Morgunblaðið - 22.04.1959, Page 16

Morgunblaðið - 22.04.1959, Page 16
16 MORGWSBLAÐIÐ Miðvikudagur 22 anríl 1959 Atvinna Óska eftir átvinnu við skrifstofu eða verzlunarstarf. Hef unnið sem verzlunarstjóri í matvöruverzlun. Verzlunarskólamenntun. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunbl. merkt: „Ábyggilegur — 9676“. AfgreiBslumaður ábyggilegur og handlaginn maður, 20—40 ára óskast nú þegar til afgreiðslustarfa í Glerslípun og Speglagerð h.f. Upplýsingar i skrifstofu Ludvig Storr & Co. Lauga- veg 15 í dag kl. 5—6 e.h. BorHstofufiúsgögn Nýkomin úr mahony, tekki og eik. Einnig sófasett margar tegundir. Gæðin viðurkend. Góðir greiðsluskilmálar HtJSGAGNAVERZLUN REYKJAVlKUR Brautarholti 2. Sími 11940 Vélrifun Viljum ráða stúlku vana vélritun og bréfa- skriftum á íslenzku og ensku. Hraðritunarkunnátta væri æskileg. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHUSANNA Sími 2-22-80 Vönduð 4ra herb. kjallaraíbúð 108 ferm. fyrsta hæð með sér inngangi, ásamt hálfum kjallara við Barmahlíð, til sölu. Hitaveita væntanleg. Bílskúrsréttindi. nYja fasteignasalan Bankastræti 7 — Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546 Ný 4ra herbergja kjallaraíbúð um 100 ferm með sér inngangi og sér hitalögn við Bugðulæk, til sölu. nYja fasteignasalan Bankastræti 7 — Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546 DÍCUL prenfvél óskast til kaups Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt „Dígul—9682“. 4ra herb. íbúð Höfum til sölu góða 4ra herb. íbúðarhæð í Voga- hverfi. Utborgun kr. 150 þús. — Góð lán áhvílandi. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Gísli G. ísleifsson, hdl. Björn Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, II. hæð. Símar: 2-28-70 og 1-94-78 Sjálfsfœðisflokkurinn er flokkur frelsisins Pasða Sveins Einarssonar verkfrœðings, á árshátíð Sjálfstœðisfélaganna í Kópavogi ÞAÐ Á VEL við nú þegar við höldum árshátíð Sjálfstæðis- félaganna í Kópavogi, að við minnumst þess, að á þessu ári á flokkurinn, 30 ára afmæli. Þessa afmælis verður vafa- laust minnzt á margan hátt en á engan hátt betur en þann, að við Sjálfstæðismenn og konur um allt land tökum höndum saman til þess að tryggja honum sem stórkoatlegastan sigur í þeim tvennum alþingiskosning- um, sem væntanlega fara fram á þessu ári. Sjálfstæðisflokkurinn var myndaður með sameiningu tveggja flokka, íhaldsflokksins gamla og frjálslynda flokksins. Hann er því góðrar ættar og hefur erft svipmót beggja. Hann hefur gert sér far um að halda í og varðveita hið dýr- mætasta úr erfðavenjum og reynzlu horfinna kynslóða í landinu, og hann hefur hvar- vetna verið talsmaður aðgæzlu og hagsýni í þjóðlífinu. Á hinn bóginn hefur Sjálf- stæðisflokkurinn verið frjáls- lyndur, viðsýnn og framsækinn, enda reynzt öflugasta framfara- afl þjóðfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn er flokk- ur frelsisins. Það er grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar, að því að- eins geti landsmönnum vegnað vel, að þjóðin sjálf og einstakling ar hennar njóti fyllsta sjálfstæðis og frelsis í hugsunum, orði og at- höfnum. Það var því ekki tilviljun, að fyrsta atriði, fyrstu stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins varð það: „Að vinna að því að undirbúa það, að ísland taki að fullu og öliu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina .... “ Þessi orð tilheyra nú orðið ís- landssögunni, þótt ekki séu liðin nema 30 ár síðan þau voru færð í letur í fyrsta sinn. Ég held að á engan sé hallað, þótt fullyrt sé að enginn einn að- ilji hafi átt drýgri þátt í loka- skrefi þjóðfrelsisbaráttunnar, sem stigið var með stofnun íslenzka lýðveldisins 1944, en Sjálfstæðis- flokkurinn. Barátta flokksins fyrir því að gæði landsins yrðu tekin til af- nota fyrir landsmenn eina var ekki síður farsæl, meðan áhrifa flokksins naut um meðferð þeirra mála. Þau skref sem tekin voru undir forystu ráðherra flokksins til útvíkkunar fiskveiðilandhelg- inni, — einmitt fyrstu og vanda- sömustu skrefin, — reyndust traust og óumdeilanleg. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta Alla tíð siðan flokkurinn var stofnaður hefur hann verið trúr því fyrirheiti í fyrstu stefnuskrá sinni: „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hags muni allra stétta fyrir augum“. Ef litið er á fylgi Sjálfstæðis- flokksins með þjóðinni, getur engum blandast hugur um að hann er í raun og sannleika flokk ur þjóðarinnar allrar, að svo miklu leyti, sem einn flokkur getur verið það. Við höfum nýverið haft þetta fyrir augunum. