Morgunblaðið - 18.02.1959, Síða 18

Morgunblaðið - 18.02.1959, Síða 18
18 MORGVHBL4Ð 19 Miðvik'udagur 17. febr. 1959 ísland tekur þáft í knatt- spyrnukeppni Rómarleikanna KNATTSPYRNUSAMBAND js_ lands hefur tekið þá ákvörðun að íslenzkt knattspyrnulið taki þátt í knattspyrnukeppni Ólym- píuleikanna i Róm 1960. Sam- bandið tók þessa ákvörðun í fullu samráði og í heimild Ólympíu- nefndar íslands. Þetta er í fyrsta sinn, sem ís- lendingar tilkynna þátttöku í knattspyrnukeppni Ólympíuleik- anna. Við fyrri Ólympíuíeika hef ur þetta mál oft borið á góma, en aldrei náð fram að ganga. Formaður knattspyrnusam- bandsins, Björgvin Schram, og formaður Ólympíunefndar, vildu lítið sem ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál í gær, en til- kynning um þetta mun í vænd- um. ★ ★ ★ Blaðinu er hins vegar kunn- Ugt um að í gær höfðu 25 þjóð ríki tilkynnt þátttöku í knatt- spyrnukeppni Ólympíuleik- anna. Áður hafði verið ákveð- ið, að ef þátttökuríki yrðu , fleiri en 16 talsins, yrði dregið í í riðla og undankeppni látin fara fram árið fyrir Ólympíu- leikana og 16 ríki, sem hlut- skörpust yrðu í undankeppn- Inni mættu til úrslitakeppni í Rómaborg. Er þetta sami hátt- Ur og var í sambandi við heimsmeistarakeppnina, sem Island tók þátt í, og lauk í júní sl. í Svíþjóð. Þátttökufrestur til knatt- spyrnukeppninnar var ákveðinn 20. febrúar 1959. Hinn 12. febr. höfðu 16 lönd tilkynnt þátttöku, þ. e. a. s. þessi: Austurríki, Dan- mörk, Bandaríkin, Finnland, Grikkland, Ungverjaland, Ind- land, írak, Italía, Luxemburg, Noregur, Uganda, Pólland, Sviss, Tékkóslóvakía og Egyptaland. Sýnt þótti því að undankeppni yrði að fara fram, og svo varð og raunin á, að þátttökutilkynn- ingar streymdu inn og má vænta enn fleiri. Um miðjan dag í gær höfðu 25 lönd tilkynnt þátttöku, síðast kom tilkynning frá Japan. Þátttökutilkynningarnar voru bindandi og þau lönd, sem í úr- slitakeppni komast verða að öllu leyti að greiða farar- og uppi- haldskostnað í Rómaborg. Það er því alldýrt að komast í úrslitin. Undankeppnin getur hins vegar „borið sig“, ekki síður en undan- keppni heimsmeistarakeppninn- ar. Þá gafst fslandi kostur á fjórum landsleikum (2 heima og 2 erlendis) á jafnréttisgrundvelli og við fengum leiki við lönd, sem við hefðum seint eða aldrei fengið að reyna okkur við að öðrum kosti. Að slíkri keppni getur því verið mikill fengur og hún orðið lyftistöng. En það verður því aðeins, að knattspyrnumenn og for- ystumenn taki hlutina alvar- lega. Fyrir heimsmeistara- keppnina stóð undirbúningur aðeins örfáa mánuði. Nú verð- ur betur að vanda til. Enska bikarkeppnin: Norwich gerði jafntefli við Tottenham West Brom., Everton og Portsmouth féllu úr í FIMMTU umferð bikarkeppn- innar sl. laugardag voru mörg óvænt úrslit eins og búist var við. Þriðju deildar liðið Nor- wich City gerði jafntefli við Tottenham á White Hart Lane í skemmtilegum leik. Terry All- cock skoraði fyrir Norwich eftir 63. mín., en Tottenham