Morgunblaðið - 22.04.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 22.04.1959, Síða 6
e MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 22. apríl 1959 liEÐlÐ EFXIR NIXON. — Eins og skýrt hefur verið frá í frétt- um, er búizt við að Nixon, varaforseti Bandaríkjanna, fari til Moskvu hinn 25. júlí nk. til að vera viðstaddur þar ameríska sýningu. Skopteiknari blaðsins Hamburger Abendblatt hugsar sér, að Krúsjeff bíði eftir Nixon á þann hátt, sem að ofan er sýnt. — \Leggur brezka stjórnin til kosninga?\ ) i ÞAÐ frefur vakið allmikla at- hygli, hvernig fjárlög voru, sem brezki fjármálaráðherrann lagði fram í þinginu fyrir stuttu síðan. Eins og siður er, þá tók hann handritið af f járlögunum úr lítilii rauðri leðurtösku og síðan héit hann blaðalaust 2ja tima ræðu um þetta lagafrumvarp og fékk sér aðeins við og við sopa af glasi, en í þessu glasi fjármála. ráðherrans var sama blandan, og alltaf er, en það er mjólk, hun- ang og romm hrært saman. Flest- ir þingmenn ráku upp stór augu, þegar fjármálaráðherrann sýndi frumvarp sitt. Mörgum varð á að hvísla hver að öðrum, að hér væri greinilega um kosninga- fjárlög að ræða, það væri auðséð á fjárlögum ráðherrans að stjórn Harold Macmillans mundi leggja til kosninga í ár. Með öðru móti gátu menn ekki skýrt það vegna hvers íhaldsstjórnin brezka léti nú allt í einu rigna himnabrauði yfir kjósendurna á þann hátt, sem fjárlagafrumvarpið bar vott um. ★ Fjármálaráðherrann hafði eiit- hvað handa öllum í þessu frum- varpi sínu. Fyrst ber að telja að tekjuskatturinn er verulega lækk aður og einnig er mjög verulega lækkaður hinn svonefndi „Pur- chase Tax“, eða kauptollur og gildir sú lækkun fyrir allar nauð- synjar almennings og einnig fjölda margar aðrar vörur. Þá er gert ráð fyrir því, að hraðað verði greiðslum á styrjaldarlán- um, hækkuð verði eftirlaun til embættismanna og hinn svo- kallaði fjármagnsskattur afnum. inn og loks koma ýmsar aðrar tilslakanir, sem koma almenningi til góða. Allt þetta hefur þau áhrif, að nokkuð auknar kröfur eru gerðar á hendur ríkinu, en þrátt fyrir það er gert ráð fyrir geiðsluafgangi á þesum fjárlög- um, sem nemur um 102 millj. punda. Aðeins í einu tilfelli er gert ráð fyrir sérstakri skatt- hækkun en það er í því formi, að þeir sem láta bíla sína standa á götum úti um nætur í stað þess að hafa þá í bílskúr, verða að borga á ári 12 pund í eins konar götugjald. Öðru eins og þessu hafði brezk- ur almenningur og raunar flestir brezkir stjórnmálamenn ekki bú- ist við. En menn hafa dregið þá J ályktun af f járlögunum, að nú ] hafi fjármálaráðherrann viljað i nota það góðæri, sem skapazt hef | ur á dögum rikisstjórnarinnar tilj þess að létta byrðar aimennings og búa vel í haginn fyrir kosn-1 ingar, sem sífellt er talað um að: séu á naestu grösum í Bretlandi. | Þær ráðstafanir, sem gert er ráð ; fyrir í fjárlögunum og koma til léttis almenningi, taka ýmist gildi þegar í stað, ellegar þær taka gildi hinn 1. júní nk. Það er búist við að vegna frágangsins á fjárlögunum, þá muni um 150 þús. atvinnuleysingja fá vinnu, en það hefur verið þungui skuggi yfir brezku stjórninni að þar í landi skuli vera um haif milljón atvinnulausra manna, og hafa stjórnarandstæðingar notað það óspart gegn stjórninni. Smátt