Morgunblaðið - 20.03.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 20.03.1959, Síða 8
€ MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 20. marz 1959 Aðkallandi að rúm verði fyrir 50 börn í Skálatúnshæli Af 400—500 hælisburfandi fávitum er aðeins rúm fyrir um 140 Merkjasala á sunnudaginn fyrir Skálatún NÚ eru liðin fimm ár frá því, að Skálatúnsheimilið við Lágafell í Mosfellssveit tók til starfa. Þar er vistheimili fyrir börn, sem ýmist eru fæddir fávitar eða hafa orðið það vegna sjúkdóma. — Heimili þetta, sem aðeins get- ur rúmað 25 börn, er svo langt frá því að geta fullnægt þörfinni, að sá dagur líður vart, að ekki sé þar knúið á dyr og hælið beðið að vista fleiri eða færri börn. Þörfin fyrir slíkt heimili fyrir fávitabörn, er svo mikil, að lækn- ir Skálatúnsheimilisins telur æskilegt, þegar byggt verður nýtt heimili að Skálatúni, verði það fyrir eigi færri börn en fimmtíu. Til ágóða fyrir hið mikla mann- úðarstarf, sem Skálatúnsheimilið vinnur, verða seld merki á sunnu daginn kemur. Fyrir nokkrum dögum bauð stjórn Skálatúnsheimilisins, sem er sjálfseignarstofnun, blaða- mönnum að koma í heimsókn að Skálatúni. Gréta Bachmann yf- irhjúkrunarkona heimilisins tók á móti gestunum og fylgdi þeim um hið þrönga húsnæði skólans, þar sem starfsfólk heimilisins hefur m ð dugnaði sínum og mikilli nærgætni við börnin, tek- izt að búa vel í haginn fyrir þau. Af börnunum, sem eiu 25 talsins, sem fyrr greinir, eru um 20 stúlk- ur. Eru börnin á aldrinum 5— 15 ára. Það er raunverulegur há- marksaldur til dvalar á heimil- inu, en þaðan liggur leiðin í flest. um tilfellum á Kópavogshælið. Starfsemin í Skálatúni miðast við það m. a. að reyna að kenna börnunum að geta sjálf gætt síns daglega hreinlætis, og gerð er tilraun til þess að kenna þeim handavinnu, sem búast má við að nokk.um árangri nái. Sýndi yfirhjúkrunarkonan blaðamönn- um handavinnu nokkurra stúlkna og var margt af því mjög vel gert. Kennari heimilisins er Markúsína G. Jónsdóttir og sýndi hún mun- ina, en Markúsína hefur verið kennari Skálatúnsheimilisins frá upphafi. Hér er vissulega mjög mikið vandamál, sem sannast sagna hef- ur verið sýnt fullkomið tómlæti. Við skulum taka börnin hér á þessu heimili, sagði læknirinn. Þau eiga enga samleið með heil- brigðum börnum, þau er ekki hægt að hafa á heimilum og þau er ekki hægt að hafa innan um fullorðna hálfvita eða örvita. En þörfin fyrir heimili sem Skála- tún er brýn og verður æ brýnni eftir því sem árin líða. Hér er um að ræða vandamál sem tasa verður föstum tökum. Skála- túnsheimilið hefur unnið mikil- vægt mannúðarstarf og starfsemi þess í því 'ormi sem það er rekið, á fullkominn rétt á sér við hlið ríkishæla, eins og t. d. