Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 12
12
MORCV1SBLAÐ1Ð
— Ræða Birgis
Kjaran
Framh. af bls. 11.
endurskoðun á fjármálum ríkis-
ins með það fyrir augum að gera
rekstur þess sem einfaldastan og
ódýrastan, til þess að hægt sé að
létta skattþungann á borgurum
©g atvinnurekstri, auk þess sem
brýna nauðsyn ber til, að jafn-
vægi sé á rekstri ríkisbúsins og
fjárlög afgreidd hallalaus a. m. k.
é verðþenslutímum. Ætti þetta
©g að gerast auðveldara með þvi
áð stefnt verður að því að af-
nema uppbóta- og niðurgreiðslu-
kerfið smám saman. Verður það
ekki nógsamlega undirstrikað, að
ábyrg fjármálastjórn er einn af
hyrningarsteinum jafnvægisbú-
skaparins.
Kjör hinna lakast settu
ekki skert
bróunin frá hafta- og þving-
unarbúskap til jákvæðrar efna-
hagsmáiastefnu eða jafnvægisbú-
skapar verður ekki vandkvæða-
laus því að láglaunastéttirnar 'eru
jafnan berskjaldaðar fyrir öllum
breytingum á sviði efnahagsmál-
*nna. Þá staðreynd verður að
hafa ofarlega í huga við fram-
kvæmdir til jafnvægissköpunar,
©g að kosta kapps um, að lág-
Jaunastéttirnar verði ekki öðrum
iremur fyrir óhagræði af þessum
aðgerðum, heldur verði einnig
tekið fullt tillit til félagsmála-
vdðhorfa við val leiða að settu
marki og þannig, að jafnframt
því, að t.d. niðurgreiðslur leggj-
ast af, verði félagsmálalöggj öfin
endurskoðuð með það fyrir aug-
um að hækka fjölskyldubætur og
tryggt verði einnig, að kjör
þeirra, sem búa við erfiðan fjár-
hag vegna ómegðar og skorts á
starfsorku, verði ekki skert.
Með þessum aðgerðum, mynd
un jafnvægis í þjóðarbúskapnum,
eru sköpuð starfsskilyrði fyrir
eðiilegri verðlagsmyndun og
starfsemi félagslegs markaðsbú-
skapar í iandinu, markaðs, þar
sem neytandinn hefur endur-
heimt sitt fulla frelsi til ráð-
stöfunar á tekjum sinum,
fjármagnið beinist til þeirra
atvinnuvega, sem arð gefa, og
atvinnurekendur bera sjálfir
ábyrgð á rekstri fyrirtækja sinna,
bæði gagnvart eigin afkomu og
gagnvart þjóðfélagsheildinni.
Með þeim hætti verður bezt
tryggt efnahagslegt iýðræði í
landinu, að lögmál markaðsins
fái notið sín innan þeirra tak-
marka, sem sameiginleg félags-
nauðsyn kann að setja, enda
verða atvinnurekendur í lýðræð-
isþjóðfélagi að gera sér Ijóst, að
þeir fara með atvinnutækin i um-
boði þjóðarheildarinnar og að
þess trausts eru þeir ekki verðug-
ir, nema þeir kappkosti að reka
þau sem bezt og gernýta þau til
atvinnu og verðmætasköpunar
fyrir þjóðina alla.
Eign handa öllnm
Það er og veigamikil máttar-
stoð þeirrar efnahagslegrar lýð-
ræðis þjóðfélagsskipanar, sem við
Sjálfstæðismenn berjumst fyrir,
að séreignarétturinn sé ekki ein-
ungis tryggilega lögverndaður,
og það miklum mun betur en
nú tíðkast, heldur sé hann og
sem almennastur, sökum þess að
eign er árangur þjóðfélagslega
nauðsynlegs sparnaðar og einnig
vegna þess, að eign skapar ábyrgð
og eðlilega hlutdeild í samfélag-
inu. Takmarkið á því að vera
eign til handa öllum þjóðfélags-
þegnum. Það er því verðugt við-
Skóverzlun
vantar góða afgreiðslustúlku. Umsóknir
sendist blaðinu merkt: „Skóverzlun —
5189“.
4ra herb íbúð
Höfum til sölu 4ra herb. íbúðarhæð í steinhúsi við
Silfurtún. Sér inng. Verð kr. 230 þús. Útb. kr. 70
þús. Allar nánari upplýsingar gefur
EIGNASALA
• HEYKJAVÍK •
Ingólfsstræti 9B, sími 19540 opið alla daga frá 9—7.
