Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 6
e MORCUyRT 4 fílfí Föstudagur 20. marz 1959 Kommúnistar halda áfram að tapa fylgi í Frakklandi SÍÐASTLIÐNAR tvser helgar hafa staðið yfir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í Frakk- landi. Fyrra sunudaginn, þann 8. marz var kosið í París og 12 öðr- um stærstu borgum Frakklands, sem hafa yfir 120 þúsund íbúa. Síðastliðinn sunnudag þann 15. marz var svo kosið í öðrum borgum og sveitahéruðum Frakk- lands. Næsta sunnudag verður enn þriðja lota í þessum kosn- ingum. Á þá að endurkjósa í flest um síðarnefndu bæjum og sveita- héruðum eftir sérstökum regl- um. Síðustu bæjar- og sveitarstjórn arkosningar í Frakklandi fóru fram í apríl 1953. Þá giltu þær reglur, að listakosningar með hlutfallsútreikningi skyldu fara fram í öllum borgum og bæjum með yfir 9000 íbúa. En nýlega var lögum þessum breytt, þannig að hlutfallskosningar eru aðeins í borgum með yfir 120 þúsund íbúa. Það eru auk Parísar eftir- taldar borgir: Marseille, Tou- louse, Lyon, Bordeaux, Nissa, Nantes, Strassborg, Lille, St. Eitenne, Toulon, Le Havre og Nancy. I þeim þarf ekki að end- urkjósa. 1 öllum öðrum bæjum og hér- uðum giltu nú þær reglur að kosningar skyldu vera persónu- legar. Hver sá frambjóðandi, sem fengi yfir 50% atkvæða í fyrri lotu skyldi þar með talinn rétt- kj.örinn. En um öll þau bæjar- stjórnarsæti sem enn væru ófyllt eftir fyrstu lotuna skyldi kjósa að nýju og myndu þá fleiri flokk- ar sameinast um frambjóðendur. Þessar nýju reglur eru í samræmi við þær aðferðir sem teknar voru upp í síðustu þingkosningum í nóvember sl. og stefna að því að fækka hinum mikla flokkagrúa í landinu. ★' ÞÓTT síðasta lotan í kosningum þessum sé þannig eftir, hafa kosningar farið fram í öllu Frakk landi síðustu tvo sunnudaga og hefur úrslitum þeirra verið veitt athygli. Menn kíkja á þau eins og loftvog, sem geti gefið upplýs- ingar um stjórnmálaástandið, skömmu eftir miklar og umdeild- ar aðgerðir í stjórnmálum og efnahagsmálum Frakklands. Venjulega er þó aðeins hægt að draga takmarkaðar ályktanir af úrslitum sveitarstjórnarkosninga í Frakklandi, vegna þess að oft ráða allt önnur sjónarmið þar en við venjulegar þingkosningar, — hreppapólitíkin, vandamál vissra héraða og persónuvinsældir borg arstjóra ráða þar oft fremur úr- slitum en þjóðmálin. Menn væntu þess þá, að kosn- ingarnar gætu sýnt þróunina í stórum dráttum, sérstaklega ef einhver einstakur flokkur yrði fyrir fylgishruni. Og þá biðu menn einkum eftir því hvaða áhrif hinar róttæku aðgerðir de Gaulles í efnahagsmálunum hefðu. En talið hefur verið að stefna de Gaulles um „sannleik og strangleika“ og læknisaðgerð- ir hans í efnahagsmálunum hefðu valdið sumum fylgismönnum hans sárum vonbrigðum, svo að Lýðveldisfylkingin, sá flokkur, sem einkum er talin málsvari hershöfðingjans, kynni að gjalda afhroð í kosningunum. ★ ÞAÐ var einn liðurinn í efna- hagsaðgerðunum, að lífskjör almennings voru skert og fólk hef ur orðið að herða að mittisólinni. Er álitið að yfirstandandi tími sé einmitt hættulegastur de Gaulle, vegna þess að fólk hefur þegar fundið byrðarnar af efnahags- málalöggjöfinni, en nokkur tími mun enn líða þar til jákvæður árangur fer að nást af aðgerð- unum í bættum