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund hér í Reykjavík, sem einnig er rekið sem sjálfeignarstofnun og þykir fyrirmyndarrekstur á. Stjórnarnefnd Skálatúnsheim. ilisins lagði áhezlu á að gott og náið samstarf væri við Kópa- vogshælið og vaxandi samstarf væri einnig við hið nýstofnaða félag til styrktar vangefnum og mun félagið veita aðstoð á merkja söludaginn. fé af hendi rakna til heimilisins á liðnum árum, og stutt starfsemi þess á ýmsan hátt. Hér væri um marga aðila að ræða, einstaklinga og stofnanir, sem sýnt hefðu Skálatúni og blessuðum börnun- um velvilja og nærgætni. Kvaðst Jón vænta þess að merkjasalan á sunnudaginn mætti verða sem ár- angursríkust til þess að komizt yrði enn nær settu marki að búa sem bezt að vangefnum börnum þessa þjóðfélags, sem hælisvistar þyrftu við og tilkall ættu til sömu skilyrða og aðrir sem einhverra orsaka vegna hefðu misst heilsu. í stjórn Skálatúnsheimilisins eru Guðrún Sigurðardóttir, María Albertsdóttir, Páll Kolbeins, Þor- steinn Þorsteinsson og Jón Gunn- laugsson. Svona eru þrengslin mikil 1 Skálatúnsheimilinu. Hvert fótmál á hinum takmarkaða gólffleti hússins er notað. Húsið er ein hæð á kjallara með risi. Í kjallara er t. d. eldhús og borðstofa, þvottahús og fleira, uppi á hæðinni svefnherbergi og leikstofa og í rishæð herbergi starfsfólks og handavinnustofa fyrir krakkana. Skálatúns, sem er óhjákvæmileg, væri að byggja nýtt heimili frá grunni, á þessum sama stað, sem til að byrja með væri miðað við hælisvist 50 barna. Gaf Kristján athyglisverðar upplýsingar um hve mikill fjöldi fólks, fullorð- inna og barna hér á landi er van- gefið. Taldi hann 1200—1300 manns vangefið á öllu landinu. Af því munu nauðsynlega þurfa hælisvist 400—500. Ástandið í þessum efnum hér á landi er með öllu óviðkomandi, sagði læknir- inn, því hælisvist er ekki hægt að veita nema um 140 manns, og þá með því að allt húsnæði hæl- anna er yfirfullt. Krakkarnir hafa mikla ánægju af músik. — Skemmtilcgast cr þó þegar ein af starfsstúlkun- um tekur upp harmonikkuna og spilar: „Nú liggur vel á mér“. Þá er líka tekið fram alls konar ásláttartæki, sem helzt eru notuð þegar leikin ;ru Suðurlandamúsik. Það er geipivinsælt og hjúkrunarkonurnar frá Noregi komu með þetta handa börnunum. Tilgangurinn er að reyna að vekja hjá börnunum tilfinninguna fyrir taktinum í músikinni. Jón Gu inlaugsson færði starfs- fólki heimilisins þakkir fyrir fórn fúst og mikið starf í þágu barn- anna og kvað það aldrei verða fullþakkað, því svo mikilvægt væri það fyrir slíkt hæli að hafa á að skipa góðu starfsliði. Vissu- lega væri aðkallandi að bæta að- búnað þess, því svo þröngt er orðið í Skálatúni, að margt starfs. fólkið verður að ganga um 1 km á dag til og frá vinnu, en starfs- dagurinn hefst klukkan 7 á morgn ana og lý’ ur klukkan 8 á kvöldin. Jón Gunnlaugsson kvaðst vilja nota tækifærið og færa öllum þeim mörgu þakkir er látið hefðu Þrjár hjúkrunarkonur, ein kennslukona og sex starfsstúlkur eru önnum kafnar frá morgni til kvölds. Gréta Bachmann, yfirhjúkrunarkona, situr fyrir miðju. f borðstofu heimilisins var sezt að kaffiborði ásamt stjórn Skála- túnsheimilisins, hjúkrunarkonum og fleira starfsfólki. Hjúkrunar- konurnar eru tvær auk yfirhjúkr unarkonunnar, báðar norskar og eins og yfirhjúkrunarkonan sér- menntaðar á sviði hjúkrunar fá- vitabarna. Einnig var þar Krist- ján Þorvarðsson yfirlæknir heim- ilisins. Jón