tókst ekki að jafna fyrr en 1 mín. var til leiksloka. Cliff Jones skoraði markið. Áhorfendur voru 67633, sem er mesta aðsókn hjá Totten- ham um margra ára skeið. Arsenal átti fullt í fangi með 2. deiidar Sheffield United, sem tók forystuna eftir aðeins 90 sek., er Simpson skoraði mjög snoturt mark. Um tíma hafði United und irtökin í leiknum, sem var mjög hratt og vel leikinn. Á 33. mín. var Haverty brugðið innan víta- teigs og Evans skoraði af víta- punkti, fyrir Arsenaí Á 64. mín. skoruðu Sheffield enn og var Pace þar að verki. Upp frá þessu marki léku Arsenal leikmennirn- ir mun betur eg Clapton jafnaði stuttu síðar. 55407 áhorfendur greiddu 9631 sterlingspund fyrir skemmtunina. Portsmouth voru óheppnir að tapa gegn Burnley, en Adamson skoraði eina mark leiksins á 10. mín. Hann hafði skotið lausu skoti, sem Brown markvörður átti, en knötturinn straukst ut- an í Hayward miðframvörð og j í netið. Blackpool skaut leikmönnum 1 West Bromwich skelk í bringu, i strax á 3. mín. er miðherjinn Ray Charnley skoraði furðulegt mark. Forsagan er sú að Ray Barlow (miðfr.v. WBA) og i Charnley börðust um knöttinn í lofti rétt við vítateig og hann hrökk til Mudie (Blackpool) sem skaut lágu skoti, en utan marks. Charnley, sem þá var á hnján- um tókst að krækja í knöttinn á hinn furðulegasta hátt og stefna honum að marki. Knötturinn lenti upp undir markslánni, féll um fet frá línu og hrökk því næst inn í markið! Nokkrum mín útum síðar bætti Drury við öðru marki fyrir Blackpool. í seinni hálfleik náðu framherjar West. Brom. góðum leikkafla og á 63. mín. minnkaði Bobby Robson bilið með skoti, sem Farm rnark vörður réði ekki við. Stuttu síð- ar skaut Alec Jackson föstu skoti, sem lenti innan á stöng og. hrökk þaðan í fangið á Farm. Áhorfendur voru margir á því máli að ef West Brom. hefði tekist að skora í þetta skipti, hefði leikurinn „snúist við“. Er 12 mín. voru til leiksloka gerði Charley út um leikinn með fall- egu marki. Það hefur verið sagt um ára- bil að Goodison Park í Liver- pool, völlur Evertons, sé „lukku- völlur“ Aston Villa, en á laugar- dag þurfti enga heppni með, því Villa-menn léku mun betur. Eft- ir 41. mín. leik hafði Aston Villa skorað þrjú mörk án svars. Mörk in skoruðu Ron Wylie tvö og McParland eitt. I síðari hálfleik skoraði Hickson fyrir Everton og Hitchens fyrir Villa. Preston jöfnuðu úr víta- spyrnu í leiknum gegn Bolton er 8 mín. voru til leiksloka. Parry skoraði í fyrri hálfleik fyrir Bolton á 13. mín beint úr aukaspyrnu. Lesley Campbell, sem er varamaður í Prestonlið- Keppnin nú ætti og að verða mun jafnari því strang- lega er gætt áhugamannarétt- indanna við Ólympíuleika og hefur verið svo sagt, að ekk- ert þeirra 16 landa er til úr- slita kepptu í Sviþjóð í heims meistarakeppninni, uppfylli áhugamannaskilyrðin sem sett eru í Róm. Köruknattleiksflokkar Ármanns. 