Morgunblaðið - 22.04.1959, Síða 20
20
MORGUlSBLAÐtÐ
Miðvikudagur 22. april 1959
Nú, einmitt nú varð ihann að
draga hana að sér. Hann veit, að
erf hann sleppir þess-ari mínútu, þá
fær hann aldrei löngun sinni full-
nægt. En svipur hennar er óvin-
gjarnlegur, hún er ekki árennileg
og umhvérfið er óvenjulegt. Allt
þetta dregur kjarkinn úr honum.
Hún hefur lesið ástríðuna út úr
augum hans, og segir mjög kulda-
*ega:
„Ó, — ég skil, herra Emile! Þér
ætlið að sýna drenglund yðar. Þér
ætlið að bæta fyrir það, sem liðið
er. Ágætt-------“
Emile finnur, að hún 'hefur skil-
ið hann fyllilega. Honum finnst orð
hennar vera eins og löðrungur. —
Hann herpir saman augun og geng
ur eitt skref í áttina til hennar.
Hún hefur stokkið á fætur og
stendur við dyrnar á næsta her-
bergi, opnar þær og kallar inn í
herbergið: „Páll — Páll, getur þú
ekki gert svo vel að koma hið skjót
asta? Verkamaðurinn við geyma-
stöðina er kominn. Hann er kominn
með 9kýrslu. Gætir þú gert svo vel
að annast greiðsluna til hans?“
1 dyragættina kemur í ljós þrek-
vaxinn maður, sóðalega klæddur, í
skinnjakk-a. Hann er að vísu hold-
ugur í andliti, en svipurinn er ein-
beittur, og hörundsliturinn ein-
kennilega dökkur. Augu hans virð-
ast líka vera dimm, köld og hættu-
leg. Hann gengur til Emiles, bros-
ir, — dálítið illgirnislega, að því
er Emile virðist — og segir með
dálitlu lítillæti í málrómnum:
„Svo, verkamaðurinn við geyma-
stöðina“.
Því næst les hann athugasemdir
Emiles yfir öxlina á frúnni, muldr-
ar eittihvað óskiljanlegt og snýr sér
aftur að Emile, sem stendur hálf
sneyptur. — „Er tilkynning yðar
þá áreiðanleg?" segir hann. „Jæja,
við munum koimast að raun um
það. Hérna fáið þér í bráðina þús-
und franka".
Áður en Emile er búinn að átta
sig, heldur hinn áfram: „Þér skul-
uð ekki furða yður á því, þótt þér
fáið ekki greiðslu þegar í stað fyr-
ir hverja skýrslu. Frúin á ekkert
við greiðslurnar. É,g sé um þau
efni og það geri ég hinn fyrsta
hvers mánaðar. Þá daga kem ég til
Gherbourg. En mér er það ánægja,
að þér viljið vinna með okkur. —
Þakka yður fyrir og verið þér sæl-
ir“.
Eftir á gerði Emile sér ekki fylli
lega ljóst, hvernig hann í rauninni
hafði farið út úr íbúð frú Bouiffet.
Hann ráfaði yfir í bakhúsið með
mesta sauðarsvip þá stundina.
Hann hafði hugsað sér það með allt1
öðru móti, þegar fundum þeirra
frú Bouffet bæri saman. Honum
fannst hann vera orðinn upprenn-
andi hetja, snjall ættjarðarvinur,
útsmoginn leyniþjónn, sem hin
fagra frú Bouffet ekki gæti neitað
um viðurkenningu sína. Og svo
var það þessi þóttafulli maður með
illgirnislega brosið, sem hét Páll.
Það hafði farið reglulega illa fyr-
ir Emile. En hann átti það eftir,
að ánægju hans yrði spillt ennlþá
rækilegar, og það var í sambandi
við „Sévres", 9em honum þótti að
vísu ekki vænt um, en hafði mikið
gagn af.
Hinn 9. október 1941 um klukk-
an 8 nær skeytavarðstöð þýzku
leyniþjónustunnar í París í eftir-
farandi skeyti, 9em eikki var nema
að litlu leyti á dulmáli:
„------til hermálaráðuneytisins
í Lundúnum, herbergi 55a stopp.
„Læðan“ tilkynnir: skýrt frá mikl
um flutningum benzingeyma
vagna til herflugvélabirgðanna í
Cherbourg stopp koma nóttina
milli 12. og 13. októlber á vörU-
brautarstöðina í Oherbourg stopp
9ama heimild skýrir frá vaxandi
óánægju með nýja þýzka flugvéla-
gerð virðist vera langferða-
sprengjuflugvél-------
Eftir þes9U að dæma er fjand-
inn laus í París enn einu sinni.
Hún er þar aftur komin, hin marg
hataða „Læða“, sem enginn þekk-
ir, sem enginn hefur séð, en heyr-
ir aðeins til. Og þegar til hennar
heyrist, þá eru það tilkynningar,
sem hafa hina mestu hernaðarþýð-
ingu, tilkynningar, 9em veita óvin-
inum, Bandamönnum, vitneskju
um veika staði hjá herafla Þýzka-
lands.
