Morgunblaðið - 18.02.1959, Qupperneq 11
Miðvikudagur 17. febr. 1959
MORGVNBLAÐ1Ð
11
Garðar Gíslason stórkaupmaður
Minningarorð
GARÐAR Gíslason stórkaup-
maður var kominn hátt á átt-
ugasta og þriðja ár, þegar hann
andaðist hér í bænum 11. þ. m.,
eftir stutta legu. Þegar hann fagn
aði nýlega léttur í lund, mörgum
vinum sínum á nýju heimili sínu
hér, grunaði mann ekki að hann
ætti svo skammt eftir ólifað.
Hann hafði verið kaupsýslumað-
ur nokkurn veginn óslitið í nær
sextíu og fimm ár. Hann starf-
aði sem sjálfstæður heildsali í
meira en hálfa öld, annríkan,
langan dag, en fyrstu árin vann
hann fyrir aðra og nú síðustu
árin ráku þeir Bergur sonur hans
og Halldór tengdasonur hans
verzlunina, þótt hann kæmi þar
daglega og fylgdist með því, sem
fram fór.
Garðar Gíslason var öndvegis-
maður verzlunarstéttarinnar.
Hann var ötull þátttakandi eða
forustumaður um ýmsar merk-
ustu nýjungar í viðskiptamálum
og samgöngumálum samtíma
síns. Hann var skeleggur tals-
maður og túlkur stéttar sinnar
um langt skeið, bæði í friði og
ófriði um verzlunarmálin. Sein-
ustu árin var hann langdvölum
erlendis og tók ekki beinan þátt
í málum manna hér heima. Nú
upp á síðkastið, er hann var aft-
ur seztur hér að, var hann enn
fullur áhuga og fjörs, en sat nú
í sátt og friði, hafinn yfir dags-
ins deilur og eril, mikilsmetinn
og virtur í elli sinni.
Garðar Gíslason var norð-
lendingur að ætt, fæddur að
Þverá í Dalsmynni 14. júní 1876.
Faðir hans var Gísli hreppstjóri
Ásmundsson, góður bóndi og gáf-
aður fróðeiksmaður, hálfbróðir
þess þjóðkunna manns Einars í
Nesi, sem Arnór Sigurjónsson hef
ur skrifað um mikla og skilmerki
legá sögu. Móðir Garðars var Þor-
björg Olgeirsdóttir frá Garði í
Fnjóskadal merk og þrekmikil
kona. Garðar var næstyngstur
fimm systkina sem upp komust.
Bræður hans voru, sr. Ásmundur
prófastur á Hálsi, Ingólfur læknir
í Vopnafirði og síðast í Borgar-
nesi, og sr. Haukur, prestur við
Hólmsins kirkju í Kaupmanna-
höfn. Þeir Þverárbræður eru nú
allir fallnir frá og höfðu þeir
Ingólfur og Ásmundur báðir
skrifað ágætar minningabækur.
Elzt þeirra systkina er frú Auður,
ekkja sr. Árna Jónssonar prófasts
og alþingismanns á Skútustöð-
um, og lifir hún nú ein þeirra
og verður níræð innan skamms,
umhyggjusöm og sístarfandi og
ber elli sína með glæsibrag. Öll
voru þessi Þverársystkini dugn-
aðar og framtaksfólk ,frí og frjáls
mannleg.
Garðar Gíslason ólst upp
norður á Þverá á þann hátt, sem
þá var títt á góðum en ekki mjög
efnuðum sveitaheimilum. Hann
lærði kverið sitt úti í fjósi, lék
sér og vann. Það var um bjarta
nótt, sem ég uppgötvaði heiminn,
segir hann í minningaþætti sínum
í hinu fróðlega og fjörlega skrif
aða verki Vilhj. S. Vilhjálmsson-
ar: Við, sem bygðum þessa borg.
Þá sá hann Eyjafjörð blasa við
sér bláan og sléttan ofan af brún
grasafjallsins og stórborgina Ak-
ureyri í fjarska.
Bræður Garðars voru settir til
embættisnáms, en hann hafði
ekki hug á slíku, og var um skeið
í ráði að hann réðist til smíða-
náms, því hann var hagur og
vandvirkur. En hugur hans sjálfs
stóð þá þegar mest til verzlunar.
Þegar hann kom í fyrsta sinn til
Akureyrar, 10 ára gamall, vakti
ekkert eins mikla athygli hans og
aðdáun og búðirnar, fullar af
varningi og verzlandi fólki. Og
þegar hann löngu seinna leit yfir
ævi sína hálf áttræður og vinir
hans ráðlögðu honum að setjast
í helgan stein og fara nú að
skemmta sér, sagði hann að ekk-
ert væri til skemmtilegra en það
að verzla.
