Morgunblaðið - 22.04.1959, Side 13
Mifívikurlaerur 22. apríl 1959
MORGUNBLAÐIÐ
13
Magnús Guðmundsson, Mykjunesi:
Kjördœmabrey tingin /e/ð/r til
meiri kynna og samvinnu fólksins
í landlinu
AÐ SJÁLFSÖGÐU er haldið á-
fram að ræða um kjördæmamálið
og sýnist sitt hverjum. Verður
það að teljast eðlilegt þar sem
um jafnstórt mái er að ræða og
hin fyrirhugaða kjördæmabreyt-
ing er. Annars vegar er Fram-
sóknarflokkurinn, en hins vegar
er yfirgnæfandi meirihluti þjóð-
arinnar, sem stendur saman um
þetta mál og nuun vissulega bera
gæfu til að bera bað fram til
sigurs.
örvæntingarfullt andóf
Framsóknar
Það sem fyrst og fremst auð-
kennir skrif Framsóknarmanna,
sem hafa látið til sín heyra í
þessu máli er örvæntingarfullt
andóf án raka, sem eðlilegt er,
því ekki er að efa það að hinir
greindari Framsóknarmenn
myndu beita rökum, ef þau væru
til. Að vonum tína þeir ýmislegt
til, en þó fyrst og fremst það að
reyna að slá meira á strengi til-
finninganna en skynseminnar.
Jafnvel hef ég séð því haldið
fram, að lýðræðinu væri hætta
búin, ef við tækjum upp hlutfalls
kosningafyrirkomulag í stórum
kj ördæmum og talað um hitt og
þetta úti í heimi, og t.d. oft
minnzt á Norðurlönd í því sam-
bandi. Nú er það að sjálfsögðu
svo að sinn er siður í hverju
landi. Og það sem reynist gott
hjá einni þjóð, getur reynzt ó-
fært hjá annarri, eftir því verð-
ur ekki hægt að dæma. Það mætti
benda Framsóknarmönnum á eitt
í þessu sambandi og það er að
þeir koma tillögum sínum um
einmenningskjördlBemi á fram-
færi við aðrar þjóðir, við skulum
segja Norðurlandaþjóðirnar í
gegnum Norðurlandaráðið. Fyrst
aðrar þjóðir hafa ekki skilið
þetta, væri þarna gott tækifæri
fyrir Framsókn að láta sitt lýð-
ræðisljós skína og benda þeim á
Framsóknarlýðræðið.
Fullkomnara lýðræði
Ég held, að allir, sem hafa
óbrjálaða dómgreind og opin
augu, hljóti að sjá og viðurkenna,
að með stækkun kjördæmanna er
verið að stíga stórt skref í þá átt
að gera lýðræðið í þjóðfélaginu
fullkomnara ®n það er. Það er
verið að jafna rétt fólksins til að
hafa áhrif á gang þjóðmálanna,
en það er ekki verið að svipta
neinn neinum réttindum. Það á
að taka upp meiri samvinnu á
milli fólksins í landinu. Um þetta
atriði mun ég ekki fara fleiri
orðum, en vísa til greinar er
birtist eftir mig í Morgunblaðinu
27. febrúar sl.
Þá tala Framsóknarmenn um
hinn sögulega rétt kjördæmanna,
eins og þau eru nú og telja, að
ekki eigi að breytá þeim af þeim
sökum. Ég held að það sé svona
ámóta röksemd og það, ef farið
væri að halda því fram, að við
ættum að leggja niður kristna trú
í landinu vegna þess að forfeður
okkar játuðu aðra trú er þeir
námu land. Nei, vissulega er
þetta tal Framsóknarmanna fjas
eitt, því þegar "eitthvað í stjórn-
skipulaginu er orðið úrelt og
óraunhæft, þá á að breyta því
í samræmi við eðli og ástand
yfirstandandi tíma og um leið að
reyna að gera sér grein fyrir því,
eftir því, sem hægt er, hvað fram-
tíðinni muni bezt henta.
Sjálfstæðisfólkíð ræð<ur
frambjóðendum
Tvennt er það, sem virðist á-
sækja Framsóknarmenn mjörj
fast í sambandi við þetta mál.