Aðfaranótt 31. júlí 1941 haifði
lítill GFP-hermaður orðið fyrir
atburði, sem hann þagði um, og
Halbe undirforingi kom inn í her-
bergi, þaðan sem tvær manneskj-
ur höfðu flúið og leynisendirinn
við Sigurbogann var horfinn. —
Eftir þessa nótt höfðu tilkynningar
„Læðunnar" að vísu hætt í viku-
tíma, en því næst heyrðust þær aft-
ur, skyndilega. Hún símaði aftur
merkinu, stutt, langt, tæþlega á
dulmáli og með takmarkalausri
ofyrirleitni. Hún símaði meira að
segja til Lundúna um Parísar vtíl-
lystingar nokkurra æðri liðsfor-
ingja í einstökum atriðum.
Það var hætt við að miða stað
leynisendisins eftir mistökin 31.
júlí. Það var ekki hægt að endur-
taka brágðið með tjald símastjórn-
ar Parísar, því að „Læðan“ hefði
verið aðvöruð. Hún og hennar
fólk voru nú helmingi varkárari
en áður. Og „Læðan“ heldur áfram
að tilkynna úr sjálfri hinni her-
setnu Parísarborg. Tilkynningar
hennar bárust í ljósvakanum beint
til hermálaráðuneytisins í Lundún
um, herbergi 55a.
Hver er þessi bölvúð „Læða“,
spyrja menn í Berlín og eru æva-
reiðir. Göring og flugmálaráðu-
neytið hafa veður af tilkynningu
hennar um langfleygu sprengju-
flugvélarnar, sem um er deilt. Það
er vatn á mylnu þeirra, 9em gagn-
rýna áætlunina um smíði lang-
fleygra sprengjuflugvéla.
Það lítur svo út, að ekki sé neitt
ráð gegn „Læðunni". Það er ekki
hægt að tálma tilkynningum henn-
ar og á Englandi svífa sprengju-
flugvélar Itoyal Air Force upp í
loftið, fljúga yfir Ermarsund og
nú dynja sprengjurnar látlaust á
birgðastöðvar loftflotans og á
brautarstöðina í Ohei’bourg.
Maður nokkur stendur- fyrir
framan rústirnar af íbúð sinni,
vappar um í grjótinu og rekur upp
hlátur við og við eins og geðveik-
ur maður. Nú ert þú búinn að súpa
af því seyðið, Emile. Þú hefur bak-
að þér þetta sjálfur, fábján-
inn þinn. Þú varst glórulaus gol-
þorskur. Þannig hugsar hann. Nú
skaltu lepja úr skel, «bix)tin af
postulíninu þínu með gullröndinni,
-----fallega postulíninu — egta
Sérves-disunum.
hrærivélin
ER AI.LT ANNAÐ
OG MIKLU MEIRA
SO EN VENJULEG
HRÆRIVÉL
V| A
KENWOOD hrærivélin
•r traustbyggð, einföld í notkun,afkastamikil og fjölhæf.
MEÐ KENWOOD
verður matreiðslan
leikur einn
Tfekla.
Austurstræti 14.
Sími 11687.
STÚLKUR
Vanar saumaskap óskast strax
Verksmiðjan Max H.f.
Þingholtstræti 18.
a
r
l
d
6
1) „Flýtið þið ykkur nú heim
úr bíóinu, krakkar. Ykkur veitir
ekki af góðum nætursvefni, ef
þið ætlið að vera komin í fylgsnið
um sólarupprás í fyrramálið“.
„Allt í lagi, Róbert", segir Siggi.
2) „Aha. Þetta er stórkostlegur
kjóll, sem þú ert í“, segir Siggi.
„Þakka þér fyrir, Siggi“. „Við
skulum fara að koma okkur af
stað“, segir Stína.
3) Seinna um kvöldið. „Myndin
var ágæt, Siggi. Nú skulum við
drífa okkur heim“, segir Stína.
„O-o, klukkan er ekki margt enn-
þá. Við skulum koma einhvers
staðar inn og fá okkur ís.“ segir
Linda. „Það var ágæt hugmynd
hjá þér. Við skulum koma við í
krambúðinni.
Ensk sprengikúla htífur lagt
hina nýju íbúð Emiles Le Míeures í
rúst. Þessi sprengja, sem fór af-
vega, hefur einungis lent á bak-
húsinu. 1 framhúsinu glamraði að-
eins í gluggarúðunum.
Emile hreytir út úr sér blótsyrð-
um og bítur á jaxlinn. Hann er nú
farinn að tyika slík orð miklu
meira en nokkru sinni áður. Emile,
sem með tilkynningu sinni hafði
kallað ensku sprengjuna yfir hú*
sitt, burðargjaldsfrítt og með frá-
bæriega stuttum afgreiðslufresti.
