Morgunblaðið - 22.04.1959, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. apríl 1959
.iittMðHfr
Utg.: H.l. Arvakur ReykjavIIt
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
VIÐSKILNAÐUR V-STJÓRNARINNAR
IITAN UR HEIMI
Samir el-Rifai
stoð og stytta Husseins konungs
AÐ verður ekki nógsam-
lega brýnt fyrir almenn-
ingi að lesa hina
glöggu ræðu Magnúsar Jóns-
sonar alþingismanns, um fjár-
lögin og fjármálaástandið, sem
birt var í blaðinu í gær. Þar
er í senn rakinn viðskilnaður
hrakfallastjórnar Eysteins Jóns-
sonar á fjármálunum, lýst þeim
vanda, sem við er að etja eftir
uppgjöf hans og þeirra flokka
sem að V-stjórninni stóðu og loks
er dregin upp mynd af því hvern-
ig nú skuli brugðizt við vandan-
um. M. J. lýsir nokkuð viðskilnaði
V-stjórnarinnar og skulu rakin
úr þeim kafla nokkur atriði án
þess vitnað sé í ræðuna hverju
sinni, en eins og hér er sagt í
upphafi er það til nauðsynlegs
fróðleiks fyrir landsmenn að lesa
þessa ræðu í heild með athygli.
Afgreiðsla fjárlaganna hefur
nú dregizt meira en áður og liggja
til þess skiljanlegar ástæður. Þeg-
ar Eysteinn Jónsson lagði fjár-
lagafrv. sitt fyrir í haust, var
augljóst að vegna yfirvofandi
atórkostlegra hækkana, sem
leiddu af sívaxandi verðbólgu,
sem þáv. stjórn stefndi út í,
skorti stórar upphæðir til þess að
unnt væri að afgreiða greiðslu-
hallalaus fjárlög. M. J. segir orð-
rétt í ræðu sinni: „Fjárlagafrv.
varð því meira og minna mark-
laust plagg og skorti alla undir-
stöðu til að fjárveitinganefnd
gæti afgreitt það. Tíminn leið.
Stjórnarflokkarnir komu sér ekki
saman um neitt og loks hrökklað-
ist svo V-stjórnin frá í byrjun
desember. Eysteinn Jónsson eftir-
lét Alþingi hið marklausa plagg
sitt og ekkert annað. Hann hafði
engar tillögur að leggja fyrir Al-
þingi um lausn vandans. Síðan
leið nokkur tími þar til núv.stjórn
var mynduð rétt fyrir jólin. Við
henni blasti kviksyndi Eysteins
Jónssonar og manna hans. En það
var eitt sem E. J. hafði ekki
gleymt og það var að hækka laun
IGÆR birtist fréttatilkynn-
ing frá utanríkisráðuneyt
inu þess efnis, að
farið hefði fram mjög um-
fangsmikil opinber rann-
sókn á starfsemi dótturfélags SÍS,
Hins íslenzka steinolíuhlutafélags
á Keflavíkurvelli en í sambandi
við þá rannsókn hefði komið í
ljós, að annað dótturfélag SÍS,
Olíufélagið hf., sem frægt er úr
fyrri dómsmálum, hafi einnig átt
hlutdeild að viðskiptum á vellin-
um og hefði orðið að gera ráð-
stafanir til framhaldsrannsóknar
út af því. Þegar sjálft utanríkis-
ráðuneytið sér ástæðu til að birta
slíkar fréttatilkynningar, má
nærri geta að ekki muni um neina
smámuni að tefla, enda mun sú
rannsókn, sem þegar hefur farið
fram, hafa leitt mikíð misferli í
ljós, en þó ekki öll kurl komin til
grafar enn.
Samband ísl. samvinnufélaga,
að meðtöldum dótturfélögum
þess, er einasti auðhringur, sem
hægt er að tala um í þessu landi.
Þessi hringur hefur mjög stuðzt
við þau óeðlilega miklu stjórnar-
völd, sem Framsóknarflokkurinn
allmargra starfsmanna, sem voru
á hans snærum og skipa nýja.
