, Kaganovitj
fyrrum aðstoðarforsætisráðherra,
Moiotov fyrrum utanríkisráð-
herra, Shepilov fyrrum utanrík-
isráðherra og Zhukov fyrrum
landvarnarmálaráðherra. Allir
stóðu þessir menn í fylkingar
Ræða svarið
til Rússa
WASHIGTON, 26. jan. — Banda-
ríska utanríkisráðuneytið upp-
lýsti í dag, að í febrúarlok mundu
fulltrúar Bretlands, Frakklands,
V-Þýzkalands og Bandaríkjanna
koma saman til fundar í was-
hington til þess að ræða svar
Vesturveldanna við tillögu Ráð-
stjórnarinnar um að efnt yrði til
alþjóðaráðstefnu til að ræða frið
arsamninga við Þýzkaland.
Nefnd þessari hefur verið falið
að gera uppkast að svari Vestur-
veldanna við rússnesku tillög-
unni, en ekki er ljóst, hvort
nefndinni verði falið að ræða
Þýzkalandsmálið í heild, þ.e.a.s.
Berlínardeiluna og sameiningu
Þýzkalands.
Formælandi Bandarfkjastjórn-
ar sagði og við þetta tækifæri, að
pólska tillagan um afvopnað belti
í Evrópu uppfyllti ekki þær kröf
ur, sem Bandaríkjamenn gerðu
til öryggismála Evrópu.
brjósti í Kreml, þegar 20. flokks-
þingið var haldiff 1956. Nú hafa
þeir allir veriff fjarlægffir úr
flokksforystunni — útskúfaðir
sem fjandmenn flokksins og föff-
urlandinu hættulegir.
—★—
Meðal erlendra kommúnista-
leiðtoga, sem komnir eru til
Moskvu, eru Gomulka og Chou
En-lai. Það vekur að vonum ó-
skipta athygli að Júgóslavar eru
nú ekki boðnir til þingsins og
talið er ,að Rússar hafi nú í bili
gefið upp alla von um að geta
beygt Tító til hlýðni. Pravda
ræðst harkalega á júgóslavneska
Makarios
LONDON, 26. jan. — Makarios
vill hverfa til Kýpur, en þó ekki
hvetja EOKA til þess að láta
fyrir fullt og állt af hryðjuverk-
um meðan hann er í Grikklandi.
Segir hann, að þá mundu Kýp-
urbúar álíta, að hann væri að
kaupa sér fararleyfi til eyjar-
innar.
kommúnista í dag og segir þá
hafa einangrazt frá hinum komm-
úniska heimi. Tvö málgögn ung-
kommúnista birta og greinar
sama sinnis í dag.
—★—
Krúsjeff mætti í boð í indverska
sendiráðinu í Moskvu í dag og
lét hann þau orð falla þar, að
ræða hans á flokksþinginu á
morgun yrði svo löng, að hann
hefði sagt mönnum að hafa með
sér matarböggul.
Debré í London
PARÍS, 26. jan. — Tilkynnt vaf
hér í dag, að franski forsætis-
ráffherrann Michel Debré munl
fara til London og íæffa viff Mac-
millan í lok febrúar eða byrjun
marz. Þaff er samkv. tillögu Ma«
millans aff forsætisráffherrarnir
ræffast viff. Sennilega munu þeir
ræffa aukiff og nánara samstarf
landanna á hernaffarlegum sviff-
um — og svo hagsmuni þeirra
og afstöðu hvað snertir efnahags
samvinnu Evrópulanda.
Krúsjeff
Við gætum gert það enn kaldara
— sagði Krusjeff í tækifærisiæðu
MOSKVU, 26. jan. — Krúsjeff
sagði í ræðu í indverska sendi-
ráðinu hér í dag, að Bandaríkja-
för Mikojans hefði sannfært hann
um það, að hægt væri að draga
úr kalda stríðinu milli Banda-
ríkjanna og Rússlands. Hins veg-
ar hefðu viðræður Mikojans við
bandaríska ráðamenn ekki haft
nein slík áhrif né varanlegan ár-
angur. Sagði hann Rússa hafa
gert sitt til þess að binda endi
á kalda stríðið, en ef Vesturveldin
vildu endilega halda því áfram,
þá gætum við hæglega gert það
enn kaldara. Það var í tilefni
Fanfani biðst lausnar
RÓMABORG, 26. jan. — Fanfani
forsætisráðherra Ítalíu, baðst í
dag lausnar fyrir sig og ráðu-
neyti sitt eftir að verkamálaráð-
herrann, sem er úr flokki jafn-
aðarmanna, baðst lausnar. —
Stjórnin hefur og þrisvar sian-
Adenauer í London
BONN, 26. jan. — Tilkynnt var
hér í dag, aff Adenauer kanslari
muni innan skamms fara til Lon-
don til viffræðna viff Macmillan.
