Morgunblaðið - 27.01.1959, Qupperneq 3
Þriðjudagur 27. janúar 1959
MORGVNBLAÐ19
3
Aðeins rœtt um að bœgja
hœttunni frá
Upplýsingar dómsmálaráðherra á Alþingi
ER fundur hafði verið settur í
neðri deild Alþingis í gær, kvaddi
Lúðvík Jósefsson, 2. þm. Sunn-
mýlinga sér hljóðs utan dagskrár.
Kvaðst hann vi'ja ber fram fyrir-
spurn til dómsrnálaráðherra um
störf landhelgisgæzlunnar. Ný-
lega hefði verið skýrt frá því í
útvarpi og blöðum, að skipherr-
ann á Þór heíði gert samning
við Anderson flotafctingja um
sérstaka rráðstafanir til að koma
í veg fyrir veiðarfœraskemmdir
íslenzkra fiskibáta. Kvaðst Lúð-
vík Jósefsson vilja beina þeirri
fyrirspurn til dómsmálaráðherra,
hvaða samkomulag hér hefði átt
sér stað. Hvort samið hefði verið
um það, hvernig íslenzkir fiski-
bátar skuli leggja veiðarfæri sín
innan og uta» 12 mílna mark-
anna.
Friðjón Skarphéðinsson, dóms
málaráðherra, varð fyrir svörum.
Kvað hann það rétt, að viðræð-
ur hefðu farið fram milli Eiríks
Kristóferssonar, skipherra á Þór,
og Andersons flotaforingja, en
hins vegar hefðu engir samnir.gar
átt sér stað í þá átt sem fyrir-
spyrjandi hafði vikið að. Viðtal
þetta hefði eingöngu verið gert
í því skyni að bægja yfirvofandi
hættu frá íslenzkum fiskibátum,
en það væri alkunnugt, að erlend
skip hefðu oft og mörgum sinn-
um farið yfir veiðarfæri íslenzkra
báta á undanförnum árum.
Landhelgislínuna hefði ekki
borið á góma í þessum viðræðum.
Brezki flotaforinginn hefði lofað
að áminna togarana um að virða
veiðarfærin, enda væru þau
merkt. Kvaðst Friðjón Skarphéð-
insson ekki geta gefið meiri upp-
lýsingar í þessu máli og að því
er hann bezt vissi, væri þetta allt
og sumt, sem íslenzka skipherr-
anum og brezka flotaforingjanum
hefði farið á milli, endu hefðu
þeir enga heimild til neinnar
samningsgerðar.
Grafan braut gat á vatns-
œðina
Olli vatnsskorti í
nokkrum hverfum
sl. laugardag
NOKKUÐ bar á vatnsskorti hér
í bænum um helgina, einkum á
laugardaginn, en þá varð algjör-
lega vatnslaust mikinn hiuta
dagsins í stórum bæjarhverfum,
svo sem í Laugarneshverfinu,
Laugarásnum og víöar.
r
Islenzk dagskrá
í bandarísku
útvarpi
ELLEFTA þessa mánaðar var 15
mínútna íslenzkri dagskrá útvarp
að frá New York frá útvarpsstöð
sem útvarpar yfir öll Bandaríkin.
Var dagskrá þessi tekin upp,
þegar íslenzku blaðamennirnir
voru staddir í New York snemma
í vetur í boði Loftleiða. Fjallaði
þátturinn almennt um ísland svo
og starfsemi Loftleiða. Fram í
honum komu Nicholas Graig, um
boðsmaður Loftleiða í Bandaríkj-
unum, Peter J. Heller, blaðafull-
trúi ameríska sendiráðsins héT,
Sigurður Magnússon, blaðafull-
trúi Loftleiða og Agnar Bogason.
ritstjóri.
Orsök vatnsskortsins var bilun
á 12 þuml. aðalæð vatnsveitunn-
ar í Suðurlandsbraut á móts við
Bolholt, að því er vatnsveitu-
stjóri tjáði Mbl. í gær. — Þarna
er verið að grafa fyrir ræsi þvert
í gegnum Suðurlandsbrautina
þessa dagana. — Rétt fyrir há-
degi á laugardaginn vildi það
óhapp til, að grafan, sem þarna
er notuð, lenti á vatnsæðinni og
braut gat á hana, svo vatnið
flæddi út í stríðum straumum.
