Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 20. marz 1959 ÓbragB afmjólkinni fylgir hækkandi sól Stutt samtal við Þórhall Halldórsson um þetta mikla vandamál VerBlaun fyrir psanóleik ÓBRAGÐHE) sem er að mjólkinni im þessar mundir, og tók að gera vart við sig fyrir nokkrum dög- um, er fyrirbæri í mjólkinni sjálfri sem fylgir hækkandi sól lengri og meiri dagsbirtu. í gær- dag átti Mbl. samtai við Þórhall Halldórsson mjólkuriðnaðarfræð- ing, sem hefur m. a. það starf með höndum hjá borgarlækni að fylgj- ast með mjólkinni sem á Reykja- víkurmarkað kemur. Þórhallur sagði að þessa sama óbragðs í mjólkinni hafi orðið vart um líkt leyti í fyrra. Hér væri um að ræða bragðgaila en ekki neina skemmd í mjólkinni. Talið er að fóður kúnna þá eink- um seinnipart vetrar hafi áhrif á fitu mjólkurinnar. Verður hún mjög næm fyrir vissum efnabreytingum. Snerting við járn og kopar flýtir fyrir þessum breytingum, en úrslitaáhrif hefur birtan. Þórhallur kvað óbragðs þessa ekki verða vart, svo vitað væri í mjólk sem seld er í lausu máli af brúsum. En sá sölumáti mjólkur er sem kunnugt er mjög óæskilegur frá hollustusjónar- miði. Þórhallur Halldórsson kvað ýmislegt koma til greina, til að sporna við óbragðinu í mjólkinni. Nefndi hann t. d. að mjólkursam- lögin heíðu strangara eftirlit með ásigkomulagi mjólkurbrús- anna en nú er og athuguðu eigin vélakost, til að útiloka mjólkina frá járn- og kopar- snertingu. Höfuðatriðið er þó að útiloka hin skaðlegu áhrif birt- unnar á mjólkina. Kemur þá til greina sagði Þórhallur, að Mjólk- ursamsalan hagi flutningi og geymslu flöskumjólkurinnar í samræmi við þessar staðreyndir. Ennfremur mun rétt að benda kaupendum á að í þeirra höndum geti flöskumjólkin spillst veru- lega. Ættu húsmæður t. d. að hafa það í huga að 10 mín. í sólskini nægi til þess að óbragð komi af mjólkinni. Flöskumjólk ætti ein- göngu að geyma á köldum stað og dimmum. — Hvaða ráðstafanir þarf Sam salan að gera í þessu máli? Æskilegast væri að af þessum orsökum og öðrum að neyzlu- mjólk bæjarbúa verði seld í pappaumbúðum, eða lituðum gler flöskum og helzt jöfnuð (homo- geniseruð) Pappaumbúðir eru það æskilegasta enda mun Sam- salan hafa hug á að gera hér til- raunir með pappaumbúðir og sótt um nauðsynleg leyfi í því skyni en ekki fengið þau. Litaðar mjólk urflöskur hafa líka verið reyndar erlendis, en hafa ýmsa ókosti. Sameiginlegt er það með pappa- og lituðu flöskunum að þær hleypa engri birtu í gegnum sig. Einn af kostum jafnaðrar mjólk- ur er sá, að fitan í mjólkinni er stöðugt jafndreifð og því sest ekki neinn .jómi ofan á hana. Ekki er þó ráðlegt að setja jafnaða mjólk í venjulegar mjólkurflöskur, sök- Dagskrá Alþingis I DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar eru þrjú mál. 1. Bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkLssjóði 1959, frv. — Frh. 1. umræðu. 2. Firmu- eg prókúruumboð, frv. — 1. umræða. 