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir ekki löngu síðan, gat að líta, ef svo má að orði komast, þverskurð af þjóðinni, þar sátu hlið við Sveinn Einarsson hlið fulltrúar allra stétta og allra landshluta, og unnu að því í algjörri eindrægni að móta þá raunsséju framfarastefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn mun berj- ast fyrir nú og á næstu árum. Það er ekkert, sem andstöðu- flokkar okkar, — flokkar hinna þröngu stétta- eða sérhagsmuna, — óttast meira en einmitt þessa saðreynd, að Sjálfstæðisflokkur- inn er ekki aðeins í orði heldur á borði flokkur allra stétta þjóð- félagsins, og að þetta verður sí- fellt fleiri hugsandi mönnum ljóst. Margt er það, sem gott og gagn legt er að sækja út fyrir lands- steinana. Það er hægt að flytja flest efnaleg gæði til landsins. Það er hægt að sækja gagnlega þekkingu til hinna hámenntuðu nágrannaþjóða okkar. — En það er ekki alltaf hægt að flytja inn stefnur og hugmyndakerfi frá öðrum löndum. Þau geta því að- eins skotið rótum með þjóðinni, að þau finni hljómgrunn í reynslu hennar og lífsviðhorfum. Náttúrufar lands okkar er að jafnaði óblíðara en annarra landa. Barátta íslenzku þjóðarinnar fyr ir dglegum þörfum, — já oft fyr- ir lífinu sjálfu, — hefur verið harðsóttari og tvísýnni en gerist með öðrum þjóðum. Þegar svo hagar til hrökkva er- lendu fyrirmyndirnar oft skammt Aldalangt stríð íslenzku þjóð- arinnar fyrir tilverunni hefur skilið eftir sín spor í lyndiseink un hennar. Hún bjó til máltækið: „Annað hvort er að duga eða drepast“. íslenzka þjóðin virðir hinn at- orkusama einstakling, hún spyr ekki hvaðan hann kom heldur hvað hann getur. Afreksmenn íslandssögunnar komu úr öllum stéttum, öllum héruðum landsins. Þjóðin vill að þessir menn hafi frelsi og svigrúm til athafna sér og öðrum til farsældar, — en samúð hennar er með lítilmagn- Mofað mófaiimbur tíl 8 Trésmiðjan Víðir anum eigi að síður. Hann vill hún styðja og hefur alltaf stutt. Þjóðin finnur og skilur, að ein- mitt þessi viðhorf hafa öðru fremur einkennt stefnu og at- hafnir Sjálfstæðisflokksins fírá upphafi. Þess vegna hefur fylgi flokksins orðið mikið. Þess vegna hefur fylgi flokka hinna þröngu stéttarhagsmuna, — flokkanna sem sóttu hugmyndakerfi sín í múgsjónarmið erlendra stór- borga — orðið lítið með þjóðinni, og mun fara hratt minnkandi. Fylgi hinna svonefndu vinstri flokka mun ekki síður minnka fyrir það að þjóðin hefur nýverið fengið bitra reynslu af stjórn þeirra á málefnum landsmanna. Framundan eru viðfangsefnin mörg og vandasöm. Þegar vinstri flokkarnir gáfust upp, skyldu þeir þjóðarbúið eftir á yztu nöf, á sjálfri brúninni, að sögn þess manns, sem bezt mátti til þekkja. Á þeim vettvangi bíður brýnt björgunarstarf. Þetta er e.t.v. bráðasta verkefni dagsins í dag. En það þarf ekki síður að horfa fram á veginn. Það þarf ekki aðeins að tryggja hag þeirra í- búa, sem nú eru I landinu. Á hverju ári bætast við þúsundir nýrra þjóðfélagsborgara, á hverj um 25—30 árum tvöfaldast íbúa- tala landsins, ef fólksfjölgun heldmr áfram með sama hraða og verið hefur undanfarin ár. Allir þessir nýju íslendingar framtíð- arinnar þurfa að fá þak yfír höf- uðið og hagnýt verkefni að vinna. Við höfum til þessa getað treyst sjávarútveginum svo til einum til þess að afla þess gjald- eyris, sem við höfum þarfnast fyrir aðfluttum nauðsynjum. Það er skoðun þeirra manna, sem gerst þekkja til, að við get- um ekki ætlað sjávarútveginum einum þetta verkefni, nema skamma hríð ennþá, svo fram- arlega, sem þjóðin á framvegis að geta notið núverandi lífskjara, hvað þá betri. Við munum ekki sætta okkur við það íslendingar, að búa við lakari lífskjör en grannþjóðir okkar. Við verðum að byggja upp nýja atvinnuvegi, og við munum ótrauðir ganga að því verki að gera á næstu áratugum tilsvar- andi gjörbyltingu á atvinniulífi okkar og orðið hefur það sem af er þessari öld. Við eigum e.t.v. færri og ein- hæfari auðlyndir í landi okkar en margar aðrar þjóðir. En ein auðlindin er mest, það er góðir vitsmunir, menntun og atorka fólksins, sem i landinu býr. 1 því efni erum við auðug þjóð. Okkar stóra verkefni í dag er að búa æsku landsins undir þau örðugu en stórfenglegu verkefni, sem biða hennar. Við þurfum að bæta menntun hennar, við þurf- um að þjálfa verkkunnáttu henn- ar, við þurfum að kenna henni að taka vísindin í þjónustu sína í æ ríkari mæli. Og síðast en ekki sízt, við þurfum að skapa það frelsi og svigrúm til athafna, sem leysir atorku einstaklinganna úr læðingi, og gefkir hæfileikunum færi á að njóta sín. Þetta verkefni verður ekki leyst með þokukenndum slagorð- um um varanleg úrræði, jafn- vægi í byggð landsins, vinstri stefnu o.s.frv. Það verður aðeins leyst með markvissum aðgerðum og þrot- lausri vinnu i anda þeirrar raun- sæju og þrauthugsuðu stefnu, scm síðasti Iandsfundur Sjálfstæð isflokksins markaði. Sjálfstæðisflokkurinn einn get- ur skapað þann mátt, sem nauð- synlegur er til bess að byggja upp hið nýja ísland. Þess vegna leggjumst við öll á eitt með að gera veg hans sem mestan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.