Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 19
Fostuðagur 20. marz 1959
MORGVNBLADIÖ
19
— Afmæli
Frh. af bls. 8
dal, hefði mátt ætia, að hún léti
sér nægja það hlutverk er varð
að rækja ú mannmörgu og gest-
kvæmu heimili, en svo var ekki.
Bæði eru hjónin frá Hausthúsum
gædd þeim næmleik hjartans, er
jafnan finnur veginn til þeirra
er þarfnast framréttra handa, og
þess vegna varð Kristrún ekki
aðeins góð móðir þess einkasonar
er hún ól bónda sínum, heldur
og þriggja annarra barna, er hún
gekk í móðurstað, auk annarra
ungmenna er nutu umönnunar
þessara góðu hjóna um lengri
eða skemmri tíma.
í>ó hvorki kæmi til tengdir eða
ættarbönd, hefur mér ávallt þótt
sem afkomendur Ketils og Ingi-
bjargar stæðu hjarta mínu nær
en annað fólk. Ungum varð mér
ljóst að mikil vinátta ríkti milli
foreldra minna og nágranna í
Hausthúsum, og skömmu eftir
að við systkinin komumst á legg
var það kærasti óskadraumur okk
ar að fá að blanda geði við Haust
húsa-fólkið. Þar leið okkur ávallt
vel, og þegar ég lít yfir farinn
veg finnst mér ég ekki standa í
jafnmikilli þakkarskuld við neina
aðra konu sem Ingibjörgu í Haust
húsum, enda einstæð mannkosta
kona, sem ásamt sínum tröll-
trygga bónda, naut mikiila vin-
gælda hvar sem leiðir lágu. En nú
finnst mér, þegar liðin er meira
en hálf öld síðan þessi mætu hjón
hurfu sjónum, að allt hið góða
sem munað er frá þeim, hafi end-
urspeglast svo fagurlega í dótt-
ur þeirra, Kristrúnu, sem ætíð
hefur lagt fram stóran skerf til
að varðveita hina gömlu, góðu
vináttu, svo að aldrei hefur
skugga á borið, og þegar ég flutti
frá Skógarnesi að Miklaholti, var
mér það óblandin ánægja, að aft-
ur væri ég kominn í næsta ná-
grenni við Hausthús, og munum
við hjónin og böm okkar ávallt
minnast hins góða nágrennis með
þakkarhug.
Þó þess sé ekki kostur hér að
rekja hinn margþætta athafnafer-
il Hausthúsahjónanna, skal þess
getið, að í búskapartíð þeirra, tók
jörð þeirra þeim umskiptum,
vegna jarðræktar og húsabóta,
að óþekkjanleg varð, og stóðu
þau því í fremstu röð umbóta-
manna. En samt verður efst í
huga okkar, sem þekkjum, að
muna mannúðina og drenglyndið,
beggja hjónanna, og þess vegna
er nú gott að líta yfir farinn veg
á afmælisdegi húsfreyjunnar fyr-
ir allan þann stóra hóp, er hefur
svo mikið að þakka. og biður
henni því eflaust allrar bless-
unar.
Enda þótt Hausthúsahjónin hafi
áreiðanlega aldrei vænzt annarra
launa fyrir góðverk sin, en góðr-
ar samvizku, er þeim nú eflaust
hugþekk sú staðreynd, að vera
umvafin ástríki fósturbarnanna,
þeirra frú I>óru Árnadóttur og
Ingólfs Kristjánssonar, rithöf-
tmdar, auk þess að hafa áfram
sambýli við sinn góða einkason,
Ketil, er um langt skeið stóð með-
al þeirra í dagsins önn við bú-
sýsluna, og sem nú um 10 ára
skeið hefur ásamt foreldrunum
búið að Bárugötu 5 í Reykjavík
hjá fósturdóttur hjónanna, frú
Þóru og Eymundi Magnússyni
skipstjóra.
Nýlega hitti ég Kristrúnu vin.
konu mína, og þótti mér gott að
sannfærast um, hve minni hennar
var ágætt, hugsunin skýr og hjart
að gott sem fyrr. Er ég hafði
orð á því, hve dagsverk hennar
væri mikið og farsællt, kvað hún
ekki taka að ræða um það, en
hinsvegar teldi hún heppni sína
mikla, hvað gott fólk hún hefði
umgengist eða átt samskipti við.
I>ó ég vildi ekki neita heppninni,
datt mér í hug að hver væri
sinnar gæfu smiður, eins og gam-
alt spakmæli segir.
Þó að þungi 90 ára sé eflaust
nokkur, trúi ég vart að hún bogni
svo undir byrðinni, að hún gangi
fast eftir farseðli til þeirrar ver-
aldar, sem býður nýja æsku,
meðan henni er sú staðreynd ljós,
að hérvist hennar sé mörgum
ekki einungis gleði, helúur einnig
hamingjugjafi,
Að endingu óska ég þessari
góðu og gaghmerku konu, ásamt
öllum ástvinum hennar, allrar
blessunar.
