Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 1
20 síður Krúsjeft v\II utanríkisráð- herrafund 11. maí Viðurkennir lagalegan rétt Vesturveld- anna til hersetu i V.-Berlin Moskvu, 19. marz (Reuter) KRÚSJEFF, forsætisráðherra Sovétríkjanna, féllst í dag á tillögu Vesturveldanna um að utanríkisráðherrafundur stór- veldanna yrði haldinn 11. maí nk. Hann lýsti þessu yfir á blaðamannafundi í Kreml, þar sem um 500 blaðamenn voru saman komnir. — Stóð fundurinn í 2 klukkustundir. Krúsjeff viðurkenndi það, að Vesturveldin hefðu laga- legan rétt til hersetu í Vestur- Berlín, en sagði að 14 ár væru liðin frá því að Þýzkaland var sigrað og því væri kom- inn tími til að gera friðar- samninga við Þjóðverja og ljúka hersetunni. Þá lýsti Krúsjeff því yfir, að Rússar hefðu ekki í hyggju að gera neinar breytingar h. 27. maí nk. á stjórnarháttum Austur-Þýzkalands, ef Vest- urveldin sýndu fyrir þann tíma að þau vildu semja um Þýzkalandsmálin. Annað mál væri, ef þau höfnuðu samn- ingum — þá myndu Rússar standa við fyrri hótanir sínar um að gera sérfriðarsamning við Austur-Þjóðverja og af- henda austur-þýzku stjórn- inni ábyrgð og eftirlit á um- ferð og flutningum til Vestur- Berlínar. Blaðamenn segja, að Krús- jeff hafi verið í óvenju góðu skapi og virtist þeim á fram- komu hans, að hann vildi nú draga úr spennunni, sem fyrri yfirlýsingar hans og hótanir í Berlínar-deilunni hafa vald- ið. — Blaðamannafundurinn hófst með því að Krúsjeff las upp 1200 orða yfirlýsingu varðandi Þýzka- landsmálin. í henni sagði m. a.: Það er ætlun Sovétstjórnarinn- ar, að binda endi á eftirstríðs- ástandið í Þýzkalandi og stuðla þannig að því að stöðva kalda stríðið. Örðugt að hýsa Krúsjeff KAUPMANNAHÖFN, 19. marz. — (Frá Páli Jónssyni) Leiðinlegt vandamál hefur komið upp í sam- handi við fyrithugaða heimsókn Krúsjeffs forsætisráðherra Rússa til Danmcrkur í ágúst nk. Það er hvergi hægt að hýsa Krúsjeff og miklan urmul öryggislögreglu- manna, sem að venju fylgja hon- um. Strax og Krúsjeff hafði tekið heimboðinu sótti danska stjórnin um hótelpláss fyrir hann í Hótel d’Angleterre, en hótelsstjórnin svaraði að því miður væri allt hótelpláss upppantað fyrir allt næsta sumar. Önnur stórhótel í Kaupmannahöfn telja sig ekki geta hýst Krúsjeff vegna þess hve fylgdarlið hans er mikið og hve truflandi áhrií vist hans hefur fyrir aðra hótelgesti. Sú hugmynd hefur því komið fram að biðja Krúsjeff um að búa í rússneska sendiráðinu, en dönsk stjórnarvöld telja slíkt þó óhæft. Það yrði talið dónalegt, þar sem Krúsjeff er gestur dönsku stjórnarinnar. Einnig er óhugsandi að láta Krúsjeff búa í konunglegri höll, þar sem hann er ekki gestur kon- ungsins. Verða málalok líklega þau, að danska stjórnin leigi heppilega villu. Lögreglan í Kaupmannahöfn mun hafa mikinn viðbúnað til að tryggja öryggi hins rússneska for sætisráðherra, en fjöldi rúss- neskra öryggisvarða mun þó létta störf hennar nokkuð. Lögreglan hefur einkum áhyggjur af því að mikill fjöldi ungverskra flótta- manna sem í Danmörku búa vilji ná sér niður á kúgara þjóðar sinnar. . Það er skoðun Sovétstjórnar- innar, að friðarsamningur við Þýzkaland og brottflutningur er- lends herliðs frá þýzkri grund sé í þágu þýzku þjóðarinnar og til að styrkja frið og öryggi í heim- inum. Tillögur Sovétstjórnarinnar njóta aukins fylgis meðal stjórn- málamanna á Vesturlöndum, ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í Bandaríkjunum. Því til sönnunar benti Krúsjeff á það, að Mac- millan hefði fallizt