Þetta voru einu tillögurnar í fjár-
hagsmálunum, sem E. J. lét eftir
sig.
Þegar nýja stjórnin var setzt
að völdum, var auðséð að alllang-
an tíma mundi taka að gera upp
þrotabú Eysteins Jónssonar, en
timinn hefur verið notaður til að
gera sér glögga grein fyrir á-
standi þess þrotabús, sem hann
lét eftir sig. Hugað var að leiðum
til sparnaðar í útgjöldum ríkis-
sjóðs og allt þetta var tafsamt
og hefur verið talið valda þeim
drætti á afgreiðslu fjárlaga sem
orðið hefur.
Þeir, sem tóku við þrotabúi Ey-
steins Jónssonar, sáu að ekki var
nema um tvo kosti að velja. Ann-
ar kosturinn var að vaða enn
lengra út í kviksyndið og leggja
á stórkostlega nýja skatta og alls
konar álögur, eða reyna að stöðva
dýrtíðarskriðuna og stíga fyrstu
sporin í áttina til heilbrigðs fjár-
málalífs. Síðari leiðin var valin,
enda var augljóst að þrotamaður.
inn Eysteinn Jónsson og þeir, sem
hann studdu, höfu leitt þjóðina
svo langt í efnahagsmálum að
aðal-efnahagsmálaráðunautur rík
isstjórnarinnar lýst ástandinu
þannig, að þjóðin væri að ganga
fram af brúninni á efnahagsmála-
sviðinu.
V-stjórnin hafði fleytt bú-
skapnum áfram með því að tvö-
falda ríkisskuldirnar og með því
að leggja stórálögur á þjóðina.
Um áramótin 1956—57 lagði
V-stjórnin 250 millj. kr. nýja
skatta á þjóðina og síðan komu
,bjargráðin“ á sl. ári með 790
millj. kr. nýjar álögur. Með þessu
var gengið fram af brúninni og
ríkisstjórnin gafst upp. Síðasta
fjárlagafrv. Eysteins Jónssonar
var marklaust plagg, yfirlýsing
um algert ráðaleysi og þrot, sem
varð fullljóst, þegar V-stjórnin
valt úr sessi fyrir jólin.
hefur haft á undanförnum árum.
Eii fleira hefur þar komið til og
ber þá fyrst að nefna þau stór-
kostlegu skattfríðindi sem sam-
vinnureksturinn hefur notið og
hefur leitt af sér að almennir
borgarar verða að greiða allan
megin-þunga skattanna fyrir
þennan auðhring. Þetta er hróp-
legt óréttlæti, en við þetta bæt-
ist svo það, að hvað eftir annað
hafa komið upp misferli, sem
tengd eru þessum auðhring.Er svo
að sjá sem gróðrafíknin eigi sér
hér engin takmörk og að sum-
part sé skákað í því skjóli hve
mikil völd Tímaklíkan hefur
haft. En bændurnir — hvað hugsa
þeir? Það var sízt af öllu slíkur
rekstur sem vakti fyrir þeim
Jakobi Hálfdánarsyni, Pétri á
Gautlöndum og Benedikt á Auðn-
um, sem oft hafa verið nefndir
meðal brautryðjenda að verzlun-
arsamtökum bænda. Þessi sam-
tök hafa verið leidd út á óheilla-
brautir af misvitrum og jafnvel
lítt heiðarlegum ráðamönnum og
er sannarlega kominn tími til að
snúa við frá þeirri braut
Það er ekkert leyndarmál, að
stoð og stytta Husseins Jórdaníu-
konungs er Samir el-Rifai, for-
sætisráðherra hans. Hann var
með konungi nokkra daga í
Bandaríkjunum, en þar var Huss
ein á ferð fyrir skömmu. El-
Rifai dvaldist með konungi í
Washington, en sá kafli ferðar-
innar skipti mestu máli. Samir
el-Rifái fór síðan heimleiðis á
undan konungi, sem ferðaðist um
Bandaríkin og fór til Bretlands
s.l. föstudag.