70 ára afmœlishátíð Ármanns: Körfuknattleikur og ,,Judo44 sýning að Hálogalandi í kvöld KÖRFUKNATTLEIKS- og Júdó- deildir Ármanns minnast 70 ára afmælis félagsins í kvöld með keppni í körfuknattleik og sýn- ingum á japanskri glímu. Er þetta einn liður í hátíðahöldum vegna þessara merku tímamóta. Körfuknattleiksdeild Ármanns er ung að árum eða 5 ára, og hefur starfið farið vaxandi með hverju ári. Hafa yngri flokkar deildarinnar borið merkið hátt ásamt kvennaflokknum. Meistara flokkslið kemur væntanlega á næsta ári. Mest hefur borið á 2. flokki og hefur hann unnið íslandsmeistara titilinn þrjú seinustu árin. í kvöld mæta þeir 'úrvali úr K.F.R. og Í.R. í 2. flokki. Er búizt við mjög skemmtilegum leik. » 3. flokkur keppir þá leik við 3. flokk K.R. Þessir flokkar hafa Bragðaæfingar í ',,Judo“ undir tilsögn kennarans. inu og leikur h. útherja jafnaði á 48. mín. Skömmu síðar tók Bolton ■ forystuna aftur, það var hinn efnilegi Brian Birch sem skoraði. 2. deildar liðið Ipswich réði lítið við Luton. Pacey, Morton 2, Bingham og Gregory skoruðu fyrir gestina, en Dai Rees bæði Ipswich mörkin. Gordon Astall skoraði fyrir Birmingham í fyrri hálfleik, en Wilson jafnaði í þeim síðari. f 1. deild fóru fram tveir leik- ir. Manchester Utd. léku heima á Old Trafford gegn nágrönnum sinum Manchester City. f fyrri hálfleik hafði City 1—0, —John- stone skoraði á 13. mín. — en í síðari hálfleik léku United mun betur og sigruðu 4:1. Mörkin skor uðu Goodwin, Bradley 2 og Scan- lon. Wolverhampton hafa nú tekið hreina forystu í deildinni. „Úlf- arnir“ léku heima gegn Leeds Utd. og „burstuðu“ 6:2. Mörkin skoruðu Deeley 2, Murray 2 og Broadbent 2 fyrir Úlfana, en Shackleton og Overfield fyrir Leeds. Urslit leikja í ensku knattspyrnunni sl. laugardag. Ilikarkeppnin 5. umferð Arsenal — Sheffield Utd....‘... 2:2 Birmingham — Nottingham For. 1:1 Blackpool —7 West Bromwich .... 3:1 Bolton Wandrs. — Preston N.E. 2:2 Burnley — Portsmouth .......... 1:0 Éverton — Aston Vilia .......... 1:4 Ipswich Town — Luton Town .... 2:5 Tottenham — Norwich City ...... 1:1 Deildarkeppnin 1. deild: Manchester Utd. — Manch. City 4:1 Wolverhampton — Leeds Utd...... 6:2 2. deild: Barnley — O. Brighton ......... 0:2 Bristol City — Middlesbro ...... 2:2 Cardiff City — Liverpool ...... 3:0 Charlton — Swansea ............ 2:1 Fulham — Leyton Orient ........ 5:2 Huddersfield — Grimsby Town .... 2:0 Lincoln City — Derby County .... 1:4 Sheffield Wedn. — Scunthorpe — 2:0 Sunderland — Bristol Rov....... 3:1 Sheffield Wedn. 28 220 4 4 78:30 44 Fulham 29 18 4 7 67:47 40 Liverpool 28 18 2 8 60:41 38 Stoke City 29 16 4 9 54:41 36 Sheffield Unit. 27 14 5 8 53:30 33 Derby County .... 30 13 7 10 54:56 33 Cardiff City .... 27 15 2 10 49:41 32 Bristol City .... 28 13 4 11 58:48 30 Bristol Rovers 28 11 10 10 53:45 29 Charlton Athl. 28 12 5 11 61:61 29 Sunderland 29 12 4 13 48:55 28 S94....1 n4 Swansea Town 28 10 7 11 54:53 27 Brighton 29 9 9 11 50:67 27 Ipswich Town 29 11 4 14 42:49 26 Huddersfield .... 