En það er, í fyrsta lagi, að flokks
stjórnirnar muni ráða framboð-
um, þegar kjördæmin eru orðin
stærri en þau eru nú, og í öðru
lagi, að hlutfallskosningarnar
bjóði nýjum flokkum heim, smá
flokkum eins og þeir nefna það.
Nú skulum við athuga þetta
nánar.
Um það að miðstjórnir flokk-
anna ráði framboðum er það að
segja, að hjá Sjálfstæðisflokkn-
um hefur það verið þannig, að
flokksmenn í hverju kjördæmi
hafa vitanlega sjálfir ráðið því
hver væri í framboði. Og ekki
óttast ég um neina breytingu á
því þó kjördæmin stækki. Og
mjög myndi það vera hæpán
ákvörðun hjá miðstjórn flokks að
neyða frambjóðánda inn á kjós-
endur, sem þeir í raun og veru
ekki vildu, enda nokkur ráðgáta
hvernig það væri hægt, þar sem
úrskurðarvald í þeim málum er
hjá flokksfélögunum í héruðun-
um eða a. m. k. er það svo hjá
Sjálfstæðisflokknum. Ég er að
vísu ekki fróður um, hvernig
þessu er fyrirkomið hjá Fram-
sókn, en álít, að það sé heimilis-
mál hjá þeim, ef eitthvað er
ábótavant, sem þeir verði að
reyna að leysa á karlmannlegan
hátt.
Klofnar Framsókn?
Þá er hitt atriðið um fjölgun
flokka. Ekki óttast ég það svo
mjög, að stjórnmálaflokkum
fjölgi neitt hér á landi í náinni
framtíð. Slíkt hefur átt erfitt
uppdráttar hér eins og allir vita.
Og það væri meira en smáflokk-
ur, sem kæmi að mönnum í kjör-
dæmum þar sem kosnir væru
5—7 þingmenn. Það skyldi þó
ekki vera, að þessi ótti stafaði
Framsókn fari senn að skipta liði?
Enda kannske ekkert undarlegt
þó svo væri, eins og ráðamenn
flokksins hafa komið fram sið-
ustu árin.
Þá hefur því verið haldið fram,
að kjördæmabreytingin myndi
auka á jafnvægisleysi i byggð
landsins og allt yrði dregið til
Reykjavíkur og Suðurnesja. Nú
virðist ekki neinn ágreiningur
um það að á þeim stöðum eigi að
fjölga þingmönnum, svo að þetta
er lítt skiljanleg fullyrðing. En
staðreynd er það, að fólkið leitar
fyrst og fremst þangað, sem lífs-
skilyrðin eru bezt, þetta er ó-
breytanlegt lögmál.
Framsókn dregur fjármagn
til Reykjavíkur
Minna má á það, að Fram-
sóknarmenn hafa lagt ofurkapp
á að draga fjármagn bænda til
Reykjavíkur og nægir í því sam-
bandi að minnast á bændahöllina
svokölluðu, sem mun verða með
stærri húsum í Reykjavík. í þessa
byggingu eru bændur bókstaflega
neyddir með lögum til að leggja
stórfé, án þess að þeir eða sam-
tök þeirra þurfi nema á litlum
hluta hennar að halda. Hvers
vegna beittu Framsóknarmenn
sér ekki fyrir því að þessi stóra
höll væri reist einhversstaðar úti
á landi? Þá hefðu þeir getað sýnt
jafnvægisást sína í verki og
þannig getað bent á að einhver
meining væri í jafnvægisskraf-
inu.
Kosningareglur í SÍS
Mér þykir rétt að víkja hér
að einu atriði, sem Framsóknar
menn hafa ekki minnzt á svo
mér sé kunnugt, en það er full-
trúakjör í ýmsum félögum. En
þar er það venjulega þannig, að
á þing og sambandsfundi hjá
hinum ýmsu félagasamtökum er
venjan að kjósa einn fulltrúa
af því, að vissir menn óttist að fyrir ákveðinn hóp félagsmanna.