3. Veitingasala o. fl., frv. — 1. umræða. Eitt mál er á dagskrá neðri deildar. Veiting ríkisborgararéttar, frv. — 2. umræða. um þess að mjólkin er þá næmari fyrir áhrifum birtunnar. Það verð ur því að fara saman jöfnun mjólkurinnar og annað hvort pappaumbúðir eða litaðar mjólk- urflöskur. Enn má nefna þann kost jafnaðrar mjólkur að hún þolir að skaðlausu lítið eitt hærri gerilsneyðingarhita. En það hefur í för með sér að hinar skaðlegu efnabreytingar í fitu mjólkurinn- ar verða minni en ella. Þórhallur kvað Samsöluna gera sér ljóst að hér væri mikið vanda- mál á ferðinni og hefði hún gert ýmsar ráðstafanir til úrbóta, til að draga megi úr áhrifum birt- unar á mjólkina. Til dæmis hefði verið sett sólskyggni yfir afgreiðslupallinn sem mjólk- urkassarnir eru látnir út á þegar mjólkin er flutt út um bæinn, þá hefur verið reynt að byrgja mjólk urbílana sem bezt svo ekki komist birta að flöskunum meðan á flutn ingi þeirra stendur. En fleira þarf að gera, auk þess sem hér hefur verið rætt um, m. a. í mjólkurbúðunum sjálfum. Mun borgarlæknisembættið reyna eftir mætti að tryggja að mjólkin sæu jafnan sem beztri meðferð. sagði Þórhallur Halldórsson að lokum. BLÖÐ í St. Pouls, höfuðborg Minnesotafylkis, greina frá glæsi legri frammistöðu ungs Reykvík- ings, sem stundar nám við tón- listardeild Hamline-háskólans þar í borg. Er hér um að ræða Þorkel Sigurbjörnsson, en hann er sonur prófessors Sigurbjörns Einarssonar. Þess er getið að Þorkell hafi hlotið, fyrir frábær- an píanóleik sinn, svonefnd Schu- mann-verðlaun. Sé það í annað skiptið í röð, sem þau falli hon- um í skaut. Hafi úrslitakeppnin um verðlaunin staðið milli þriggja nemenda við tónlistar- deildina. Lék Þorkell „Humor- esque“ Schumanns og „Humores- que“ op. 20“ og tilbrigði við Par- titu eftir Bach. Er þess getið að Schumanns-verðlaunin hafi aldr- ei áður verið unnin af erlendum stúdent við háskólann. Þá er þess getið að Þorkell hafi farið sem undirleikari með kór Hamline-háskólans, sem er 50 radda kór og fór í söngför um fylkið. Hafi kórinn þá m. a. sungið verk eftir Þorkel sjálfan og sé það í fyrsta skipti, sem kór- inn flytji verk eftir nemanda við háskólann. Er farið viðurkenningarorðum um Þorkel og hann talinn sérlega efnilegur tónlistarmaður, hvort tveggja í senn, tónskáld og píanóleikari. — Sprengingar Frh. af bls. 1. og útbreiðslu geislavirkra efna. Hinn 31. marz 1958 tilkynnti Sovétstjórnin, að hún hefði ákveðið einhliða að hætta öll- um kjarnorkusprengjutilraunum, vegna þess, hve geislun frá þeim væri skaðleg heilsu manna um heim allan. Þrátt fyrir þetta framkvæmdu Rússar á tímabil- inu 30. september til 25. október sl. einhverjar víðtækustu kjarn- orkusprengjutilraunir, sem gerð- ar hafa verið. Þeir sprengdu á þessu tímabili að minnsta kosti 14 kjarnorkusprengjur og hefur það nú komið í ljós, að þeir hafa ekki skeytt sem skyldi um að gera sjálfsagðar varúðarráðstaf- anir til að draga úr myndun og útbreiðslu geislavirkra efna. Hef- ur geislavirkni háloftanna aukizt stórlega, svo að vísindamenn hafa áhyggjur af því, hvaða áhrif þetta getur haft á heilbrigði manna. Hættulegasta efnið, sem mynd- ast við kjarnorkuspdengingar er hið svonefnda Strontium-90. Það er hættulegt fyrir það, að það heldur geislavirkni lengi í sér. Efnið hefur marga sömu eigin- leika og kalk og ef það kemst í fæðu manna, vill það setjast í beinin og getur geislavirkni efn- isins þá haft alvarlegar afleiðing- ar í för með sér. Prófessor Libby sagði