Hjólbarðar
MICHELIN
Verzlun
i
700/760—15
800/820—15
600—16 600—15
825—20 900—20
riðriks Bertelsen
Tryggvagötu 10 — Sími 12872.
fangsefni fyrir Sjálfstæðismenn
að finna hentugt form fyrir
tækja með almennings þátttöku,
sem leyst geti af hólmi ein-
hliða opinberan rekstur.
Merkilegar tilraunir eru nú t.
d. gerðar á þessu sviði í Þýzka-
landi og ganga undir heitinu
„Volkskapitalismus" — þjóðar-
fjárveldið. Við eigum samt sjálf-
ir íslendingar heiðurinn af að
hafa einmitt riðið á vaðið með
stofnun stórfyrirtækja með al
mennings hlutdeild, og á ég þar
við stofnun Eimskipafélags ís-
lands, sem mun hafa talið um 13
þúsund hluthafa. Síðar hafa
andstæðingar þessa fyrirtækis
og þessa félagsforma, reynt
að eyðileggja grundvöll félags-
forms þessa með því að hindra
eðlilega arðsútborgun til félags-
manna eða útgáfu skattfrjálsra
fríhiutabréfa. Slíkt þarf að leyfa
og skapa áhuga og grundvöll
fyrir því, að önnur hliðstæð stór-
fyrirtæki verði mynduð með al-
menningsátaki.
Stéttafriður .
Þjóðarbúskapur okkar getur
hins vegar ekki til lengdar starf-
að á jafnvægis grundvelli, nema
félagsfriður sé sem beztur á með-
al starfsstétta þjóðfélagsins, þess
vegna ber að vinna að því, að
samningar um kaup og kjör séu
gerðir til lengri tíma í senn og
heizt til 2—3 ára. í jafnvægis-
þjóðfélagi er þetta og miklu á-
hættuminna fyrir launþegana,
enda réttmætt, ef samningar eru
gerðir til lengri tíma, að þeir séu
gerðir á einhverjum vísitölu-
grundvelli, þótt athugunarvert
sé ,hvort eitthvað ætti þó ekki
að breyta núverandi vísitölu-
fyrirkomulagi og e. t. v. hafa
hliðsjón af framleiðslukostnaði og
viðskiptaárferði auk hins al-
menna framfærslukostnaðar.
Það má geta þess, að erlendis
eru vísitöluákvæði kjarasamninga
yfirleitt byggt á því, og skilyrði
þess að samningar séu gerðir til
lengri tíma, og ætti svo einnig
hér að vera. Nauðsynlegt er, til
að koma í veg fyrir vinnudeilur,
og raunar til þess að réttar og
glöggar upplýsingar liggi jafnan
fyrir um þróun efnahags- og
kjaramálanna, að starfandi sé
föst samstarfsnefnd iaunþega og
vinnuveitenda með opinberri að-
ild. Eðlilegt væri sömuleiðis, að
slík nefnd starfaði í nánu sam-
ráði við fyrirgreinda ráðgjafar-
nefnd í efnahagsmálum. Fyrir-
komulag sem þetta tíðkast nú
orðið víða og hefur m.a. und-
anfarin tíu ár gefið góða raun
í Hollandi.
Þau atriði stefnuskrárinnar,
sem ég hefi rakið hér miða öll
beint eða óbeint að því að leysa
þau mest aðkallandi verkefni,
sem knýja á dyr, stöðvun verð-
bólgunnar, sköpun efnahagsjafn-
vægis, aukið athafnafrelsi og sem
frjálsust utanríkisviðskipti inn-
an þess ramma, sem viðskipta-
samningar gera okkur mögulegt.
Grundvöllur þessa alls er að
tryggja verðmæti þeirrar krónu,
sem við á síðustu þrjátiu árum
höfum séð rýrna um sennilega
93% af verðmæti sínu, því að
í dag mun verðgildi ísl. krón-
unnar, ef höfð er hliðsjón af þró-
un framfærsluvísitölunnar, vísi-
tölu byggingarkostnaðar og Dags
brúnarkaupinu, ekki vera nema
sem svarar til 7—10% af því, sem
kaupmáttur hennar vóir árið
1930. Tilgangur þessara aðgerða
allra er einn og aðeins einn —
að tryggja almenna velmegun is-
lenzku þjóðarinnar.
Stóriðja til útflulnings
Kem ég þá að síðara aðal-
þætti stefnuskrárinnar, sem er
að treysta varanleika þessarar
velmegunar með nýjum, árviss-
ari og fjölbreyttan atvinnuveg-
um.
