Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 3
Fðstudagur 20. marz 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 Umsögn varamanns í miðstjórn Framsóknar: Vöntun á hugmyndafrœöi stendur flokknum fyrir þrifum Þjófnaður er eins og músanarf mið að við aðra galla hins ópersónu- lega reksturs Slíkur rekstur S.Í.S. hefur stórkostlega hindrað vöxt Framsóknarflokksins „ÞAÐ, sem ég einkum tel að hafi staðið .flokknum fyrir þrifum í stjórnmálabarátt- unni er vöntun á þjóðmála- legri hugmyndafræði (Ideo- logiu), sem geti verið leið- arstjarna fyrir flokkinn, þeg ar taka þarf afstöðu til hinna einstöku mála, sem fyrir koma í þjóðlífinu“. Á þessa leið komst Kristján Friðriksson, miðstjórnarmaður Framsóknar, að orði í erindi sinu til flokksþingsins, sem frá var sagt hér í blaðinu í gær. Hann bætir við til frekari skýringar: „Ég álít að því hafi verið rang- lega haldið fram að samvinnu- stefnan væri alhliða þjóðmála- stefna, það er að segja _þjóð- málalegt hugmyndakerfi. Ég lít svo á, að samvinnustefnan sé að- eins hluti af þjóðmálalegu hug- myndakerfi. Samvinnustefnan er hjálpartæki í þjóðlífsuppbygg- ingu, en ekki alhliða þjóðmála- stefna eins og ég mun víkja frek- ar að síðar“. í gær var birtur sá kafli úr erindi Kristjáns Friðrikssonar þar sem hann segir frá því, að kaupfélagsstjóri einn, vinur sinn, hafi ráðlagt sér að fella niður kaflann um S.f.S. Það ráð vildi Kristján ekki þekkjast og hljóð- ar hinn sérstaki kafli, sem hann helgar S.Í.S. svo: „Kaflinn um SÍS Kaupfélögin eru, eins og allir vita, samvinnufélög einstaklinga, þar sem hver einstaklingur hef- ur persónulegra hagsmuna að gæta við rekstur félagsins og hef- ur aðstöðu til að fylgjast með því, sem gerizt, og skipta sér af, ef henum þykja misnotkanir eiga sér stað. Þetta er eins og það á að vera. Þetta er hin sanna sam- vinna. Enginn hlutur var svo eðlilegri en sá, að hin ýmsu kaupfélög víðsvegar um landið hefðu sam- tök um vöruinnkaup sín og sölu- meðferð afurðanna, svo og um þann iðnað, sem nauðsyn krafði í því samhengi. En það sem síðar gkeður er það, að þessi samtök, það er að segja SÍS, fer að taka sér fyrir hendur ýmiskonar at- vinnurekstur, meira og minna óskyldan hinu raunverulega markmiði. Sambandið fer að reka atvinnurekstur í fjölmörgum greinum og taka verkafólk í þjón ustu sína, sem ekki eru neinir raunverulegir þátttakendur í samvinnustarfinu sem slíku. Þetta er það sem ég nefni annars flokks samvinnu. Þessa starfsemi tel ég að ætti að takmarka mjög, binda hana eingöngu við það, sem beinlínis og nauðsynlega þarf að hafa með höndum til þess að geta annast hlutverk sitt um vöruinnkaup og sölumeðferð o.fl. Sólumeðferð framleiðsíuvaranna og heildsöluinnkaup og dreyfing nauðsynja eru aðalverksviðin. Flutninga þessara vara milli landa, það er að segja skiparekst- urinn, tek ég sem dæmi um nauð- synlega 2. flokks samvinnu, því í því er bein hagkvæmni og öryggi fyrir hina persónulegu samvinnu fólgin, og sama gildir um ýmsan annan rekstur. En hvar eru þá takmörkin? Jú, takmörkin eru ljós víðast hvar. Sambandið og kaupfélögin eiga ekki að fara inn á þau verksvið, sem einstakling- arnir geta með góðu móti haft með höndum, því ef samvinnu- starfsemin gerir það, þá er hún farin að rísa gegn einstaklingun- um, en það eru einmitt þeir, sem hún á að vinna fyrir. Ég vil taka dæmi þessu til skýringar. Hugsum okkur að kaupfélagsstjórnin í kaupfélagi A-Skaftfellinga væri ákaflega hrifin af samvinnustarfseminni og gerði sér ekki ljósa grein fyr- ir muninum