Fyrstu verzlunarstörf sín vann
hann sem afgreiðslumaður hjá
föður sínum, sem var pöntunar-
stjóri fyrir sveitunga sína. Ann-
ars vann hann í æsku að barna-
kennslu og húsamálningu og var
í kaupavinnu. Svo var hann inn-
anbúðar hjá Möller á Blönduósi
1894 og frá því mátti heita
óslitinn verzlunarferill hans.
1897 réðst hann til Magnúsar á
Grund, sem var fyrirmaður c.g
raunsæismaður og stundaði bæði
verzun og búskap. Haustið 1899
fór hann fyrst utan og til Eng-
lands í þeim tilgangi að nema
verzlunarstörf, lenti síðan í Kaup
mannahöfn og lærði þar dönsku,
ensku, þýzku og bókfærslu, en
aldamótaárið fór hann að skozkri
verzlun í Leith.
Síðan réðst hann í það, áræð-
inn og fullur af trú og starfsvilja
og umbótalöngun að stofna sitt
eigið fyrirtæki, umboðsverzlun
í Edinborg. Upp frá þessu þróað-
ist heildverzlun hans í Leith og
í Reykjavík. Hann kom fyrst til
Reykjavíkur 1902, en opnaði þar
skrifstofu eða umboð 1905 og stóð
fyrir þvi Gísli Helgason, en þeir
Garðar höfðu verið skólabræð-
ur á Möðruvöllum, en námstíma
sinn þar mat Garðar mikils. Al-
fluttur kom Garðar til Reykja-
víkur 1909, en félagi hans enskur
rak verzlunina í Leith. Verzlun-
arhús Garðars hafa síðan verið á
Hverfisgötu, Lindargötu og Skúla
götu. Hann átti einnig verzlaniv
á Minni Borg í Grímsnesi,
Hvammstanga og Stapa, í Ólafs-
vík og Keflavík og hafði skrif-
stofur í Leith og Hull. Eftir að
hann settist að í New York 1940,
rak hann þar sjálfstæða heild-
verzlun og var það um tíma um-
fangsmikið fyrirtæki með við-
skiptum hér á latMi og um
Bandaríkin • r":ur austur
á Indland og með útibú í Suður-
Ameríku.
Garðar Gíslason flutti inn
flestan venjulegan varning, mat-
vöru og vefnaðarvörur, pappírs-
vörur, og vélar, einkum bíla. Út
futti hann íslenzkar sjávaraf-
urðir og ekki sízt landbúnaðar-
afurðir. Hann átti um skeið með
öðrum lýsisbræðslu í Skildinga-
nesi og í Vestmannaeyjum. Hánn
rak kjöivinnslu í Búrfelli í
Réykjavík, hafði sláturhús,
garnahreinsun, gæru- og ullar-
vinnslu og fleira. Hann rak einnig
fyrr á árum fatnaðarverzlun fyr-
ir konur og karla, tízkuverzlun á
sínum tíma, það var Dagsbrún á
Hverfisgötu, sem Haraldur Árna-
son veitti forstöðu.
Aðaleinkenni Garðars Gíslason
ar sam kaupsýslumanns voru
heilbrigt og skynsamlegt jafn-
vægi þess ímyndunarafls, sem
sá hvað nýtt var framundan og
áræðisins til þess að leggja út í
tilraunir með nýjungar, en þó
róleg festa og fyrirhyggja. Þetta
var knúið áfram af óbilandi per-
sónulegum starfsþrótti, samfara
regusemi, skilvísi og nákvæmni,
einnig um smámuni, nýtni og
ógeði á sóun, óþaiia og iðjuleysi.
Hann var sjálfur snyrtimenni og
smekkmaður, vildi hafa hlutina
í röð og reglu í kringum sig.
Hann flutti ýmsa góða, rólega og
gamaldags persónulega kaup-
mannseiginleika inn í iðukast ný-
tízku og vélræns viðskiptalífs,
sem hann skildi annars vel og. var
sjálfur með þeim fyrstu til að
skipuleggja hér og efla.
Náskyld kaupsýslu Garðars
Gíslasonar voru afskipti hans af
samgöngumálum. Undir eins
1903 fór hann að hugsa til þess
að fá hingað flutningabifreið og
hafði gert til þess ráðstafanir,
þótt ekki yrði úr framkvæmdum
þá og ekki fyrr en 1916, en þá
voru einnig komnlr hingað aðr-
ar bifreiðar. Magnús Guðmunds-
son, sá ötuli og ágæti skipasmið-
ur, smíðaði fyrir hann 1913 all-
stóran vélbát til vöru- og farþega
flutninga. Garðar var í fyrstu
stjórn Eimskipafélagsins og einn
af stofnendum þess og í stjórn
fyrsta flugfélagsins 1918.