El-Rifai er 60 ára. Hann var
fyrst skipaður forsætisráðherra í
stjórnartíð afa Husseins. Ab-
dullah konungs, og Hussein skip-
aði el-Rifai forsætisráðherra í
fimmta sinn í maí í fyrra.
Samir el-Rifai fæddist í Safad,
í fjöllunum í norðurhluta
Palestínu. Faðir hans var áhrifa-
mikill Múhameðstrúarmaður og
lét son sinn ganga í góða skóla,
m. a. stundaði el-Rifai nám um
skeið við bandaríska háskólann i
Beirut. Hann talar ensku, frönsku
og tyrknesku reiprennandi. Þeg-
ar el-Rifai var að brjóta sér
braut, var það nauðsynlegt fyrir
unga menn, sem vildu láta opin-
ber mál til sín taka, að kunna
tyrknesku, því að þá réðu Tyrkir
lögum og lofum í Palestínu.
Árið 1922 tók el-Rifai að gegna
störfum í þjónustu hins opinbera
í Palestínu. Palestína var þá
verndarríki Breta. Árið 1925 varð
hann ríkisstarfsmaður í Trans-
jórdaníu, eftir að Bretar höfðu
viðurkennt landið sem sjálfstætt
ríki. El-Rifai aflaði sér álits jafnt
og þétt, og árið 1944 var hann —
ef svo má að orði komast —
„uppgötvaður" af Abdullah kon-
ungi. Gerði konungur hann fyrst
að innanríkisráðherra og síðan
að forsætisráðherra. Abdullah og
el-Rifai urðu miklir vinir. Kon-
ungur bar mikið traust til el-
Rifai og sendi hann sem persónu-
legan erindreka sinn til Banda-
ríkjanna í janúarmánuði 1959.
Tilgangurinn með þessari för var
að fá Jórdaníu viðurkennda sem
sjálfstætt ríki, og það tókst.
★
Abdullah konungur var myrt-
ur 1951 eg upp úr því hófst
50 millj. dala fjárhagsaðsto'ð.
dautt tímabil á stjórnmálaferli
el-Rifais. Arabiskri þjóðernis-
stefnu óx mjög fiskur um hrygg,
einkum eftir að Nasser tók völd-
in í sínar hendur í Egyptalandi.
í stjórnmálum Jórdaníu var ekki
lengur neitt rúm fyrir hófsemi í
skoðunum og vinsemd í garð
vestrænna ríkja. Hussein kon-
ungur lét fyrst í stað berast fyr-
ir straumi nasserískrar þjóðern-
isstefnu, en þegar í óefni var kom
ið, sneri hann sér til el-Rifai
í ársbyrjun 1956 og leitaði hjá
honum ráða og stuðnings.
Síðan var lýst yfir því, að
Jórdanía mundi ekki gerast aðili
að Bagdadsáttmálanum, sem
Nasser hafði rekið sífelldan áróð-
ur gegn, enda' voru Jórdaníu-
menn mjög andvígir því, að land-
ið gengi í Bagdadbandalagið.
„Glubb Pasha“, John Bagot
Glubb hershöfðingja, stofnanda
og stjórnanda Arabisku herdeild-
arinnar, var visað úr landi. El-
Rifai var andvígur þessari ráð-
stöfun Husseins konungs, en hon-
um mun þó hafa verið Ijóst, að
varla varð hjá því komizt að færa
þessa fórn á altari þjóðernis-
stefnunnar. Á síðustu árum hefir
Hussein barizt gegn Nasserisman
um til að halda hásæti sínu, og
hann hefir í æ vaxandi mæli
sótt ráð og aðstoð til el-Rifais.
Stofnun sambandsríkis Jórd-
aníu og íraks var að mestu leyti
verk Rifais, og jafnvel eftir bylt-
inguna í írak þann 14. júlí í fyrra,
lagði el-Rifai sig allan fram um
að sambandið milli ríkjanna yrði
ekki rofið. En allt kom fyrir ekki.
Byltingastjórnin í írak rauf alla
samninga við Jórdaníu.