Meira að segja hjá Sambandi ísl.
samvinnufélaga er þetta þannig,
að félögin kjósa fulltrúa á sam-
bandsfund eftir stærð, þannig að
stóru félögin senda hóp af full-
trúum en þau minni allt niður í
einn. Þarna væri gott tækifæri
fyrir Framsókn að sýna hugsjón-
ir sínar í verki og láta nú hvert
kaupfélag senda einn fulltrúa án
tillits til stærðar. Það væri mjög
í samræmi við stefnu þeirra, ef
stefnu skyldi kalla, í kjördæma-
málinu. Nei, meirihluti verður
alltaf meirihluti og ef meirihlut-
inn fær ekki að ráða, hlýtur
stjórnin að fara illa úr hendi.
Og það sýndi sig með vinstri
stjórninni, sællar minningar, hún
hafði fólkið í landinu á móti
sér og gafst upp.
Öll greinar af sama stofni
Framsóknarmenn leggja mikið
kapp á það, að í kosningunum í
vor verði kosið um kjördæma®
málið eitt. En fleira mun bera
á góma. Og ekki er ótrúlegt aS
þeir verði minntir á það í sveit-
unum, að fyrir atbeina þeirra
blasir nú við kreppa í landbúnað-
inum, svo að til alvarlegra tíð-
inda hlýtur að draga innan tíðar
og jafnvel stöðvunar 1 já fjölda
bænda. Ekki verður annað sagt
en Framsóknarflokkurinn hafi
staðið illa við sín stóru kosninga-
loforð frá 1956.
Með hinni fyrirhuguðu kjör-
dæmabreytingu er verið að vinna
að meiri kynnum og samvinnu
fólksins í landinu. Um hvert kjör
dæmi verða bæði sveitir og kaup-
staðir og það þýðir aftur það að
fólkið fær meiri þekkingu hvert
á annars vandamálum. Á þann
hátt, með gagnkvæmum skiln-
ingi, verða þau líka tvímæla-
laust bezt leyst.
Við íslendingar erum fámenn
þjóð og eigum við margs konar
erfiðleika að etja. Mörg verk-
efni bíða óleyst og krefjast átaka
ábyrgra aðila, sc\n eru fulltrúar
meirihlutans, fólksins í landinu.
Við erum öll greinar af sama
stofni og skulum haga okkur í
samræmi við það, ekki einasta í
kjördæmamálinu heldur einnig
í öðrum þeim málum er geta
aukið giftu þjóðarinnar í fram-
tíðinni.
Kópavogshœli bœtir
bráðlega við 20 vist-
mönnum
______________
Þegar maður sér þessa mynd af þremur rösklegum piltum
hér vestur í Garðastrætinu, þar sem einn vegur heljarstóran
gúmbolta á höfði sér, kemur manni í hug goðsagan um Atlas,
sem hélt heiminum á herðum sér.............
Frá aðalfundi Styrkf-
arfélags vangefinna
AÐALFUNDUR Styrktarfélags
vangefinna var haldinn s.l. pálma
sunnudag 22. marz í félagsheim-
iii Óháða safnaðarins við Háteágs
veg. Formaður félagsins, Hjálm-
ar Vilhljámsson, ráðuneytis-
stjóri, flutti skýrslu um störf fé-
lagsins á liðnu ári. Meðlimir eru
nú 430 að tölu. Lög voru sam-
þykkt á Alþingi 1958 um styrkt-
arsjóð vangefinna og breyting
var gerð á þeim lögum á yfir-
standandi þingi. Þau lög tryggja
væntanlega 1.5—2 millj. króna ár
lega næstu fimm árin til fram-
kvæmda i þágu vangefins fólks.
Þess skal getið hér að gegnu til-
efni, að Styrktarsjóðir vangef-
inna eru í vörzlum félagsmála-
ráðuneytisins, en ekki Styrktar-
félags vangefinna eins og margir
virðast álíta. Félagið hefur ein-
ungis tillögurétt um veitingar úr
sjóðnum samkvæmt 3. gr. reglu- I
gerðar hans.
Helming af tekjum sjóðsins
hefur til þessa verið varið til
þess að stækka og endurbæta
Kópavogshælið og verður þar af
leiðandi unnt að bæta þar við
20 vistmönnum á næstunni.
