Morgunblaðið - 22.04.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 22.04.1959, Síða 15
Miðvik'udagur 22. apríl 1959 MORGUNBLAÐIh 15 „Túskildingsóperan" er samin upp úr hinni frægu óperettu „The Beggar’s Opera“ eftir enska rit- höfundinn John Gay, en verk það er komið til ára sinna, því að það var frumsýnt í London ár- ið 1728, við mikla hrifni áhorf- j enda og enn í dag nýtur það mik- I illa vinsælda í Englandi. — í Tú- skildingsóperunni lýsir höfund- urinn með nöpru háði og glitr- andi fyndni lífinu í skuggahverf- unum í London, þar sem öllu ægir saman, betlurum, skækjum og Kynnir: Svavar Gests A.ðgöngumiðasala í Hljóðfærahúsinu Banka ítræti og eftir kl. 2 í Austurbæjarbíói. Leikfélag Reykjavíkur: T úskildingsóperan eftir Bertolt Brecht Músik eftir Kurt Vl/eill Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR frumsýndi sl. sunnudagskvöld „Túskilding'sópemna“ eftir þýzka leikritahöfundinn Bertolt Brecht (1898—1956.) Er þetta í fyrsta sinn sem leikrit eftir þennan höf- und er sýnt hér á landi. Þessi sérstæði höfundur hóf snemma rithöfundarferil sinn og vakti þegar athygli með leikritinu „Trommeln in der Nacht“, sem hann samdi árið 1922. Fjallar það á mjög raunsæan og áhrifaríkan hátt um hinar hrópandi andstæð- ur: ógnir og hörmungar hermann anna á vígstöðvunum 1914—18 annars vegar og hins vegar hóglífi þeirra, sem heima sátu og græddu offjár á stríðinu. — Brecht var mikilvirkur rithöfundur og samdi fjölda leikrita, sem oll bera vitni róttækum stjórnmálaskoðunum hans, enda mun hann snemma hafa gengið kommúnismanum á hönd. Hann deilir vægðarlaust á borgarastéttirnar, en setur að sama skapi traust sitt á verkalýð- inn, metur meira flækingana og óbótamennina í skuggahverfum stórborganna, en forustumenn athafnalífsins og þá, „sem stofna banka“ eins og komist er að orði í Túskildingsóperunni, því að þeir eru, að hans áliti, hinir eig- inlegu glæpamenn og þjóðníðing ar. — Brecht flúði Þýzkaland við valdatöku Hitlers og fór þá víða um lönd, dvaldist um hríð í Dan- mörku, en fór síðar til Banda- ríkjanna og dvaldist þar til stríðs loka, en settist árið 1948 að í Austur-Þýzkalandi og andaðist þar. Þýðandi Túskildingsóperunn ar, Sigurður A. Magnússon, seg- ir svo um höfundinn, að hann hafi, eftir að hann settist að í Austur-Þýzkalandi, ekki samið eitt einasta leikverk, hvað sem valdið hefur, en ef til vill mætti af því draga Þá ályktun að and- rúmsloftið austur þar hafi ekki sérlega örvandi áhrif á andlega starfsemi manna. — Brecht var ekki aðeins mikilvirkur leikrita- höfundur. Hann skrifaði einnig . mikið um leikritun og leiklist og var boðberi og forgöngumaður nýs leikstíls og leikritaforms, hins svonefnda „episka drama“, sem einkenna mörg leikrit hans. Hér er ekki rúm til þess að gera sérstaka grein fyrir þessu merki lega nýmæli, enda ef til vill ó- þarft, því að Sigurður A. Magn- ússon flutti um það fróðlegt er- indi í útvarpið fyrir skömmu, og hefur einnig skrifað um það í Morgunblaðið og í leikskrá Leik- félagsins. Hafði Brecht, á sínum tíma, mikil áhrif á leiklist og leikritun í Evrópu og reyndar víðar og gætir þeirra áhrifa enn. — Með Túskildingsóperunni, sem frumsýnd var í Berlín árið 1928, hlaut hinn ungi höfundur hennar alþjóðafrægð. Hefur verk þetta síðan verið fastur liður á verk- efnaskrá flestra meiriháttar leik húsa víða um heim. Hefur áhrifa þess gætt í verkum ýmissa leik- ritahöfunda ,ekki sízt á Norður- löndum svo sem í leikritum dönsku rithöfundanna Kjell Abelts, Svend Borgbergs o. fl. glæpamönnum. Skiptist þar á harmleikur og ruddalegt skop, bitur þjóðfél.ádeila og góð og gild rómantík, revýa og hálfgildings ópera, ljóðaframsögn og ísmeygi leg músík. — Já, músíkin, sem Kurt Weill, hinn snjalli samstarfs maður höfundarins, hefur sett við þetta fjörmikla leikhúsverk, er með þeim ágætum að hún á vissulega veigamikinn þátt í þeim vinsældum sem leikurinn hvar- vetna hefur hlotið. Því miður nýtur leikurinn sín hér ekki sem skyldi af ýmsum ástæðum, en þó fyrst og fremst vegna hins þrönga leiksviðs, sem gefur þessum mannmarga og um fangsmikla leik hvergi nærri það svigrúm, sem hann þarfnast, eins og hvað bezt kemur fram í at- riðunum í fangelsinu. En um þetta verður leikstjórinn, Gunnar