wanfani
um beðið ósigur við atkvæða-
greiðslu í þinginu.
Fanfani er úr flokki kristilegra
demókrata, en ásamt þeim st)ðu
að stjórninni hægri jafnaðar-
menn. Ágreiningur hefur verið í
flokki hægri jafnaðarmanna um
það hvort flokknum beri að
hefja samvinnu við vinstri jafn-
Cóðar horfur
KAUPMANNAHÖFN, 20. jan.
— Ráðherrafundi Norður-
landa lauk í gær í Osló og er
talið, að árangur hafi orðið
mjög góður. Aðalmál fund-
arins var norrænt tollahanda-
lag og sagði Erlander, for-
sætisráðherra Svía, að aldrei
hefði málunum miðað jafgn-
vel og einmitt á þessum
fundi. íslendingar tóku ekki
beinan þátt í viðræðunum,
en höfðu áheyrnarfulltrúa.
aðarmannaflokk Nennis, sem
samþykkti á flokksþinginu á
dögunum að hætta öllu samstarfi
við kommúnista, en reyna hins
vegar að sameina báða flokka
jafnaðarmanna undir eitt merki.
Forseti ítalíu bað Fanfani að
sitja áfram þar til önnur stjórn
yrði mynduð — og fastlega er
búizt við því að kristilegir demó-
kratar myndi minnihlutastjórn,
sem þó verður líklega ekki lang-
líf. Er því viðbúið að ítalir eigi
á næstunni eftir að glíma við
langa stjórnarkreppu. Forseti
Ítalíu mun á morgun hefja við-
ræður við leiðtoga flokkanna.
Fanfani hefur ekki átt sjö dag-
ana sæla að undanförnu, því að
margir flokksmenn hans hafa
brugðizt honum og snúizt gegn
stjórninni. Hægrisinnuðum sósíal
demókrötum finnst hann ganga
of langt til vinstri með sam-
vinnu við jafnaðarmenn — og
meðal þessara andstæðinga Fan-
fanis eru Pella og Scelba, báðir
virtir stjórnmálaforingjar.
sem
þjóðhátíðardags Indlands,
boðið var til sendiráðsins.
Krúsjeff var í góðu skapi, rabb
aði við brezka og v-þýzka sendi-
herrann í Moskvu — og, þegar
Krúsjeff flutti ræðu sína sneri
hann sér að þýzka sendiherran-
um, Kroll, og sagði, að ekki þyrfti
mikið til þess að eldflaugarnar
færu að fljúga — og hann hefði
stungið upp á því við Kroll, að
þeir undirrituðu friðarsamning.
Hann svaraði „Já“, sagði Krú-
sjeff, „en á sanngjörnum grund-
velli“ — og það, sem ég tel sann-
gjarnt, telur Kroll ósanngjarnt ■—
og það, sem hann leggur til finnst
mér ósanngjarnt.
Flugvél tekin til land-
helgisgáezlu í Noregi?
OSLO, 26. jan.
Yfirforingi
strandgæzlunnar viff Norður-
Noreg hefur látiff svo um mælt,
að komið gæti til athugunar,
hvort ekki yrffi heppilegt fyrir
norsku strandgæzluna aff taka í
sína þjónustu fiugvél viff land-
helgisgæzluna. Benti hann á, aff
fslendingar hefðu fyrir nokkru
eignazt flugvél til landhelgis-
gæzlu og hefffi hún gefizt vel.