Var að sjálfsögðu þegar hafin
viðgerð á æðinni, en henni varð
ekki lokið fyrr en undir kvöld.
Var ekki hægt að hleypa vatninu
á aftur fyrr en laust fyrir kl 8.
Hins vegar mun hafa verið lítið
um vatn sums staðar fram eftir
kvöldi, því að í svona tilfellum
hlýtur óhjákvæmilega að líða
alllangur tími frá því að vatninu
er hleypt á og þar til það hefir
náð að dreifast um kerfið.
Þessi bilun, sem varð á laug-
ardaginn, var sú þriðja á einni
viku á þessari sömu æð, en hún
liggur allt innan frá Elliðaám og
niður. að Laugavegi og er um 50
ára gömul, lögð árið 1908. Fyrra
laugardag varð bilun á æðinni
inni í Ásenda, og taldi vatns-
veitustjóri, að þar hefðu frost-
hræringar verið orsökin. Síðast-
liðinn þriðjudag brast æðin síð-
an aftur, þá við Holtaveg, og var
orsökin talin sú, að hún hafði
sigið þar niður á grjót.
Enginn andvígur
MOSKVU, 26. jan. — Moskvuút-
varpið skýrði svo frá í kvöld, að
Krúsjeff væri efstur á lista þeirra
sem kjósa ætti til Æðsta ráðsins
í rússneka „lýðveldinu". Allir
hlutaðeigandi studdu hann ein-
róma til efsta sætisins, sagði út-
varpið.
Um þessar mundir dvelur nem-
andi frá Menntaskólanum í
Reykjavík í Bandaríkjunum í
boöi New York Heráld Tri-
bune og Pan American flug-
félagsins, en þessir aöilar bjóöa
árlega einum menntaskóla-
nemanda allt aö þriggja mán-
aöa dvöl í Bandaríkjunum, tii
að kynnast amerískum þjóö-
háttum og kennslufyrirkomu-
lagi.
Pilturinn, sem í þetta sinn
varö fyrir valinu, heitir Jón
Gunnarsson, og er sonur frú
Svanhildar Jónsdóttur á Sól-
vállagötu 57. Lagöi hann upp
í feröina á aöfangadagskvöld.
Fyrst dváldist Jón ásamt 33
öörum gestum í Sarah Law
rence menntaskólanum
Bronxville í New York, en
síðan tóku fjórar bandarískar
fjölskyldur hann að sér og
veröur hann hjá þeim meðan
hann dvelst % Bandaríkjunum.
18. febrúar fer allur feröa■
hópurinn til Washington, þar
sem útlendingunum gefst kost-
ur á aö skoöa höfuöborgina,
koma í þingiö og sjá hin frcegu
minnismerki þar.
Myndin hér aö ofan var telc-
in þegar Jón kom til New York
meö flugvél frá Pan American
og tvœr bandarískar skóla
stúlkur tóku á móti honum.
Björgvin Þorkelsson for-
maður Sjálfstœðisfélags
Miðneshrepps
SL. SUNNUDAG var haldinn að-
alfundur Sjálfstæðisfélags Mið-
neshrepps í félagsheimili Knatt-
spyrnufélagsins Reynis í Sand-
gerði.
Varaformaður félagsins, Mar-
•grét Pálsdóttir, setti fundinn og
gaf síðan fráfarandi formanni,
Ingimar Einarssyni, Reykjavík,
orðið. Rakti hann störf fráfar-
andi stjórnar og ræddi um hin
miklu verkefni, sem félagsins
bíða þar sem væntanlega stæðu
fyrir dyrum tvennar Alþingis-
kosningar á þessu ári. Benti hann
á að Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins yrði haldinn 11. marz
Fœddi barn sift á bílpalli
— í frosti og hríð
AKUREYRI, 26. jan. — Það atvik
skeði aðfaranótt s.l. föstudags,
að kona ein hér í bæ varð léttari
í sjúkrakörfu uppi á vörubíls-
palli. — Var verið að flytja kon-
una í sjúkrahúsið, en sakir ófærð
ar og vegna þess. hve fæðinguna
bar brátt að, hafði konan alið
Frystur fiskur til Ameríku
og Rússlands
LAGARFOSS fer á næstunni til
Rússlands og á honum fyrsti hrað
frysti fiskurinn, sem þangað fer
á þessu ári.