í erindi sínu, að ekki væri öll sagan með þessu sögð. Það hefur verið ályktað af mælingum við kjarn- sprengingar Bandaríkjamanna á Kyrrahafi, að sex ár líði frá sprengingum þar til geislavirk efni fari að falla úr háloftunum. En kjarnsprengjutilraunir Rússa voru framkvæmdar á norðurslóð- um, þar sem miðflóttaaflið af snúningi jarðar er ekki eins mik- ið og nálægt miðjarðarbaug. — Þetta þýðir, að hin geislavirku efni frá kjarnorkusprengingum Rússa fara að falla strax eftir eitt ár. Þetta skapar enn aukna hættu, því að geislavirkni efnis- ins er þeim mun meiri sem skemmra hefur liðið frá spreng- ingunni, sem það myndast við. Mega menn því búast við því, að strontium-innihald fæðunnar á norðurhveli jarðar aukist veru- lega á þessu árL svo að þörf sé að gera sérstakar ráðstafanir til að verjast því. aðstæður á barna- vandamál til meðferðar á fundt sínum hinn 11. marz sl. og sam- þykkt, að athuga í samráði við fræðslustjóra og barnaverndar- nefnd, hve brýn þörf væri á dag- og tómstundaheimili fyrir 6 ára börn og eldri. Myndi Sumargjöf óska þess að forstöðukonur Sum- argjafar athuguðu, hvernig þau börn væru á vegi stödd, sem nú væru í þann veginn að hætta á barnaheimilunum. Þess væri að vænta að þessir aðilar í sameiningu kæmu með tillögur um lausn þessa máls, eu hins vegar væri að svo komnu máli ekki hægt að segja um hvort slík starfsemi yrði á vegum Sum argjafar eða annarra aðila. Páll S. Pálsson skýrði frá þvl að lokum, að hann hefði fyrr um daginn skýrt borgarstjóra frá þvi hvernig þessi mál stæðu og vildi hann nú f.h. fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn bera fram svohljóðandi dagskrártillögu við tillögu Valborgar Bentsdóttur: „Með hliðsjón af því, að Barna vinafélagið Sumargjöf hefur tek ið þetta mál til athugunar, vænt- anlega í samráði við fræðslu- stjóra og barnaverndarnefnd, sér bæjarstjórnin ekki ástæðu til á- lyktunar um málið að svo stöddu og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá“. Dagskrártillaga Páls S. Páls- sonar var samþykkt með 10 at- kvæðum gegn 3. Heimild um greiðslur úr ríkissjóði verði framlengt til I. maí FUNDUR var haldinn í Efri deild kl. 3 síðdegis í gær. Á dag- skrá var tekið frv. til laga um framlengingu á gildi laga um bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkis sjóði á árinu 1959 frá meirihluta fjárhagsnefndar. Er efni fr i j- varpsins á þá leið, að nefnd heimild skuli gilda til 1. maí 1959. Framsögumaður fjárhagsnefnd ar Bernharð Stefánsson tók fyrst ur til máls. Kvað hann frumvarp þetta flutt af meiri hluta fjár- hagsnefndar deildarinnar sam- kvæmt beiðni fj ármálaráðherra. Einn nefndarmanna hefði ekki verið viðstaddur er málið var afgreitt í nefndinni og annar nefndarmanna hefði ekki verið reiðubúinn til að taka afstöðu til þess. Bernharð Stefánsson kvaðst reiðubúinn til að taka afstöðu til þess. Bernharð Stefánsson kvaðst mundu mega vænta þess, að ekki þyrfti að afgreiða fleiri greiðslu heimildir á þessu þingi, en þetta yrði í þriðja sinn sem heimildin yrði afgreidd. Hefði verið æski- legt, að fjármálaráðherra hefði verið viðstaddur til að veita upp- lýsingar um, hvað liði afgreiðslu fjárlaga. Björn Jónsson talaði