Hér þarf að brjóta nýja vegi
sem er iðnvæðing landsins. Með
þvi er ekki átt við iðnað í smá-
um stíl til þess að fullnægja þörf
um landsmanna, heldur fyrst og
fremst stóriðju til útflutnings-
framleiðslu, sem í senn veiti at-
vinnu og gefi af sér gjaldeyris-
tekjur, til þess að þjóðin geti
búið við góð lífskjör. Mönnum
kann að virðast, að í hráefna-
snauðu landi sé hér um tómt mál
að tala, en svo er þó ekki. í fyrsta
lagi geta sjávarútvegur og jafn-
vel landhúnaður lagt til nokkuð
af hráefni. Það skiptir þó ekki
meginmáli. Landið hefur verið
talið hráefnafátækt, og kann að
vera það, en rannsaka verður þó
það mál til hiítar. Skipulögð leit
að hráefnum og alhUða jarðfræði
rannsókn á iandinu í heild þarf
að fara fram hið bráðasta. Þetta
er þó heldur ekki mergurinn máls
ins. Jafnvel þótt landið væri
gersamlega hráefnasnautt, væri
stórfelld iðnvæðing möguleg, ef
aðrar forsendur væru fyrir hendi,
en þær eru orka, vinnuafl og fjár
magn, að viðbættri hagstæðri
legu eða ódýrum flutningamögu-
leikum. Við skulum því kanna
þessa hlið málsins.
Varðandi vinnuaflið má benda
á að tryggingarfræðingar hafa
áætlað að fólksfjöldinn í landinu
yrði árið 2000 um 375 þúsund, sem
óneitaniega bendir fremur tU
þess, að að óbreyttu yrði vanda-
málið ekki skortur á vinnuafli,
heldur skortur á verkefnum fyr-
ir vinnuaflið. Varðandi orkuna
er það að segja, að í landinu mun
vera virkjanlegt vatnsafl, sem
nægja mun til framleiðslu á um
4 milljónum kílóvatta, og jarð-
hiti, sem nægja myndi til raf-
magnsframleiðslu á um 400 þús-
undum kílóvöttum. Nú mun
heildarrafmagnsorka iands-
manna nema tæpum 90 þús-
undum kílóvöttum, og eru aðeins
um 24% af henni notuð til iðn-
aðar, hinn hlutinn fer allur beint
eða óbeint til neyzlu. Geysilegir
möguleikar eru því hér fyrir
hendi til frámleiðslu á tiltölu-
lega ódýrri orku, sem þyrfti í
framtiðinni að fara í æ ríkari
mæli til framleiðslu, en ekki til
neyzlu.
Þá kemur og til athugunar
flutninga. Að því leyti er
lega landsins og aðstæður til
fsland all vel sett, sjórinn
er og mun sjálfsagt um ófyr-
irsjáanlegan tíma vera ódýrasta
flutningaleiðin. Lega landsins
milli tveggja heimsálfa, sem sum-
part geta lagt til hráefni og sum-
part markað fyrir fullunnar vör-
ur, er og hagstæð.
Útvegun fjármagns
Og er þá komið að síðasta
grundvallaratriðinu, fjármagn-
inu. Óhugsandi er að byggja upp
stóriðju á íslandi nema til komi
erlent fjármagn. Hingað til hef-
ur sá háttur verið hafður á við
öflun erlends fjármagns til fram-
kvæmda á ísiandi, að rikið hef-
ur aflað sér lána til framkvæmd
anna og þá oft beint hjá ein-
hverju erlendu ríki. Við upp-
byggingu stóriðju í landinu verð-
ur að teljast, að þessi háttur sé
óæskilegur og trúlega einnig ó-
gerlegur. í fyrsta lagi er ekki
æskilegt, að hin nýju fyrirtæki
verði ríkiseign eða ríkisrekin,
því að slík þjóðnýting hefur
hvergi gefið góða raun, og úti-
lokað er að slík fyrirtæki stæðust
T1L S Ö LU:
hús á eignarlóð í miðbænum
Tvö timburhús að Kirkjutorgi 6. Semja ber við
Árna Guðjónsson hdl, Garðarstræti 17 sími 12831 og
Benedikt Sigurjónsson hrl, Nýja Bíó sími 22144.