Hér í Reykjavík hafa að und-
anförnu staðið yfir samningar við
Rússa um verðið á frysta fiskin-
um og eru þeir samningar nú
komnir á lokastigið, því Lagar-
foss byrjaði að lesta hér í Reykja-
vik á laugardaginn. Hann tekur
einnig fisk á Akranesi og í Hafn-
arfirði.
Þá má geta þess, að nú er Sel-
foss á Norðurlandi, en hann á að
taka um 2000 lestir af hraðfryst-
um fiski á Bandaríkjamarkað.
Goðafoss, sem kominn er að
utan, mun strax og lokið er af-
fermingu, byrja að lesta á Rúss-
landsmarkað. Loks er þess að
geta að um miðjan febrúar mun
Dettifoss fara til Bandaríkjanna
með fullfermi af freðfiski og loks
munu Goðafoss og Selfoss fara
til Ameríku og Rússlands um mán
aðamótin febr.—marz.
barn sitt, er komið var með hana
í fæðingardeildina.
Nánari tildrög þessa atburðar
eru þau, að á 5. tímanum á föstu
dagsnóttina var sjúkrabifreið
kvödd á vettvang út í Glerár-
þorp til þess að sækja þangað
konu í barnsnauð. — Er komið
var út fyrir Glerárbrú, festist
sjúkrabifreiðin í snjó, og varð þá
að leita aðstoðar kraftmikillar
flutningabifreiðar. Var hún síð-
an sjúkrabifreiðinni til aðstoðar
við að sækja konuna.
Ferðalagið gekk þó svo illa,
að loks varð að skilja sjúkrábíl-
inn eftir, og var þá körfunni með
konunni komið fyrir á palli vöru-
bifreiðarinnar — og ekið sem
skjótast upp í sjúkrahús. Er
þangað kom, hafði konan alið
barn sitt, sem fyrr segir.
Hríð var og frost allmikið með
an á þessum sérstæða flutningi
stóð. — Þrátt fyrir hinar óvenju
legu óhagstæðu aðstæður við
fæðinguna, heilast móður og
barni ágætlega. — vig.
n.k. og myndi sá fundur að sjálf-
sögðu marka stefnu flokksins
einstökum málum um nánustu
framtíð. — Loks gat formaður
inn þess, að mikils og vaxandi
áhuga hefði undanfarið gætt með
al Sandgerðinga og annarra Mið-
nesinga á málefnum og gengi
flokksins, og sæist það m.a. af
því, að síðustu þrjú árin hefði
meðlimafjöldi í félaginu tvöfald
ast. Kvað hann ástæðu til að
ætla að enn mætti fjölga félags
mönnum til mikilla muna og
hvatti væntanlega stjórn til þess
að leggja alla alúð við það.
Miklar umræður urðu um fram
tíðarstarfið, bæði við væntanleg-
ar tvennar kosningar svo og efl
ingu félagslífsins að öðru leyti.
I stjórn félagsins voru kosnir
Björgvin Þorkelsson, form., Mar
grét Pálsdóttir, varaform., Jón H,
Júlíusson, ritari, Páll Ó. Pálsson
gjaldkeri og Aðalsteinn Gísiason;
meðstjórnandi. — f varastjórn
voru kosnir: Gísli Guðmundsson,
Guðjón Guðjónsson og Magnús
Þórðarson. Endurskoðendur þau
Þorbjörg Einarsdóttir og Sigur
hans Jóhannsson. — Þá voru
fundinum kjörnir fulltrúar til að
sitja 13. Landsfund flokksins 11
marz n.k. — Stjórn félagsins kýs
15 menn í fulltrúaráð félagsins
en auk þeirra eiga sæti í fulltrúa
ráðinu stjórn og varastjórn.
Kirkjuþing 1961?
PÁFAGARÐI, 26. jan. — Ólíklegt
er talið, að kirkjuþing það, sem
Jóhannes páfi XXIII. hefur boð
að til verði haldið fyrr en í fyrsta
lagi árið 1961. Mun það ætlun
páfa að reyna á þingi þessu, að
kanna möguleikana á bandalagi
rómversk kaþólskra og hinnar
austrænu orþodosku kirkju. —
Mikils undirbúnings er þörf og
sennilega mun um 5,000 fulltrú
um boðið til þingsins.
