Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. marz 1959 M O R c r M n ¥ 4 Ð I Ð 9 FRa S. U. S. RITSTJÖRAR: HÖRÐUR EINARSSON OG STYRMIR GUNNARSSON „vinstri flokkunum", að landinu yrði ekki stjórnað svo vel færi, með Sjálfstæðismönnum. Nú væri hins vegar komið annað hljóð í strokkinn, nú gerðu allir sér ljóst, að landinu verður ekki stjórnað án stuðnings Sjálfstæð- isflokksins. Geir sagði, að einn væri sá félagi í samtökum ungra Sjálfstæðismanna, 25 ára gamall, sem mest og bezt hefði unnið að framgangi hugsjóna ungra Sjálf- stæðismanna. Sá félagi væri heið- ursfélagi Heimdallar, æskumað- urinn Ólafur Thors, sem í 25 ár hefur gegnt formennsku Sjálf- stæðisflokksins. Var Ólafur Thors hylltur með kröftugum húrra- hrópum. Það var einróma álit allra þeirra ungu Sjálfstæðismanna, sem landsfundinn sátu, að hann hefði orðið til þess að efla mjög samhúg og einingu flokksmanna og orðið þeim hvatning til þess að heyja baráttuna fyrir fram- gangi flokksins og heill þjóðar- innar af auknum krafti, djörf- ung og dug. Unglr Sjálfstœðis- menn ! Sendið síðunni grein- ar um áhugamál ykkar og hugrarefni. Sendið síðunni fréttir frá félugunum. Ungir Sjálfstæðismenn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson). Ungir Sjálfstæðismenn fjöl- menntu á landsfundinn MIKILL fjöldi ungra Sjálftæð- ismanna hvaðanæva af landinu sat 13. landsfund Sjálfstæðis- flokksins, sem nýlega er lokið. Ríkti meðal þeirra mikil bjart- sýni um gengi flokksins í kom- andi kosningum og framgang kjördæmamálsins. Varð ljóst af ummælum fulltrúa utan af landi, að íbúar strjálbýlisins gera sér fulla grein fyrir nauðsyn um- bóta á kjördæmaskipan landsins. Ennfremur kom skýrt fram, hversu starfsemi ungra Sjálf- stæðismanna út um land stend- ur með miklum blóma. Fundir ungra Sjálfstæðismanna Síðastl. föstudag komu full- trúar ungra Sjálfstæðismanna á landsfundinum saman til fundar. Geir Hallgrímsson, formaður SUS, setti fundinn og flutti stutta ræðu. Hann ræddi starf SUS í sambandi við kosningarnar í vor og skipulagsmál samtakanna. Lét Geir í Ijós ánægju sína yfir því, hve margt væri ungra Sjálfstæð- ismanna á landsfundinum. Síðan tóku til máls nokkrir fulltrúanna utan af landi, Sig- mundur Magnússon, formaður fjórðungssambands ungra Sjálf- stæðismanna á Norðurlandi, flutti stutta ræðu. Hann lýsti ánægju sinni yfir að gefast tækifæri til þess að hitta svo marga sam- herja sína og gerði síðan stutt- lega grein fyrir ástandi og horf- um á Norðurlandi. Kári Jónsson frá Sauðárkróki ræddi nokkuð kjördæmamálið og sagðist telja það hafa verið spor í rétta átt, er Skagafjarðarsýsla var gerð að tvímenningskjördæmi með hlut- fallskosningum og kvaðst vera sannfærður um, að með tilliti til þeirra reynslu, sem fengizt hefði af hlutfallskosningu, þá mundi hin nýja kjördæmaskipan verði landsmönnum til heilla. Aðrir, sem til máls tóku, voru þeir Stefán Friðbjarnarson frá Siglu- firði, Jón ísberg, Blönduósi, Guð- finnur Magnússon frá ísafirði, Halldór Jónsson, Stykkishólmi og Eyvindur