Föstudagur 20. marz 1959
samkeppni á heimsmarkaðnum. í
öðru lagi væri eðlilegra, að upp-
bygging þessara fyrirtækja ætti
sér ekki eingöngu stað með lán-
um, sem tekin yrðu þá á frjáls-
um markaði af fýrirtækjum, ein-
’ staklingum og e. t. v. að ein-
hverju af þvi opinbera, heldur
kæmi mjög til athugunar hlut-
deild erlends fjármagns í fyrir-
tækjunum. Slík hlutdeild myndi
geta haft í för með sér, að ís-
lendingar fengju samtímis er-
lenda verkkunnáttu og i sumum
tilfellum einnig tryggingu fyrir
markaði fyrir framleiðslu sína.
En til þess að fá erlent fjár-
magn inn í iandið, svo að auðið
yrði að byggja upp nýjan, heil-
brigðan atvinnurekstur, þyrfti
auðvitað í fyrsta lagi að hafa
verið komið á í landinu jafnvæg-
isbúskap með eðlilegri gengis-
skráningu. Þá þyrfti að gera nauð
synlegar breytingar á félagalög-
gjöf landsins og áð síðustu, en
ekki þó sizt að endurskoða skatta
löggjöf landsins og gera hana
þannig úr garði, að fyrirtækjum
væri gert kleift að eignast hæfi-
lega sjóði og skila hagnaði, að
öðrum kosti myndu innlendir
sem erlendir menn ekki vilja
hætta fjármunum sínum til þess
að stofnsetja eða reka ný stór-
fyrirtæki á íslandi.
Efling vísinda og tækni
Við þurfum og að gera okkur
Ijóst að við lifum á morgni atom-
aldar. Ný tækni ryður sér til
rúms, nýir framleiðsluhættir eru
i þann mund að gerbylta atvinnu
lífi þjóðanna, sem taka i notk-
og ný vinnubrögð. Ef íslendingar
un ný efni, nýjar vélar, ný tæki
ætla ekki að dragast aftur úr
öðrum þjóðum, ef þeir ætla yfir-
leitt að læra að notfæra sér og
hagnýta kunnáttu og tækni hinn-
ar nýju aldar, ef þeir ætla sjálfir
að iðnvæðast og byggja upp stór-
iðju í landinu, verða þeir að
stórefla framlög sín til vísinda-
menntunnar, vísindastofnana og
rannsóknarstarfa auk þess, sem
skapa þarf ungum vísindamönn-
um lífvænlega afkomu.
En þetta dugar ekki eitt sam-
an, því að það verður að byggja
upp frá grunni i skólunum, auka
á kennslu í stærðfræði og einn-
ig að auka tæknifræðslu i iðn-
skólunum og stofna framhaids-
tækniskóla. Það verður þegar f
lægri skólunum að ýta undir
nemendur til náms í þessum fög-
um og síðar að styrkja þá áfram
til framhaldsnáms. Það getur svo
farið í framtíðinni, að sjáifstæði
þjóðarinnar sé einmitt undir þess
ari menntun komið. Sjálfstæði
höldum við því aðeins að við sé-
um að verða samstiga öðrum þjóð
um í framleiðsluháttum og menn
ingu og að við getum haft á að
skipa innlendum tæknisérfræð-
ingum, visindamönnum og verk-
lærðu fólki, til þess að byggja
upp okkar íslenzku stóriðju til
tryggingar varanlegri velmegun
allra borgara þessa þjóðfélags.
Samhent átak
Eg hefi hér reynt að gera grein
fyrir efnahagsmálastefnskrá
þeirri, er við viljum að flokk-
urinn beiti sér fyrir á komandi
árum. Hún er vegurinn til al-
mennrar velmegunar, en hún
verður því aðeins framkvæmd,
að takast megi undir forustu
Sjálfstæðisflokksins að sameina
allar stéttir og einstaklinga okk-
ar litla þjóðfélags til samhents
átaks. Það þarf að virkja til hins
ýtrasta sköpunargáfu og verk-
kunnáttu tæknimenntaðra manna
framtak og áhættuvUja atvinnu-
rekendanna, sparsemi neytend-
anna, nýtni húsmæðranna, hag-
sýni og útsjónarsemi þeirra, sem
selja framleiðslu þjóðarinnar og
kaupa inn í þjóðarbúið, og af-
kastagetu allra vinnandi handa í
landinu, því að á hinum erfið-
andi manni byggist öðru fremur
afkoma þessa iands. Sjálfstæðis-
flokkurinn kallar alla þessa að-
ila til samstarfs um efnahagslega
viðreisn þjóðarinnar og heitir leið
sögu sinni eftir veginum til al-
mennrar velmegunar.