Næstu nætur drekkur Emile sig
fullian á gömlu knæpunni sinni í
hafnarhverfinu. Þýzkir hermenn
sitja þar hjá frönskum verkamönn
um, sem starfa við ýmsar þýzkar
vinnustöðvar. Hér sitja l'íka stúlk-
ur, franskar stúlkur, sem eru að
koma sér í kynni við sigurvegar-
ana. Það heyrist í gömlum grammo
fón úti í einu horninu. — Laftið
er þrungið tóbaksreyk og vínþef,
Emile sér glöggt, að húsbóndi han*
f birgðastöðinni, þýzkur liðþjálfi,
kemur til hans og sezt hjá honum.
„Hvað gengur að þér, maður, þú
ert eymdin uppmáluð“, segir lið-
þjálfinn og klappar duglega á öxl-
ina á Emile. Hann lætur undan
Sjfllltvarpiö
MiSvikudagur 22. aprílt
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50-—14,00 „Við vinnuna“. Tón-
leikar af plötum. 18,30 Útvarps-
saga barnanna: „Flökkusveinninn**
eftir Hektor Malot; XII. — sögu-
lok (Hannes J. Magnússon, skóla-
stjóri). 18,55 Framiburðarkennsla
i ensku. 19,00 Þingfréttir. —■ Tón-
leikar. 20,20 „Höldum gleði hátt á
loft“: Tryggvi Tryggvason o. fU
syngja nokkur vinsæl lög frá
fyrri tíð. 20,40 Há9kólastúdentar
bregða upp myndum úr stúdenta-
lífinu fyrr og síðar: Viðtöl við
eldri og yngri stúdenta. Stúdenta-
kórinn syngur undir stjórn Hö-
skuldar Ólafssonar. — Ketill
Ingólfsson leikur á píanó. 22,10
Kvöldsaga í -leikformi: „Tíu litlir
negrastrákar“ eftir Agötihu
Ohristie og Ayton Whitaker; IV.
og síðasti þáttur. — Leikstjóri og
þýðandi: Hildur Kalman. 22,40
í léttum tón (plötur). 23,45 Dag-
skrárlok.
Finunludagur 2.3. apríl:
(Swmwrdagurinn fyrs ti).
8,00 Heilsað sumri: a) Ávarp
(Vilhjálmur Þ. Gíriason útvarps-
stjóri). b) Vorkvæði (Lárus Páls-
son leikari les). c) Vor- og sumar-
lög (plötur). 11,00 Skátamessa í
Dómkirkjunni (Biskup Islands,
herra Ásmundur Guðmundsson,
messar. — Organleikari: Kristinn
Ingvarsson). 13,15 Frá hátíð barna
f Reykjavík: Formaður „Sumar-
gjafar“ flytur ávarp, lúðrasveitir
drengja leika, Baldur og Konni
skemmta, Sigurður Ólafsson syhg-
ur. 14,00 Kirkjuvígsluathöfn: —
Biskup íslands, herra Ásmundur
Guðmundsson, vígir kirkju Óháða
safnaðarins í Reykjavík. Prestur
safnaðarins, séra Emil Björnsson,
prédikar. Vígsluvottar: Séra
Björn Magnússon prófessor, séra
Jón Auðuns dómprófastur, séra
Jón Thorarensen og séra Kristinn
Stefánsson. Kristinn Hal-lsson og
kór safnaðarins syngja m. a. kafla
úr nýrri kantötu eftir Karl O.
Runólfsson. Organleikari: Jón Is-
leifsson. 15,45 Miðdegistónleikar:
Fyrsta hálftímann leikur Lúðra-
sveit Reykjavíkur undir stjóm
Pauls Pampichler, síðan innlend
og erlend sumariög af pjötum —
(16,30 Veðurfr.). 18,30 Barnatími
(Helga og Hulda Valtýsdætur). —
19,30 íslenzk píanólög (plötur). —
20,20 Erindi: Skordýrin og blómin
(Ingimar Óskarsson náttúrufræð-
ingur). 20,45 Kórsöngur: Karlakór
Reykjavíkur syngur. Stjóm-andi:
Sigurður Þórðarson. Einsöngvar-
ar: Sigurveig Hjaltested, Guð-
mundur Guðjónsson og Guðmund-
ur Jóns9on. Píanóleikari: F ritz
Weisshappel (Hljóðritað á tónl. í
Gamla Bíó). 21,30 Upplestur: —
„Vorkoma", sögukafli eftir Ólaf
Jóh. Sigurðsson (Róbert Amfinns
son leik-ari). 22,05 Danslög, þ. á.
m. leika danshljómsvei't Keflavík-
ur undir stjórn Guðmundar Norð-
dahls og hljómsveit Aage Lorange.
Söngvari: Sigurdór Sigurdórsson.
01,00 Dagskrárlok.