Morgunblaðið - 22.04.1959, Page 17

Morgunblaðið - 22.04.1959, Page 17
Miðvikudagur 22. am-u 1059 MORCVNBT. AÐIÐ 17 Mikilvægri upplýsingaþjónustu hrundið í framkvæmd Frá opnun „Byggingarþjónustunnar" sl. laugardag SÍÐASTLIÐINN laugardag opnaði Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, nýstárlegt og merkilegt „fyrirtæki'* að Laugavegi 18 A hér í bæ, er hlotið hefur nafnið „Bygg- ingarþjónustan“. — Er hér um að ræða fastasýningu á byggingarefnum og tækjum og öðru því, er að byggingum og byggingarstarfsemi lýtur. — Verður sýning þessi fram- vegis opin öllum almenningi kl. 1—6 síðd. alla virka daga, nema laugardaga, þá er hún opin kl. 10—12 f. h. — auk þess miðvikudaga kl. 8—10 síðd., og geta menn þar feng- ið hinar margvíslegustu upp- lýsingar endurgjaldslaust. Að gangur að sýningunni er einnig ókeypis. — Það er fyr- ir forgöngu Arkitektafélags íslands, að þessi merkilega starfsemi er nú hafin. Tildrög og hlutverk Við opnunarathöfnina á laugar daginn voru viðstaddir Emil Jóns son, forsætisráðherra og Friðjón Skarphéðinsson, félagsmálaráð- herra, auk allmargra gesta ann- arra. Athöfnin hófs með því, að Gunnlaugur Halldórsson, formað ur. Arkitektafélags fslands, flutti ávarp, þar sem hann rakti til- drögin að sýningu þessari og hlut verk hennar. — Sagði hann m.a., að þetta væri raunar ekki fyrsta byggingarefnasýning hér á landi — þar væri skemmst að minnast iðnsýningarinnar miklu, sem hér var haldin fyrir nokkrum árum — en þetta væri hin fyrsta sinn- ar tegundar, „sem ætlað er að standa áfram — öllum til nokk- urs gagns og hjálpar, þeim er starfa að byggingarmálum, eða láta sig þau nokkru varða“. Lengi á döfinni Gunnlaugur kvað fyrirmyndir af slíkri starfsemi til víða um heim, og hefðu arkitektar víðast hvar beitt sér fyrir að koma henni á fót, en ríkisvaldið víða styrkt hana og jafnvel tekið að sér reksturinn. Kvað hann Arki- tektafélag íslands lengi hafa haft hug á að koma þessu máli í fram- kvæmd og haft nefndir starfandi í því skyni um margra ára skeið. Nú hefði hins vegar meira rekið á eftir en áður, vegna þess hve byggingarhættir væru orðnir fjölbreyttir og eins ykist framboð byggingarefnis og fjölbreytni svo með degi hverjum, að ekki væri á neins manns færi að henda þar reiður á. Byggingariðnaðurinn í landinu væri orðinn ótrúlega mik ill, og margt væri nú hægt að gera hér eins vel og oft jafnvel betur en viða erlendis. Slík kynningar- starfsemi sem Byggingarþjónust- an væri því orðin brýn nauðsyn og nánast óumflýjanleg. í nóv. sl. árs var hafizt handa um að kanna undirtektir vænt- anlegra þátttakenda í slíkri fasasýningu. Voru undirtektir mjög góðar. Arkitektafélagið sam þykkti síðan tillögur og áætlanir starfandi framkvæmdanefndar og fól henni að Ijúka við að stofna Byggingarþjónustu A. í. Fleiri umsóknir bárust um sýningar- svæði en hægt var að sinna, en sýnendur eru 46 talsins. Nokkrir þeirra eiga enn eftir að koma sýningum sinum fyrir. — Af þátt takendum er röskur helmingur iðnfyrirtæki, sem framleiða byggingarefni, byggingarhluta og tæki, en knappur helmingur er innflutningsfyrirtæki. Rekstrartilhögun Gunnlaugur Halldórsson kvað þessa starfsemi verða rekna með þeim hætti, að leigutekjum af sýningarsvæðinu væri ætlað að standa undir rekstrarkostnaði, en öll þjónusta við almenning yrði veitt ókeypis. — Jafnframt væri Frá Byggingarþjónustunni. sýnendum veitt aðstaða til að kynna vörur sínar með fyrirlesr- um og myndasýningum í hliðar- sal við sýningarsvæðið. — Hann kvað starfslið stofnunarinnar mundu gera sér far um að veita sem haldbeztar upplýsingar tæknilegs efnis og svara fyrir- spurnum um vinnuaðferðir, efn- isnotkun o.s.frv. Einnig mundu veittar upplýsingar viðskiptalegs eðlis, er samrýmzt gætu viðskipta legri samkeppni. — Við lok máls síns þakkaði Gunnlaugur Halldórsson, fyrir hönd A. I., öllum þeim, er stuðlað hefðu að framgangi þessa máls. — Síðan bað hann borgarstjóra að opna sýninguna, Mikilvæg upplýsingaþjónwsta í stuttri ræðu minntist borgár- stjóri m.a. á hið mikla átak, sem hér hefði verið gert í bygging- armálum á skömmum tima. Taldi hann upplýsingaþjónustu þá, er hér væri stofnað til, mjög