★
El-Rifai á tvær dætur og þrjá
syni. Elzti sonur hans, Zayd, er
fulltrúi Jórdaníu á þingi SÞ og
vakti á sér athygli, er hann talaði
af hálfu Jórdaníu í umræðunum
um framtíð brezku og frönsku
Kamerún í Allsherjaþinginu í
febrúar og marz.
í New York tjáði el-Rifai blaða
mönnum, að hann væri ekki í
opinberri heimsókn í Bandaríkj-
unum:
— Við komum ekki hingað til
að semja — konunginn langaði
til að heimsækja Bandaríkin og
áleit heimsóknina jafnframt vera
ágætt tækifæri til að heimsækja
Eisenhower forseta. Ekki mun ég
samt neita því, að ákveðnar við-
ræður hafi átt sér * stað. Eftir
þessa heimsókn tel ég, að við
megum eiga vísa fjárhagsaðstoð
frá Bandaríkjunum, en engar á-
kveðnar tölur hafa verið nefndar.
Forsætisráðherrann álítur, að
landið þurfi a. m. k. 50 millj.
dala fjárhagsaðstoð árlega — í
stað þeirrar aðstoðar, sem Bretar
veittu Jórdaníu, þangað til
„Glubb Pasha“ var sendur heim.
Frá því í Júlí hefir Jórdanía
fengið 34 millj. dala fjárhagsað-
stoð frá Bandaríkjunum til efl-
ingar atvinnulífinu í landinu, og
að auki hafa Jórdanar fengið
álitlega upphæð til að efla varnir
landsins.
Svo virðist sem Bandaríkja-
menn séu nú að taka sæti Breta
í Jórdaníu þrátt fyrir það, að
margir Bandaríkjamenn eru
mjög efins um framtíð Jórdaníu
sem sjálfstæðs ríkis. f skýrslu
frá Alþjóðabankanum, sem reynd
ar var gerð fyrir allmörgum ár-
um, segir, að Jórdanía muni
aldrei geta staðið á eigin fótum
fjárhagslega svo lengi sem 800
þús. flóttamenn frá Palestínu séu
í Jórdaníu.
★
El-Rifai sagði einnig við blaða-
menn, að ástandið hefði breyzt
mjög í Jórdaníu síðan s.l. sumar,
þegar Allsherjarþingið var kvatt
saman til aukafundar vegna at-
burðanna þar eystra. Mjög hefir
dregið úr andróðri Nassers, allt
er með kyrrð og spekkt í bili,
sagði forsætisráðherrann. Bezta
sönnunin fyrir því er, að við
báðir — konungurinn og ég skul-
um geta yfirgefið landið samtím-
is, sagði el-Rifai og brosti.
Ný eiturcíni
NEW York — Sloan-Kettering
krabbameinsrannsóknarstöðin hef
ur skýrt svo frá, að tveimur
bandarískum vísindamönnum
hafi tekizt að einangra tvö ný
efni í sígarettureyk, sem valdi
krabbameini. Hefur fregn þessi
verið staðfest af þjóðarsamtökum
þeim í Bandaríkjunum, sem berj
ast gegn krabbameininu. Segir
í fréttinni, að fyrrgreindu efnin
tvö séu úr benzinfluoranthen-
hópnum, sem valdið hefur húð-
krabba hjá tilraunamúsum. Átta
mismunandi kolasúr efni, sem
talin eru valda krabbameini, hafa
verið einangruð í sígarettutjöru.
Drengurinn, sem á myndinni sézt ræða við kennslukonuna
sína, er konungssonur, en litlar líkur eru til þess, að hann setj-
ist nokkurn tíma í hásæti feðra sinna. Hann er 7 ára, heitir
Fuad og er sonur Farúks, fyrrverandi Egyptalandskonungs.
Fuad var nýiega komið fyrir í þessum skóla, sem er í Laus-
anne í Sviss. Faðir hans fylgdi honum sjálfur í skólann fyrsta
daginn. Fuad er vinsæll meðal skólafélaga sinna, og kennar-
arnir segja, að honum sækist námið veL
MISFERLI DOTTURFELAGA SIS