framleiðsluhátt- um og aukinni framleiðslu. Þá óttuðust menn sérstaklega, að óvinsældir efnahagsmálaað- gerðanna myndu færa kommún- istum mikla fylgisaukningu, því að þeir einir hafa haldið uppi ákveðinni baráttu gegn de Gaulle og hafa óspart reynt að færa sér í nyt óánægju almenn- ings með verðhækkanirnar. Það er nú ljóst, að slíkur ótti var tilefnislaus. Lýðveldisfylk- ingin tapaði að vísu nokkru at- kvæðamagni frá siðustu þingkosn ingum, en fjarri því svo miklu, að hún riði til falls. Og kommún- istar hafa ekki unnið á, þvert á móti hafa þeir tapað um 10% af fylgi sínu frá síðustu þingkosn- ingum. Þó skiptir þar nokkuð í tvö horn um fylgi kommúnista í borgum og sveitum. Þeir unnu verulega á í sumum borgum, einkum þó í úthverfum Parísar. En ávinningur þeirra í borgun- um nægði ekki til að vega upp á móti tapi þeirra úti á lands- byggðinni. Úrslitin í stóru borgunum Eins og áður segir var kosið í París og 12 stórborgum öðr- um sunnudaginn 8. marz, og var það listakosning. Samanlögð úr- slit í þessum borgum sýndu, að kommúnistar höfðu þar unnið stórlega á síðan í þingkosningun- um í nóvember sl. Þeir fengu nú 648 þúsund atkvæði á móti 541 þúsund í nóvember, eða 19,5% aukningu. Jafnaðarmenn sem studdu de Gaulle til valda, en hafa nú rek- ið ábyrga stjórnarandstöðu fengu 291 þúsund atkv., sambanborið við 355 þúsund í nóvember og höfðu því tapað 18,2%. Hægri flokkurinn hlaut 403 þúsund at- kvæði, en hafði 646 þúsund í nóvember og hafði því tapað 37,6%. Lýðveldisfylkingin fékk 492 þúsund atkv. en hafði 628 þúsund í nóvember og tapaði því 21,5%. Kristilegi lýðræðisflokk- urinn hlaut nú 106 þúsund atkv. móti 98 þús. í nóvember og hafði aukið fylgi sitt um 8%. Á þessi fyrstu úrslit var litið sem ósigur fyrir Gaullista og tal- ið að aðgerðir hans í efnahags- málum ættu sök á þessu. Kom einmitt fram að ávinningur kommúnista hafði orðið mestur í úthverfum Parísarborgar meðal iðnverkamanna, en einmitt meðal þeirra hefur mest gætt óánægj- unnar með kaupbindingu og verð hækkanir. Þá er og talið að nokk- urt fylgi hafi farið frá jafnaðar- mönnum til kommúnista, vegna alvarlegs klofnings, sem kom fram í febrúar, þegar Vincent Auriol fyrrverandi Frakklands- forseti sagði sig úr jafnaðar- mannaflokknum. Heildarúrslit sýna fylgistap Kommúnista. Næsta sunnudag á eftir, þann 15. marz var svo kosið í öðrum héruðum Frakklands. Þar sem ■ ekki var um listakosningar að ræða í þeim, heldur persónuleg- ar, er örðugra að fá heildarmynd af úrslitum þeirra, því að í þeim blómstruðu smáflokkar, flokks- brot og óflokksbundnir menn. Þó gefa þær glögga mynd af fylgi kommúnistaflokksins um allt Frakkland, því að framboð komm únista voru öll samræmd og skipulögð frá æðri stöðum og ekki um það að ræða að fylgi þeirra lendi í neinum hrærigraut við aðra stjórnmálaflokka. Þegar úrslit þennan seinni kosningadag urðu kunn, kom það í ljós, að kommúnistaflokk- urinn hafði orðið fyrir fylgis- hruni úti á landsbyggðinni, sem meira en jafnaði upp fylgisaukn- ingu þeirra í borgunum. Heildarúrslitin í öllu Frakk- landi urðu þau að 20 milljónir manna neyttu atkvæðisréttar síns. Þar af fengu kommúnistar 3,2 milljónir atkvæða eða 16,3%. í þingkosningum í nóvember fengu þeir hins vegar 18,2% og hafa því tapað um 