Morgunblaðið - 21.03.1959, Page 13
Laugardagur 21. marz 1959
MORGVTSBLAÐIÐ
13
Guðmundui Helgi Ólulsson
MEÐ Guðmundi Helga eins og
hann var nefndur í daglegu tali,
er fallinn í valinn einn af frum-
herjum Keflavíkur, hann tók
sterkan þátt í þeirri uppbygg-
ingu, sem hófst í Keflavík upp
úr síðastliðnum aldamótum og
var forustumaður á því sviði á
meðan heilsan entist.
Guðmundur fæddist í Narfa-
koti í Inriri-Njarðvíkum hinn 16.
september 1883. Foreldrar hans
voru Oddný Guðmundsdóttir, ljós
móðir, sem eldri Keflvíkingar
mega vel muna fyrir hennar far-
sælu störf sem ljósmóðir í Kefla-
vik um áratuga skeið, og Ólafur
Magnússon, þau hjón eignuðust
5 börn og var Guðmundur þeirra
elztur, eitt barnanna dó í æsku.
Guðmundur var vel gefinn
maður og hafði sterka löngun til
að mentast, hann fór því ungur
á Flensborgarskólann og var þar
einn vetur, næstu tvo vetur var
hann á Sjómannaskólanum og
lauk þaðan prófi.
Árið 1902 missti Guðmundur
föður sinn, þá íluttist móðir hans
til Keflavíkur með fjögur börn-
in, sem eftir lifðu, þau Guðmund,
Ingiber, Albert og Aldísi eftir að
fyrirvinnan var horfin.
Þau mynduðu þar sameigin-
legt heimili og tók móðir hans
þá að stunda ljósmóðurstörf eins
og fyrr segir, en Guðmundur sem
var elztur barnanna varð fyrir-
vinnan meðan yngri börnin voru
að komast á fót.
Upp úr þessu fór Guðmundur
að gerast athafnasamur, hann
stundaði sjómennsku á skútum og
opnum skipum, sem kallað var.
Hann fór til Austfjarða og heppn
aðist vel að afla þar, sem sagt
atorkan var mikil og tókst vel
með að afla nauðþurfta fyrir
sameiginlega heimilið.
Nú fór framsæknin og athafna
þrá Guðmundar ört vaxandi sam-
hliða því sem efnahagsaðstæðan
batnaði, hann réðist í af stórhug
að byggja myndarlegt íbúðarhús
við Aðalgötu í Keflavík, sem nú
er eign Þórarins Ólafssonar tré-
smíðameistara, hann hafði forustu
um í félagi við Ingiber bróður
sinn að byggja opið skip (áttræð
ing), sem Ingiber gjörðist for-
maður á svo fóru þeir út í að
byggja mótorbát með fleirum
sem var nefndur „Framtíð" á
þeim bát varð Ingiber formaður
við formensku á áttræðingnum
tók þá Albert bróðir þeirra
svo höfðu þeir bræður forustu
um að byggja annan mótorbát,
sem var nefndur „Sæborg“ sem
Albert varð formaður á. Var
hann ávallt formaður á mótor-
bátum upp frá því þar til nú fyr-
ir fáum árum að hann varð að
hætta fyrir aldurssakir, alla tíð
var Albert í allra fremstu röð
sem sjósóknari og fiskimaður.
í sambandi við þessar útgerð-
arframkvæmdir reisti Guðmund-
ur stórt og myndarlegt fisk-
geymsluhús 6g mikla fiskreiti til
saltfiskverkunar, og var það al-
stærsta fiskverkunarstöð í ein-
staklings eigu á þeim tíma í
Keflavik og þótti stórt átak þá,
síðar fór hann að drífa verzlun
og reisti fyrir það myndarlegt
verzlunarhús rétt hjá íbúðarhúsi
sínu. Síðasta stórvirki hans var
að reisa þriggja hæða steinhús
í Keflavík, sem stendur við Tún
götu og er í daglegu tali kallað
Klappinborg, sem allir Keflvík-
ingar kannast við, þetta hús var
fyrirhugað helmingi stærra en
það er og var fyrirhugaður þar
hótelrekstur. Um þetta leyti
missti Guðmundur heilsuna og
varð að gefast upp við sínar at-
hafnir. Þannig var lífsferill Guð-
mundar óslitin athafnakeðja, sem
ekkert lát var á, á meðan heilsan
entist.