og smátt er svo búizt við að tala hinna atvinnulausu minnki. Nú brjóta menn heilann um það, einu sinni, hvenær Mac- millan muni leggja til kosning- anna. Ekki er búizt við að þingið verði búið að koma öllum þeim lögum fyrir, sem þarf í sambandi við fjárlögin, þannig að kosning- ar gætu orðið fyrri heldur en til dæmis fimmtudaginn hinn 11. júní en það er fastur siður í Engl- andi að kjósa á fimmtudögum. Sumir segja að þessi dagur verði valinn vegna þess að þá verði hinar nýju breytingar fólkinu í sem ferskustu minni og þá yrði drottpingin rétt ófarin til Kanada, en þangað á hún að fara í opin- bera heimsókn hinn 18. júní. Einnig hafa menn hallazt að því, að kosningarnar yrðu haldnar snemma, vegna þess að forsætis- ráðherrann, sem ef til vill verður Macmillan áfram, muni vilja hafa sem frjálsastar hendur og sem mest á bak við sig, þegar kemur til hinna miklu funda, sem gert er ráð fyrir að verði meðal hinna æðstu stjórnmálamanna í sumar. Aðrir segja, að það sé ekki trú- legt að kosið verði svo snemma, heidur muni nýjar .kosningar ekki fara fram fyrr en í haust og þá í október. Ef þetta sé gert, þá sé hægt að ganga frá fjárlögun- um og öllu því sem að þeim fylg- ir, í ró og spekt, og forsætisráð- herrann geti þá einbeitt sér að þeim verkefnum, sem liggja fyrir stjórnmálafundunum í sumar án þess að vera að hugsa um nýjar kosningar og það sem þeim fylgir. Einmitt vegna þess, að dr. Aden- auer hefur nú boðað landi sínu að hann muni taka að sér forseta- embættið, — er talið að Mac- millan muni verða enn meira á- berandi maður á þeim fundum, sem gert er ráð fyrir, heldur en ella hefði orðið. Hafin yrði þar eins konar fasta fulltrúi Vestur- Evrópu, að því er sumir telja. Þá benda margir á það, að í haust verði greinilegar komnar fram ýmsar góðar afleiðingar fjárlaganna, svo sem minnkandi atvinnuleysi og sé því hagstæðara þess vegna að hafa kosningarnar seint á árinu heldur en snemma. ★ Það er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem það hefur verið boðað í heimsblöðunum og raunar verið lætt um það meðal brezkra stjórn málamanna og almennings, að nú stæðu kosningar alveg fyrir dyr- um. Hvort svo fer í þetta skipti leiðir framtíðin í Ijós, en margir þykjast nú fullvissir í sinni sök um kosningar muni verða, eftir að komið er fram þetta fjárlaga- frumvarp, sem þeir kalla kosn- ingafj árlög íhaldsstj órnarinnar. Miklir liitar Gautaborg, 17. apríl. SAMKVÆMT þeim skýrslum, sem til eru, hefur aldrei verið jafnmikill hiti í Gautaborg svo snemma vors eins og í gær. Þá voru mældar hér 22 gráður. Mösti hiti samkvæmt skýrslum var 12. apríl 1906, 20 gráður. Hinn mikli munur á hitanum í Suður-Svíþjóð og Norður-Sví- þjóð hefur vakið mikla athygli. Á sama tíma og hitabylgjan gengur yfir Gautaborg og Suður- Svíþjóð, er 20 stiga kuldi í Nai- macka. Næstu daga er búizt við að kólni í veðri vegna kulda- svæðis sem liggur yfir Frakk- landi og færist norður á bóginn. „Þegjondi hemoi þorsknr í ólo“ Fyriilestur prófessors Jóns Helgasonar um brúðkaupssiðabækur Prófessor Jón Helgason flutti síð- ara fyrirlestur sinn í hátíðasal há- skólans kl. fimm síðdegis á laug- ardaginn. Fjallaði fyrirlesturinn um brúðkaupssiðabækur á 16. til 18. öld. Var hvert sæti skipað í hátíðasalnum og auk