10% af fylgi sínu í Frakklandi á fjórum mán- uðum, síðan í nóvember. Það er örðugra að reikna fylg- isbreytingar hinna flokkanna, en lauslega hefur verið áætlað að Lýðveldisfylkingin hafi tapað milli 5% og 10% atkvæða, meðan að Kristilegi lýðræðisflokkurinn, sem einnig styður de Gaulle, mun hafa unnið langmest á, sennilega um 15%. Jafnaðar- menn munu einnig hafa unnið lítillega á, þegar litið er á heild- arúrslitin. N~ÍÐURSTAÐAN er því sú, að engar stórvægilegar breyting ar hafi orðið í fylgi stjórnmála- flokkanna í Frakklandi. Úrslit- in eru sem fyrr segir engin ugg- laus mælikvarði á viðhorf al- mennings til þjóðmálanna, en gætu þó haft nokkur áhrif á æðstu stjórn landsins, þar sem bæjar- og sveitarstjórnir kjósa fulltrúa til efri deildar franska þingsins. En þar verður þó eng- in veruleg breyting á, því að fylgismenn de Gaulles eru enn í öflugum meirihluta í bæjar- og sveitarstjórnum Frakklands og þar af leiðandi í hinni nýju efri deild franska þingsins. Og Pinay fjármálaráðherra hef ur lýst því yfir, að það sé ekki nema eðlilegt að gaullistar tapi nokkru fylgi. Enn sé aðeins kom- in fram hin beizka hlið læknis- aðgerðanna í efnahagsmálunum. Hagur stjórnarinnar muni vænk- ast þegar árangur aðgerðanna fari að koma í ljós í jafnvægi og traustara efnahagskerfi. Radiostjörnukíkirinn á Jodrell Bank ÞEGAR gervitunglunum hefur verið skotið út í geiminn hefur verið hlustað til þeirra með mik- illi nákvæmni — og fylgzt með ferð þeirra bæði umhverfis jörðu og lengra út í geim. Bandaríkja- menn hafa komið upp ótal hlust- unarstöðvum allt umhverfis jörðu til þess að fylgjast með sínum tunglum — og Rússar hafa að sjálfsogðu gert sínar ráðstafanir. Eitt mikilvægasta tækið á þessu sviði er radiostjörnukíkir- inn á Jodrell Bank í Englandi. Bandaríkjamenn hafa tekið upp nána samvinnu við Breta á þessu sviði og fá að njóta stjörnukíkis- ins sem þeirra eigin eign væri. Þessi mikli stjörnukíkir getur fundið hluti úti í geimnum sem ekki sjást með berum augum, sem sjást jafnvel ekki í risa- stjörnukíkinum á Mount Palom- ar í Bandaríkjunum. Af meðfylgjandi mynd sjáið þið hvílíkt bákn stjörnukíkirinn á Jordrell Bank er. Honum er skrifar daglega iífinu úr *. hægt að snúa til á alla vegu —• þ. e. a. s. þegar vindhæð ér ekki meiri en svo, að snúningurinn er hættulaus. Þvermál „sjónskálar“ radio stjörnukíkisins er 250 fet — og hún hangir í 180 feta háum stálturnum. Lestrarefni fyrir fróðleiks. fúsa krakka. VIÐ íslendingar hælum okkur af því, að við séum mesta bókaþjóð í veröldinni, og það ku vera hægt að sanna með því að reikna út hve margar bækur séu gefnar út á hvert mannsbarn í landinu. Það er því sennilega goðgá að draga í efa að við höfum úrval bóka við allra hæfi. Samt sem áður langar mig til að vekja at- hygli á þeirri staðreynd, að hér er bagalegur skortur á lestrar- efni fyrir fróðleiksfúsa krakka. Hvað eiga vel gefnir krakkar og unglingar að lesa, ef þá lang- ar til að fá nasasjón af skipan hluta í veröldinni? Þau geta varla fundið nokkra bók, sem veitir fræðslu um alheiminn, einföld- ustu atriði á sviði eðlis- og efna- fræði, náttúruvísinda o. s. frv., fyrr en þau eru farin að lesa erlend tungumál. Um aldaraðir hafa hver verið segnar sögur og kvæði og eru enn. Þar eigum við