Garðar kvæntist árið 1902 Þóru
Sigfúsdóttur frá Espihóli, þeirri
hugljúfu og góðu konu, en hún
andaðist 1937. Börn þeirra eru:
Þóra, gift Gunnlaugi Briem, ráðu
neytisstjóra, Bergur, kvæntur
Ingibjörgu Jónsdóttur prófessors
Hjaltalíns, Kristján kvæntur
Ingunni Jónsdóttur tollstjóra
Hermannssonar og Margrét gift
Halldóri Jónssyni arkitekt. Síðari
kona Garðars sem lifir mann sinn,
er Josephine Rosell, ítalskrar
ættar, og giftust þau 1943, fyrir-
mannleg kona og hafa margir
landar notið góðvildar og gest-
risni þeirra hjóna bæði í New
York og hér.
Fram á seinustu tíma var rík
í Garðari Gíslasyni ung og fram-
sækin ævintýralöngun og útþrá.
Hann vildi hafa vítt athafna-
svæði, gott olnbogarúm og per-
sónulegt frelsi. Honum þótti oft
gott að vera í öðrum löndum, var
mikið á ferli, það var gott að
vera í sólskini suður í Lissabon,
gott að vera í önn og erli at-
hafnanna í New York, þó að hug
urinn væri heima á Fróni.
f innsta eðli sínu mun Garðar
hafa verið heldur hlédrægur,
jafnvel óframfærinn, þó að hann
væri þátttakandi í hörðu við-
skiptalífi og muni ekki hafa látið
sitt eftir liggja þar. Hann var
mikill iðjumaður og afkastamað-
ur. Hann hafði líka ánægju af
því að sjá glatt fólk í kringum
sig, hann var veizluglaður, veit-
ull og gestrisinn, fenginn fyrir
margt, sem fagurt var í lfi, list
og landslagi, í híbýlaháttum og
umgengni. Hann var líka bókesk-
ur og átti hér gott bókasafn og
sagðist hlakka til að raða því aft-
ur upp í nýju húsi sínu hér heima
og fara að lesa það, sem úr hefði
fallið á útlanda árunum. í ætt
hans er listræn æð. Sr. Haukur
bróðir hans var sagður afburða
raddmaður og listasöngvari, Ing-
ólfur Gíslason var ágætlega máli
farinn og ritfær og prýðilega hag
mæltur. Sr. Ásmundur var ágæt-
ur prédikari með elskulegan stíl,
hélt t. d. stundum ræður, sem
allar voru í bundnu máli. Garðar
mun einnig hafa ort á yngri árum,
en glatað þeim verkum fyrir
löngu, en fram á seinustu ár gat
hann kastað fram góðum lausa-
vísum.
Þessi smáatriði eru skemmti-
legir drættir í mynd Garðars
Gíslasonar fyrir þeim, sem
þekktu hann persónulega, en
meginsvipur myndarinnar er
fastur svipur hins alvarlega kaup
sýslumanns, sem er hluti af sögu
þjóðarinnar síðustu hálfa öldina.
Hann var einn af stofnendum
Veerzlunarráðsins og fyrsti for-
maður þess 1917 og síðan í ein
15 ár. Hann var einnig í skóla-
nefnd Verzlunarskólans og einn
af þeim, sem helzt gekk í það
að fá fyrir hann nýtt hús 1930.
Uppistaðan í kaupsýslustefnu
Garðars Gíslasonar var trú hans
á frjálsa verzlun og einkaverzl-
un, sífelld áherzla hans á vöru-
vöndun, skilvísi og nákvæmni,
ótrauðar en fyrirhyggjusamar til-
raunir um nýja verzlunarhætti
innanlands og sókn til nýrra
markaða erlendis. í þeim efnum
hafa íslenzkir kaupmenn og kaup
félagsmenn unnið ótrúleg þrek-
virki á stuttum tíma með mik-
illi lipurð og miklu harðfylgi í
senn, því oft hefur þurft að
breyta um stefnu og viðskipta-
lönd. Garðar Gíslason var harð-
ur bardagamaður fyrir málstað
sinna manna um langt skeið, en
allt dægurþras er nú gleymt. Nú
má líta yfir menn og málefni með
ró og góðri yfirsýn. Margt hefur
áunnist og úr mörgu verið bætt.
Garðar Gíslason er harmdauði
vinum sínum, því að hann var
ættrækinn, vinfastur og trygg-
ur. Hann er harmdauði öllum
þeim sem þekktu hann, fyrir
dugnað hans og hjálpsemi, áhuga
hans og og brautryðjendastarf
og mikla mannkosti.