næstur. Kvaðst hann ekki greiða at- kvæði á móti þessu máli, en hins vegar vilja óska þess við for- seta deildarinnar, að hann frest- aði málinu og kæmi þeim tilmæl- um á framfæri við fjármálaráð- herra, að hann kæmi á fund deild arinnar og skýrði frá því, hvern ig stæði á þessum óhæfilega drætti á afgreiðslu fjárlaga. Eggert G. Þorsteinsson skýrði frá því, að hann hefði átt sam- tal við fjármálaráðherra og væri hann fús að mæta á fundum deild arinnar, er framhaldsumræður færu fram um málið. Forseti deildarinnar kvaðst fyr ir sitt leyti telja óþarft að fresta þessarri umræðu, þó kvaðst hann vilja verða við óskum þingdeild- armanna um þetta atriði. Málið yrði tekið á dagskrá á morgun og rætt, hvort sem fjármálaráð- herra yrði við eða ekki. Bað deildarforseti Eggert G. Þorsteins son að tilkynna fjármálaráð- herra þetta. Fleira var ekki gert og fundi slitið. Sumargjöf athugar barna, sem hætta heimilum Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær kom til umræðu svohljóð- andi tillaga frá Valborgu Bents- dóttur, er sat fund í forföllum Þórðar Björnssonar, bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins: „Bæjarstjórn beinir því til bæj- arráðs, að það, í samráði við fræðslustjóra, athugi möguleika á því að koma á fót, svo fljótt sem auðið yrði, dag- og tómstunda- heimili fyrir börn, sex ára og eldri, sem ekki hafa samastað til náms og leikja, meðan foreldrar þeirra stunda vinnu“. Fylgdi flutningsmaður tillög- unni úr hlaði með nokkrum orð- um, og drap á að Bamavinafélag- ið Sumargjöf ræki barnaheimili fyrir börn á aldrinum 2—5 ára, en víða sköpuðust erfiðleikar er börnin næðu þeim aldri, að þau fengju ekki lengur inngöngu á barnaheimili, en ættu ekki vís- an samastað á heimili, þar sem foreldrar ynnu bæði úti. Páll S. Pálsson, formaður Barna vinafélagsins Sumargjafar, tók næstur til máls. Kvaðst hann í tilefni þessarar tillögu vilja skýra nokkuð frá starfsemi Sumargjaf- ar. Barnavinafélagið Sumargjöf hefðu frá upphafi einbeitt starf- semi sinni að börnum frá 2—5 ára, þ.e. upp að 6 ára aldri. Hefði Sumargjöf reynt eins og auðið hefði verið að fullnægja allra brýnustu þörfum í þessum efn- um og kvaðst ræðumaður vilja nota þetta tækifæri til að þakka bæjarstjórninni þann skilning, sem hún hefði sýnt þessu máli, með auknu framlagi til barna- heimila. Þá skýrði Páll S. Pálsson frá því, að nýlega hefði verið aukið við dagheimilið í Laufásborg, stækkaður leikskólinn í Grænu- borg og set upp nýtt barnaheim- ili, Austurborg, en erfiðasta vandamálið í sambandi við rekst- ur barnaheimilana væri húsnæð- isleysi. Nú væri á vegum Sumar- gjafar verið að reisa hús við Forn haga og ef allt gengi vel, gæti starfsemi í því húsi hafizt næsta haust. Þetta barnaheimili við Fornhaga ætti að taka við af Tjarnarborg, er yrði að rýma af þeirri lóð, sem húsið stendur á. Kvaðst ræðumaður vilja koma því á framfæri, að það yrði Sum argjöf kærkomið, ef Tjarnar- borg yrði ekki rýmt af lóðinni, fyrr en brýna nauðsyn bæri til. Ræðumaður kvað það rétt, sem fiutningsmaður tillögunnar hefði talað um, að mörg 6 ára böm mundi vanta varanlegan sama- stað. Hefði Sumargjöf haft þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.