þess hlýddi fjöldi manns á fyrirlesturinn standandi. í upphafi máls síns veik próf- essor Jón að elztu brúðkaupssiða bókinni, sem varðveitzt hefur. Er hún frá síðustu tímum kaþólsk- unnar, en aldurinn er ákvarðaður eftir ýmsum orðmyndum, sem eru í bókinni og ekki koma fyrir í ísienzku máli nema á takmörk- uðu tímabili. Þessi elzta brúðkaupssiðabók inniheldur átta ræður. Eru þar fyrst þrjú minni fyrir þrjár per- sónur guðdómsins, þá minni Martinusar biskups, minni brúð- arinnar og loks kveðjuorð. Kveri þessu kvað hafa verið lítill gaumur gefinn fram eftir öldum, en þó lét Jón Sigurðsson \ 17 NÝIR dægurlagasöngvarar komu fram á miðnæturhljómleik- um. sem haldnir voru í Austur- bæjarbíói í gærkvöldi. — Með- fylgjandi mynd er af einni söng- konunni, Emmy Þórarinsdóttur. Hljómleikarnir verða endurteknir í kvöld kl. 11,15. skrifar úr 1 dagiega lífínu J Skúraklastrið BORGARI, sem oft hefur skrif- að Velvakanda bréf um ýmis- legt, sem betur mætti fara í bæn- um, skrifar: „Svo er fyrir að þakka að yfir- leitt er umgengni innanhúss í þessum bæ orðin mjög sómasam- leg og víða með hinni mestu prýði. Um fram allt er þetta kven þjóðinni að þakka. Umgengni ut- anhúss er líka að breytast til batn aðar á síðari árum, en fjarska vantar mikið á að enn sé vel íj þessu efni. Það er garðræktin og umgengni í görðum, sem einkum er að setja menningarlegri svip á bæinn, og einnig hér er það kvenfólkið, sem mestu orkar á betra veginn. Það sem mest lýtir nú í um- gengni á húsalóðum, er skúra- farganið. Einhverja viðleitni mun bæjarstjórn hafa sýnt í að afmá þenna draslarahátt, og má vera að helzt sé borgaralækni að þakka. En betur má ef duga skal. Það eru ógrynni af skúrum, sem hreinsa þyrfti burt af baklóðum, og það er mál til komið að með öllu verði tekið fyrir að klastrað sé upp skúrum, en það er á allra vitorði að enn er ákaflega sótt á i að fá leyfi til að koma upp bak- lóðaskúrum undir ýmis konar ’ yfirskini nauðsynjar. Er tími til kominn að mönnum verði gert það skiljanlegt að þetta heyri ai- gerlega til liðinni tíð.“ Ágæt landkynning FLESTAR þjóðir heims hafa nú áttað sig á því hve æski- legt er að fá erlenda ferðamenn með hinn eftirsótta gjaldeyri inn tö >rKpr í land sitt, og leggja margar hverjar í mikinn kostnað til að kynna það, sem landið hefur upp á að bjóða. Hér er heldur lítið gert fyrir ferðamenn eða til að laða ferða- menn að. Þó eigum við nokkuð, sem við getum ófeimnir haldið fram — og það er fagurt lands- lag. En fagurt landslag dregur ekki að, nema fólk hafi af því spurnir. Tilefni þessara hugleiðinga er, | að nýlega bárust þær fregnir frá Noregi, að þar hefði verið tvö j þúsundasta sýningin á Norður- ( löndum á íslenzkri kynningar- j mynd. Kjartan O. Bjarnason var j þar á sýningarferð með myndina „Sólskinsdagar á íslandi“, en undanfarin ár hefur hann ferðast með hana um Danmörku, Sví- þjóð, Finnland og Noreg, og hvar- vetna fengið ágæta aðsókn og góðar viðtökur. Sýningarferð Kjartans um Nor- eg hófst í Telemarkén í janúar- mánuði, en þar sýndi hann þessa fslandsmynd 55 sinnum. Eftir þrjár sýningar í Osló, lá leið hans um Norður- Noreg, alla leið til Kirkenes, og þar var myndin sýnd 65 sinnum. Síðast þegar við höfðum af hon- um spurnir, var hann á ferðinni í Þrændalögum