Vilhjálmur Þ. Gíslason.
ENGAN mann hefi ég heyrt tala
fagurlegar um þýðingu verzl-
unarstéttarinnar en Garðar
Gíslason. Hann helgaði og verzl
un svo að segja alla sina iöngu
starfsævi og var jafn óhræddur
á efri árum sem æskudögum að
ryðja íslenzkum kaupsýslumönn-
um nýjar brautir.
Garðar skildi ungur að aldri
grundivallarþýðingu verzlunar
á milli landa og hann missti
aldrei sjónar á því, að það er
ekki síður hlutverk kaupsýslu-
manna að selja vörur úr landl
en flytja þær inn. Þrátt fyrir
margháttuð höft var áhugi Garð
ars á þeim efnum óbilandi tii
síðustu stundar.
Vegna þess að innbyrðis sam-
keppni er lífæð hennar á frjáls
verzlunarstétt erfiðara um sam-
tök sín á milli en flestar stéttir
aðrar. Garðar þekkti manna
bezt þessa örðugleika, en þegar
sókn að hinni ungu íslenzku
verzlunarstétt var hafin úr ýms-
um áttum á öðrum tug þessarar
aldar, sá Garðar, að við svo bú-
ið mátti ekki standa heldur
snerist öfluglega til varnar.
Hann beitti sér fyrir stofnun
Verzlunarráðsins og gerðist
sjálfur ódeigur málsvari stétt-
ar sinnar.
Um þær mundir varð Garðar
einn af eigendum Morgunblaðs-
ins og lét útgáfu þess lengi til
sín taka. Auðvitað hafði hann
hug á, að blaðið styddi frjálsa
verzlun, en hann lét sér vel skilj-
ast, að það mátti aldrei verða
blað einnar stéttar heldur yrði
að berjast gegn því, að á nokk-
urn væri hallað og fyrir hags-
munum þjóðarinnar allrar. — Á
meðan fullri tryggð væri haldið
við hugsjón frjálsræðisins taldi
Garðar rétt horfa.
Sjálfur sýndi Garðar með lífi
sínu hversu langt má komast,
þegar fyrirhyggja, atorka og ráð-
deild fá að njóta sín. Hann sann-
aði, að frjálsræði til athafna kem
ur slíkum mönnum ekki einungis
sjálfum að gagni heldur gerir
þeim kleift að leggja ómetanleg-
an skerf til uppbyggingar heil-
brigðs þjóðfélags. Svo gerði
Garðar vissulega með ævistarfi
sínu og þess vegna mun þjóðin
lengi hafa nafn hans í heiðri.
Bjarni Benediktsson.
Aðalfundur Sjálf-
stæðisfélagsins
Skjaldar
STYKKISHÓLMI, 14. febr. —
Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins
Skjaldar í Stykkishólmi var
haldinn sl. sunnudag, og var þar
m.a. kosin stjór* félagsins fyrir
næsta ár. — Formaður var kjör-
inn Jón ísleifsson, verzlunarmað-
ur, en hann hefir gegnt því starfi
undanfarin þ'rjú ár. — Aðrir i
stjórn voru kjörnir: Einar Jó-
hannesson, Björgvi* Þorsteinsson,
Ágúst Bjartmars, Ólafur P. Jóns-
son, Hinrik Finnsson og Árni
Helgason.
Þá voru kosnir fulltrúar á lands
fund Sjálfstæðisflokksins; og
einnig var kjörin nefnd til þess
að undirbúa og annast árshátíð
félagsins, sem mun, að öllu for-
fallalausu, verða seint í þessum
mánuði.
Akureyri raf-
magnslaus í gær
AKUREYRI, 16. febr. — í kvöld
um kl. 10,30 varð að taka raf-
magnið af Akureyringum, sökum
þess að klakaburður hafði lent I
vélum rafstöðvarinnar við Laxá.
Stafar þetta af því að hafa varð
opinn hluta af inntakinu, en að
jafnaði kemst ekki ís inn um
rimla þess. Vegna kraps og jaka-
burðar í Laxá er vatn nú lítið
í ánni og því er gert ráð fyrir
að skammta verði rafmagn á
Akureyri og orkuveitusvæði
Laxá.
Eins og er, um kl. 23,00, er
hvergi ljós á Akureyri, nema á
spenistöðvarsvæði fjórðungs-
sjúkrahússins. Gert ar ráð fyrir
að þetta komist í lag áður en
langt um líður. Hins vegar mun
skömmtun vera nauðiynleg, sem
fyrr segir. — Vig.