Ásmundsson, Borg- arnesi. Að lokum tók Geir Hallgríms- son aftur til máls, þakkaði ræðu- mönnum ágætar ræður og sleit síðan fundi. Á sunnudag var enn kvatt til sameiginlegs fundar hinna yngri fulltrúa og var hann með líku sniði og sá fyrri. Til máls tóku einkum fulltrúarnir utan af landi. Fulltrúar af Austurlandi sögðu, að það væri þeim alveg sérstök ánægja að koma til þessa fundar, þeir byggju heima fyrir við al- gert ofríki Framsóknar, sem ill- þolanlegt væri til lengdar. Enn- fremur fluttu stuttar ræður full- trúar úr Vestmannaeyjum, Ar- nes- og Rangárvallasýslum, Dala- sýslum, Kjós o. fl. Var fundur þessi í alla staði hinn ánægjuleg- asti og var mikill hugur í fundar- mönnúm að vinna sem ötullegast að glæsilegum sigri Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum. Ólafur Thors hylltur í lok landsfundarins flutti Geir Hallgrímsson, formaður SUS, af- burða snjalla ræðu. Hann benti á, að fyrir síðustu kosningar hefði það verið viðkvæðið hjá Kynningarkvöld SUS SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld gekkst Samband ungra Sjálf- stæðismanna fyrir kynningar- kvöldi með ungum Sjálfstæðis- mönnum utan af landi, sem staddir eru í Reykjavík, annað hvort um stundarsakir eða um lengri tíma. Geir Hallgrímsson, formaður SUS, setti samkomuna. Kvað hann tilganginn með þessu kynn- ingarkvöldi vera þann að efla kynni ungra Sjálfstæðismanna, sem hér eru staddir. SUS hefði áður gengizt fyrir slíkum kynn- ingarkvöldum, en þau hefðu ver- ið með nokkuð mismunandi sniði. Hefði sá háttur, er nú væri hafð- ur á, fyrst verið viðhafður vet- urinn 1957. Því næst flutti Sigurður Bjarnason, alþingismaður, stutta en ágæta ræðu um stjórnmála- viðhorfið. Drap hann fyrst nokk- uð á feril vinstri stjórnarinnar og ástæðurnar til þess, að hún hefði hrökklazt frá völdum. Síð- an ræddi hann störf núverandi ríkisstjórnar og þá fyrst og fremst efnahagsráðstafanir henn- ar. Þá ræddi hann nokkuð um kjördæmamálið og hvernig horfði um framgang þeirra tillagna, sem lagðar yrðu fyrir Alþingi. Var ræðu Sigurðar Bjarnason- ar mjög vel tekið, en að henni lokinni var sameiginleg kaffi- drykkja. Ævar R. Kvaran, leikari, las kafla úr Bréfi til Láru. Skemmtu menn sér vel undir lestrinum. Loks var sýnd stutt kvikmynd. Geir Hallgrímsson, formaður S. U. S., þakkar Olafi Thors 25 ára gifturíka forystu. Stjórnmálanámskeið í Hafnarfirbi Nýlega er hafið stjórnmálanámskeið á vegnm Stefnis, FUS í Hafnarfirði. Er ætlunin, að haldnir verði 6—8 fundir um landsmál og bæjarmál auk mælskuæfinga. Nú þegar hafa verið haldnir tveir fundir. Á hinum fyrri flutti Birgir Kjaran, hagfræðingur, erindi um sjálfstæðisstefnuna, en hinum siðari talaði Magnús Jónsson, alþingismaður, um ræðumennsku. Þátttaka hefur verið góð, og ríkir mikill áhuga meðal ungra Sjálfstæðismanna í Hafnaxfirði á námskeiðinu. Stjorn- endur þess eru Árni G. Finnsson, formaður Stefnis og Guðmundur TT. Garðarsson, viðskipta- fræðingur. — (Ljósm. Sveinn Guðbjarlsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.