á 1. flokks og 2. flokks samvinnu. Setjum svo að kaupfélagsstjórnin gerði sér lít- ið fyrir og notaði sameiginlega sjóði kaupfélagsins og þá láns- möguleika, sem hann kynni að hafa gegnum samtökin til þess að koma upp 10 stórum fjárbúum víðs vegar um sveitirnar þar fyr- ir austan. Þessi bú myndu nytja ræktarlönd og afréttarlönd í svo og svo ríkum mæli. Ég býst við að ýmsum bændum þar þætti far- ið inn á sitt verksvið bæði um að nota landsgæðin og taka af þeim markað. Ég gæti trúað, að ýmsir bændur færu að verða hik- andi í fylgi sínu við samvinnu- hreyfinguna austur þar. Nokkuð svipað er að gerast hér í þéttbýlinu, þar sem SÍS hefur tekið að sér fjölmörg verkefni, sem einstaklingar hafa áður haft með höndum og geta með góðu móti annast. Og nú ætla ég að leyfa mér að slá fram þeirri full- yrðingu, þótt ég geti ekki rök- stutt hana nema með líkum, að annars flokks samvinnustarfsemi SÍS hefur stórkostlega hindrað vöxt Framsóknarflokksins í þétt- býlinu. Hér þarf að verða stefnu- breyting, en fyrst og fremst er nauðsynlegt að ákveðin stefna komi fram. Er það stefna Fram- sóknarflokksins að styðja annars flokks samvinnustarfsemina í gegnum þykkt og þunnt? Er það hugsjón Framsóknarflokk is og samvinnuhreyfingarinnar að taka smátt og smátt að sér undir þessu formi meira og meira af þeirri starfsemi, sem einstaklingar í þéttbýlinu hafa áður haft með höndum. Það er bráðnauðsynlegt að þessari spurningu verði svar- að skýrt — og helzt í verki. Ef sú á að verða stefnan, þá geta sam- vinnumenn og Framsóknarmenn í dreyfbýlinu ekki gert sér vonir um að fá bandamenn í þéttbýl- inu í svo ríkum mæli sem aéski- legt væri og fullkomin þörf er á, sbr. það sem áður er sagt um aðra stjórnmálaflokka. Nú fæ ég ekki séð að samræmi sé í því, að bændur eða menn út um land, sem framleiða kjöt og mjólk eigi að vera friðhelgir fyrir því að annars floks samvinnan taki af þeim verkefnin, en framleiðend- ur einhverra vara í þéttbýlinu séu réttlausir gagnvart þessu. „Ekki nenni ég að veita öðrum bróðurnum en drepa hinn“, var einu sinni sagt. Smáframleiðend- ur f dreifbýli og þéttbýli eru eins konar bræður. Þeir eiga að rétta hvor öðrum bróðurhönd___ og Framsóknarflokkurinn og sam vinnuhreyfingin eiga að gera báð um bræðrunum jafn hátt undir höfði. Vinna fyrir þá, en ekki gegn þeim. Ópersónulegu sam- vinnunni á ekki að beita nema því aðeins þegar atvik og aðstaða krefst þess — og þá í sem minnst um mæli. Dæmi um slíka nauð- syn eru allmörg og þarf ekki að rekja þau“. „Vakri skjóni hann skal heita“ Næst á eftir kaflanum um S.Í.S. segir Kristján: „Oft var þörf en nú er nauð- syn fyrir dreifbýlið að fá sína bandamenn í þéttbýlinu. Banda- menn með sams konar sjónar- miðum, ábyrgum þegnskaparleg- um sjónarmiðum, sem eru virkir þátttakendur í framleiðslu og þjónustu fyrir heildina. Ég fæ ekki séð hvaða nauðsyn rekur til þess að koma á hinni ópersónu- legu samvinnu, og yfirleitt er hætt við að þar muni fljótlega fara að gæta óvættanna þriggja, sem ég áður nefndi, vegna þess að annars flokks samvinna er ópersónuleg. Ýmsir munu segja að þetta sé samvinnustarfsemi, þrátt fyrir allt. „Vakri skjóni hann skal heita“, sagði maðurinn, já það má kalla þetta samvinnu- starfsemi en það er það ekki í framkvæmd. Segjum að Sambandið reki bókaútgáfu í Reykjavík. Eigend- ur hennar eru dreifðir um gjörv- allt landið. Hvernig ættu þeir að hafa persónuleg afskipti af slíkri starfsemi eða finna sig ábyrga þátttakendur í henni. Bóndinn norður á Langanesströnd, sem samkvæmt bókstafnum er eigandi fyrirtækis, þarf að fara með áhrif sín í gegnum kaupfélagsstjóra sinn og hann í gegnum sambands fund, sambandsfundurinn í gegn um aðalforstjóra S.