Gunnlaugsson stjórnarráðs fulltrúi hefur verið forstöðumað- ur heimilisins frá öndverðu, og það var hann öllum öðrum frem- ur, sem kom þessu vistheimili á fót, og hefur síðan nær óskiptur helgað því starfskrafta sína. Gerði hann nokkra grein fyrir starfsemi Skálatúns á liðnum ár- um. Kvað hann starfið hafa verið unnið í kyrrþey, svo sem hann taldi líka bezt fara. En með hverju árinu sem liðið hefur, verður þörfin fyrir stækkun Skálatúnsheimilisins brýnni, sagði Jón. Við viljum nú leita stuðnings almennings í þessu máli og því verða seld merki til ágóða fyrir heimilið á sunnudaginn kemur, sagði Jón. Hann kvað það og von stjórnar heimilisins að það myndi njóta framlags af hinu svo nefnda tappagjaldi, sem lagt var á öl og gosdrykki til styrktar málefnum vangefinna. Hér skaut Kristján Þorvarðs- son lækn'r því inn í, að það sem bezt myndi borga sig og hentug- ast væri fyrir framtíðarstarfsemi Frú Kristrún Ketils- dóttir frá Hausthúsum KRISTRÚN er fædd að Höfða í Eyjarhreppi, Hnappadalssýslu, 20. marz 1869. Foreldrar hennar voru Ketill, sonur Jóns Jóhann- essonar bónda að Vörðufelli á Skógarströnd og Ingibjörg, dóttir Jóns bónda og hreppstjóra Jóns- sonar í Hlíð í Hörðudal. Bæði voru þau hjónin traustra og vel metinna ætta, og báru greinileg merki þess. Ung fór Kristrún að heiman til þess að vinna fyrir sér og þegar hún hafði fengið þroska til fór hún að ráði Einars skipstjóra bróð ur síns, suður á Álftanes í Gull- bringusýslu og átti þar heima á myndar heimilum — þar á meðal hjá Thomsens hjónunum að Bessa stöðum í 3 ár. Eftir 9 ára dvöl þar syðra, flyt- ur hún heim til foreldra sinna er þá voru orðin búsett í Haust- húsum í Eyjahreppi og hafði þá bróðir hennar, Sigmundur, ný- skeð látist, en hann var fyrir- vinna hjá foreldrunum. Hann var atgjörvismaður og vinmargur. Heimkoma Kristrúnar vakti því mikinn fögnuð, ekki aðeins for- eldrunum, heldur og allri nálægri byggð. Við sem munum þá tíð frá bernskuárum okkar, er Kristrún kemur heim, minnumst þess enn sérstaklega, hversu hin frjálsa og jafnframt prúða og ljúfmannlega framkoma hennar bar því fagur- lega vitni að hún hafði fleira og betra fyrir séð, en þær jafnöldr- ur hennar er heima sátu Starfsdagur Kristrúnar er orð- inn langur og að sama skapi giftu ríkur. Góður er sá þáttur, er hún yfirgaf, það hérað hvar hún hafði fest nokkrar rætur og átti margs góðra kosta, og' hvarf heim í sorg arhús aldurhniginna foreldra hvar eitt skyldi yfir öll ganga, — fjarlægði kvíða þeirra, dapur- leika og tók þá að mestu leyti að sér umsjá heimilisins, fyrst um sinn með það í huga, að ekk- ert mætti þó skyggja á að for- eldrarnir héldu vitundinni um full húsbændaráð og að heim- ilið bæri að öllu leyti svipmót, er hún ætlaði bezt þjóna skap- gerð þeirra og venjum, og allt þetta rækti hún með þeim hætti, að þeim einum er fært, sem býr yfir miklum manndómi. Eftir að þessum þætti lauk og Kristrún hafði tekið við fullum búsforráðum ásam*: eiginmanni sínum, Jóni Þórðarsyni frá Mýr- Framhald á hls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.