Stjórnin hefur ennfremur unnið
að fjáröflun fyrir félagið og
skipað nefnd í þvi skyni. Tekjur
af merkjasölu félagsins námu um
100 þús. krónum. Félagið hyggst
efna til happdrættis um Volks-
wagen-bifreið og verður væntan-
lega dregið um hana 30. sept.
n.k. Þá hafa verið gerð minning-
arspjöld í nafni félagsins, svo og
sérstakt félagsmerki. Leikskóli
hefur verið rekinn um skeið á
vegum félagsins. Á árinu hefur
verið varið nokkru fé til styrktar
starfsemi. Má þar nefna kr. 25
þús. til jólaglaðnings á hælun-
um í Kópavogi, Sólheimum,
Skálatúni og Stokkseyri. 20 þús.
kr. voru gefnar barnaheimilinu
á Sólheimum í Grímsnesi vegna
25 ára afmælis stofnunarinnar.
Að lokum gerði formaður
nokkra grein fyrir áætlunum um
starf félagsins á næsta ári. Er þar
helzt að nefna, að félagið hyggst
opna skrifstofu hér í bæ vegna
starfsemi sinnar. Verður þar
m.a. unnið að því að gera spjald-
skrá yfir vangefið fólk á öllu
landinu, rekin upplýsingar- og
fyrirgreiðslustarfsemi alls konar
vegna vandamála þessa fólks og
aðstandenda þess.
Að lokinn skýrslu formannr
voru reikningar félagsins upp-
lesnir og samþykktir. Verða þeir
birtir í næsta Lögbirtingarblaði.
Þá var samþykkt breyting á fé-
lagslögunum, þannig að árgjöld
og ævifélagsgjöld renna nú í
sama sjóð, félagssjóð, í stað þes*
að þau skiptust áður á milli fé-
lags- og framkvæmdasjóðs. Úr
stjórn gekk eftir hlutkesti frú
Kristrún Guðmundsdóttir. er var
endurkjörin í einu hljóði. Með
sama hætti gekk úr varastjórn
frú Fanney Guðmundsdóttir og
var hún einnig endurkjörin.
Stjórn félagsins skipa því: Hjálm
ar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri,
formaður, frú Kristrún Guð-
mundsdóttir, Guðmundur H.
Gíslason, múrarameistari, frú
Sigríður Ingimarsdóttir og Aðal-
steinn Eiríksson, námsstjóri. í
varastjórn eiga sæti þau frú Arn
heiður Jónsdóttir, námsstjóri, frú
Fanney Guðmundsdóttir, Vil-
helm Hákansson málarameistari,
Páll Líndal, lögfræðingur og Hall
dór Halldórsson, arkitekt.
Skólaslit Iðnskóla
Isafjarðar
ÍSAFIRÐI, 11. apríl. — Iðnskóla
ísafjarðar var slitið í gær að við-
stöddum nemendum, kennurum
og gestum, sem aðallega voru
meistarar í hinum ýmsu iðngrein-
um.
í byrjun minntist skólastjórinn,
Guðjón Kristinsson, Páls Guð-
mundssónar, sem lézt í desember
sl. ár. Páll var um fjölda ára f
skólanefnd iðnskólans og annaðist
lengi bókhald og gjaldkerastörf
fyrir skólann.
Nemendur í Iðnskóla ísafjarðar
voru 36 í vetur, og skiptust þeir
í 11 iðngreinir. Skólinn hóf starf
í byrjun janúar. Kennarar voru
11 að tölu.
Að þessu sinni brautskráðust 4
nemendur frá skólanum, 2 húsa-
smíðanemar og 2 múrsmíðanem-
ar.
Hæstu einkunn á burtfarar-
prófi hlaut Kristján Jónasson,
nemandi í húsasmíði, 9,35.
Að lokum voru afhent bóka-
verðlaun frá skólanum, þeim
nemendum, sem hlutu hæstu eink
unnir á burtfararprófi, en auk
Kristjáns var það Snorri Her-
mannsson, húsasmíðanemi.
J. P. H.