Í.S., og aðal- forstjórinn í gegnum undirfor- stjóra, sem síðan þarf svo að stjórna fólkinu, sem við fyrir- tækið vinnur.“ „Óvættirnar þrjár“. Göllunum á hinum ópersónu- lega rekstri, sem Kristján sakar S.f.S. um, hefur hann hins vegar lýst fyrr í erindi sínu m.a. á þessa leið: RÉTT eftir hádegi á mánudaginn var herþota varnarliðsins að fara á loft af Keflavíkurflugvelli, þeg. ar flugmaðurinn varð þess var, að kviknað hafði í hreyfli flugvélar- innar. Flugvélin var fullhlaðin og með fulla benzíngeyma á vængbroddunum. Þar sem ekki er hægt að lenda slíkum flugvélum með fulla vængbenzíngeyma tók flugmaðurinn það ráð að fljúga út yfir sjóinn og kastaði hann þar niður benzíngeymunum úr 150 metra hæð. Skyggni var ágætt og aðgætti flugmaðurinn að því að nálæg fiskiskip væru ekki í flug- linu hans, svo að engin hætta var á að geymarnir lentu á þeim. Var hér um að ræða neyðarráðstöfun, sem engin hætta stafaði þó af. Eftir að benzíngeymunum hafði verið kastað gat flugmaður snúið flugvélinni við og lent aftur á „Hvar sem hinn ópersónulegi rekstur er viðhafður, fara fljót- lega að bæra á sér þrjár óvættir (þó ekki ævinlega strax). Þessar þrjár óvættir eru þjófnaður, vinnusvik og mistök. Þessara sömu óvætta gætir að vísu löng- um eitthvað í einkarekstrinum, en ekki í neitt viðlíka ríkum mæli. Þjófnaðurinn gerist oft nokkuð áleitinn í hinum óper- sónulega rekstri og nenni ég ekki að fara frekar út í það, en vil að- eins segja, að þó hvimleiður sé, er hann tiltölulega meinlaus hjá hvortveggju hinu, hann er eins og mús sé að narta í samanburði við óvætt númer tvö, sem eru vinnusvikin, því maður sem stel- ur einhverri framleiðslueiningu, lætur hana venjulega koma sér að notum, hún nýtist í þjóðar- búskapnum, það er aðeins um óviðfelldin eigendaskipti að ræða. Vinnusvikin eru mörgum sinnum verri. Maður, sem svíkst um að vinna vinnustund, sem hann fær greidda, hefur að visu dregið sér þá peninga, sem hann fékk greidda fyrir vinnustundina, en hann hefur gert miklu meira: Hann hefur komið í veg fyrir framleiðslu, sem átti að eiga sér stað og þannig gert þjóðfélagið fátækara. En auk þess hefur hann venjulega ónýtt vinnu annarra og aðstöðu, sem nemur jafnvirði hans eigin vinnu eða meira. Þetta þekkja a. m. k. allir atvinnurek- endur og verkstjórnarmenn. En þá kem ég að þriðju óvætt- inni, en það eru mistökin. Allir þekkja þau eilífu mistök, sem verða í opinberum rekstri, en undir mistökin sortéra ég einnig þann skort á framtakssemi, sem ætíð gerir vart við sig í opinber- um rekstri, svo og skort á eftir- liti og húsbóndavaldi. Hin sívak- andi viðleitni einkaframleiðand- ans til að auka og bæta fram- leiðsluna er sjaldnast fyrir hendi, þar sem hið opinbera leggur sina dauðu hönd á framvinduna. Er líkja má óvætt númer eitt við lítið nagdýr, þá mætti líkja óvætt númer tvö, vinnusvikunum, við gráðugan úlf, en óvætt númer þrjú við hið ferlegasta stórhveli. Svo stórtæk eru mistökin og framtaksleysið í hinum opinbera rekstri í því að sloka í sig þann hagnað, sem átti að koma til skipta fyrir þjóðfélagsþegnana“. flugvellinum. Kommúnistablaðið birti frétt um þennan atburð í gær og segir að flugvél frá varnarliðinu hafi kastað sprengjum í sjóinn í 300—400 metra fjarlægð frá ís- lenzkum fiskibátum. Er sú frá- sögn tilhæfulaus samkvæmt upp- lýsingum frá varnarliðinu. Sandgerðisbátar