Morgunblaðið - 22.04.1959, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 22. apríl 1959
Systkinaminni
ÞÓRUNN ANNA ÓLAFSDÓTTIR
Fædd 23. 4. 1887. — Látin 14. 3. ’59
★
ÁRNI BJÖRN ÓLAFSSON,
/ trésmiðameistari, fsafirði.
F. 14., 10. 1888. D. 28. 6. 1958.
★
Foreldrar þeirra voru frú Sig-
riður Árnadóttir Ólafur Hall-
dórsson trésmiður, fsafirði, sem
öll sín hjúskaparár bjuggu í húsi
eínu, sem ávallt vsj kallað Ólafs-
hús. Börnin voru sjö og eins og
cft vill verða þar sem mörg börn
eru, hópast nágrannabörnin.
Hinar ljúfu minningar um þetta
kaerleiksríka heimili, þar sem f jöl
skyldan lifði í kærleika og friði,
og öll fögur háttprýði var þeim
1 blóð borin, festist í minni. —
Minningin lýsir sem geislandi
kraftur.
Þórunn og Árni voru elzt og nú
hafa þau kvatt með stuttu milli-
bili. Árni var ávallt lipur við
okkur börnin. Hann kenndi okk-
ur að hefla, tálga og saga. Fyrsta
Sur að búa til, fyrstu hrífuna okk
ur að búa til, fyrst hrfuna bjó
hann til handa okkur, allt eftir
aldri barnanna.
Við vorurn ekki há í lofti, þeg-
ar við á vorin fengum að fara
upp í hlíð og raka á túninu hans
Ólafs. Hve við vorum glöð að fá
að vera með í skógartúrunum,
berjamó, róðrartúrum um pollinn
á miidum sumarkvöldum. Sigl-
ingatúr út fyrir Prestabugt, klífa
upp á Gleiðahjalla, og koma heim
öll skreytt víði — og á vetrar-
kvöldum, þegar byljir geisuðu,
fengum við að sitja í stofunni hjá
þeim systrum og spiluðu þær á
gítarana sína og kenndu okkur
margar vísur og sálma. Þær
kenndu okkur að hekla og sauma
og margt nytsamt lærðum við af
þeim.
f forstofunni fengum við oft,
að sitja, þar var ávallt blómahaf,
hvort heldur sumar eða vetur
var. Blóm frú 'Sigríðar voru ann-
áluð fyrir fegurð.
Fiú Sigríður hafði ávallt þau
áhrif á okkur börnin, að okkur
fannst við verða að vera hljóð-
lát og hæg í návist hennar, svo
mikinn persónuleika bar hún.
Svo alvarleg en þó blið — fyrir
hana vildum við allt gera. Enda
var aldrei neinn galgopaháttur
eða ljótt tal leyft í návist þeirra
hjóna.
Oft voru tilsvörin hörð og
ströng hjá frú Sigríði, en við fund
um fljótt að „vel meint voru vina
sárin“. í Ólafshúsi leyfðist aldrei
nein hálfvelgja né kukl og minn-
ist ég atviks sem kom fyrir 1915,
á söngæfinugu hjá Jónasi Tómas-
syni tónckáldi. Andatrú barst í
tal, því einhver hafði komið með
þá vizku úr Reykjavík að spyrja
glas, láta borð dansa, falla i
trans, dáleiða. Voru margir sann-
færðir, já vissir að andatrú væri
eina rétta trúin.
Árni Ólafs var alltaf fámáll
og ekki íyrir að flíka tilfinn-
ingum sínum, en nú reis hann upp
og augun leiftruðu af ákefð.
Hann sagði: Ég trúi ekki á neina
anda né andatrú. Ég trúi á hinn
eina sanna Guð og Jesúm Krist,
hans son, sem kom í heiminn til
að fresla okkur synduga menn.
Biblian er laga bók, og i henni
stendur, að menn eigi ekki að
leita frétta framliðinna.
Slík áhrif hafði þessi játning
Árna, að talið féll niður. Þannig
var fjölskyldan hrein og djörf
í svörum og athöfn allri.
Þau unnu það ekki fyrir vin-
skap manns, að vikja af vegi
sannleikans.
Árni giftist ungur þeirri konu,
sem hann elskaði og virti allt sitt
líf, Málfríði Jónsdóttur, einnig
frá ísafirði, Eignuðust þau fjórar
dætur, sem allar lifa föður sinn.
Þórunn var ógift og bjó með
yngstu systkinunum. Þrjú syst-
kinanna, sem eftir lifa eru, Emma
min, Margrét og Garðar.
Ég veit að Jesús Kristur fyilir
upp auðu sætin á heimili
ykkar, í stað hins hólpna liðs,
„Ef þrútið er loft og þungur sjór,
þoku drungað vor.
Heyrirðu enn þá harmaljóð
hljóma frá kaldri skor".
MÖRG eru þau orðin sjóslysin
við Breiðafjörð. Mætti að vissu
leyti segja, að hið sorgblíða,
kunna Ijóð Matt. Joch. um stór-
mennið Eggert Ólafsson, sé likt
og bergmál þess harms, sem öll
þjóðin ber yfir þeim válegu at-
burðum öllum.
Og þótt aukin tækni hafi fækk-
að slíkum harmsögum,, þá eru
aðeins örfá ár, síðan bátur fórst
með allri áhöfn á leið til lands
úr Flatey.