á það í Moskvuför sinni, að viðræður Framh. á bls. 19 Crivas hylltur GRIVAS höfuðsmaður sneri fyr- ir nokkrum dögum heim tfl Aþenu eftir að hafa stjórnaS skæruliðum á Kýpur í baráttunnl gegn Bretum. Honum var fagn- að sem þjóðhetju. Grivas sagði 4 blaðamannafundi, að hann væri í rauninni mikill aðdáandi og vinur Breta, en síðustu árin á Kýpur hefðu gert hann beizkan í garð þeirra. Myndimar sem hér fylgja voru teknar við komn Grivasar til Aþenu. Stærri mynd- in sýnir han ganga fram hjá heið ursverði úr griska hernum. Litla myndin sýnir andlitið sem Bret- ar hafa leitað að dyrum og dyngjum á Kýpur, en aldrei fundið. Rússnesku k|arnsprengingarinar s.l. haust stórauka geislavirknina K jarnorkusprenging utan við gufuhvolf Virðist sem Rússar hafi engar rdðstafanir gert til að draga úr myndun geisla- virk'ra efna. Washington, 19. marz. BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í dag, að í september sl. hefði hún látið sprengja þrjár litlar kjarnorkusprengjur í tilrauna- skyni í mikilli hæð fyrir utan gufuhvolf jarðar. Sprengjunum var skotið upp með eldflaugum af skipi á sunnanverðu Atlants- hafi. Tilgangurinn með tilraun þess- ari var tvíþættur: í fyrsta lagi að reyna þýðing- armiklar vísindakenningar um segulsvið jarðar. í öðru lagi að gera rannsóknir á háloftunum, sem hafa hernað- arlega þýðingu. Mikilvægar upplýsingar feng- ust varðandi segulsvið jarðar og eru þær til uppfyllingar á upp- lýsingum sem fengizt hafa um þetta efni frá mælitækjum í gervitunglinu Könnuði. Tekið er fram að tilraunir þess ar hafi farið fram áður en Bandaríkin ákváðu að hætta kjarnorkusprengingum þann 1. október sl. Jafnframt er tekið fram að umræddar sprengingar hafi enga hættu haft í för með sér fyrir líf á jörðinni, þar sem þær voru framkvæmdar fyrir ut- an gufuhvolf jarðar. ÞAÐ er nú komið í ljós, að kjarnorkusprengingar, sem Rússar framkvæmdu í N- íshafinu sl. haust munu auka geislamagn í andrúms- loftinu meira en nokkrar aðrar kjarnorkusprengjutil- raunir, sem gerðar hafa ver- ið. Sprengingar þessar hafa m. a. stórlega aukið stronti- um-magn í loftinu og' mun það falla til jarðar á bessu ári. Bandaríski vísindamaður- inn Willard F. Libby skýrði nýlega frá þessu á kjarn- orkuráðstefnu, sem haldin var í borginni Seattle á vest- urströnd Bandaríkjanna. Það er almennt kunnugt, að kjarnorkusprengjur geta verið misjafnlega „óhreinar", sem kall- að er, þ. e. þær framleiða mis- jafnlega mikið af geislavirkum efnum. Til dæmis er vitað að fremur lítið myndast af geisla- virkum efnum við vetnisspreng- ingar, en mikið við úraníum- sprengingar. Fremur lítið mynd- ast af geislavirkum efnum við sprengingar í háloftunum, en margfalt meira við sprengingar nálægt yfirborði jarðar. Þá er einnig hægt að takmarka út- breiðslu geislavirkra efna með því að sprengja djúpt í jörðu og hægt er að gera fjölda tæknilegra tilfæringa til að hindra myndun Frh. á bls. 2. ★-------------★ Föstudagur 20. marz. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Vöntun á hugmyndafræði stend ur Framsóknarflokknum fyrir þrifum — segir varamaður i miðstjórn hans. — 6: Kommúnistar tapa enn fylgi I Frakklandi. — 8: Fávitaheimilið að Skálatúni. — 9: Síða S.U.S. — 10: JForystugreinin: — Aukin sam- vinna héraðanna. Um sjóhæfni skipa. (Utan ér heimi). — 11: Eign skapar ábyrgð og eðlilegt hlutdeild í samfélaginu. (Ræða Birgis Kjaran á landsfundi). — 18: íþróttafréttir. ★---------------------------★ > f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.