29 10 5 14 42:44 25 Middlesbrough 28 9 6 13 58:49 24 Barnley 28 9 5 14 41:57 23 Scunthorne 29 8 7 14 36:56 23 Grimsby Town 26 7 7 12 46:57 21 Leyton Orient .... 29 7 5 17 41:61 19 Lincoln City .... 29 7 4 18 43:71 18 Rotherham , 27 6 5 16 29:58 17 3. deild Bournemouth — Plymouth ........ 1:1 Bradford City — Accington ..... 0:0 Brentford — Newport C.......... 3:0 Burg — O- P R.................. 3:1 Colchester — Tramere........... 1:1 Hull City — Halifax Town....... 4:0 Mansfield — Notts County ...... 3:0 Reading — Stockport ........... 2:1 Southend — Rochdale ......... 3:1 Framh. á bls. 19 áður hitzt í æfingaleikjum í tví* sýnni keppni. Þá má nefna kvennaflokkinn, sem byrjaði að æfa körfuknatt- leik fyrir ári síðan og urðu þeg- ar á seinasta ári Reykjavíkur- meistarar. f kvöld mæta þær hörð ustu andstæðingum sínum, fs- landsmeisturunum úr f.R. Hafa þessir flokkar marga hildi háð og gengið ýmist. Til þess, að áhorfendur geti betur notið kvöldsins, verður leiktími nokkuð styttur og hléum fækkað. Hér kemur greinin um jap- önsku glímuna. Tímatafla kvöldsins. 5,15—8,45 Ármann — K.R. 3. fl. 8.45— 9 Japönsk glíma 9—9,30 Ármann — f.R. Kv.fl. 9,30—9,45 Japönsk glíma 9.45— 10,15 Ármann — K.F.R. Í.R. 2. fl. Á milli leikja í körfuknatt- leikskeppninni fer fram sýning á japönsku fjölbragðaglímunni Ju- do, sem nær nú stöðugt meiri vinsældum í heiminum og aðeins tímaspursmál hvenær hún verð- ur tekin upp sem keppnisgrein á Olympíuleikum. Nú þegar, fara fram Evrópumeistaramót og heimsmeistaramót í Judo. Má geta þess að á síðasta Evrópu- meistaramóti urðu Bretar Evrópu meistarar, en í keppni þessari tóku þátt tólf lönd og var þetta sveitakeppni. Heimsmeistaramót ið fór fram í Japan í vetur og var það einstaklingskeppni. Jap- anir áttu þrjá fyrstu menn en svo kom franskur glímumaður í fjórða sæti. Glímufélagið Ármann tók þessa glímu á stefnuskrá sína um ára- mót 1956—7, og hafa nokkrir ungir menn iðkað hana óslitið síðan og líður vonandi ekki á löngu að hægt verði að koma upp keppnishæfu liði hér, sem hægt verður að tefla fram á móti er- lendum félögum. Ekki eru síðri efniviðir hér og má benda á að hæpið er að í nokkurri annari íþrótt geri góð þjálfun í íslenzkri glímu jafn mikið gagn, því að svo skyldar eru þessar glímur, þótt Judo að vísu taki yfir mörgum sinnum stærra svið hvað snertir fjölbreytni í brögðum en íslenzka glíman. Einnig verður sýnd Jiu Jitsu, japönsk sjálfsvarnar og bardaga íþrótt. En margir halda að það sé sama og Judo, og hafa kvik- myndir sem hér hafa verið sýnd- ar, gert sitt til þess að auka á þann misskilning. En hér er á mikill munur, sem koma mun í Ijós á sýningunni. Jiu Jitsu er ekki kennd hér nema sem sjálfs- vörn og er þá að mestu leyti um •að ræða brögð til að losa sig úr sjálfsvörn og er þá að mestu úr tökum sem árásarmað- ur kann að hafa náð, eða að verj- ast höggum slagsmálamanna, t.d. eru leysitök á sundi sams konar vörn og oft er beitt í Jiu Jitsu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.