með kvikmynd sína og þar var það einmitt, sem .Sólskinsdagar á íslandi" var sýnd í tvö þúsundasta sinn. Á þessu ári hafa því margir Norðmenn haft af því ofurlítil kynni, sem ísland hefur upp á að bjóða, og aðsóknin að kvikmynda sýningunum sannar að sú kynn- ing er þsssari frændþjóð okkar kærkomin. skrifa það upp. Ekki hafði sú afskrift tekizt að öllu leyti vel og tók prófessor Jón Helgason sem dæmi setningu úr upphaflega kverinu, sem er þar þannig. „Sæmd er graðsvínunum að sorga fyrir engu“. Hér ætti auðsjáan- lega að standa: „sæmd er það sveinunum“ o. s. frv. Afritarinn hafði lesið þ sem gr. í handritinu og skrifað: „Sæmd er það grað- svínunum------“ og þannig komst nýtt orð inn í orðabækur, og skor aði prófessor Jón nú á orðabóka- höfunda, að farga þessari leiðu skepnu. ★ Næst vék prófessor Jón að brúð kaupssiðabók frá 17. öld, en í henni er minnunum nokkuð breytt með tilliti til þess, að nýr siður var upp tekinn í landinu. Martinusarminni skyldi nú drukk ið í minningu Marteins Lúthers og í þessu kveri er afstaða til dýrlinga orðin öll önnur. Þriðja brúðkaupssiðabókin geym ir forsagnir um hvernig brúðkaupi skyldi hagað og er þannig helzta heimild um hvernig brúðkaup voru haldin fyrr á öldum. Er þar skýrt frá því, að hámark athafn- arinnar hafi verið er ljós voru borin í stofu á sunnudagskvöidi (brúðkaupið mun hafa hafizt á laugardag). Þeir sem komu með ljósin í stofuna sungu, en hmir, sem fyrir voru, svöruðu. ~k Fjórða og síðasta brúðkaups- siðabókin, sem prófessor Jón Helgason ræddi um, var brúð- kaupssiðabók Eggerts Ólafssonar. Er hún samin 1757 og er einkum ætluð höfðingjum og m. a. gert ráð fyrir að hljóðfæraleikari sé til staðar í brúðkaupinu. Eggert hefur gerbreytt öllum fyrri minnum og sett önnur í þeirra stað. Eru það heilsuminni, frjóvgunarminni, konungsminni og loks íslandsminni, sem mun vera hið elzta, sem til er. ★ Brúðkaupsræðan í bók Eggerts Ólafssonar hefst á þesum orðum: ,Þegjandi kemur þorskur í ála“. Mjög góður rómur var gerður að máli prófessors Jóns Helga- sonar, enda efni brúðkaupssiða- bókanna auðskilið og öllum þorra manna hugleikið. Brúðkaupssiðir, sem fjallað er um í þessum bók- um frá 16. og 18. öld munu standa rótum í heiðinni forneskju. Koma heiðnar trúarskoðanir sums stað- ar fram í minnunum eins og t. d. þar sem sá er talinn þóknanleg- astur guðdóminum, sem ótæpileg. ast þreyti drykkjuna. Kosið í fulltrúo- rdð FULLTRÚARÁÐ Verkalýðsfé- laganna í Hafnarfirði hélt nýlega aðalfund sinn. í stjórn voru kjörnir: Hermann Guðmundsson, formaður, Pétur Kristbergsson, ritari, Bergþór A1 bertsson, gjaldkeri. í varastjórn voru kjörnir: Bjarni Rögnvalds- son, Þórunn Sigurðardóttir Krist- jánsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Sveinbjörn Pálmason og Sigurður Guðmundsson. í fram- kvæmdanefnd til að sjá um 1. maí hátíðahöldin voru kjörnir: Ragnar Sigurðsson, Málfríður Stefánsdóttir, Sigurður Péturs- son. í nefnd þessa koma síðar fmi- trúar allra verkalýðsféi a innan fulltrúaráðsins og væntan- lega einnig frá Starfsmannafél. Hafnarfjarbæjar og Iðnnemafé- lagi Hafnarfjarðar, en samþykkt var að bjóða þessum félögum að vera með í 1. maí hátíðahöld- unum eins og verið hefur ávailt áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.