Magnús Sigurðsson.
— Krúsjeff
Frh. af bls. 1.
skyldu fara fram milli stórveld-
anna í þeim tilgangi að jafna
ágreininginn. Einnig benti hann
á ummæli Williams Fulbrights,
formanns utanríkismáianefndar
öldungadeildar Bandaríkjaþings,
sem ekki væri fjarri því að gera
þýzka friðarsamninga. Hins veg-
ar, sagði Krúsjeff, að enn væru
margir stjórnmálamenn á Vest-
urlöndum, sem rangfærðu tillög-
ur og yfirlýsingar Sovétstjórnar-
innar.
Síðan lýsti Krúsjeff því yfir,
að tillögurnar um friðarsamn-
inga við Þýzaland væru aðeins
undirstaða, sem byggja mætti á.
Rússar væru reiðubúnir að mæta
á fundum með fulltrúum ann-
arra ríkja og skýra þær. Með
tillögum þessum væntu Rússar
sér einskis hagnaðar, nema að
koma kyrrð á í Þýzkalandi og
losa Berlínarbúa við hernámslið-
ið, sem hefur þegar setið þar allt-
of lengi.
Að loknum lestri þessarar yfir-
lýsingar leyfði Krúsjeff blaða-
mönnum að leggja fyrir hann
spurningar. Af svörum hans kom
m. a. eftirfarandi í Ijós:
Sovétstjórnin samþykkir tilboð
Vesturveldanna um fund utan-
ríkisráðherra stórveldanna hinn
11. maí nk. Rússar hefðu frekar
óskað að fyrst yrði haldinn fund-
ur „toppmanna", en utanríkisráð-
herrarnir semdu síðan um smá-
atriðin. Vesturveldin hefðu hins
vegar lagt áherzlu á fund utan-
ríkisráðherra fyrst. Rússar hefðu
viljað að allar þær þjóðir, sem
börðust gegn Þjóðverjum, ættu
fulltrúa á fundinum.
Krúsjeff sagði að á væntan-
legri ráðstefnu mætti ræða
fleira en Berlínar-málið og
þýzka friðarsamninga. Hins veg-
ar væri erfitt fyrir utanríkisráð-
herrana að taka upp víðtækari
efnisskrá. Hann sagði að Rússar
myndu ekki framkvæma fyrri
yfirlýsingu sína um að afhenda
Austur-Þjóðverjum öll ráð í A-
Berlín 27. maí, ef Vesturveldin
virtust fús til samninga.
Þá var Krúsjeff að því spurður
hvort Rússar vefengju lagalegan
rétt Vesturveldanna til hersetu í
Vestur-Berlín. Hann svaraði:
„Við teljum að Bandaríkin,
Frakkar og Bretar hafi lagalegan
rétt til hernáms Vestur-Berlínar.
Rétt þann hafa þau síðan Þýzka-
land gafst upp. Við viðurkennum
þennan rétt Vesturveldanna. En
við bendum á að 14 ár eru liðin
síðan hernámið hófst og teljum
það fullkomlega nógu langan
tíma. Þess vegna leggjum við til
að friðarsamningar við Þýzka-
iand berði gerðir og hernámsliðið
flutt á brott.
Gísli Einarsson
li éraðsdómslögma
Má!f lutningsskrif slof a.
Laugavegi 2QB. — Sími 19631.
MáLflutningsskrifstofa
Einar B. Cuðmundsson
Cuðlaugur Þorláksson
Guðmundur Péli rsson
Aðalstræli 6, III. hæð.
Símar 12002 — 13202 — 13Ó02.
Skálatuni
gefinn útvarps-
grammófónn
HERPRESTUR úr varnariiði
Bandaríkjamanna á Keflavíkur-
flugvelli, E. G. Heide, kom sann
arlega færandi hendi að Skála-
túnsheimilinu í gærmorgun.
Hafði hann meðferðis í bílnum,
nýjan stóran og vandaðann út-
varpsgrammófón af viðurkenndri
gerð 1959 árgerð og allmikið plötu
safn. Séra Heide kvað hér vera
um að ræða gjöf til heimilisins
frá erlendum starfsmönnum varn
arliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Forstöðumaður Skálatúnsheim-
ilisins bað séra Heide að færa
gefendum þakkir fyrir þessa stór-
höfðinglegu gjöf, sem myndi
eiga eftir að stytta börnunum á
hælinu marga stundina.
Vcrður Lemmer
forseti Þýzka-
lands ?
BONN, 19. marz. — Síðan Kristi-
legi lýðræðisflokkurinn hætti við
að stilla Ludwig Erhard efna-
hagsmálaráðherra upp í framboð
við forsetakosningar, hefur þessi
stærsti stjórnmálaflokkur Þýzka-
lands verið í vandræðum meö
frambjóðanda í kosningunum. Nú
hefur loks komið fram hugmynd,
sem líkleg er til lausnar málinu.
