Morgunblaðið - 20.03.1959, Blaðsíða 18
18
MOK'GVNBl AÐIÐ
Fðstudagur 20. marz 1959
Ágústa vann sigur yfir Svíum
— og vann bezta afrek mótsins
ÁGÚSTA Þorsteinsdóttir var
„hetja kvöldsins" er síðari
dagur sundmót KR var i
Sundhöllinni á miðvikudags-
kvöldið. Hún ein íslendinga
vann sigur yfir hinum góðu
sænsku gestum og hún vann
stærsta og mesta afrek fslend-
inga og hlaut fyrir það veg-
legan bikar, sem veittur var
fyrir bezta afrek mótsins.
★
Keppni Ágústu og Birgittu í 50
m sundi var geysiskemmtileg.
Ágústa náði þegar í upphafi for-
skoti með betra viðbragði og
sund hennar var allt röskara en
hinnar sænsku stöllu hennar, ef
frá eru skildir síðustu 10 metr-
arnir, en þá vann Birgitta nokk-
uð á. Með þessu sundi og meti
sýndi Ágústa hver afbragðssund-
kona hún er og einna ánægjuleg-
ast var að sjá að hún hafði enga
vanmáttarkennd fyrir mætti
hinnar erlendu sundkonu, en það
virtist há ýmsum öðrum, sem við
Svíana kepptu.
Helga Haraldsdóttir setti nýtt
með í 100 m baksundi, en þar
vann Birgitta öruggan sigur. —
Hlutur íslenzku kvenkeppend-
anna á þessu móti er því stór, er
þær setja tvö met og unnu þann
eina sigur er yfir Svíunum
vannst.
★
Sænsku piltarnir voru öruggir
um sigur í sínum greinum. Frá-
bært var 100 m bringusund Nils-
sons og þar jafnaði hann sænska
metið sitt, 1.14.5 mín. Hann sýndi
og góð tilþrif í skriðsundinu, en
þar sigraði landi hans, Brock, ör-
ugglega, en Guðmundur Gísla-
son fylgdi honum fast eftir á
báðum vegalengdunum. Einkum
vakti það athygli hve vel Brock
nýtti spyrnur við snúninga, en
þar vann hann ætíð nokkuð for-
f júnímánuði sl. tók Ágúst Þorsteinsdóttir við „Pálsbikarnum"
úr hendi forseta íslands fyrir bezta afrek á Sundmeistaramáti
fslands. Enn hefur hún unnið mikið afrek.
skot á Guðmund, sem Guðmundi
tókst síðan oft að minnka í sjálfu
sundinu. Mótið í heild var ánægju
legt og gott, en úrslit síðari dags
verða að bíða birtingar. -
Svissneskar
regnkáp
ur
úrvali.
☆
Fytrsta sendingin
af
vortizkunni
Hollenzku
Vorkápunum
☆
Rauðarárstíg 1
Svíornir í
Hofnnriirði
|f KVÖLD kl. 8,30 fer fram . .
\ Sundhöll Hafnarfjarðar sund- ■
S mót, sem KR gengst fyrir. (
) Meðal keppenda þar verða hin s
\ ir sænsku gestir félagsins auk \
S flestra eða allra beztu sund- (
) manna íslenzkra. Keppt verð- S
\ ur m. a. i 50 og 100 m skrið- )
S sundi karla, þar sem báðir \
) Svíarnir verða með auk Guð- s
■ mundar Gislasonar. Þá verður )
j og keppt í 100 m bringusundi \
) og reynir Niisson þá við s
í sænska metið. s
( Birgitta keppir m. a. við •
s Ágústu í 50 m skriðsundi. — s
' Auk þess verða unglingasund- s
\ greinar. Er ekki að efa að ■
S Hafnfirðingar kunna vel að i,
) meta slíka keppni, sem þarna s
verður efalaust.
Merkt Oniega
kvenúr
tapaðist á Langholtsvegi í gær.
Vinsamlega skilist á Langholts
vegi 85 eða til rannsóknarlög-
reglunnar.
Til sölu
Þrenn karlmannaföt, nr. 38. —
Einnig nýleg hrærivél (Hamil-
ton Beaoh), og skátakjóll. Allt
vel með farið. — Uppiýsingar
á Ásvallagötu 10 (kjallara). —
Sími 18656.
25 ára afmælishóf
Arnesingafélagsins
ÁRNESINGAFÉLAGIÐ í Reykja
vík minntist 25 ára afmælis síns
sl. laugardag með glæsilegu og
fjölmennu samkvæmi í veitinga-
húsinu Lídó. Var hinn stóri og
vistlegi samkomusalur veitinga-
hússins fullskipaður og þjónusta
öll og framreiðsla hin ákjósan-
legasta.
Skemmtiskrá var bæði fjöl-
breytt og vönduð, en að henni
stóðu nær eingöngu Árnesingar.