Nú er einnig sjósókn þar um
slóðir aftur að aukazt, og eru
verstöðvarnar á Snæfellsnesi:
Sándur, Grafarnes, Ólafsvík og
Stykkishólmur að verða meðal
hinna aRra fengsælustu og ná
aftur fornri frægð. Árlega safn-
ast þangað fjöldi sjómanna á ver-
tíðum. Og bráðlega má vænta
landshafnar og stórútgerðar 1
Rifi.
Allt þetta veldur aukinni nauð
syn á eftirliti og aðstoð til handa
fiskibátum við Breiðafjörð í ná-
inni framtíð.
Enda hefur nú þegar komizt
töluverður skriður á að hrinda
þeirri hugsjón í framkvæmd að
björgunarskúta af fullkominni
nútíma gerð verði smíðuð fyrir
þetta veiðisvæði, til öryggis fyrir
hið mikla og verðandi athafna-
lif við Breiðafjörð.
Saga þessa máls verður hér
ekki rakin. En myndarleg fjár-
söfnun er þegar hafin, og hafa
margir lagt fram rausnarlegar
gjafir eins og t.d. Þorbjörn Jóns-
son og Svanhildur Jóhannsdóttir,
hjón í Reykjavík, sem gáfu einu
sinni fimmtíu þúsund auk smærri
gjafa og sennilega rennur einnig
100 þús. kr. dánargjöf frá Þor-
steini Jóhannssyni bróður Svan-
hildar í sama sjóð. Eru nú þegar
sem heim er gengið og hefur sig-
urkórónu íengið, og lifir þar, sem
aldrei dagur dvín, og Guð sjálfur
skin á þau.
Málfríður mín, þér og dætrum
þínum sendi ég kæra kveðju, og
bið þess að trúin á Ðrottin Jesú
Krist sé ykkur eins örugg og
hún var þínum ástkæra eigin-
manni og milda föður.
Með hjartans þökk fyrir órofa
tryggð fjölskyldunnar í Ólafshúsi
til mín og minna ættmenna.
Blessuð sé minning þeirra, sem
farnir eru heim.
M. V. S.
nokkur hundruð þúsund i sjóði.
En mikils þarf með, svo að hægt
sé að hefjast handa.
Breiðfirðingafélagið í Reykja-
vík hefur ákveðið að helga þessu
hagsmunamálefni breiðfirzkra
byggða síðasta vetrardag ár hvert
unz fullunnið er.
Verða þá skemmtisamkomur,
merkjasala og kaffisala á veg-
um félagsins, en allur hagnaður
rennur til Björgunarskútusjóðs-
ins.
Vill félagið hvetja félagasam-
tök bæði hér syðra og fyrir vest-
an 'og aðrar stofnanir til að gera
eitthvað svipað. Safnast, þegar
saman kemur. Sömuleiðis gætu
og einstaklingar lagt fram gjafir
sínar smærri eða stærri í þenn-
an sjóð sem nokkurs konar sum
argjöf breiðfirzkum sjómönnum
til handa.
Engin veit hvenær þörfin verð
ur brýn. Harmar þessa liðna
vetrar vekja alla til umhugsun-
ar að standa vel á verði gegn
hættum storma og sjóa. Eitt göfg-
asta menningartákn hverrar þjóð
ar eru auknar og öruggar slysa-
varnir.
Um þetta framfaramál og mann
úðarstarf geta allir Breiðfirðing-
ar og raunar allir íslendingar
sameinazt.
Hefjumst því heil handa. Sýn-
um hér breiðfirzka rausn og höfð
ingslund, sem vonandi lifir enn
góðu lífi í hverjum barmi.
Sé allir samtaka, sem áhuga
hafa fyrir málinu, þarf ekki að
taka langan tíma áður en glæsi-
legt björgunar- og verndarfley
rennur af stokkunum.
Heill þeim sem hér að vinna.
Munið sjóð Breiðfirzku Björg-
unarskútunnar síðasta vetrar-
dag.
Allir eitt til átaks.
Reykjavík í apríl 1959.
Árelíus Níelsson.
Skrifslofustulka —
Einkaritarl
óskast hálfan daginn frá kl. 1 e.h. Almenn skrif-
stofustörf, erlendar og innlendar bréfaskriftir eftir
seglubandi. Tilboð merkt: „Segulband—9674". .
Volkswagen 1956
Til sýnis og sölu að Klappastíg 1 (Lóð Völ-
undar) í dag kl. 13—17.
4 herb. og eldhús
óskast frá 14. maí n.k., helzt á hitaveitusvæðinu.
Þrennt fullorðið í heimili. Tilboð merkt: „Maí 1959
— 9670“ sendist afgr Mbl. fyrir 26. þ.m.
Sælgætisgerð
Höfum til sölu sælgætisgerð. Upplýsingar ekki
gefnar í síma.
FASTEIGNASALA & LÖG KR/EÐISTOFA
Sigurður Keynir Pétursson hrl.
Agnar Gústafsson, hdl. Gísli G. ísleifsson, hdl.
Björn Pétursson: Fasteignasala.
Austurstræti 14, n. hæð.
Björgunarskútusjáður
B reiðafjarðar
að hún er búin tiliír ekta,
hollenzku kjúklingakjöti, feiti og
seyði. Pakkað á heilsusamlegasta
máta. Honig’s kjúklinga-
súpa er góð byrjun
á góðri máltíð.
VÖRUKYNIMIIMG
f DAG
Kl.: 1 TIL Kl.: 6
VERÐtlR VÖRLKYIVMIMG
Á KJIJKLIMGASIJPU
í EGILSKJÖRI
LAUGAVEG 116 SÍMI 2-3 4-5 6