mikil- væga, og e.t.v. væri hennar enn meiri þörf hér en víðast annars staðar vegna óvenjumikillar og almennrar þátttöku almennings í byggingarstarfsemi. Hér hefðu fleiri einstaklingar komið sér upp eigin húsnæði en víðast hvar annars staðar. — Þakkaði borg- arstjóri Arkitektafélagi Islands forgöngu þess um þetta nauð- synjamál og bar fram þær óskir, að starfsemin mætti verða mikil lyftistöng allrar byggingarstarf- semi í landinu. — Sagði hann síðan Byggingarþjónustuna opn- aða. Margt að sjá Gestir tóku nú að skoða sýn- inguna og var þar margt að sjá. Er sýningunni allri mjög smekk- lega fyrir komið. Hvert fyrirtæki hefir þar afmarkaðan „bás“, en þeir eru að sjálfsögðu misstórir eftir aðstæðum, — Hér verður sýningunni ekki lýst í einstökum atriðum, en þar má yfirleitt sjá hvaðeina ,sem til bygginga þarf, allt frá skrúfum og róm, hurðar- lömum og læsingum upp í bað- herbergis- og eldhúsinnrétting- ar, lofthitunarkerfi, miðstöðvar- katla og rafgeisla-hitunarkerfi. Víða liggja frammi smekklegir myndskreyttir upplýsingabækl- ingar um vörur viðkomandi fyrir tækis. Þess má að lokum geta hér, að í framkvæmdanefnd þeirri, er undirbjó þetta mál og kom því í framkvæmd, voru eftirtaldir arki tektar: Sigurður Guðmundsson, er lézt í des. sl., Gísli Halldórsson, Gunnlaugur Pálsson og Gunn- laugur Halldórsson. Þeim til að- stoðar var Guðmundur Kr. Krist insson ,húsameistari, en hann hef ir verið ráðinn framkvæm’da- stjóri Byggingarþjónustunnar. Á sunnudaginn var sýningin opnuð almenningi, og var aðsókn mjög mikil bæði þá og í gærdag. Bifreiðasmiðir óskast eða menn vanir body-viðgerðum. Bifreiðaverkstæðið Múli. Sími 32131. ATHUCIÐ ! Vörukynning i EGILSKJÖiKI í dag (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Hjukrunarkona óskast á Sjúkrahúsið Sólheima. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkonunni. Auglýsing um skoðun bifreiða i lógsagnarumdæmi Reykjavíkur Samkvæmt umferðalögum tilkynnist hér með, að að- alskoðun. bifreiða fer fram 24. apríl til 6. ágúst n.k., að báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir Föstud. 24. apríl R-1 til R-150 Mánudaginn 27. — R-151 — R-300 Þriðjudaginn 28. — R-301 — R-450 Miðvikud. 29. — R-451 — R-600 Fimmtud. 30. - R-601 — R-750 Mánud. 4. maí R-751 — R-900 Þriðjud. 5. — R-901 — R-1050 Miðvikud. 6. — R-1051 — R-1200 Föstud. 8. — R-1201 — R-1350 Mánud. 11. — R-1351 — R-1500 Þriðjud. 12. — R-1501 — R-1650 Miðvikud. 13. — R-1651 — R-1800 Fimmtud. 14. — R-1801 — R-1950 Föstud. 15. — R-1951 — R-2100 Þriðjud. 19. — R-2101 — R-2250 Miðvikud. 20. - R-2251 — R-2400 Fimmtud. 21. — R-2401 — R-2550 Föstud. 22. — R-2551 — R-2700 Mánud. 25. — R-2701 — R-2850 Þriðjud. 26. — R-2851 — R-3000 Miðvikud 27. — R-3001 — R-3150 Fimmtud. 28. — R-3151 — R-3300 Föstud. 29. — R-3301 — R-3450 Mánud. 1. júní R-3451 — R-3600 Þriðjud. 2. — R-3601 — R-3750 Miðvikud. 3. — R-3751 — R-3900 Fimmtud. 4. — R-3901 — R-4050 Föstud. 5. — R-4051 — R-4200 Mánud. 8. júní R-4201 — R-4350 Þriðjud. 9. — R-4351 — R-4500 Miðvikud. 10. — R:4501 — R-4650 Fimmtud. 11. — R-4657 — R-4800 Föstud. 12. — R-4801 — R-4950 Mánud. 15. — R-4951 — R-5100 Þriðjud. 16. — R-5101 — R-5250 Fimmtud. 18. — R-5251 — R-5400 Föstud. 19. — R-5401 — R-5550 Mánud. 22. — R-5551 — R-5700 Þriðjud 23. — R-5701 — R-5850 Miðvikud. 24. — R-5851 — R-6000 Fimmtud. 25. — R-6001 — R-6150 Föstud.. 26. — R-6151 — R-6300 Mánud. 29. — R-6301 — R-6450 Þriðjud. 30. — R-6451 — R-6600 Auglýsing um skoðunardaga bifreiða frá R-6601 til R-10450 verður birt síðar. Skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun hér í bænum, en skrásettar anna' 3 staðar, fer fram 4. til 15. maí. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar daglega kl. 9—12 og kl. 13—16,30, nema föstudaga til kl. 18,30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vá- tryggingariðgjöld ökumanna fyrir árið 1958 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðalögum og Iögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem tii hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögregiustjórinn I Reykjavík, 21. apríl 1959 SIGURJÓN SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.