SANDGERÐI, 19. marz: Nú eru 11 bátar komnir með net og eru þá átta bátar enn á línu. 1 gær var heildarafli flotans 194 tonn. Hæsti báturinn, Rafnkell, var með 29 tonn og er hann á netum. Pét- ur Jónsson var með nær 20 tonn, en hann er einnig með net. Víðir II. sem er meðal línubáta var með rúmlega 15 tonna afla. 1 dag fór enginn netabátanna í róður } t SIAKSTEIMAR „Ferlegar afturhaldstillögur“ í þessum dálki var í gær skýrt frá undirtektum Alþýðublaðsins um tillögur Framsóknarþingsin* í kjördæmamálinu, eins og hÚB birtist i blaðinu á miðvikudag, en sama dag birti Þjóðviljinn einig langa grein um málið þar sem afstaða flokks þess blaðs til samþyktarinnar væntanL kem- ur skýrlega fram. Segir fyrst i stórri fyrirsögn, að flokksþing Framsóknarmanna hafi sam- þykkt „ferlegar afturhaldstillög- ur um kjördæmamálið“ og eru til lögur flokksþingsins svo raktar. Síðan segir blaðið, að flokks- þingið eða Framsóknarmenn gætu hugsað sér að svipta Reyk- víkinga kosningarétti og segir svo orðrétt: „Framsóknarþingið tók það fram, að Reykjavík ætti ekki að vera einmenningskjördæmi (því þó ekki það!), en getur þess ekki heldur sérstaklega að fjölga þurfi þingmönnum í Reykjavík. Hins vegar hefur þröngsýnin og ofstækið í garð Reykvíkinga kom ið einkar skýrt fram í Tímanum að undanförnu. Seinast í gær benti blaðið á það sem mikla fyr irmynd „að sjálf höfuðborg Bandarkjanna, þeirrar miklu lýðræðisþjóðar, hefur engan þing mann. Hún verður að láta sér nægja að hafa þingið og ríkis- stjórnina innan sinna vébanda". Svo glórulaus er heift Fram- sókarmanna í garð Reykvíkinga að Tíminn getur vel rætt um það í alvöru að íbúar höfuðborgar- innar — þriðjungur þjóðarinnar — verði sviptir rétti til þess að kjósa menn á þing. Verður kom- izt öllu lengra?“ „Flokksveldi Framsókn- ar eina sjónarmiðið“ Þjóðviljinn fer nú að hugleiða af hverju þessar „ferlegu aft- urhaldstillögur“ stafi og kemst að þessari niðurstöðu: „Allar hugmyndir Framsókn- ar um kjördæmamálið markast af einu og aðeins einu sjónar- miði: Hvernig getur Framsókn- arflokkurinn fengið flesta þing menn, hvernig getur Framsókn rænt sem mestum völdum og á- hrifum frá þeim Islendingum, sem hafa aðrar stjórnmálaskoð- anir? Þess vegna berst Fram- sókn fyrir einmenningskjördæm um og vill láta meirihluta þing- manna koma úr strjálbýlustu héruðum landsins, þar sem fylgi Framsóknar er mest. Þess vegna Ieggur Framsókn til að upp- íslenzka lýðveldisins út frá þv! Framsókn hefur aldrei fengið nokkurn uppbótarþingmann. Þess vegna tala Framsóknar- menn um það í fullri alvöru að svipta Reykvíkinga rétti til að kjósa menn á þing vegna þess að Framsókn getur ekki fengið neinn kjördæmakosinn mann í Reykjavík. En er það ekki há- mark hugsanlegrar ósvífni að ætlast til þess að breytingar séu gerðar á stjórnarskrá og lögum íslenzka Iýðveldisins út frá því sjónarmiði hvað bezt henti völd um Framsóknar“. I lok greinarinar segir svo: „Framsóknarflokkurinn ber þessar röksemdir að vísu ekki fram opinskátt, þótt öllum Iands mönnum sé ljóst hvað fyrir for- ustunni vakir. I staðinn'er þeirri röksemd teflt fram „að vernda beri rétt hinna sjálfstæðu, sögn- legu þróuðu kjördæma“. Én það eru ekki kjördæmin sem eiga að velja fulltrúa á þing, lieldur fólkið í landinu. Það eru ekki sögustaðirnir eða örnefnin sem eiga að greiða atkvæði heldur það fólk sem alltaf er að skapa nýja sögu'L Flugvél kastaði benzín- geymi til að forða slysi En kommúnistar sjd allstaðar sprengjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.