Eyjólfsson ekki sakaður. Hins- vegar verður að skrifa það á hans reikning, að leikurinn hefur feng ið, að nokkru leyti amerískan svip með því, að ein af aðal- persónunum, Jónatan Peachum, minnir mjög í útliti og klæða- burði. á „Sam frænda"; Þegar leikurinn var sýndur í London árið 1956, voru búningar og sviðs búnaður eins og tíðkaðist í Eng- landi á fyrsta tug þessarar aldar. Fer óneitanlega betur á því, enda gerist leikurinn í London svo sem áður segir. Þá eru bófarnir, hinir þjónandi andar höfuðpaurs ins, Mackie hnífs, mun ræfils- legri til fara en ástæða er til. Mjög var það og misráðið að fela ekki tilþrifameiri leikara en Knúti Magnússyni hlutverk Tigr- is-Browns, fógetans í London, enda varð árangurinn eftir því, leikurinn allur í brotum og per- sónan næsta ósennileg. Þess ber að geta, að hraði leiksins var góð- ur og leikstjóranum hefur tekist þrátt fyrir allt, að skapa leikn- um hinn rétta blæ og andrúms- loft. Betlarakónginn, Jónatan Jeri- mias Peachum og Celiu konu hans leika þau Brynjólfur Jó- hannesson og Nina Sveinsdóttir, og gera hlutverkum sínum hin beztu skil. — Dóttur þeirra Pollý, sem giftist Machie hníf, leikur Sigríður Hagalín. Frú Sigríður er vaxandi leikkona og leikur að Þóra Friðriksdóttir (Lúcý Brown) t. v. og Sigríður Hagalín (Poliý Brown), eiginkonur Mackies. þessu sinni betur en nokkru sinni j ingunni“, að íslenzkum leikkon- Jón Sigurbjörnsson (Mackie Hnífur) t. v. og Árni Tryggva- son (Matthías Mynt) og Baldur Hólmgeirsson (Jakob Krókfingur). áður. Hefur hún hlutverkið full komlega á valdi sínu, er örugg og eðlileg í framkomu, og framsögn hennar, einkum á Ijóðunum er með ágætum. Jón Sigurbjörnsson leikur veiga mesta hlutverk leiksins, bófafor- ingjann, Macheath kaftein, öðru nafni Mackie hníf. Mackie er kald rifjað hrottamenni, sem hefur margskonar glæpi á samvizkunni. Jón túlkar þessa hlið bófans með þróttmiklum og öruggum leik, en hann skortir hina ísmeygilegu mýkt kvennabósans. Jón syngur allmikið í leiknum og nýtur sín þar vel karlmannleg og þjálfuð söngrödd hans. Ungfrú Lucý Brown, sem er keppinautur Pollýar um ástir Mackie’s, leikur Þóra Friðriks- dóttir, skemmtilega og fjörlega. Meðal bófanna er ástæða til að nefna þá Matthias Mynt ^ og Jakob Krókfingur, sem þeir Árni Tryggvason og Baldur Hólm- geirsson leika. Fara þeir báðir vel með þessi hlutverk, einkum þó Árni, sem hefur skapað þarna mjög athyglisverða týpu, og bráð skemmtilega. — Götusöngvarann og kynninn leikur Steindór Hjör- leifsson og fer vel með það litla hlutverk. Með skækjurnar hefur ekki tek ist eins vel. Við erum líklegast ekki komin það langt í „menn- um láti vel að túlka þessa teg- und kynsystra sinna. Þó er leik- ur Steinunnar Bjarnadóttur dá- góður og söngur hennar prýði- legur. Magnús Pálsson hefur gert leiktjöldin og séð um búning- ana. Eru leiktjöldin hin prýði- legustu og bera vott um góða hugkvæmni Magnúsar. Carl Billich hefur séð um söng atriðin af sinni ágætu kunnáttu og smekkvísi og hann og nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar leika undir söngnum. Sigurður A. Magnússon hefur þýtt leikinn. Hefur það áreiðan- lega verið vandasamt verk — vandasamara en margur hyggur, því að þarna nægir ekki einung- is að þýða rétt og vel heldur verður einnig að fella þýðinguna og tónlistinni svo að ekki skeiki. Heyrði ég ekki betur en að þýð- andanum hafi tekist hvortveggja vel. Enda þótt leiksýning þessi standist ekki fyllstu kröfur ber að þakka Leikfélagi Reykjavík- ur það framtak að ráðast í að sýna þetta víðfræga og merka leikhúsverk. Leiknum var ágætlega tekið og leikstjóri og leikendur ákaft hylltir að leikslokum. Sigurður Grímsson. sem fjöldi manns varð frá að hverfa í gærkvöldi, verða hljómleikarnir endurteknir í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,15. v Mjöll Hólm - GarSar GuSmundsson Ásbjörn Egilsson - Kristin Teitsdóttir Sandra fíóberlsdóttir - Hilmar Hilmarsson Stefdn Jónsson - SigríSur Kristófersdóttir Donald fíader - Jónína Kristófersdóttir GerSur Benediktsdóttir - Erlendur Svavarsson SigurSur Elísson - Slurla Már Jónsson Sigríöur Anna Þorgrimsdóttir Soffía Árnadóttir Hljómsveit Árna fsleifs aösloöar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.