SIAKSTEISVAR
„Einokun“ útflutnings-
verzlunatrinnar
í nokkra áratugi hafa hinir
svokölluðu vinstri flokkar látið
málgögn sín hamast mjög gegn
því sem þeir kalla „einokun“ ;t-
flutningsverzlunarinnar. Þeir
hafa haldið því fram, að Sjáif-
stæðisflokksins hafi skapað og
viðhaldið skipulagi á útflutningi
sjávarafurða, sem fæli í sér „arð-
rán“ á framleiðslunni. Á þessari
staðhæfingu hafa málgögn
vinstri flokkanna staglazt ár eftir
ár og útmálað það „brask“ og
„afætustarfsemi“, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn stæði fyrir á
þessu sviði. ,
En hvað hefur svo gerzt i þessu
máli. Ekkert, bókstaflega ekkert
annað en það, að vinstri stjórnin
iét samþykkja lög um stofnun
nýrrar nefndar. í þessari nefnd
eiga sæti 3 skrifstofumenn, auð-
vitað allir „vinstri“ menn. Eng-
inn þeirra hefur minnstu reynsiu
eða þekkingu á útflutningi eða
verzlun með sjávarafurðir. En
úað gerir ekkert til. Vinstri
stjórnin þurfti bara að búa tii
nefnd. Það gerði ekkert til þótt
mennirnir, sem í henni voru
hefðu ekkert vit á því, sem þeir
endur sjálfir, útvegsmenn og
áttu að fjalla um.
En það skipulag, sem framleið
sjómenn í öllum landshlutum,
höfðu byggt upp um afurðasölu
sina helzt auðvitað óbreytt. Allt
blaðrið um „arðrán“, „afætustarf
semi“ og „einokun" útflutnings-
framleiðslunnar er að engu orð-
ið,
Misnotkun láuastofn-
ana
Önnur meginásökun vinstri
flokkanna á hendur Sjálfstæðis-
flokknum var sú, að hann mis-
notaði völd sín og áhrif í lána-
stofnunum þjóðarinnar á hinn
herfilegasta hátt. Til þess að
hindra þetta, setti vinstri stjórn-
in all marga fylgismenn sína í
bankastjórastöður og bankaráð
íslenzkra lánastofnana. En hefur
nokkur maður orðið þess var að
meira réttlæti ríkti í úthlutun
lánsfjár nú en áður Hefur nokk
ur maður séð það fé vaxa, sem
bankarnir hafa til útlána í þágu
atvinnulífs og einstaklinga?
Vissulega ekki. Engin breyting
hefur orðið til batnaðar á starf-
semi bankanna. Fjármagn þeirra
hefur ekki vaxið og enginn hef-
ur orðið var aukins réttlætis við
lánaúthlutun. Eina breytingin
sem gerzt hefur er sú, að nokkr-
ir kommúnistar, Alþýðuflokks-
menn og Framsóknarmenn hafa
fengið bankastjóra- og bankaráðs
stöður. *•
Þetta er eina breytingin, sem
gerzt hefur. En ekki einn einasti
íslendingur trúir því, að hags-
muna almennings sé i nokkru
betur gætt eftir að kommúnist-
um, Framsóknarmönnum og Al-
þýðuflokksmönnum fjölgaði í
bankastjórastöðum.
Þetta voru þá afrek vinstri
stjórnarinnar á þessu sviði.
Nú eru þeir vaknaðir
Kommúnistar hafa nú flutt til
lögu á Alþingi um að reka her-
inn úr landi. Þetta mátti víst ekki
seinna vera. 1 hálft þriðja ár hafa
kommúnistar setið í ríkisstjórn
og ekki hreyft legg eða lið til
þess að framkvæma það fyrir-
heit sitt og allra flokka vinstri
stjórnarinnar, að reka hið ame-
ríska varnarlið úr landi. En nú
eru kommúnistar farnir úr ríkis-
stjórn. Þá er óhætt að hreyfa við
þessu máli á ný. Þá kostar það
hvorki Hannibal né Lúðvík ráð-
herrastól að krefjast brottrekstr-
ar hersins úr Keflavík.!!