Samkvæmið hófst með því, að
formaður félagsins, Hróbjartur
Bjarnason, stórkaupmaður, sem
stýrði samkomunni, bauð gesti
velkomna með nokkrum ávarps-
orðum. Er menn höfðu setið að
snæðingi um stund, hófst
skemmtiskrá kvöldsins með því,
að prófessor Guðni Jónsson flutti
afburða snjalla afmælisræðu.
Rakti hann tildrögin að stofnun
átthagafélaganna og þá sérstak-
lega Árnesingafélagsins og benti
á, að félagið ætti tilveru sína
fyrst og fremst að þakka tryggð
og ræktarsemi manna við átthag-
ana, greindi frá helztu starfsemi
félagsins fyrr og síðar, minntist
síðan látinna forystumanna fé-
lagsins og ræddi að lokum um
framtíðarverkefni þess. Var mik-
ill rómur gerður að ræðu pró-
féssors Guðna.
Þá tilkynnti formaður, að
tveir nafnkunnir Árnesingar 1
Reykjavík, þeir forstjórarnir
Bjarni Jónsson frá Galtafelli og
Guðmundur Jensson, hefðu gefið
félaginu vandaðan og glæsilegan
félagsfána, sem gerður var eftir
teikningu Guðmundar Einarsson-
ar frá Miðdal. Var fánanum og
gefendunum, sem staddir voru í
samkvæminu, ákaft fagnað.
Þá skýrði formaður frá þvi, að
félagið hefði látið gera félags-
merki úr silfri og gulli, eftir
teikningum sama listamanns, og
væri gullmerkin heiðursmerki,
sem veitt yrðu fyrir sérstaklega
vel unnin störf í þágu félagsins.
Að þessu sinni hefði verið ákveð-
ið að veita Guðna Jónssyni pró-
fessor þetta heiðursmerki fyrst-
um manna, en hann var einn af
stofnendum félagsins og hefur
verið ritari þess frá upphafi. Um
leið og formaður afhenti honum
þetta heiðursmerki ávarpaði
hann prófessor Guðna með
nokkrum orðum og þakkaði í
nafni félagsins og Árnesinga
þann mikla skerf, sem hann hefði
lagt til íslenzkra fræða og sér-
staklega sögu Árnesþings og fyr-
ir hans farsælu störf í þágu fé-
lagsins frá upphafi.
Þá flutti formaður Arnesinga-
félagsins í Keflavík, Jakob
Indriðason, snjallt ávarp og af-
henti frá félagi sínu Árnesinga-
félaginu að gjöf mjög vandaðan
fundarhamar, útskorinn af Þráni
Árnasyni, myndskera.
Jörundur Brynjólfsson, fyrr-
verandi alþingismaður, kvaddi
sér hljóðs og flutti félaginu árn-
aðaróskir og þakkarorð fyrir
störf þess í þágu Árnesinga aust-
an Fjalls og vestan. Ræðu þessa
aldna forystumanns Árnesinga
um áratugi, var tekið með mikl-
um fögnuði.
Þessu næst flutti Karl Guð-
mundsson leikari tvo skemmti-
þætti við ágætar undirtektir. Eft-
ir það sungu óperusöngvararnir
frú Þuríður Pálsdóttir og Guð-
mundur Guðjónsson nokkur lög.
Þá var karlakórssöngur, Árnes-
ingar, undir stjórn Þorvalds
Ágústssonar frá Asum. Sungu
þeir eingöngu lög eftir Árnes-
inga og tókst söngurinn með
miklum ágætum.
Ennfremur kvöddu sér hljóðs
í samkvæminu listamennirnir
Guðmúndur Einarsson frá Mið-
dal, sem flutti félaginu kvæði í
tilefni af afmælinu og Tómas Guð
mundsson skáld, sem talaði í létt-
um tón og sagðist vel að vanda.
Félaginu barst höfðingleg gjöf
frá Guðmundi kaupmanni Guð-
mundssyni í Höfn á Selfossi. Enn-
fremur bárust félaginu kveðjur
og skeyti víðs vegar að, m. a. frá
Gunnari Thoroddsen, borgar-
stjóra í Reykjavík.
ítalskir ráðherrar
í Loiidon og París
PARÍS, 18. marz. (Reuter). Segni
forsætisráðherra og Pella utan-
ríkisrðherra ftala komu í dag til
Parísar. Síðustu tvo daga hafa
þeir dvalizt í Lundúnum og rætt
við brezka ráðamenn og munu
dveljast í París næstu tvo daga,
til viðræðna við frönsku stjórn-
ina. Umræður þessar snúast um
deilumálin milli Austurs og Vest-
urs og fyrirhugaðar samningaum-
leitanir í Þýzkalandsmálunum.
Skíðapeysur
í mjög glæsilegu úrvali. Nýjar gerðir.
Prjónasfofan Htin h.f
Skólavörðustíg 18 — Sími 12779.
kápudeildinni
Laugaveg 89.
MARUDURINN
Reykjavík.