Guðmundur giftist færeyskri
konu, Jónu, að nafni, í september
1912, en hún dó 1929. Þau eign-
uðust 4 börn, misstu eitt ungt, en
á lífi eru Ólafur, Emil og Lovísa,
auk þess ól hann upp tvö stjúp-
börn sem kona hans eignaðist áð-
ur en þau giftust, það eru þau
Vilhelm Ellefsen og Inga Nielsen.
Eftir konu missirinn og samtím
is að steðjaði heilsuleysi, hvarf
allur athafna þróttur Guðmund-
ar, fluttist hann þá til Reykja-
víkur, það mun hafa verið árið
1933.
Þar myndaði hann heimili með
frú Guðrúnu Sigurðardóttir, sem
varð honum stoð og stytta í veik-
indaörðugleikum hans. Síðar lag
aðist heilsa Guðmundar svo, að
hann gat á ný hafið störf sér til
lífsframdráttar. Hann myndaði
sér þá sjálfstæðan atvinnurekstur
enda undi hann ekki öðru en að
vinna í eigin brauði.
Nú verður þú vinur til mold-
ar borinn í þinni gömlu Kefla-
vík, sem í dag er orðin allt önn-
ur og meir heldur en hún var á
okkar uppvaxtarárum, fyrir þitt
og þinna framtak og dugnað, ég
þakka þér fyrir alla samferðina
og vona að við hittumst glaðir
og hreifir á fyrirheitna landinu
eins og ávallt hér í lífi.
Guð blessi þig vinur.
Elías Þorsteinsson.
Corunna í árekstri
BREZKA blaðið Daily Telegraph
skýrir frá því að brezki tundur-
spillirinn Corunna hafi rekizt á
brezka tundurspillinn Barrosa á
sunnanverðu Atlantshafi og hafj
bæði skipin skemmzt verulega.
Corunna var ekki alls fyrir löngu
uppi á íslandsmiðura að vernda
brezka landhelgisbrjóta. Hann
var annar þeirra tundurspilla,
sem komu togaranum Valafelli til
hjálpar, þegar Þór hafði tekið
hann út af Loðmundarfirði.
FER VEL MEÐ HENDU
þvol
SKÝRIR LITI I ULLARTAUI
Þvol er betra en sápuspænir til að þvo
ull, silki og nælon. Það freyðir vel og
skolast mjög auðveldlega úr. Þvol þvær
jafnt í köldu sem heitu vatni. Þvol skýrir
liti í ullartaui.
MIKILL VINNUSPARNAÐUR
Fita og önnur óhreinindi renna af diskum
og glösum. Ef þér hafið uppþvottagrind
og notið vel heitt vatn, þá þarf hvorki að
skola né þurrka og leirtauið verður ský-
laust og gljáandi.
★ Þvol er einnig mjög gott til hreingem-
inga, gólfþvotta, blettahreinsunar o.m.fl.
★ Þvol er mjög drjúgt.
Skrifstofustúlka
óskast nú þegar. Uppl. á skrifstofunni.
Sjóklœðagerð íslands
Skúlagötu 51.
Stúlkur óskast
á Hótel úti á landi.
Upplýsingar í síma 10039.
Stórt hús
nálægt Miðbænum til sölu. Húsið er ca. 140—150
ferm., tvær hæðir kjallari og ris. Þeir sem áhuga hafa
sendi nöfn sín í lokuðu umslagi á afgr. blaðsins
merkt: „Gott hús — 5359“.
Prjónastofan Hlín
óskar eftir stúlkum sem vanar eru að sníða og sauma
á samansaumingarvélar. Uppl. á Flókagötu 21.
Tilkynning frá póststofunni
Vegna 40 ára afmælis Póstmannafélag Islands verð-
ur póststofan lokuð frá kl. 14 í dag.
PÓSTMEISTARI.
6 herbergja
nýtízku íbúðarhæð fæst í skiptum fyrir góða 4ra herbergja
íbúðarhæð í Laugarneshverfi.
Hef kaupanda að góðri 5 herbergja íbúðarhæð í Laugar-
neshverfi og Vesturbænum, einnig góðri 3ja herbergja
íbúð í Norðurmýri eða Vesturbænum. Mjög háar útborg-
anir.
STEINN JÓNSSON, hdl.
lögfræðiskrifstofa — fasteigna-Sala.
Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951.
Rafmótorar
ýmsar stærðir. Verðið mjög hagstætt.
= HÉÐINN =
Vélaverzlun