ómetanlegan fjársjóð. Að því eiga krakkarnir aðgang, þegar þau koma til vits og ára. Einnig er þeim séð fyrir nægu úrvali af þýddum sögum, lélegum sögum eð ágætum, og ævintýrum. Að slíku hafa þau nægan aðgang, ef áhuginn er fyrir hendi. E Hæfileikar fara forgörðum. N fróðlegt rit um lífið á jörð- inni og þau lögmál sem þar gilda, vantar alveg. Alls staðar í náttúrunni gerast regluleg ævin- týi, sem vel gefnir krakkar hafa gaman af að kynnast. Ofurlítill vísir að slíkri bók er Fjölfræði- bókin, sem kom út ekki alls fyr- ir löngu, og mér er sagt að krakk- arnir hafi tekið fegins hendi. Það er í rauninni hörmulegt til þess að vita að á þessum tímum, þeg- ar þekking og vísindaleg kunn- átta skipta svo miklu máli, skuli kvakkar ekki geta lesið sér v.il um undirstöðuatriði slíkra fræði greina. Hver getur sagt um það, hve mikið af hæfasta fólkinu til vísindalegs náms tapast, af því að áhugi þess vaknar ekki í tæka tíð. Unglingarnir fá ekki tæki- færi til að kynnast þessum fræði- greinum fyrr en þeir eru langt komnir í skóla. Vonandi skilur enginn orð mín svo, að mér finnist vanta kennslu bækur í þröngum fræðigreinum. Ég á hér við bækur, sem veita almenna og létta fræðslu um ýmiss konar vísindi, en eru um leið skemmtilegar. Mér er sagt að víða erlendis sé heilmikið úr- val af slíkum bókum. Geta nú ekki þeir, sem hafa þekkingu á slíkum málum, gefið sér tíma til að þýða eða skrifa slíkar bækur fyrir fróðleiksfúsa íslenzka krakka og unglinga. — Þetta er ekki eins ómerkilegt mál og það kann í fljótu bragði að virðast. Höfuðatriðið er að sjálf- sögðu að efnið sé ekki of þungt fyrir krakkana og að ekki slæð- ist inn í i.einar villur, sem gætu stafað af ókunnleika þýðandans fióðleiksfúsir og vel gefnir á fræðigreininni. Blíðskaparv eður á Húsavík HÚSAVÍK, 18. marz. — Undan- farna daga hefir verið hér blíð- skaparveður, og eru menn farnir að óttast, að góður fari að koma til í görðum, og er honum þá mjög hætt vegna vorhreta. í dag er hér glampandi sólskin, logn og blíða. Rauðmagaveiði er hér nokkuð góð og er byrjað að flytja rauð- magann til Reykjavíkur á bílum, t.d. fór bíll héðan með glænýjan rauðmaga um hádegi á sunnu- dag, svo að Reykvíkingar gætu > fengið rauðmagann í hádegismat inn á mánudag. Annars er megnið af rauðmaganum reykt. Greiðfært er nú héðan til Reykjavíkur á bílum, og fært er hingað frá Raufarhöfn um Tjör- nesveginn, sem lokið var við að gera á s.l. ári. Hefir Tjörnesveg- urinn verið fær í allan vetur að heita má, en nokkum sinnum hef- ir leiðin teppzt um stundarsakir vegna snjóa í þremur giljum. — Fréttaritari. Arshátíð Gagnfr.- skólans á ísafirði ísafirði. — Gagnfræðaskólinn hélt árshátíð sína dagana 12.—15. þ.m. Voru sýningar fyrir almenn ing í Alþýðuhúsinu, 5 sýningar alls. Voru undirtektir góðar, enda atriði fjölbreytt að vanda. Nemendurnir sáu eingöngu um skemmtiatriðin undir stjórn kennara sinna. Voru þessi helzt: Lúðrasveit lék, sýndur var gam- anþáttur, kórsöngur, einleikur á píanó, þjóðdansar, dægurlaga- söngur og leikfimisýning. Ágóða af þessari árshátíð svo og dans- æfingum innan skólans verja nemendur til þess að kosta skóla ferðalag það, sem brauðskráðir nemendur fara í á vori hverju. — G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.