—★— •
Norskir fiskimenn óttast nú
vaxandi ógengni erlendra tog-
ara sem kunnugt er — og hafa
brezkir togarar haft sig mjög í
frammi við Noregsstrendur að
undanförnu. Sjómenn £ Norður-
Noregi hafa borið fram kröfur
um að fiskveiðitakmörkin verði
færð út í 12 mílur, en norska
stjórnin hefur enn ekki tekið
neina endanlega ákvörðun í mál-
inu.
Lange utanríkisráðherra sagði
í ræðu fyrir nokkrum dögum, að
norska stjórnin væri þeirrar
skoðunar, að samningaleiðin
væri heilladrýgst hvað útfærslu
Bagdad-bandalagið
mun enn styrkt
KARACHI, 26. jan. — A ráð-
herrafundi Bagdad-bandalagsins
létu fulltrúar Breta og Banda-
ríkjanna lét svo um mælt, að þeir
væru staðráðnir í því að stuðla
að áframhaldandi uppbyggingu
og alhliða eflingu Bagdad-banda-
lagsins svo að það mætti verða
brjóstvörn í baráttunni gegn
kommúnistanum í þessum hluta
heims.
Loy Henderson, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði Bandaríkin mundu styðja
bandalagsríkin með ráði og dáð
gegn árásum alheimskommúnis-
mans. Varnarsamningur sá, sem
boðaður var í sumar að mundi
gerður með Bandaríkjunum
annars vegar og Persíu, Pakistan
og Tyrklandi hins vegar mun þó
ekki undirritaður á þessum
fundi.
Brezki utanríkisráðherrann,
Duncan Sandys, sagði, að Bretar
mundu einnig halda áfram full-
um stuðningi við bandalagið —
og síður en svo draga úr honum
vegna byltingarinnar í írak í
sumar. Kvað hann Breta telja
Bagdad-bandalagið eitt hinna
áhrifaríku meðala til viðhalds
friðinum í heiminum.
Fullvíst er talið, að írak gangi
úr Bagdad-bandalagiitu, enda
þótt ekkert hafi enn verið til-
kynnt um það. Síðan byltingin
var gerð hefur írska stjórnin eng
in afskipti haft af bandalaginu.
landhelginnar viðkæmi. Þó
mundi stjórnin verða að grípa til
sinna ráða, ef fiskiðnaðinum yrði
hætta búin vegna ágangs er-
lendra togara.
-★-
Nú er veriff aff gera rannsókn
á því hve mikill fjöldi erlendra
togara hefur stundaff veiffar und-
an Noregsströnd og mun sú
rannsókn aff mestu byggjast á
samanburffi við fjölda togaranna
á sama tíma í fyrra effa fyrir
útfærslu fiskveiðitakmarkanna
viff fsland. Reynist veiffar út-
lendinga viff Noreg sýnilega
meiri nú en áffur var, má búast
viff aff eitthvaff athyglisvert ger-
ist í landhelgismálum Norff-
manna, segir í Oslóarfregnum.
-★-
Að lokum má geta þess, að yf-
irmaður norsku strandgæzlunn-
ar hefur látið svo um mælt, að
núverandi strandgæzlufloti nægi
hvergi til þess að annast eftirlit
með fjögurra mílna fiskveiðitak-
mörkunum. Þess vegna sé þýff-
ingarlaust að hugsa um meiri út-
færslu fiskveiðitakmarkanna, ef
eftirlitsskipum verður ekki fjölg
að til muna.
Þriðjudagur 27. janúar.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 2: Lúðvík viðurkennir að náðst
hafi beztu og hagkvæmustu
samningar. — Frá umræðum á
Alþingi.
— 6: Bændahöllin í Stafangri, Roga-
landsbréf frá Árna G. Eylands.
— 8: Róbert Burns — 200 ára minn-
ing.
— 9: Hlustað á útvarp.
— 10: Ritstjórnargreinarnar: Vanda-
sömu embætti vel gegnt. —
Vonbrigði kommúnista.
Utan úr heimi: Berlín, tvískipt
borg.
— 11: Vetrarferð með flutningabíl frá
Akureyri til Reykjavíkur.
— 12: Rabb Gunnars Bjarnasonar,
grein eftir Sigurð Jónsson frá
Brún.
— 18: íþróttir.