Hún er sú, að Ernst Lemmer ráð-
herra um samþýzk málefni verði
í framboði. Lemmer er Berlínar-
búi og var í framboði fyrir kristi-
lega flokkinn í Berlín á móti
Willy Brandt.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 10
um, það er í löndum, þar sem
iðnaður og tækni eru enn á frum
stigi. Gctt dæmi um þetta er
Uganda í Afríku, þar sem fiski-
menn hafa keypt 1200 utanborðs-
mótora sl. 6 ár í fiskibáta á vatna
svæði landsins.
Árangurinn hefur orðið sá, að
fiskveiðar Ugandabúa hafa tvö-
faldazt á þessu tímabili, — úr
24,000 smálestum í 48.000 smá-
lestir áriega.
Einnig í öðrum Afríkulöndum,
Asíu og Suður-Ameríku eru utan
borðsmótorar oft fyrsta vélin, sem
menn útvega sér í báta sína.
1 erindi vélfræðings nokkurs,
sem hann hefur sent ráðstefnunni
segir frá „utanborðsmótor“, sem
komið er fyrir innanborðs, það
er að segja — vélinni er komið
fyrir í Látnum, í stað þess að
„hengja“ hana utan á borðstokk-
inn.
Á ráðstefnunni mun einn af
sérfræðingum FAO, Peter Gurtn-
er, skýra frá reynslu og tilraun-
um FAO með brimbáta. Stofnun-
in hefur unnið að því sl. 7 ár að
smíða hentuga gerð báta til þess
að lenda í brimi. Hefir fyrirmynd
þegar verið fuligerð og hefur hún
gefizt vel í raun. En samt eru
sérfræðingar FAO ekki fullkom-
lega ánægðir með þennan bát, og
eru að gera tilraunir um aðra
gerð, sem yrði ódýrari. Leitazt
er við að smíða hentuga báta, sem
geta lent örugglega á óvarðri,
brimasanari strönd.
Akstur — sölumennska
Heildverzlun vantar röskan mann til framangreindra
starfa. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri stöf
sendist afgreiðslu blaðsins sem fyrst og eigi síðar en
23. þ.m. merkt: „Áhugasamur — 4496“.
Ný verzlun opnar á Akranesi Kirkjubraut 24 Þar verður á boðstólum nýjasta tizka af hljómplöt- um, leðurvörum og snyrtivörum. ' > Verzl. Urval „Úrvals vörur í úrvali‘{.
Hjartans þakkir sendi ég öllum sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu. Sigurbjörg Bjarnadóttir frá Skutulsey.
Föðurbróðir okkar JÓN PÉTUK SIGURÐSSON skipstjóri og fyrrv. skólastjóri, andaðist að heimili sínu í Esbjerg, Danmörku þann 6. þ.m. F.h. ættingja. Pétur M. Sigurðsson, Jón N. Sigurðsson.
Útför GUÐMUNDAR HELGA ÓLAFSSONAR frá Keflavík, sem andaðist að heimili sínu Óðinsgötu 23 Reykjavík 13. þ.m. fer fram frá Keflavíkurkirkju laugard. 21. marz kl. 2 e.h. Guðrún Sigurðardóttir og börn hins látna.
Jarðarför konu minnar og fósturmóðir okkar INGIBJARGAR SlMONARDÓTTUR fer fram frá Þjóðkirkjunni Hafnarfirði laugard. 21. þ.m. kl. 2 e.h. og hefst með húskveðju að heimili hennar Hverfisgötu 17 kl. 1,30 e.h. Guðmundur Þorbjörnsson og fósturdætur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall son- ar míns og bróður okkar MAGNÚSAR PÉTURSSONAR sem fórst með vitaskipinu Hermóði. Pétur Pétursson, Maiarrifi, og systkini hins látna.
Innilega þakka ég öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa hjálpað okkur í veikindum JÓFRÉÐAR dóttur minnar Alla þá fórnfýsi, hlýhug og hjálpsemi bið ég Guð að Iauna ykkur Glaumbæ í Staðarsveit 15. marz 1959. Vilborg Kjartansdóttir.
Hjartans þakkir til allra er sýnt hafa mér samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns JÓNS Þ. JÖNSSONAR Gunnlaugsstöðum. Guð blessi ykkur 611. Jófríður Ásmundsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR FINSEN Skálholti við Kaplaskjólsveg. Maria og Jóhann Steinason, Guðbjörg og Ólafur Finsen, Elín Finsen og barnabörn.
Hjartanlegar þakkir til allra, sem auðsýndu samúð og aðstoð við andlát og jarðarför mannsins míns og fósturföður okkar ÓLAFS EYJÓLFSSONAR bónda í Saurbæ. Eiginkona og fósturbörn.
Þakka auðsýnda samúð við andlát. og jarðarför móður minnar MARGRÉTAR ÁSMUNDSDÓTTUR Halldóra Guðmundsdóttir.